Tíminn - 19.01.1991, Side 13

Tíminn - 19.01.1991, Side 13
Laugardagur 19. janúar 1991 Tíminn 25 V Útför Stefáns Hilmarssonar fv. bankastjóra verður gerð frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 22. þessa mánaðar kl. 13.30. Sigríður K. Thors og fjölskylda MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Laus staða Við Raunvísindastofnun Háskólans er laus til um- sóknar rannsóknastaða við reiknifræðistofu sem veitt ertil 1-3jaára. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. mars nk. Fastráðning kemur til greina. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða til- svarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmaðurinn verður ráðinn til rannsóknastarfa, en kennsla hans við Háskóla íslands er háð sam- komulagi milli deildarráðs raunvísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, auk ítarlegrar lýs- ingar á fyrirhuguðum rannsóknum skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar nk. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dóm- bærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 18. janúar 1991. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar Borg- arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í málningu á leiguíbúðum á vegum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. febrúar kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (Reykjavík Purchasing Center) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 - P.O. Box 878 Vigdís Finnbogadóttir, forseti fslands og Ólafur V. Noregskonungur. Kveðja frá forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur: Ólafs V. Noregs- konungs minnst Ólafur V. Noregskonungur var ein- lægur vinur fslands og íslensku þjóðarinnar. Þegar leiðir okkar lágu saman erlendis lét hann það einatt í Ijós og rifjaði upp hve allar stundir sem hann hefði dvalið á íslandi væru gleðiríkar í minningunni. Hann var af þessari sterku ræktar- sömu aldamótakynslóð, sem þakk- látlega hefur litið til þess að marg- víslegir draumar og hugsjónir henn- ar hafa ræst og æðraðist hvorki né lét bugast þótt móti blési. Sú kyn- slóð ræktaði af sömu umhyggju land, þjóð og frændgarð. Mér fannst ætíð sem Ólafi konungi fyndist hann vera í innri frændgarði þegar hann ræddi við íslending um málefni þjóðanna tveggja, hinnar norsku og íslensku. Ólafur konungur kom fjórum sinn- um til Islands. Hið fyrsta sinn sem krónprins Noregs þegar hann á Snorrahátíð í Reykholti árið 1947 afhjúpaði styttu af Snorra Sturlu- syni, sem Norðmenn gáfu íslending- um. Síðasta sinni árið 1988 þegar hann kom einnig færandi hendi með stórgjöf frá Norðmönnum til Snorrastofu í Reykholti. Þá tók land- ið á móti þessum bjartleita höfð- ingja í sólskini og gróðurskrúða, og þjóðin fagnaði honum af djúpri vin- áttu. Við íslendingar minnumst Ólafs V. Noregskonungs með virðingu og hlýju og vottum Haraldi konungi V., sem tekið hefur við af föður sínum, konungsfjölskyldunni og norsku þjóðinni allri innilegan samhug okkar. Minningarbók vegna and- láts Ólafs Noregskonungs: Samúðarkveðja til norsku þjóöarinnar Vegna andláts hans hátignar Ólafs V. Noregskonungs liggur frammi í norska sendiráðinu í Reykjavík minningarbók fyrir alla sem votta vilja fjölskyldu konungs og norsku þjóðinni samúð. Minningarbókin liggur frammi í bústað sendiherra Noregs, Fjólugötu 15, nk. mánudag og þriðjudag kl. 10- 12 og 14-16 báða dagana, en frá og með miðvikudegi í norska sendiráð- inu, Fjólugötu 17, á sömu tímum dags. HEILSUGÆSLUSTÖÐ Á SIGLUFIRÐI Tilboð óskast í breytingar og innréttingu á hús- næði fyrir heilsugæslustöð á Siglufirði í hluta nú- verandi húsnæðis Sjúkrahúss Siglufjarðar. Verktími ertil 15. maí 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með fimmtudags 31. janúar gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, þriðjudaginn 5. febrúar 1991, kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVlK ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN Tilboð óskast í frágang innanhúss, þ.e. í kjörn- um, brú og forhýsi, klæðningu útveggja, málun o.fl. í húsi Þjóðarbókhlöðunnar við Birkimel. Verkinu skal lokið fyrir 1. desember 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með 13. febrúar 1991 gegn 15.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, þriðjudaginn 19. febrúar 1991 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.