Tíminn - 22.01.1991, Blaðsíða 8
Markaðs- og útbreiðslunefnd forsætisráðherra kannar möguleika Islands sem lands gæða, hreinleika og heilbrigðis:
8 Tíminn
Þriðjudagur 22. janúar 1991
Þriðjudagur 22. janúar 1991
Tíminn 9
Tímamyndir: Ámi Bjama/Pjetur
Síðastliðinn föstudag kynnti forsætisráð-
herra skýrslu svokallaðrar markaðs- og út-
breiðslunefndar sem hann skipaði snemma
árs 1990. Nefndin hefur verið að störfum síð-
an og hefur haft það markmið að kanna
möguleika á kynningu íslands á erlendum
vettvangi og efla jákvæða ímynd landsins sem
land gæða, hreinleika og heilbrigðs umhverf-
is og mannlífs. Nefndin telur að á þessum
vettvangi eigi ísland mikla möguleika, lega
landsins, umhverfi og árangur í heilsuvernd
undirstriki það. En til að árangur náist í að
markaðssetja ísland á þennan hátt verði opin-
berir aðilar að leggja fram umtalsvert fé til að
fjármagna ímyndarsköpun íslands á þessu
sviði. Líklegt er talið að undirbúningsaðgerð-
ir vegna þessa næstu fjögur árin muni kosta
200 miljónir á ári.
ímynd um land hreinleikans
Leiðtogafundurinn í Höfða haustið 1986
varð til þess að farið var að huga að því hverj-
ir möguleikar íslands væru á þessum vett-
vangi. Þá var skipuð nefnd sem síðan komst
að þeirri niðurstöðu að möguleikarnir væru
fyrir hendi. Þegar sú nefnd lauk síðan störf-
um, skipaði forsætisráðherra aðra nefnd til að
vinna á grundvelli starfs íyrri nefndar og
einnig að koma með hugmyndir um hvernig
væri hægt að byggja upp ímynd íslands sem
lands gæða, hreinleika og heilbrigðs um-
hverfis og mannlífs. Starfsmaður nefndarinn-
ar var Ólafur Stephensen. „Við komum okkur
í samband í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan
með það fyrir augum að finna fjárfestingarað-
ila í hugmyndum, sem gætu komið upp í
sambandi við þá möguleika sem ísland á og
hins vegar til að kanna viðbrögð við þeim
hugmyndum, sem voru að koma upp á borð-
ið.“
Skólabókardæmi
um markaðsfærslu
„Nefndin hafði ekki mikið fjármagn til að
fara í útbreiðslustarf, þannig að við komum
okkur m.a. í samband við breska kynningar-
fyrirtækið Forum Communications Ltd., sem
gerði m.a. úttekt fyrir okkur og hluti af starfi
nefndarinnar. Úttektin er, eins og einhver
kallaði hana, skólabókardæmi um markaðs-
færslu íslands erlendis. Hún undirstrikar
það, sem við höfum ef til vill alltaf vitað, að
við eigum gífurlega mikla möguleika — en
við verðum að finna bæði þekkingu og fjár-
magn til að koma þeim á framfæri. Ég held að
það sé líka undirstöðuatriði, sem gera verður
sér grein fyrir, að ef við ætlum að geta kynnt
okkur erlendis um að við séum land gæða,
hreinleika og heilbrigðs umhverfis og mann-
lífs, þá þurfum við fyrst og fremst að taka
okkur saman í andlitinu heima fyrir, bæði á
sviði umhverfis- og heilbrigðismála," sagði
Ólafur Stephensen. ,AHir, sem við höfum ver-
ið í sambandi við, eru sammála um að ísland
geti staðið undir því að vera land í þessum
flokki gæða og því er það ein aðaltillaga
nefndarinnar að við tökum okkur saman og
uppfyllum þau skilyrði sem þarf. Þar af leið-
andi getum við verið með þannig markaðs-
stefnu á þeim nótum erlendis og þá um leið
að allir útflytjendur, hvort sem þeir eru á
sviði vöru eða þjónustu, njóti góðs af.“
Ferðaþjónusta
með heilbrigðisívafí
Markaðs- og útbreiðslunefndin hafði tvo
vinnuhópa sér til fulltingis. Annar hópurinn
kannaði möguleika gæða- og hreinleika-
landsins íslands með heilbrigðismá! í huga og
hinn hópurinn með umhverfismálin að leið-
arljósi. í mati heilbrigðishópsins segir að
meðal helstu mála nýbyrjaðs áratugs „séu
annars vegar viðleitni mannsins til að varð-
veita heilsu sína og lifa þróttmiklu, ánægju-
legu Iífi og hins vegar að varðveita og halda
lífvænlegu því umhverfi sem hann er hluti
af“. Hópurinn telur að markaðssetja megi ís-
lenska heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga
með margvíslegu móti. Nefnd er ferðaþjón-
usta með heilbrigðisívafi, en einnig er nefnd-
ur sá möguleiki að ísland taki forystu innan
Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar með
átaki í forvarnarstarfi þar sem íslendingar
hafa náð góðum árangri.
Óveruleg mengun
Mat umhverfishópsins er að ástandið í þeim
málaflokki sé nokkuð gott hérlendis, en ýmis
atriði séu þó í ólagi. Það ætti þó að vera
minna mál að koma þeim í viðunandi horf
hér en víðast hvar annars staðar. Hér sé til að
mynda mengun óveruleg. Um ástand gróðurs
í landinu segir: „Mikill uppblástur hefur orð-
ið á íslandi, en vegna þess að hann varð mest-
ur áður en hugmyndir um náttúruvernd urðu
til, munu erlendar þjóðir tæpast dæma okkur
hart nema þá fyrir þann uppblástur sem hefur
orðið í seinni tíð. Margir hafa þá hugsjón að
klæða landið aftur grasi og skógi, en aðrir eru
á móti því að mjög langt sé gengið í þá átt
vegna fagurfræðilegra sjónarmiða." Umhverf-
ishópurinn leggur til að ísland skipi sér í for-
ystusveit þjóða heimsins sem starfa á sviði
umhverfismála, með mengunarmælingum
og átaki til fegrunar landins víðsvegar.
Borg í hafínu
Margar hugmyndir eru settar fram í skýrslu
nefndarinnar, sumar býsna nýstárlegar. Þar
eru viðraðar hugmyndir um alþjóðlegt um-
hverfislottó og hefur þetta verið rætt við for-
svarsmenn SKY og CNN sjónvarpsfýrirtækj-
anna. Forstjóri CNN tók hugmyndinni mjög
vel, en hefur þó slegið þann varnagla að ís-
land marki sér skýrari stefnu í umhverfis- og
hvalveiðimálum. Einnig var lögð fram hug-
mynd um lagningu vegar þvert yfir ísland frá
Reykjavík og austur á Egilsstaði með við-
komu á þeim merkum stöðum sem eru á
þeirri Ieið. Sagt er að þversniðsleiðin hafi
þann kost að ferðamenn geti farið skipulagt
um hálendið í stað þess að dreifast leiðsagn-
arlaust. Sú hugmynd, sem er kannski hvað
fjarlægust, er borg í hafinu út af íslandi. Hug-
myndina á arkitektafyrirtæki í Bretlandi. Ól-
afur Stephensen segir að hugmyndin sé þess
eðlis að hvort sem hún yrði nokkurntímann
að veruleika, þá myndi hún skapa umtal og
áhuga á íslandi.
Hvalveiðamar spilla fyrir
En fælir það fólk ekki frá að fara til íslands
þegar verðlag er jafnhátt hér og raun ber
vitni? Ólafur Stephensen segir svo ekki vera.
Hann segir það hafa sannað sig með könnun-
um í Bretlandi og í Bandaríkjunum að fólk sé
tilbúið að greiða allt að 23% hærra verð fýrir
umhverfislega hollar aðstæður en annað og
með slíkri markaðssetningu væri hægt að
marka braut fyrir íslenskar vörur sem væru
kynntar sem gæðavörur. „Mörg af þeim sam-
tökum, sem geta hjálpað okkur við að kynna
ísland sem land gæða, hreinleika og heil-
brigðs umhverfis og mannlífs, hafa haft þann
fyrirvara á að hjálpa okkur að við mörkum
skýra stefnu í umhverfismálum og hvalveið-
um verði hætt. Við rákumst á það í samtölum
að menn setja hvalveiðar mjög mikið fyrir sig.
Við fylgdumst með því sem birtist um ísland í
Markaðs- og útbreiðslunefnd forsætisráðherra á blaðamannafundi í síðustu viku. Frá vinstrí: Júlíus Hafstein, Grímur Sæmundsen, Jón
Sveinsson, Steingrímur Hermannsson, Baldvin Jónsson, Ingjaldur Hannibalsson. Næstir koma þrír breskir ráögjafar en lengst til hægrí
er Ólafúr Stephensen. Tímamyndir: Ámi Bjama/Pjetur
fjölmiðlum í Bretlandi í sambandi við heim-
sókn drottningarinnar hingað og möppu með
upplýsingum um heimsóknina og um ísland.
Fundur alþjóðahvalveiðiráðsins í Hollandi
kom í kjölfarið og það var ívið meira sem við
fengum af ósanngjörnum fréttum í sambandi
við hvalveiðarnar, sem þýðir í reynd að gildi
góðu fréttanna í sambandi við drottninguna
varð ekki jafn mikið og ella hefði orðið," sagði
Ólafur Stephensen.
Sumt er veruleikanum
víðsfjarri
„Mikið af þessum hugmyndum, sem hér eru
settar fram, eru veruleikanum víðsfjarri án
þess að ég vilji leggja mat á það,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson forsætisráðherra þegar
leitað var álits hans á starfi nefndarinnar. „Við
höfum gífurlega mikla möguleika á þessu
sviði — að vera iand hreinleika og heilbrigð-
is. Á því er ekki nokkur vafi. Mikið af þeim
hugmyndum, sem hér eru settar fram, eru
veruleikanum víðsfjarri, enda var þessi nefnd
skipuð sem nokkurs konar hugarstorms-
nefnd. Nefndin hefur safnað saman upplýs-
ingum og að mínu mati unnið gott verk, en
sumt af þessu sem hér kemur fram er efalaust
mjög fjarri. Ég er sannfærður um að ef við
tökum okkur tak í umhverfismálum getur ís-
land orðið miðstöð margs á slíkum vettvangi.
Ég hef fengið beðnir frá mörgum umhverfis- ’
sinnum beiðni um það að gera ísland nánast
að sinni miðstöð. Ég hef sannfærst um að við
þurfum að breyta áherslum þannig að það
verði lögð meiri áhersla á gæði í stað magns.
Ég tel að sumar áherslur nefndarinnar séu
raunhæfar til þess að selja meira af fiski og
vatnið, sem við erum að selja á þessari for-
sendu að sé það hreinasta í heimi," sagði
Steingrímur Hermannsson.
Skilyrðin eins og
best verður á kosið
Breskur maður, Paul C. Deslauriers, hjá ráð-
gjafafyrirtækinu New Resources for Growth,
var einn þeirra aðila sem markaðs- og út-
breiðslunefndin var í sambandi við. í tillög-
um sínum segir hann meðal annars: „Ég tel
að íslendingar eigi falinn fjársjóð sem um-
heimurinn veit afar lítið um og hefur enn
ekki komið í ljós hve hann er mikils virði.
Þessi verðmæti snerta heilbrigðis- og um-
hverfismál, sem eru óðum að verða mál mál-
anna um allan heim. Ef íslendingar geta orð-
ið fyrirmynd og forustuþjóð á þessum sviðum
mun þjóðin skapa sér sérstöðu á alþjóðavett-
vangi. Skilyrðin eru eins og best verður á kos-
ið.“
-sbs.