Tíminn - 22.01.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Þriðjudagur 22. janúar 1991
MINNING
Stefán Hilmarsson
KvölcJ-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I
Reykjavfk 18.-24. Janúar er I Háaleltisapótekl
og Vesturbæjarapótekl. Það apótek sem fyrr er
nefnt annast oitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi
til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á
sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfja-
þjónustu eru gofhar I sima18888.
bankastjóri
Stefán Hilmarsson, f. 23. maí 1925
í Reykjavík. Foreldran hjónin
Margrét Jónsdóttir og Hilmar Stef-
ánsson bankastjóri. Stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1945.
Lögfræðingur frá Háskóla íslands
1951.
Blaðamaður á Morgunblaðinu
1951-52. Fulltrúi í utanríkisráðu-
neytinu 1952, sendiráðsrítarí í
Washington 1956-62. Bankastjóri í
Búnaðarbanka íslands 1962-1990.
Eiginkona 12. maí 1949 Sigríður
Kjartansdóttir Thors. Eiga þau þrjár
dætur.
Með Stefáni Hilmarssyni er geng-
inn merkur bankamaður, sem hafði
mikil áhrif á þeim aldarfjórðungi
sem hann var bankastjóri. Undir for-
ystu hans óx Búnaðarbanki íslands
og dafnaði, útibúum fjölgaði, starf-
semin varð fjölþættari og bankinn
varð með sanni traustur banki. Þetta
einkunnarorð Búnaðarbankans, sem
notað er í auglýsingum, traustur
banki, var frá Stefáni runnið. Þetta
eru orð að sönnu, því að allur rekst-
ur bankans er traustur og þar með
eiginfjárstaða hans. Stefán var öflug-
ur málsvari Búnaðarbanka íslands,
ríkisbanka, og taldi hann að það
rekstrarform sem á bankanum er
hefði sannað gildi sitt. Hann taldi
það henta betur við íslenskar að-
stæður en hlutafélagsformið. Varði
Stefán Búnaðarbankann með sterk-
um rökum, þegar tillögur komu
fram um breytingar á bankanum í
hlutafélag. Stefán áleit það mikinn
kost, að Alþingi kysi bankaráð Bún-
aðarbankans, og taldi það tryggingu
gegn því að sterkir hagsmunahópar
næðu tökum á bankanum, sem ella
kynni að vera hætta á. Stefán sagði
stundum að hann ætti eitt áhugamál
og það væri Búnaðarbankinn. Hann
var því vakinn og sofinn yfir vel-
gengni hans.
Stefán var meðalmaður á hæð og
rómað snyrtimenni í hvívetna. Hann
var hvikur á fæti og bar sig vel hvar
sem hann fór. Hann var fylginn sér
þegar því var að skipta, en alla tíð
vinsæll í hópi samstarfsmanna. Stef-
án var sanngjam og þægilegur yfir-
maður sem öllum þótti gott að
skipta við. Hann gegndi ýmsum
ábyrgðarstöðum fyrir bankann bæði
innan lands og utan og var hvar-
vetna skeleggur fulltrúi sem hélt vel
á málum og vakti athygli. í samstarfi
var hann málefnalegur og þægilegur
og gjarnan mjög skemmtilegur, og
var hans því einatt saknað eftir að
hann hætti að sitja daglega banka-
stjórafundi fyrir ári.
Ég kynntist Stefáni, áður en hann
gerðist bankastjóri 1962, því að faðir
hans, Hilmar Stefánsson, gegndi
bankastjórastarfi á þriðja áratug á
undan honum, og var ég vel kunn-
ugur Hilmari og heimili hans. Þegar
Stefán varð bankastjóri var ég úti-
bússtjóri í Austurbæjarútibúi bank-
ans og leiddi það af sjálfu sér til ná-
innar samvinnu. Útibúið var þá til
húsa í húsi TVyggingastofnunar rík-
isins. Þó að húsnæðið væri gott og
innréttað fyrir útibúið eftir teikn-
ingu Gunnlaugs Halldórssonar arki-
tekts, kallaði hinn öri vöxtur þess á
aukið húsnæði. Ég minnist áhuga
Stefáns að koma upp veglegu hús-
næði fyrir starfsemi útibúsins og
ágætrar samvinnu okkar við að
sannfæra borgaryfirvöld og aðra um
nauðsyn þess að bankinn byggði yfir
útibú við Hlemm. Búnaðarbanka-
húsið við Hlemm og umhverfi þess
sómir sér vel og er sönn borgarprýði.
Eitt af áhugamálum Stefáns var
myndlist. Þekkti hann vel til ís-
lenskrar málaralistar, sótti sýningar
og málverkauppboð og var kunningi
margra íslenskra málara. Stefán
reyndi jafnvel sjálfur fyrir sér á því
sviði, þó að hann vildi ekki gera mik-
ið úr því.
Heimili þeirra hjónanna Sigríðar
og Stefáns er sannkallað menningar-
heimili, þar sem verk bestu málara
okkar prýða veggi. Það hefur alla tíð
verið stefna Búnaðarbankans að
prýða hús sín með verkum lista-
manna og má í því sambandi minna
á afgreiðslusal bankans í Austur-
stræti, sem Sigurjón Ólafsson og Jón
Engilberts voru fengnir til að mynd-
skreyta. Svavar Guðnason skreytti
sal Austurbæjarútibús. Það hefur
ævinlega verið stefna Búnaðarbank-
ans að kaupa íslensk málverk og féll
það eðlilega í hlut Stefáns að sjá um
það. Öruggur smekkur Stefáns í
málverkavali bankans kom vel í Ijós á
stórri málverkasýningu sem efnt var
til að Kjarvalsstöðum í tilefni af 60
ára afmæli bankans. Þetta þróaða
myndskyn leyndi sér ekki í auglýs-
ingum Búnaðarbankans. Þær þóttu
bera af öðrum sjónvarpsauglýsing-
um, bæði hvað myndval, texta og
smekk áhrærði.
Um langt skeið sátum við saman í
stjórn Eftirlaunasjóðs Búnaðarbank-
ans. Á þeim árum fórum við saman á
laxveiðar með þriðja stjómarmann-
inum, Baldri í Odda. Lágu leiðir okk-
ar víða, en oftast fórum við í veiði-
kofa sem Baldur átti við Brúará. í
veiðiferðum kynnast menn vel,
tengjast vináttuböndum sem ei
rofna. Stefán var góður veiðifélagi,
fiskinn vel og lék á als oddi í þessum
ferðum. Upplifðum við síðan ferðim-
ar margsinnis yfir saltfiski og skötu
eða öðrum þjóðlegum réttum að
vetrinum. Stefán hafði góða frásagn-
arhæfileika, var vel lesinn og hafði
tilvitnanir í íslendingasögur á hrað-
bergi.
Stefán féll frá langt um aldur fram
og er hans sárt saknað, ekki síst af
okkur sem með honum unnum.
Hans verður minnst um ókomin ár
fyrir ötult og óeigingjarnt starf í
þágu bankans, því Búnaðarbanki ís-
lands er traustur banki.
Ég sendi Margréti móður hans, Sig-
ríði og dætmnum og fjölskyldum
þeirra kveðjur og bið Guð að blessa
þau.
Hannes Pálsson
Við áramót hefur sá siður tíðkast
um nokkurt árabil að starfsmenn
Búnaðarbanka íslands hafa komið
saman eina kvöldstund til eins konar
uppskeruhátíöar að loknu starfsári.
Sá fagnaður, með eitt ár enn gott og
gjöfult að baki, var í vændum þegar
þau sorgartíðindi bámst að Stefán
Hilmarsson bankastjóri hefði orðið
bráðkvaddur á heimili sínu. Enn
einu sinni vomm við minnt á hversu
skammt er milli gleði og harms.
Nákvæmlega ár er liðið síðan Stefán
lét af störfum sem bankastjóri. Sam-
starfsmenn hans kvöddu hann á
uppskemhátíðinni þá. Hann hélt þar
ræðu sem ég veit að margir munu
lengi minnast. Bæði var það að hún
var vel og skömlega flutt, eins og
Stefáni var lagið, en einnig hitt hve
efnið skilaði sér vel á því móðurmáli
sem hann hafði tileinkað sér með fá-
gætum. í minningunni er mér það
ofarlega í huga hve mál hans bar ein-
mitt sérstök einkenni mikillar þekk-
ingar og næmrar tilfinningar. Hann
las mikið fornbókmenntir og hafði
tíðum á hraðbergi tilvitnanir í þær,
en hann var gæddur einstakri frá-
sagnargleði sem unun var á að hlýða.
Stefán Hilmarsson var bankastjóri
við Búnaðarbanka íslands samfellt í
28 ár.
Hann var mjög mikilhæfur stjóm-
andi, lagði sig allan fram um að gera
stöðu bankans sem besta. Það full-
yrði ég að hann hefði ekki betur gert
þó bankinn hefði verið í einkaeign
eða með öðm félagsformi. Var það
honum því nokkur raun að heyra því
haldið fram að banki, sem væri í eigu
ríkisins, ætti ekki tilvemrétt, enda
veit ég ekki um nokkurn einstakling
sem afsannað hefur þá kenningu
betur með starfi sínu en Stefán
Hilmarsson. Hann mat mikils sam-
starfsmenn sína. Stefán hafði oft á
orði í seinni tíð hve mikils væri um
vert gott samstarf og samvinna
stjórnenda. Lengst starfaði hann
með Magnúsi Jónssyni frá Mel og
síðar jafnframt Þórhalli TVyggvasyni.
Þeir áttu það gjaman til félagarnir að
hittast stutta stund að morgni, áður
en alvara dagsins tók við, og var þá
slegið á léttari strengi. Stefán var
fundvís á umræðuefni, sem oft var
sótt á síður dagblaðanna þann dag-
inn eða í heim stjómmála og dægur-
mála. Er það mjög eftirminnilegt að
verða vitni að þeim orðræðum sem
þar áttu sér stað. Starfið var sjálft
mjög krefjandi og úrlausnarefni
margvísleg og flókin. Lengst af þeim
tíma, sem Stefán gegndi banka-
stjórastarfi, var allt rekstrarumhverfi
bönkum erfitt. Reyndi því mjög á
hæfni manna og styrk. Stefán var
fljótur til að mynda sér skoðanir á
hinum ýmsu málefnum og þegar
þær lágu fyrir vantaði ekki rök-
semdafærsluna, beinskeytta og hnit-
miðaða á hreinræktaðri íslensku
sem enginn gat misskilið. Hann var
mjög hreinn og heiðarlegur í sam-
starfi og samskiptum, en að sama
skapi hafði hann óbeit á skinhelgi og
hálfsannleik. Viðskiptamönnum
bankans var hann sannur og heill
stuðningsmaöur og þegar sækja
þurfti til annarra eru mörg dæmi til
um einarða framgöngu hans í þeirra
þágu. Hins vegar voru aðstæður
þannig að ekki var hægt að fullnægja
óskum og þörfum þeirra að fullu,
sem til bankastjóra leituðu og færðu
full rök fyrir sínu máli. Er ég sann-
færður um að það var honum á
stundum þungbær staðreynd. Hygg
ég því að honum hafi þótt nauðugur
sá kostur að hjúpa sig harðri skel og
allt að því einangrun frá fjöldanum.
Allt um það er þeim það ljóst, er
þekktu hann best, að undir niðri var
hann mjög tilfinninganæmur.
Stefán var listrænn að eðlisfari og
sérstakur fagurkeri. Auk hins mikla
áhuga á máli og stfl, sem áður er get-
ið, var hann unnandi lita og forms.
Málverkasafn bankans, sem hann
hafði veg og vanda af að safna síð-
ustu áratugina, ber Iitaskyni hans
fagurt vitni. Bankinn hafði reyndar
samið um það við hann, þegar hann
hætti starfi bankastjóra, að fá að
njóta hæfileika hans á þessu sviði
enn um sinn, svo og taka þátt í að
móta auglýsingar bankans fyrst og
fremst í sjónvarpi. Auglýsingarnar
hafa notið verðskuldaðrar athygli, en
að baki þeim liggja mikil hugsun og
fáguð vinnubrögð. Gildir þar einu
hvort verið er að lýsa hrikaleik foss-
aflsins eða tilveru smáblóms á send-
inni strönd. Allt virtist þaulhugsað,
mynd, mál og tónn.
Stefán hafði hin síðari ár búið sér
og sínum mjög góða aðstöðu á
ströndinni við Stokkseyri. Þar hafði
hann ungur tekið þátt í sveitastörf-
um á sumrum og sýnt mikinn dugn-
að og atorku. Það fór ekki milli mála
að hugurinn var oft þar eystra og eft-
ir að sumarhúsið var risið dvaldi
hann þar svo oft sem hann gat. Var
það von okkar, sem með honum
höfðu starfað, að nú loksins fengi
hann nægan tíma og frið til þess að
njóta dvalarinnar þar eystra. Þó að
margt væri honum þar hugleikið
hygg ég að fjaran og það margvíslega
líf, sem þar leyndist, hafi verið efst á
blaði, reyndar var það orðið honum
hreint rannsóknarefni. En ógleym-
anlegar eru hástemmdar lýsingar
hans á fjallahringnum og fegurð
morgunsins á ströndinni, þar sem
himinn og haf renna saman í eitt í
órafjarlægð.
Að leiðarlokum er okkur félögum
hans í Búnaðarbanka íslands þakkir í
huga, en jafnframt skörp hvatning
um að halda uppi merkinu sem hann
bar með glæstum brag lengur en
nokkur annar. Við sendum frú Sig-
ríði og dætrunum, svo og fjölskyld-
um þeirra og Margréti móður hans
innilegar samúðarkveðjur.
Jón Adólf Guðjónsson
Þegar mér barst andlátsfregn Stef-
áns Hilmarssonar, fyrrverandi
bankastjóra, varð mér hugsað til
þeirra ára þegar kynni okkar hófust
er við vorum báðir ungir menn. Á ár-
unum 1942 til 1946 átti ég heimili
hjá móðursystur Stefáns, Ingveldi
Jónsdóttur, og manni hennar, Guð-
jóni Jónssyni skipstjóra, í Móhúsum
á Stokkseyri. Þar bjuggu einnig afi
hans og amma, Jón Adólfsson, fyrr-
verandi kaupmaður, og Þórdís
Bjarnadóttir. Móhúsaheimilið var
gamalgróið menningarheimili og
hjá þessu ágæta fólki var ákaflega
gott að vera. Stefán var þar tíður
gestur ásamt foreldrum sínum,
Margréti Jónsdóttur og Hilmari
Stefánssyni bankastjóra, og systur
sinni Þórdísi. Dvöldu systkinin þar
oft að sumarlagi.
Á þessum árum tókst með okkur
Stefáni góður kunningsskapur sem
hélst í áranna rás, en hann stundaði
þá nám við Menntaskólann í Reykja-
vík. Það var ómögulegt annað en að
veita þessum unga og glaða manni
athygli. Fyrir utan það að vera sér-
lega glæsilegur, var eitthvað í fari
hans sem heillaði mig. Þó gat hann
verið ofurlítið hrjúfur við fyrstu sýn,
en fljótlega kom í Ijós að undir þess-
ari hrjúfu, þunnu skel bjó drengur
góður og óvenju skemmtilegur.
Sumardagar og sumarkvöld þessara
ára á Stokkseyri með Stefáni og Mó-
húsafólkinu eru mér sérstaklega kær
í endurminningunni. Þegar Stefán
var kominn austur var ekki lengur
hljótt í því virðulega húsi Móhúsum,
heldur upphófust þar umræður um
hin ólíkustu málefni og ómur af
glaðværð fyllti þar stofur. Strax á
þessum árum var ekkert logn í
kringum Stefán Hilmarsson, þó
meira gustaði stundum um hann
síðar á ævinni, eins og marga sem
gegna ábyrgðarstöðum í þjóðfélag-
inu.
Það var unaðslegt að ganga um í
fjörunni á lognkyrrum kvöldum;
sandurinn var ylvolgur eftir skin sól-
ar og sjórinn spegilsléttur gjálfraði
við fjörusteina. Stefán kunni vel að
meta þessa sérstæðu fegurð. Hann
sá líka fegurðina víðar, hann sá hana
í listum, bókmenntum og ótal
mörgu öðru sem á vegi hans varð
um ævina.
Þegar ég flutu frá Stokkseyri og
Stefán hóf háskólanám og síðar
störf, m.a. erlendis, bar fundum okk-
ar að sjálfsögðu sjaldnar saman, en
þegar ég réðst til starfa hjá Búnaðar-
bankanum á Selfossi endumýjuðum
við kunningsskap okkar og sam-
skipti og samstarf hófst, sem var á
allan hátt hið ánægjulegasta. Eftir
að hann eignaðist sumarhús á
Stokkseyri var hann tíður gestur í
Búnaðarbankanum og var mér mikil
ánægja aö komum hans.
Framhald á bls. 14
Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátláum. Slm-
svari 681041.
Hafnarfjöröun Hafnarfjarðar apótek og Norður-
bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl.
9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laugar-
dag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar I símsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó-
tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja-
fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I
slma 22445.
Apótek Keflavikur Opið virka daga frá k. 9.00-
19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl-
daga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl.
8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Selfóss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Op-
iö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-
12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til
kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl.
9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamames og
Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla
virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög-
um og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá
sunnudögum.
Vitjanabeiðnir, simaráðleggingarog timapantan-
ir í sima 21230. Borgarsprtalinn vaktfrá kl. 08-17
alla virka daga fyrir fólk sem ekki-
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi
696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild)
sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar-
hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um
lyfjabúöirog læknaþjónustu erugefnar i simsvara
18888.
Ónæmisaögeröir fyrir fullorðna gegn mænusótt
fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á
þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmisskirteini.
Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni
Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00-
21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070.
Garöabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, siml 656066. Læknavakt er f
slma 51100.
Hafharfjöröur. Heilsugæsla Hafnarfjaröar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, simi 53722. Læknavakt simi 51100.
Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Simi 40400.
Keflavflc Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á
Heilsugæslustöð Suöumesja. Sími: 14000.
Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál-
fræðilegum efnum. Simi 687075.
Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til
kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-
16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30.
Bamaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga.
Öldmnariækningadcild Landspitalans Hátúni
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa-
kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30
til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími
annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Botg-
arspítalinn I Fossvogl: Mánudaga til föstudaga
kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagl. Á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 15-18.
Hafnarbúðin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta-
bandið, hjukrunardeild: Heimsóknartími frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu-
daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvcmdarstööin: Kl.
14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Weppsspitali: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 tilkl. 19.30.
- Flókadcild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa-
vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á
helgidögum. - Vifilsstaöaspitall: Heimsóknar-
timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St
Jósepsspitali Hafriarflrðl: Alla daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heim-
sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavikurtæknishéraðs og heilsu-
gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring-
inn. Simi 14000. Keflavík-sjúkrahúsið: Heim-
sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um
helgarogáhátlöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-
19.30. Akureyri- sjúkrahúslð: Heimsóknartimi
alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á
barnadeild og hjukrunardeild aldraðra Sel 1:
Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusimi frá kl.
22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness:
Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla
daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavfk: Seltjamames: Lögreglan sími
611166, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 11100.
Kópavogun Lögreglan simi 41200, slökkviliö
og sjúkrabifreið simi 11100.
Hafnarfjöröur Lögreglan simi 51166, slökkviliö
og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og
sjúkrabill sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjar Lögreglan, simi 11666,
slökkvilið slmi 12222 og sjúkrahúsið simi
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreíð simi 22222.
Isafjöröur: Lögreglan simi 4222, slökkviliö simi
3300, brunasími og sjúkrabifreiö simi 3333.