Tíminn - 22.01.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.01.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 22. janúar 1991 Skotbardagar f höfuöborg Lettlands: 4 drepnir og 10 særðir Til skotbardaga kom milii sérsveita sovéska hersins og lettneskra iögreglusveita í innanríkisráðuneytinu í Riga, höfuðborg Lett- lands, á sunnudagskvöldið. Pjórir féUu og tíu særðust. Sérsveitir sovéska hersins voru um 90 mínútur að yfirbuga lög- reglusveitirnar. Á meðan safnaðist hópur Letta fyrir framan bygg- inguna og hrópuðu beir; „Fasistar, fasistar!“ Sérsveitirnar yfir- gáfu síðan ráðuneytið fimm klst. seinna eftir samningaviðræður forsætisráðherra Lettlands, Ivars Godmanis, og innanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Boris Pugo, en hann ber ábyrgð á sérsveit- unum. Þetta er í annað sinn á átta dög- um sem mannskæöir bardagar milli sovésku sérsveitanna og íbúa Eystrasaltslýðveldanna eiga sér stað. Síðastliðinn sunnudag voru þrettán manns drepnir í höfuð- borg Litháens, Vilnius, þegar her- inn tók aðalstöðvar útvarps og sjónvarps í borginni. Einn ofursti í sovéska hemum skýrði atburðlna í Riga þannig að sérsveitarmenn hefðu átt erindi í ráðuneytið, en þegar þangað kom hefðu þeir orðið fyrir skothríð. Sérsveitarmennimir hefðu þá ákveðið að hertaka bygginguna. Innanríkisráðuneytið er staðsett nokkuð fyrir utan miðborgina og því höfðu borgarar ekki safnast saman fyrir utan bygginguna. Almenningur í Eystrasaltsríkj- unum varð varari um síg í lcjölfar atburðanna og herti öryggisgæslu um helstu byggingar iýðveldanna. Þing Lettlands ákvað í gær í kjöl- far bióðbaðsins að stofna sérstak- ar vamarsveitir, sem hefðu það hlutverk að vemda líf og frelsi íbúa lýðveldisins. Þing Rússlands kom saman í gær, viku fyrr en venjulega. Boris Jeltsin, forseti Rússlands, sagði að það væri vegna þeirrar spennu sem ríkti í landinu. Hann taldi að enn væri hægt að koma í veg fyrir þá pólit- ísku þróun sem nú ætti sér stað í Sovétríkjunum. Atburðimir vðktu mikil viðbrögð á Vesturlöndum, þrátt fyrir að at- hygli manna beinist fyrst og fremst að Persaflóastríðinu. Tals- maður Hvíta hússins sagði að at- burðimir í Lettlandi yllu stjóm- völdum í Bandaríkjunum miklum áhyggjum. Ekkert bendir hins vegar til þess að fundi Gorbatsjovs og Bush, sem á að fara fram í Moskvu dagana 11.-13. febrúar, verði aflýst. Douglas Hurd, utan- ríkisráðherra Bretlands, sagði um leið og hann fordæmdi atburðina að Vesturlönd yrðu að fylgjast ná- ið með framvindu mála í Sovéríkj- unum. Hann sagði að það væri mögulegt að vöidin í Sovétríkjun- um kæmust í hendur hættulegra rnanna. Þá mótmæltu fulltrúar Evrópubandalagsins harðlega og gáfu í skyn að EB mundi jafnvel hætta efnahagsaðstoðinni við Sov- étríkin. Reuter-SÞJ IRAKAR BRJOTA GENFAR- SÁTTMÁLA UM STRÍÐSFANGA Útvarpið og sjónvaipið í Bagdad birti í gær viðtöl við fiugmenn bandamanna, sem Irakar höfðu tekið til fanga eftir að fiugvélar þeirra hröpuðu í írak og Kúvæt. Á myndum, sem sjónvarpið í Bagd- ad sýndi, hafði föngunum augljóslega veríð misþyrmt. Fangarnir voru marðir og rispaðir og töluðu með hikandi röddu eins og þeir væru beittir þrýstingi til að tala. Fangamir fordæmdu árásir banda- manna á fríðsama íbúa íraks. Sendiherra íraka í París sagði að fang- arair fengju aðeins mannúðlega meðferð að því tilskildu að banda- menn viðurkenndu að þeir væru fangar íraka. Bandaríkin sögðu í gær að tuttugu og fimm flugmanna væri saknað, en stjómvöld í Irak bjóða nú há verðlaun fyrir stríðsfanga. írakar sögðust hafa sent fangana til hemaðarlega mikilvægra skotmarka til að koma í veg fyrir árásir á þau. Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsvið- tali við CNN í gær að það væm stríðs- glæpir að nota stríðsfanga sem vöm. „Þeir sem gera það verða látnir sæta ábyrgð," sagði Cheney. Þegar hann var spurður um hvort þetta mundi hafa áhrif á sprengjuárásir banda- manna, sagði hann „Nei.“ Valdbeit- m m jr ingin i Litháen óafsak- anleg Verkalýðssamband Norðurlanda, samtök launþegasamtaka á NorðuriÖndum, hefur sent frá sér samþykkt um ástandið í Eystrasaltslöndunum. Þar er lýst skelfingu og vonbrigðum með framvindu deilumála ríkj- anna við Eystrasalt og Sovét- stjóniarinnar hins vegar. I samþykktinni segir ennfrem- ur að engin ieið sé að afsaka þá svívirðilegu og grófu valdbeit- ingu, sem rbúum í Lettlandi og Litháen hafi verið sýnd. Það hafi valdiö vonbrigðum hvernig Sov- étstjómin hafi svikið áform sín um umbætur og frið. Jafnframt er sagt að miklar vonir séu bundnar við hina lýðræöislegu þróun, sem hafin sé í Sovétríkj- unum, og allir aðilar hvattir Úl að leysa deilur með samningum. -sbs. Níu Scud-eldflaugar skotnar niður írakar skutu tíu Scud-eldflaugum á Saudi-Arabíu í gær og nú í fyrsta sinn á Riyadh, höfuðborg landsins. Níu voru skotnar niður með Patriot- eld- flaugum, en ein var látin afskiptalaus, því hún lenti í sjónum nálægt Dha- hran. Að sögn talsmanns Bandaríkj- anna varð ekkert tjón. Hins vegar sáu fréttamenn gíg rétt hjá einum af tveimur flugvöllum í Riyadh, en þeir bjuggust við að hann væri eftir Patri- ot-flaug sem hefði ekki sprungið í loftinu eftir að hafa misst af óvina- flaug. írakar skutu ellefu Scud- eldflaug- um á ísrael á föstudag og laugardag, en þær ollu litlu tjóni, enda markmið þeirra að sögn fréttaskýrenda fyrst og fremst að reyna að draga fsraelsmenn inn í átökin og kljúfa Araba úr liði bandamanna. í kjölfar þessara árása á ísrael fékk ísraelski herinn Patriot- eldflaugar frá her Bandaríkjanna. Tálið er að írakar eigi eftir 50- 150 eldflaugaskotpalla og nokkur hundr- uð Scud-eldflaugar. Landherinn býr sig undir árás Flugherinn varpar nú stöðugt sprengjum á landher íraka til að veikja hann fyrir komandi bardaga landherjanna. Flugherinn beinir að- allega sprengjum sínum að Lýðveld- ishernum, en það eru úrvalsdeildir innan írakshers sem í eru 100-150 þúsund hermenn og hafa bestu vopn- in, m.a. sovéska T-72 skriðdreka. Mjög mikilvægt er talið að draga úr mætti Lýðveldishersins, því það er talið draga úr baráttuþreki annarra íraskra hermanna. Sprengjuárásimar á Lýðveldisherinn hafa staðið yfir í tvo daga. Að sögn Normans Schwarzkopf, hershöfðingja í Bandaríkjaher, þá eru sveitirnar mjög vel varðar og erfitt að skaða þær. Á meðan flugherinn stendur í ströngu, búa landgönguliðar sig und- ir að sækja inn í Kúvæt, að sögn bandaríska hersins. Þúsundir her- manna og hertækja em flutt í fremstu víglínu að næturlagi til að hyljast írökum, að sögn fréttamanns Reuters. Landherinn er í stöðugri viðbragðsstöðu vegna hugsanlegrar skyndisóknar íraska landhersins. Reuter-SÞJ Flugmóðurskipið Theodore Roosevelt á Persaflóa. Hvað gerist ef Saddam fellur? Ef Saddam Hussein tapar Persafióastríðinu og missir völdin í Kú- væt, þá mun bijótast út borgarastyijöld í frak, sem verður svo ofsa- fengin að borgarastyijöldin í Líbanon verður eins og baraaleikur í samanburði við hana, að sögn stjómmálafræðinga. „Svo virðist sem Bandaríkjamenn hafi ekki velt fyrir sér einni augljósri spurningu: Ef Saddam verður hrak- inn frá völdum hvað tekur þá við?“ sagði arabískur stjórnarerindreki þegar hann yfirgaf Bagdad stuttu áð- ur en stríðið braust út. Saddam hefur nú rfkt í írak í tvo áratugi. Hann hefur rutt öllum and- stæðingum sínum úr vegi, allt frá íröskum kommúnistum til kúrd- ískra þjóðernissinna. Hann hefur treyst mjög stöðu stjórnmálaflokks síns, Baathflokksins, sem nær nú inn í hvern krók og kima í þjóðfélag- inu. Hann hefur byggt upp mikið öryggiskerfi. Margir Irakar eru viss- ir um að hijóðnemar, sem faldir séu í umferðarljósum og ýmsum öðrum stöðum, jafnvel á almenningssalern- um, fylgist með þeim. Baathflokkur- inn hefur komið á stöðugleika í landinu, en áður voru tímar óró- leika. Nuri Said, einn af fyrrverandi forsætisráðherrum þessa óróatíma- bils, var rifinn í tætlur af brjáluðum múg. „Þjóðfélag okkar er ofbeldis- kennt,“ sagði íraskur stjórnmála- maður sem vildi ekki láta nafns síns getið. „Mig hryllir við þeirri tilhugs- un hvað muni gerast ef stjórnarfyr- irkomulagið (Saddam Husseins) hrynur." Jafnvel fréttaskýrendur, sem eru óvinveittir Saddam, viðurkenna að fráhvarf hans mundi leysa upp þjóð- félagsskipan þessa 18 milljóna manna ríkis. „Otti er það sem hefur haldið því sarnan," sagði Samir al- Khalil í viðtali við Reuter í New York, en hann er höfundur mikils metinnar bókar um írak, „Lýðveldi óttans". Khalil er dulnefni sem höf- undur notar til þess að vernda fjöl- skyldu sína, sem enn er í írak, en hann sjálfur er í útlegð. „írak mundi klofna í þúsund mola.... Það mundi verða til þess að litið yrði á Líbanon sem barnaleik," sagði Khalil. Margir stjórnmálafræðingar og fréttaskýrendur telja að endalok Persaflóastríðsins muni hafa í för með sér átök milli sjíta og súnníta, múslíma og kristna minnihlutans, Kúrda og Araba og allir þessir hópar muni svo herja á stuðningsmenn Saddams Husseins. „Það, sem gerir málið flóknara, er að það er í raun- inni engin skipulögð andstaða inn- an íraks eða utan. En stór hluti ír- aka hefur byssur," sagði vestrænn stjórnarerindreki í Amman í Jórdan- íu.. Þeir þrír hópar, sem taldir eru lík- legir til að komast til valda eftir stríðið, bera allir djúpt hatur í garð Bandaríkjanna. Kúrdar segja að Bandaríkjamenn hafi svikið þá þeg- ar þeir hættu að styðja þá á miðjum áttunda áratugnum í baráttu þeirra gegn stjórn Baathflokksins og fyrir sjálfstæði. Kommúnistar fyrirlíta Bandaríkin vegna ólíkrar hug- myndafræði og sjítar líta á alla Bandaríkjamenn sem heiðingja sem eigi ekkert erindi í arabískum lönd- um. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.