Tíminn - 22.01.1991, Síða 2

Tíminn - 22.01.1991, Síða 2
Tíminn Þriðjudagur 22. janúar 1991 Menntamálaráðuneytið biður dönskukennara að líta á gömlu dönskubækurnar. Formaður Félags dönskukennara: EKKI í OKKAR VERKAHRING Vegna þess að stöður námsstjóra í dönsku og ensku við mennta- málaráðuneytið hafa verið aflagðar hafa ráðuneytið og Fræðsluskrif- stofa Reykjavíkur nú leitað til Félags dönskukennara um hvað eigi að gera við tonnin tvö af notuðum dönskubókum, sem gefin voru hingað til lands og Tíminn greindi frá í síðustu viku. „Það vantar bækur til dönsku- kennslu, sem er auðvitað slæmt. Hitt er svo annað mál að við vitum ekkert um gæði þessara bóka og höf- um ekki séð innihaldið í gámunum sem kornu," sagði Michael Dal, for- maður Félags dönskukennara, í samtali við Tímann. Að mati Micha- els er danska bókagjöfm hingað til lands hið besta mál. En á hinn bóg- inn telur hann vera maðka í mys- unni af hálfu ráðuneytisins. Síðast- liðið vor voru stöður námsstjóra í dönsku og ensku við menntamála- ráðuneytið því miður aflagðar. „í nágrannalöndunum er stöðugt lögð meiri áhersla á tungumála- kennslu, en það er eins og ráðuneyt- ið sé að fara í þveröfuga átt við alla aðra. Svona mál eins og bókagjöfina Fyrst var það heita vatnið, en nú: Hafnarfjörður kaldavatnslaus Ekkert kalt vatn yar í húsum í Hafnarfirði í gær. Ástæðan var sú að í fyrrinótt sprakk 14 tommu að- alæð, sem liggur niður Öidugötu. Mikill vatnsflaumur var í götunni og flæddi inn í nokkur hús. Viðgerð stóð yfir í allan gærdag og var búist við að henni lyki um sjöleytið í gær- kvöld. Bergsveinn Sigurðsson, verkstjóri hjá Áhaldahúsi Hafnarfjarðar, sagði að síriti, sem er á vatnsrennslinu, hafi gefið til kynna að milli klukkan þrjú og fjögur í fyrrinótt hafi æðin sprungið, en þeir fengu ekki fregnir af þessu fyrr en um fimmleytið í gærmorgun og eftir það var unnið að því að finna bilunina og gera við hana. „Viðgerðin hefur gengið vel og það er unnið að því að setja nýjar pípur í gagnið," sagði Bergsveinn. Bergsveinn sagði einnig að þeir hefðu þurft að skrúfa fyrir vatns- rennslið af öllum bænum, því að vatn kæmi sífellt inn á þessa æð ef vatninu væri hleypt á aðrar æðar. .Ástæða þessa er líklega sú að þessi æö er yfir 40 ára gömul og á sínum tíma hefur hún verið lögð í sand eða mjúkan jarðveg og sennilega hefur eitthvað verið farið að skolast undan þessari pípu eftir þessi ár og þá leggst hún kannski á harða klöpp eða grjótknippi og þá þarf ekki ann- að en titring frá bíl til að sprengja steypujárnspípuna," sagði Berg- sveinn einnig í samtali við Tímann í gær. Svo virðist sem ekki eigi af Hafn- firðingum að ganga þennan vetur- inn, með heitavatnsleysi, rafmagns- leysi og nú kaldavatnsleysi og eru Hafnfirðingar margir hverjir orðnir langþreyttir á þessu ástandi. Einn íbúi í Hafnarfirði, sem Tíminn talaði við í gær, sagðist hafa þurft að fara til vinafólks í Breiðholti til þess að komast í sturtu í gærmorgun. -GEÓ Allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað að Árbæjarskóla: KVEIKT í RUSLAFOTU Allt tiltækt lið slökkviliðsins í Reykjavík var kallað að Árbæjar- skóla um hádegisbilið í gær. Þar hafði verið kveikt í ruslafötu, sem staðsett var á gangi fyrir framan kennslustofur, og logaði glatt í föt- unni. Slökkviliðið náði að slökkva eldinn áður en hann breiddist út og engum varð meint af. Banaslys Banaslys varð í Njarðvíkurhöfn í gærmorgun um borð í Ágústi Guð- mundssyni GK 95. Rúmlega fertugur maður lést þegar lestarlúga féll á hann. Maðurinn klemmdist undir lúgunni og var lát- inn þegar komið var með hann á sjúkrahús. —SE ætti námsstjóri í raun og veru að sjá um. Það er vegna þess sem mennta- málaráðuneytið og fræðsluskrifstof- urnar eru að ætlast til þess að við tökum þetta að okkur við litla hrifn- ingu okkar. Ráðuneytið ætti raun- verulega að annast þetta sjálft," sagði Michael. Aðspurður sagði hann að það væri mjög misjafnt hver kunnátta skóla- nema væri þegar þeir kæmu úr grunnskólanum upp á framhalds- skólastigið. Sífellt fleiri virðist eiga erfitt með að stunda nám almennt „Ég get nefnt sem dæmi að í svokölluðum núlláfanga í dönsku fyrir þá sem ekki hafa náð tilskildum áfanga í grunnskóla, hefur stórfjölgað síð- ustu annir. í þessu felst kannski að búið er að leggja niður samræmd próf í dönsku og ensku og áhrif þess að sýna sig.“ Michael sagði það vera hreina bá- bilju að danska þyki leiðinlegt fag í skólum, einkum meðal eldri nem- enda. „Sem betur fer er þetta ekki rétt. Eg get nefnt sem dæmi að í efstu áföngunum, sem boðið er uppá í dönsku, er hrein barátta um að komast að. Þetta finnst mér sýna að áhugi fyrir dönsku er til staðar." -sbs. Kristján Karisson veitir verðlaununum viðtöku úr hendi Sveins Sæ- mundssonar, formanns FÍR. Bókmenntaverðlaun Félags ísl. rithöfunda: Kristján Karlsson fékk Davíðspennann Bókmenntaverðlaun Félags ís- lenskra rithöfunda, Davíðspenninn, voru veitt fyrsta sinni í gær og hlaut þau Kristján Karlsson, skáld og bókmenntafræðingur, fyrir ljóðabók sína „Kvæði 90“. Verðlaunaveiting- in fór fram að Hótel Sögu að við- stöddum gestum og fulltrúum fjöl- miðla. Sveinn Sæmundsson, formaður Fé- lags íslenskra rithöfunda, afhenti Kristjáni verðlaunin, sem eru auk Davíðspennans eitt hundrað þúsund krónur. Verðlaunin draga nafn sitt af Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, en í gær voru 96 ár liðin frá fæðingu hans. Kristján Karlsson er fæddur 26. janúar 1922 í Eyvík á Tjörnesi. Hann stundaði tungumála- og bók- menntanám við Kaliforníuháskóla frá 1942 og lauk þar M.A.-prófi í samanburðarbókmenntum 1946. Bækur hans, auk verðlaunabókar- innar „Kvæði 90“, eru þessar: Kvæði (1976), Kvæði 81 (1981), New York (1983), Kvæði 84 (1984), Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyj- um. Sögur (1985), Hús sem hreyfist. Sjö ljóðskáld (1986), Kvæði 87 (1987). Skíðaskálinn í Hveradölum brann til grunna sl. sunnudagskvöld. Bergsveinn Alfonsson varðstjórí: Orrustan töpuö þegar við komum á staðmn Skfðaskálinn í Hveradölum brann til kaldra kola sl. sunnudags- kvöld. Tilkynning um eld í skál- anum barst til slökkviliðslns í Reykjavík klukkan rúmlega ellefu á sunnudagskvöidið. Bflar frá slökkviliöinu í Reykjavík, slökkvi- liðinu á Reykjavíkurflugvelli, í Hveragerði og á Selfossi fóru á staðinn en gátu ekkert gert, enda skálinn orðinn alelda þegar fyrsti bfllinn kom á staðinn, tæpum hálftíma eftir að tilkynnt var um brunann. „Þaö var reynt að tjalda því sem til var, en því miður var orrustan töpuð þegar við komum á stað- inn,“ sagði Bergsveinn Alfons- son, varðstjóri hjá slökkviliöinu í Reykjavík. Maöur, sem leið átti um Hveradalina, varð fyrstur manna var við eldinn og hringdi hann úr farsíma á slökkviliðið. Eins og áður sagði náði slökkvi- liðið með engu móti að bjarga skálanum. Söluskúr, sem var fyr- ir utan skálann, var kældur og hindrað að eldur kæmist í hann. Einnig fjarlægðu slökkviliðs- menn gaskúta úr kjallara skíða- skálans. Slökkviliðið í Hveragerði vaktaði skálann fram eftir nóttu og annast lögreglan á Selfossi rannsókn á upptökum eldsins. f gær var ekkert búið að finna út sem skýrt gæti eldsupptök. Skíðaskálinn í Hveradölum var reistur árið 1934 af Skíðafélagi Reykjavíkur. Reykjavíkurborg keypti hann árið 1971 og seldi hann síðan fyrir nokkrum árum. —SE Skagafjörður: Þegar slökkviliðið kom á staðinn rauk kolsvartur reykur út um glugga á efri hæð. Fjórir reykkafarar fóru strax inn og slökktu eldinn og athuguðu hvort einhverjir hefðu orðið eftir á efri hæðinni, en nem- endur og kennarar flúðu út strax og varð vart við eldinn. Að sögn slökkviliösins mættu þeim mörg svört andlit þegar þeir komu að skólanum, enda þurftu þeir sem voru staddir á efri hæðinni að hlaupa í gegnum reykinn til að kom- ast út. Tálið er að kveikt hafi verið í rusla- fötunni og er það mál litið mjög al- varlegum augum af skiljanlegum ástæðum. Að sögn lögreglunnar í Árbæ verður málið að öllum líkind- um sent Rannsóknarlögreglu ríkis- ins til rannsóknar. —SE Þjónustumiðstöð tókst á loft og fauk langa leið Óveðrið, sem gekk yfir landið norð- anvert í gær, olli talsverðu tjóni á nokkrum stöðum. Lítið hús, sem ætlað er sem þjónustumiðstöð fyrir ferðafólk við ferðamiðstöðina Bakkaflöt í Skagafirði, fauk á loft, upp brekku og upp á veg í gær- morgun, og er mikið skemmt. Sigurður Friðriksson, sem rekur ferðamiðstöðina, sagði í samtali við Tímann að hann hefði líklega aldrei orðið vitni að öðru eins veðri. Að- spurður sagði Sigurður að ekkert annað hefði skemmst, enda væri þetta alveg nóg. Þjónustumiðstöðin er með eldunar- og mataraðstöðu fyrir 20 manns og er aðallega ætluð fýrir þá sem gista í tjöldum við Bakkaflöt. Sigurður sagðist búast við því að þurfa að byggja húsið nær alveg frá grunni. Húsið var ótryggt og ber hann allan skaðann. —SE Lýst eftir manni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Hauki Matthíassyni, 73 ára vist- manni í Gunnarsholti í Rangár- vallasýsiu. Haukur er hærri meðalmaður, sköllóttur. Hann er líklega klæddur jakkafötum, ljósum rykfrakka og með hatt á höfði. Þeir, sem hafa séð til ferða Hauks eftir föstudaginn 4. janúar sl. eða vita hvar hann er nú, vinsamlegast láti lögregluna vita.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.