Tíminn - 07.02.1991, Page 1

Tíminn - 07.02.1991, Page 1
Sovétmenn mótmæla afskiptum íslendinga af sjálfstæðisbaráttu Litháa. Jón Baldvin: - Höldum viðræðum áfram við Eystrasaltsríki hvað sem aðrir segja: Okkar maður í Moskvu fékk margþætta nótu Ríkisstjóm Sovétríkjanna hefur mótmælt afskiptum íslendinga af sjálfstæðisbaráttu Eystra- saltsríkjanna. Okkar maður í Moskvu, Ólafur Egilsson sendi- herra, var kallaður á fund að- stoðarutanríkisráðherrans í Kreml og afhent nóta þar sem svokallaðri pólitískri hlutdrægni íslendinga er mótmælt og spurt að hvaða markmiðum þeir stefni í framtíðarsamskiptum við Sov- étríkin. Sovétmenn hafa því sýnt íslendingum gula spjaldið. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra vill ekki að svo stöddu láta neitt uppi um viðbrögð sín við nótu Sovétstjómarinnar, né um innihald hennar í smáatrið- um. Ákvörðun ríkisstjómarínnar frá 23. janúar sl. um viðræður við Litháa um frekara stjóm- málasamband standi. Viðræð- unum verði ffam haldið og hver niðurstaða þeirra verður muni tíminn leiða í Ijós. • Blaðsíða 5

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.