Tíminn - 07.02.1991, Síða 11
Svört skýrsla um brunann í Krossanesverksmiðjunni:
Eftir
Sigurð
Boga
Sævarsson
lOTÍminn
Fimmtudagur 7. febrúar 1991
Fimmtudagur 7. febrúar 1991
Tíminn 11
Guömundur Gunnarsson, starfsmaður Brunamálastofnunar, útskýrir rannsókn brunans fýrir fréttamönnum
Krossanesverksmiðjan mikið skemmd eftir brunann 31. desember 1989.
Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri kynnti
í fyrradag skýrslu Brunamálastoftiunar um els-
voðann í sfldarverksmiðjunni við Krossanes
þegar hún brann til kaídra kola 31. janúar
1989. Skýrslan er áfellisdómur yfir forráða-
mönnum verksmiðjunnar en í henni segir að
sinnuleysi þeirra, óvarkámi og ófullnægjandi
brunavarnir hafi boðið hættunni heim. Berg-
sveinn segir þetta ástand vera víða í þjóðfélag-
inu og skýrslan gefi ekki góðan vitnisburð um
bmnavamir í landinu.
Sinnuleysi orsök eldsvoða
Árið 1989 varð tjón hér á landi af völdum eids-
voða óvenju mikið. í ársbyrjun brann hús
gúmmívinnustofunnar við Réttarháls í Reykja-
vík, sem er mesta tjón sem hefur orðið vegna
eldsvoða hér á landi, og aðfaranótt 31. desem-
ber brann síðan Krossanesverksmiðjan. Tjónið
í brunanum á Réttarhálsi varð rúmar 400
milijónir en í Krossanesi um 352 miljónir.
Segir að orsakir þessara tveggja stórbmna hafi
í aðalatriðum verið þær sömu. Fyrirbyggjandi
bmnavarnir hafi bmgðist og höfuðástæða
eldsvoðans hafi verið sinnuleysi og óvarkámi
gagnvart eldsvoðahættu. Ekki hafi verið um að
ræða að slökkvistarfið hafi verið slælega af
hendi leyst heldur þvert á móti.
Lélegur frágangur með
tilliti til eldvama
Eldsupptök í Krossanesi vom rakin til gamals
svartolíuketils úr sér gengins, sem takmarkað
eftirlit var með. Ketillinn var í útbyggingu og
úr henni breiddist eldurinn síðan inn í sjálfa
verksmiðjuna. í skýrslunni segir að frágangi
byggingarinnar að innan hafi verið mjög
ábótavant og hafi það auðveldað útbreiðslu
eldsins.
í eitt ár hafi verksmiðjan verið í fullum rekstri
án þess að gengið væri frá klæðningu útveggja
og þaks eins og teikningar kváðu á um. Þegar
bmninn varð hafði verksmiðjan verið rekin í
heilt ár, klædd að innan með eldfimum tjöm-
pappa. Verksmiðjan hafi verið eitt bmnahólf
og eidur átt greiða leið um hana alla. ,And-
varaleysi forráðamanna verksmiðjunnar bauð
því upp á að þar yrði eldsvoði," segir orðrétt.
Einnig segir að bmnavarnir hafi verið látnar
liggja milli hluta og teikningum hiklaust verið
breytt án þess að leita samþykkis. Þá hafi eftir-
lit með verksmiðjunni á nóttunni verið tak-
markað og hafi fyrst og fremst miðast við inn-
brot. Boð um eldsvoða hefðu komið seint og
um síðir en ef þau hefðu borist íyrr, hefði
meiru mátt bjarga.
Stórbrunaskýrsla
í skýrslunni eru byggingayfirvöld og eldvarna-
eftirlit á Akuryri gagnrýnd. Segir að ástandi
verksmiðjunnar hafi verið mjög ábótavant og
raunvemlega hafi verið full ástæða til að loka
verksmiðjunni, eða í það minnsta að reyna
það. Aldrei hafi verið gerð úttekt á verksmiðj-
unni eftir að hún var tekin í notkun.
Bergsteinn Gizurarson kallar skýrsluna um
bmnann í Krossanesi „stórbmnaskýrslu".
„Þetta gemm við til að læra af þessu en út frá
bmnavarnarsjónarmiði er þessi bmni merki-
legur eins og Réttarhálsbmninn var reyndar
líka. Þessi skýrsla gefur ekki góðan vitnisburð
um ástand bmnavama í landinu almennt eða
afstöðu manna til þeirra.“
Núverandi eftirlit vanmáttugt
Síðustu þrjú ár hafa starfsmenn Brunamála-
stofnunar farið víðsvegar um landið og gert
markvissar úttekir á stærri atvinnufyrirtækj-
um. Hálfu ári munaði að úttekt hefði verið
gerð á Krossanesi fyrir bmnann, en þangað
fóm starfsmenn stofnunarinnar sumarið
1990.
Það em 5000 fyrirtæki í landinu sem Bmna-
málastofnun hafði í hyggju að sækja heim og
er starfmu á landsbyggðinni lokið en höfuð-
borgarsvæðið eftir. Þannig hafði Skíðaskálinn í
Hveradölum verið tekinn út og lá fyrir kort-
lagnig og nákvæm úttekt á ástandi hans og
bmnavömm sem síðan auðveldaði rannsókn á
orsökum brunans.
Bergsteinn segir augljóst að núverandi eld-
varnaeftirlit úti á landi virki ekki. Þó að
slökkviliðsstjórar, sem annast þessi mál, séu
allir af vilja gerðir þá verði það þeim erfitt að
gera stóra hluti. í litlum samféiögum séu
tengsl meðal fólks náin og menn þyrftu jafnvel
að ganga í skrokk á félögum og samstarfs-
mönnum. „Ég held iíka að kröfur Bmnamála-
stofnunar þurfi að vera beittari og stofnunin
þyrfti að hafa meira vaid, meðal annars til að
koma í veg fyrir að fyrirtæki fái starfsleyfi ef
bmnavömum er áfátt. Þannig var einmitt
ástatt með Krossanesverksmiðjuna. Þrátt fyrir
það fékk hún lán úr opinberum sjóðum en það
er hreint fráleitt að verið sé að Iána stórfé í fyr-
irtæki sem geta bmnnið daginn eftir. Að
minnsta kosti mætti ætlast til þess að þau
þyrftu að fá vottorð frá okkur áður um bmna-
varnir. Maður hefur orðið þess var að fyrirtæki
hafa bmnnið, síðan endurbyggð og allt er í
jafnmiklum ólestri eftir sem áður,“ sagði Berg-
sveinn.
Litil tilfinning fyrír eldhættu
„Ég heid að þegar öld steinsteyptra húsa gekk í
garð á 2. og 3. áratug þessarar aldar, sem lítil
eldhætta fylgdi, hafi tilfinning manna fyrir eld-
hættu slævst. Þegar fólk bjó í timburhúsum
gerði það sér góða grein fyrir aðstæðum og var
meðvitað um eldhættuna. Síðan hefúr þetta
breyst aftur: Nú þegar farið er að byggja húsin
án steypra innveggja og síðan innréttað eftir á
með léttum eldfimum veggjum og klæðning-
um, hefur eldhætta vaxið vemlega," sagði
Bergsteinn. Hann segir þó mest áberandi hve
menn em sljóir gagnvart eldhættu í iðnaðar-
húsnæði. „Skaðar á atvinnuhúsnæði hér em
ótrúlega miklir miðað við lönd eins og Banda-
ríkin. Þetta byggist fyrst og fremst á því að
miklu meira eftirlit er þar og bmnar fátíðari,
þrátt fyrir að fólk þar búi í eldfimari húsum en
íslendingar.
Þessi tvö dæmi um bmnann í Réttarhálsinum
og í Krossanesverksmiðjunni sýna líka ótrú-
lega óaðgætni. Á fyrmeftida staðnum var verið
að rafsjóða kerm þar sem bensíntunna, lím-
birgðir og gúmmí vom innan seilingar. Slíkt
er náttúrlega leikur að eldinum. Þetta sýnir
það að eitthvað er að í afstöðu manna þegar
þeir sjá þetta en gera sjálfir ekkert í málinu."
Brýnt að breyta lögum
í skýrslunni segir að ástæða sé til að gera
margar breytingar á eftirliti með bmnavöm-
um af hálfu opinberra aðila til þess að ná betri
árangri og koma í veg fyrir að sömu hlutir og í
bmnunum að Réttarhálsi og í Krossanesverk-
smiðjunni endurtaki sig. Brýnt er að lögum
verði breytt svo auðvelda megi yfirvöldum
bmnamála að fylgja eftir kröfum.
Settar em fram fjölmargar tillögur um bætt
ástand í þessum málum: Að eldvamaeftirlit
taki til allra bmnavama hverrar byggingar og
að nákvæmar lýsingar af bmnavömm verði að
fyrirfinnast, sem ásamt teikningum megi nota
við slökkvistarf. Einnig að nánara samstarf
verði haft við Brunamálastofnun og leitað
samþykkis hennar. Orðrétt segir: „Efla þarf eft-
irlit með brunavömum alit frá því að fyrstu
teikningar em lagðar fyrir byggingamefnd- og
fulltrúa og síðan eftir að byggingin er komin í
notkun. Sú regla sem gildi fyrir allar meiri-
háttar byggingar verði; að arkitekt leggi fram
sérstaka teikningu sem glögglega sýni bmna-
hólfun og aðrar bmnavarnir hússins. Þessa
teikningu eða byggingunni sjálfri megi ekki
breyta nema með sérstöku samþykki slökkvi-
liðsstjóra, byggingarfulltrúa og í sumum til-
fellum Bmnamálastofnunar ríkisins. Eld-
vamaeftirlit sé haft með byggingunni allt frá
fyrstu framkvæmdum og síðan meðan bygg-
ingin er í notkun. Því er ljóst að svokölluð
lokaúttekt á sjaldan við, þar sem hér á landi er
byggingum sjaldnast lokið alveg og þær geta
verið í byggingu iöngu eftir að þær em teknar
í notkun. Frágangur bmnavama er því dreg-
inn þar til síðast og látinn sitja alveg á hakan-
um.“
Sökudólganna ekkí leitað
Einnig segir í stórbmnaskýrslunni að það
hljóti að vera skylda Bmnamálastofnunar rík-
isins að fara ofan í saumana á orsökum mikilla
eldsvoða og safna saman og greina þær upplýs-
ingar sem þá snerta. Tilgangurinn hljóti að
vera sá að sú reynsla sem af þessu fæst verði til
þess að minnka líkur á að sömu mistök verði
endurtekin. Einnig að þeir sem að bmnamál-
um starfa og sem ráða yfir fjármagni sem fer til
bmnamála, læri af þeim.
„Hér er ekki verið að leita að sökudólgum þótt
erfitt geti stundum verið að komast hjá óþæg-
indum sumra þeirra er málið varðar," segir að
síðustu.