Tíminn - 07.02.1991, Síða 12

Tíminn - 07.02.1991, Síða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 7. febrúar 1991 Amnesty International: SAMVISKU FANGAR Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavfk 8. til14. febrúar er I Garös Apótekil og Lyfjabúöinni Iðunnl. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknis- og lyfla- þjónustu eru gefnar f sfma18888. Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational vilja vekja athygli almennings á máli þessara samviskufanga. Amnesty vonar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim, sem berjast gegn mannréttindabrotum á borð við þau, sem hér eru virt að vettugi. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föng- um mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja tii skrifstofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga frákl. 16-18 ísíma 16940. Grikkland Daniel, Panayiotis og Parlos Xidis eru þrír bræður, 20, 23 og 19 ára. Þeir eru í haldi í Aviona- herfangels- inu og sitja af sér 4 ára fangelsis- dóm fyrir að neita að gegna her- þjónustu. Daniel hefur verið í haldi frá því í maí 1989, en herréttur í Aþenu dæmdi í máli hans í september 1989. Panayiotis og Parlos voru handteknir í nóvember 1989 og herréttur dæmdi í máli þeirra í janúar í fyrra. Bræðurnir eru í hópi 400 ungra manna sem sitja í grískum fangels- um fyrir það eitt að neita að gegna herþjónustu af trúarlegum ástæð- um. Allir eru þeir Vottar Jehóva og trú þeirra leyfir ekki herþjónustu. Grísk löggjöf gerir ekki ráð fyrir annars konar þjónustu í stað her- þjónustunnar og flestir þessara ungu manna hafa verið dæmdir í 4 ára fangelsi. í bréfi frá Daniel segir: „Foreldrar mínir eru sorgmæddir, því þrír syn- ir þeirra hafa verið beittir óréttlæti. Þrátt fyrir það erum við ánægðir, því við fórum eftir því sem segir í heilagri ritningu." Amnesty hefur hvað eftir annað farið fram á við grísk yfirvöld að þau taki upp borgaralega þjónustu, eins og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðið og Evrópu- þingið hafa mælt með. í júlí 1988 tilkynnti gríska ríkisstjórnin um frumvarp til laga þar sem gefinn er kostur á borgaralegri þjónustu í stað herþjónustu. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að borgaraleg þjónusta verði tvisvar sinnum lengri en herþjónustan, en Amnesty telur þetta ekki fullnægjandi val- kost. Nú, tveimur árum síðar, hefur frumvarpið ekki enn verið lagt fram í gríska þinginu. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að bræðurnir verði tafarlaust látnir lausir. Skrifið til: Prime Minister Constantine Mitsotakis Offíce of the Prime Minister Maximou Palace Herodou Atticou Avenue Athens Greece / Grikkland Eþíópía Mulugetta Mosissa er fyrrum op- inber starfsmaður á fimmtugsaldri. Hann hefur verið í haldi án dóms og laga í tæplega 11 ár. Mosissa var handtekinn ásamt hundruðum annarra manna af Oromo-ættbálkn- um sem grunaðir voru um tengsl við skæruliðahóp Frelsisfylkingar Oromo. Honum hefur verið haldið í sama fangelsi allan þennan tíma, en engar skýringar hafa verið gefnar á þessu langa varðhaldi. Mulugetta Mosissa var háttsettur starfsmaður hjá Eþíópísku korn- nefndinni þegar hann var handtek- inn í Addis Ababa í febrúar 1980. Namat Issa, eiginkona hans og starfsmaður í utanríkisráðuneyt- inu, var einnig handtekin, svo og ýmsir meðlimir Oromo-ættbálks- ins. Namat Issa var barnshafandi þegar hún var handtekin. Yfirvöld gáfu engar skýringar á handtökun- um, en á meðal hinna handteknu var Zegeye Asfaw dómsmálaráð- herra. Talið er Iíklegt að fólkið hafi verið handtekið vegna gruns um tengsl við Frelsisfýlkingu Oromo eða til að aftra fólki af Oromo-ætt- bálknum frá því að styðja Frelsis- fýlkinguna eða til að refsa fýrir að- gerðir fýlkingarinnar. Á 15 ára afmæli byltingarinnar í Eþíópíu 1989 var mörgum Oromo- mönnum sleppt í almennri sakar- uppgjöf, en 50 þeirra eru þó enn í haldi án dóms og laga í Addis Ababa. Á meðal þeirra, sem leystir voru úr haldi, voru eiginkona Mosissa og Zegeye Asfaw. Mosissa er í fámenn- um hópi þeirra sem enn er haldið í helstu pyntingarstöðinni í Addis Ababa. Hann mátti sæta pyntingum f upphafi varðhaldsins og hlaut af því varanlegan heilaskaða. Aðstæð- urnar í pyntingarstöðinni eru mun verri en í aðalfangelsinu, þar sem Namat Issa var í haldi. Issa fékk ekki að heimsækja eiginmann sinn. Son- ur þeirra, Amonissa, fæddist í fang- elsinu og dvaldi hjá móður sinni í þau níu ár sem hún sat í fangelsi. Þar fékk drengurinn heilahimnu- bólgu og hlaut af heilaskaða, en fékk viðeigandi læknishjálp og meðferð. Ekki er ljóst hvort leyfðar eru heimsóknir til Mosissa, en vitað er að fangar fá matar- og fatasendingar frá fjölskyldum sínum. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að Mosissa verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: His Excellency President Meng- istu Haile-Marlam President of the People’s Democr- atic Republic of Ethiopia Office of the President Addis Ababa Ethiopia Kólumbía Alirio de Jesús Pedraza Becerra er fertugur lögfræðingur og mannrétt- indasinni, kvæntur og á sjö ára gaml- an son. Alirio hefur ekki sést síðan að kvöldi 4. júlí s.I. Samkvæmt vitnum réðust átta vopnaðir menn í borgaralegum klæð- um á Alirio Pedraza þegar hann var á leið út úr verslun að kvöldi 4. júlí s.l. og óku með hann á brott. Tveir lög- reglumenn stóðu álengdar þegar mannránið var framið og að sögn vitna gáfu tveir menn úr hópi hinna vopnuðu sig á tal við þá og sögðust vera úr öryggissveitunum. Pedraza hafði verið virkur félagi í samstöðuhópi pólitískra fenga (CSPP) í langan tíma og var að rann- saka mörg mannréttindabrot sem rekja mátti til kólumbíska hersins. Eitt þeirra var framið í maí 1988 þeg- ar hersveitir skutu á hundruð bænda í mótmælagöngu í Llano Cahente í Magdalena Medio-héraðinu. Pedraza var einnig að vinna í máli verkalýðssinna sem handteknir voru og pyntaðir í Call Valle del Canca í mars 1990, sakaðir um þátttöku í skæruliðasamtökum. Fallið var frá kæru. „Ránið“ á Pedraza hefur verið for- dæmt og réttarrannsókn er hafin. Fjölskylda Pedraza og starfsfélagar hafa reynt að hafa uppi á honum, en herinn og lögregluyfirvöld neita stöð- ugt að hann sé í haldi. Pedraza er því einn fjölmargra sem hafa „horfið". Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að hvarf hans verði taf- arlaust rannsakað og haft upp á því hvar hann sé niðurkominn. Skrifið til: President César Gaviría TYujil Presidente de la República Palacio de Narino Bogotá Colombia Fangi mánaðarins Ieystur úr haldi. Ladji Traoré, 53 ára verkalýðsleið- togi frá Máritaníu, var leystur úr haldi í nóvember s.l. Traoré var fangi októbermánaðar hjá Amnesty International. Honum var sleppt úr haldi án réttarhalda og skilyrða af hálfu stjórnvalda. Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1991 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrif- stofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. • Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. • Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurð- um sem talin er þörf fyrir næsta áratug. • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal m.a. byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis, m.a. markaðsgildi niðurstaðna, sem sóst er eftir, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á landi, - hæfni umsækjenda/rannsóknarmanna. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að; - fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins, - samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir er mikilvægt, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri fyrir atvinnurekstur. Heimilt er einnig að styrkja verkefni, sem miða að uppbyggingu þekk- ingar og færni á tæknisviðum, sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun hér á landi í framtíðinni. Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórtiátlðum. Slm- svari 681041. Hafnarfjöröur Hafnarijarðar apótek og Norður- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugar- dag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðmm tlmum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar em gefnar I slma 22445. Apötek Keflavíkun Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selföss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Op- ið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær. Apótekið er opiö mmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamames og Kópavog er i Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá Id. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesl er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingar og timapantan- ir I slma 21230. Borgarspitalinn vaktfrá kl. 08-17 alia virka daga fýrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeitd) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu emgefnar i simsvara 18888. Ónæmisaögerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöö Reykjavfkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Garöabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I sima 51100. Hafnarijörður Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavflc Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðumesja. Sfmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál- fræöilegum efnum. Slmi 687075. Landspftalinn: Alladaga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspftali Hringslns: Kl. 13-19 alla daga. Öldmnarlækningadcild Landspftalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspftali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Botg- arspftalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafriarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heflsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftali: Alla daga kl. 15.30 tilkl. 16ogkl. 18.30 tilkl. 19.30. -Flókadeild: Alladagakl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæfið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaðaspitali: Heimsóknar- tími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlið hjúkmnarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkuriæknlshéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Sími 14000. Keflavík-sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátfðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á bamadeild og hjúkmnardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Seitjamames: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100. Kópavogur. Lögreglan slmi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnartjörður. Lögreglan slmi 51166, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 51100. Keflavik: Lögreglan sími 15500, slökkvilið og sjúkrablll slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, slmi 11666, slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsiö sími 11955. Akurayri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrablfreið simi 22222. (safjörður: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið simi 3300, bmnaslmi og sjúkrabrfreið slmi 3333.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.