Tíminn - 15.02.1991, Síða 2

Tíminn - 15.02.1991, Síða 2
2 Thminn Föstíidðgur 15. fébrúár'1991 Landsvirkjun fyrirhugaði að virkja í sumar fyrir 4,3 milljarða. Stjórn Landsvirkjunar tekur fljótlega ákvörðun um hvort einhverjar framkvæmdir verða í ár: Engir álsamningar fyrr en að 6-10 mán. liðnum Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í samtali við Tímann að ekki væri hægt að undirrita orkusölusamning Lands- virkjunar við Atlantsál fyrr en Atlantsál-fyrirtækin væru búin að tryggja fjármagn til byggingu álvers á Keilisnesi, en þau verða ekki búin að því fyrr en í haust. Landsvirkjun áætlaði að hefja fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar í sum- ar og framkvæma á þessu ári fyrir um 4,3 milljarða. A næstu vik- um verða opnuð tilboð í þessi verk, en óvíst er hvort stjórn Lands- virkjunar gerir einhvetja samninga við verktaka í vor. Líklegast er að ef Landsvirkjun fær engar naglfastar tryggingar frá Atlantsáli um byggingu álvers á Keilisnesi, verði meirihluta þessara fram- kvæmda frestað. í gær lauk fundi Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra og aðalforstjóra ál- fyrirtækjanna þriggja í Atlantsáls- hópnum. Á fundinum gerðu for- stjórarnir Jóni grein fyrir að þeir þyrftu 6-10 mánuði til að afla fjár til byggingar álvers á Keilisnesi. Iðnað- arráðherra segir að forstjórarnir hafi faliist á að stefna að því að ljúka samningsgerðinni sjálfri með fyrir- vara um fjármögnun innan þriggja mánaða. Hann segist jafnframt ætla að leggja fram frumvarp á þessu þingi sem heimili byggingu álvers á Keilisnesi. Iðnaðarráðherra mun gera ríkisstjórninni grein fyrir Heklugosið: Lítilshátt- ar aukning Liklegt þyklr að Heklugosið hafl aukist lftillega f gær og í fyrradag, eftir lýsingum fólks eystra að dæma. Ágúst Guð- niundsson hjá Norrænu eld- fjallastöðinni segir að hins veg- ar verði að hafa í huga að skyggni til fjallslns hafi sjaldan verið betra síðan gosið hófst. Ágúst sagði að fðlk eystra sæi hraunána óvenju vel núna og vel kynni að vera að hún hefði breytt stefnu sinni eitthvað, þannig að hún blasti betur við fólki í byggð. Aukinn órói hefur ekki komið fram á mælum. Gosið hefur nú staðlð í rúmar 4 vikur, en það hófst síðdegis 17. janúar. Síðustu dagana hefur gangur þess verið nokkuð jafn og farið rénandi, en tekið smá kippi stöku sinnum. -sbs. Tókniðri Olíuskipið Kyndil tók niðri í Húsavíkurhöfn síðdegis í gær. Þetta var á fjöru, en blíðskap- arveður var þegar þetta gerðist. Skipið steytti á sandbotni, en náði að komast að hafnargarð- inum. Það voru settar í það leiðslur til að Iosa úr því olíu að aftan. Þannig átti að létta skip- ið og var búist við að ná því á flot fljótt aftur. Að sögn kunnugra var engin hætta á ferðum. -sbs. samningafundunum í dag og leita eftir heimild stjórnarinnar til að leggja fram álfrumvarp á Alþingi. Tíminn spurði Halidór Jónatans- son, forstjóra Landsvirkjunar, hvaða þýðingu þessi niðurstaða hefði fyrir Landsvirkjun og þá sérstaklega hvaða merkingu þetta stefnumið hefði að Ijúka samningsgerðinni í byrjun maí. ,Á þessari stundu veit ég ekki hvers konar samningur þetta verður eða hversu bindandi hann verður fyrir álfyrirtækin. Mér skilst að ekki sé ætlunin að ganga frá endanlegum samningi innan þessara tímamarka, Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir 1% aukinni landsframleiðslu á þessu ári og álíka aukningu á kaupmætti ráð- stöfunartekna á mann. Ekki er reikn- að með launaskriði á árinu. Miðað við gildandi kjarasamninga séu því horfur á að laun verði 8% hærri í ár en í fyrra og atvinnutekjur á mann sömuleiðis. Þar sem skattbyrði er áætluð óbreytt milli ára, er reiknað með að lands- menn hafi 8% fleiri krónur til ráðstöf- unar að meðaltali í ár heldur en 1990. Út frá þessum launaforsendum og óbreyttu meðalgengi reiknar Þjóð- hagsstofnun með að framfærsluvísi- talan verði 6-7% hærri í ár en á síðasta ári. Meðaltekjur eiga sem sagt að hækka heldur meira en heimilisút- gjöldin. Ársvericum fjölgar í ár Áætlanir Þjóðhagsstofnunar benda til að eftirspum eftir vinnuafli hafi heldur glæðst í fyrra eftir 5% samdrátt á árunum 1988-89. Reiknað er með að ársverkum muni enn fjölga um ríflega 2% á þessu ári (sem svarar til þess að störfum fjölgi í kringum 2.700 milli ára). Atvinnutekj- ur í heild munu því vaxa um 10% milli ára, en þar sem þær skiptast á fleiri, verði vöxtur þeirra á mann um 8% að meðaltali, sem fyrr segir. Atvinnuleysi s.l. haust og nú í janúar segir Þjóðhagsstofnun hafa verið mun minna heldur en gert var ráð fyrir. Og atvinnukönnun í janúar hafi bent til jafnvægis á vinnumarkaðnum. Eigi að síður reiknar Þjóðhagsstofnun með því að atvinnuleysi verði heldur stærra hlutfall af mannafla á þessu ári (1,9%) heldur eins konar lokadrögum að samningi, sem yrði síðan ekki stað- festur fyrr en fjármögnunin væri komin í höfn, sem yrði ekki fyrr en eftir 6-10 mánuði. Þá fyrst hefðum við endanlega eitthvað til að byggja á og treysta. Til þessa hefur það ver- ið stefna Atlantsáls-fyrirtækjanna að undirrita ekki orkusölusamninginn fyrr en þeir væru komnir með full- nægjandi lánsfjárheimild frá sínum lánastofnunum," sagði Halldór. Landsvirkjun fyrirhugaði að hefja framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar í sum- ar með það að markmiði að geta haf- ið orkusölu haustið 1994. Fyrirhug- að var að framkvæma fyrir 80 millj- ónir dollara á þessu sumri og eru þá framkvæmdir við Blöndu ekki taldar með. Landsvirkjun hefur þegar boð- ið út framkvæmdir við Fljótsdals- virkjun og stækkun Búrfells og verða tilboð opnuð á næstu dögum. Stjórn Landsvirkjunar hefur 120 daga til að fjalla um tilboðin og ganga frá samningum. Ef Lands- virkjun ætlar hins vegar að fram- kvæma eitthvað á þessu sumri, verð- ur að taka ákvörðun fljótlega. Stjórn Landsvirkjunar mun koma saman en því síðasta (1,7%). Hvað snertir skiptingu „þjóðarkö- kunnar" er talið að hlutur launþeg- anna vaxi heldur frá síðasta ári og verði nú nálægt meðaltali síðustu tuttugu ára. Spá um einkaneyslu á þessu ári tekur mið af þróun ráðstöfúnartekna heimil- anna. Reiknað er með að einkaneysla í ár verði svipuð á mann að magni til og á síðasta ári, og aukist því um tæplega 1% í heild. Þessa spá byggir Þjóðhags- stofnun sömuleiðis á því að heimilin auki spamað sínn á ný. „Slegið“ til að halda óbreyttri eyðslu Þar virðist þó reiknað með breyttri hegðan „meðaljónsins". í ljósi mun meiri vöruinnflutnings 1990 heldur en reiknað var með, tók Þjóðhagsstofnun fyrri spá sína um 1,5% samdrátt í einkaneyslu 1990 til endurskoðunar. Og í Ijós hefur komið, að einkaneyslan minnkaði ekkert, þrátt fyrir 3,3% sam- drátt í kaupmætti ráðstöfunartekna. Útreikningar Seðlabankans á peninga- legum eignum og skuldum heimil- anna bera þess líka vitni, að „meðaljón- inn“ hafi hreinlega brúað bilið með því að „slá“ sér bankalán. Verulega dró því úr spamaði heimilanna, sem þar með varð mun minni en áætlað hafði verið. Ekkert launaskrið ••• Um þróun tekna og verðlags árið 1990 hefur Þjóðhagsstofnun m.a. komist að eftirtöldum niðurstöðum: Ekki var um launaskrið að ræða, þannig að laun opinberra starfsmanna mjög fljótlega og fjalla um þá stöðu, sem komin er upp í samningunum við Atlantsál, og hvort þorandi er að framkvæma eitthvað í sumar. Halldór Jónatansson útilokaði ekki að eitthvað yrði framkvæmt í sumar, þannig að ekki þurfi að bíða til haustsins 1995 með orkuafhend- ingu. Hann benti á að Landsvirkjun gæti samið við verktaka um vissa verkþætti og um framkvæmda- hraða. Hann sagði að þetta væri allt opið og í rauninni ekki hægt að svara spurningum um framkvæmd- ir í sumar fyrr en eftir að stjórn Landsvirkjunar hefur komið saman og tekið sínar ákvarðanir. Halldór dró enga dul á að framkvæmdum í sumar fylgdi áhætta, þar sem ekki er búið að ganga frá samningum. Þrátt fyrir að óvíst sé hvað verður um þau tilboð, sem nú eru að berast inn á borð Landsvirkjunar, eru menn spenntir að fá að vita hverjar tilboðstölurnar verða í samanburði við kostnaðaráætlanir Landsvirkj- unar. Útboðin, sem verða opnuð á næstu vikum, kosta samtals, sam- kvæmt kostnaðaráætlunum Lands- virkjunar, um 10 milljarða. Haildór sagði að Landsvirkjun ætti og ASÍ-félaga í landi hækkuðu sam- kvæmt samningum um 5,5% frá árs- byrjun til ársloka. Vísitala framfærslu- kostnaðar hækkaði nokkru meira eða um 7,3% á sama tíma. Kaupmáttur hefúr þvf rýmað um 1,7% innan árs- ins. Varðandi samanburð við árið áður er um aðrar tölur að ræða. Árslaun fólks í landi voru 9% hærri að meðaltali 1990 heldur en 1989. Meðalatvinnutekjur á mann hækkuðu þó meira, eða um 10%, vegna þess að tekjur sjómanna hækkuðu langt umfram laun launþega í landi milli þessara ára. Framfærslu- vísitalan hækkaði um 14,8% milli sömu ára. Kaupmáttur atvinnutekna á mann var því rúmlega 4% minni á mann 1990 heldur en árið áður. Hins vegar er talið að ráðstöfúnartekjur á mann hafi hækkað um 1% meira en atvinnutekjumar, eða um 11% að meðaltali. ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér lánsfé á hagstæðum kjör- um til sinna framkvæmda. Lands- virkjun væri traust fyrirtæki í full- um rekstri með mikið eigið fé og tæki sín lán í ábyrgð sinna eigenda, þar á meðal ríkisins. Staða þess væri því allt önnur en staða Atlantsáls. Halldór sagði þó að Iánskjör væm ekki eins hagstæð nú og fyrir hálfu ári síðan, en kjörin væm vel viðun- andi frá sjónarmiði Landsvirkjunar. Atlantsáls-fyrirtækin hyggjast fara þá leið við fjármögnun álversins að stofna fyrirtækið Atlantsál og láta það taka lán og byggja og reka álver. Fyrirtækin þrjú munu að sjálfsögðu leggja til hlutafé, en það verður að- eins brot af byggingarkostnaðinum. Erlendu bankarnir segjast ekki geta lánað á hagstæðum kjömm einn milljarð dollara, fyrirtæki sem fær svona takmarkaðan stuðning frá móðurfyrirtækjunum. Það er þetta sem hefur sett allt málið í hnút. Fyr- irtækin þrjú segjast þurfa 6-10 mán- uði til að leysa hnútinn. Á meðan bíða Landsvirkjun og aðrir, sem eiga hagsmuna að gæta, milli vonar og ótta. -EÓ Launasneiðin af „þjóðar kökunni“ stækkar heldur Áætlanir um skiptingu þeirra verð- mæta, sem myndast í þjóðarbúskapn- um (þjóðarkökunnar) milli launa ann- ars vegar og þess sem atvinnulífið og fjármagnið bera úr býtum hins vegar, segir Þjóðhagsstofnun gefa nokkra vís- bendingu um afkomu í atvinnurekstri. Á ámnum 1973-88 var hlutur laun- anna um 66% að meðaltali. Árin 1987- 88 fór hlutfall launanna hins vegar í 69%, sem er með því hæsta sem það hefur verið. Það lækkaði svo aftur í 66% (meðaltalið) árið 1989 og seig áfram niður í 64% á síðasta ári. Enda segir Þjóðhagsstofnun afkomu at- vinnuveganna hafa batnað umtalsvert þessi tvö ár. Á þessu ári er reiknað með að launahlutfallið hækki á ný í 65-66%, þ.e. komist nálægt gamla meðaltalinu. - HEI Arétting vegna dorgveiöifréttar Svo virðist sem frétt Tímans í gær af íslandsmóti í dorgveiðikeppni hafi af mörgum verið misskilin sem svo að þeir, sem hygðust taka þátt í keppninni á Olafsfjarðar- vatni nú um helgina, hafi jafn- framt þurft að taka þátt í keppnum í öðmm landsfjórðungum. Svo er ekki, og geta allir, ungir sem aldn- ir, tekið þátt í keppninni á Ólafs- fjarðarvatni. Hins vegar öðlast sig- urvegarar rétt til áframhaldandi keppni um íslandsmeistaratitil- inn. Óbreytt skattbyrði, 2% fjölgun starfa, aðeins aukið atvinnuleysi og ekkert launaskrið: KAUPMÁTTURINN EITT „HÆNUFET“ UPP Á VIÐ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.