Tíminn - 15.02.1991, Síða 3

Tíminn - 15.02.1991, Síða 3
-Föstudagur 15. febrúar 1991 ' Tíminn 3 Vertíðin í Þorlákshöfn: Dauft yfir upphafinu Vetrarvertíðin í Þorlákshöfn hefur farið rólega af stað. „Það er óvenju dauft yfír upphafínu," sagði Haf- steinn Ásgeirsson hjá Skipaþjónustu Suðurlands í Þorlákshöfn Hann segir að eigendur minni bát- anna hafi ekki farið sér óðslega því kvóti þeirra sé takmarkaður og þess vegna rói þeir ekki nema veðrið sé sem best og blíðast. Stærri bátar og togarar hafa verið að koma með nokkurn afla og segja menn merki- legt hvað aflinn sé drjúgur miðað við hvernig tíðarfarið hefur verið. „Menn eru tiltölulega léttlyndir yfir því hvað sé af hafa af fiski," bætti hann við. Á hafnarvoginni fegnust þau svör að aflinn væri upp og ofan en þeir dagróðrabátar sem reru væru venju- lega með þetta 1 til 5 tonn í róðri. -sbs. Framkvæmdum flýtt við jarðgöng á Vestfjörðum Samgönguráðuneytið hefur falið Vegagerð ríkisins að bjóða út fram- kvæmdir við jarðgöng á Vestfjörð- um og er það í samræmi við þings- ályktun sem samþykkt var á Álþingi 5. maí 1990 um að flýta þessum framkvæmdum. Þetta segir í frétta- tilkynningu frá samgönguráðuneyt- inu. Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir um 380 milljónum króna til þessara framkvæmda og mun ráðuneytið einnig beita sér fyr- ir fjárveitingum á vegaáætlun, lang- tímaáætlun í vegagerð með lánsfjár- útvegun til þess að fjármagna verkið í samræmi við fyrrgreinda samþykkt Alþingis. Aukin samvinna þjóða í Norður-Atlantshafi Forsætisráðherra íslands og for- maður grænlensku landstjórnar- innar hafa ákveðið að beita sér fyrir auknu samstarfi þessara þjóða, auk Færeyinga, á sviði efnahags-, at- vinnu- og menningarmála. Þetta var ákveðið eftir viðræður þeirra um sameiginleg málefni þjóðanna í Norðvestur-Atlantshafi. Leggja skal áherslu á samstarf um nýtingu náttúruauðlinda þjóðanna, þar á meðal fiskistofna Norður-Atl- antshafs, rannsóknir og markaðs- setningu. Einnig um þróun ferða- iðnaðar og annarra atvinnugreina þar sem um sameiginlega hagsmuni er að ræða. í þessu sambandi verði jafnframt athugaðar nauðsynlegar endurbætur á sviði samgangna, fjar- skipta og þjónustu hvers konar til styrktar efnahags- og atvinnulífi á svæðinu. Um þessi mál verði fjallað meðal annars með hliðsjón af viðræðum EFTA og EB um evrópskt efnahags- svæði. -sbs. Sjóður til minningar um Katrínu Friðjónsdóttur Stofnaður hefur verið sjóður til minningar um Katrínu Fríðjónsdóttur félagsfræðing sem lést 2. desember sl. Sjóðurinn ber nafn hennar og eftirlif- andi manns hennar, Bo Gustafssons, og er til styrktar rannsóknum í félags- fræði þekkingar. Hlutverk hans verður að hvetja norræna vísindamenn, eink- um af yngri kynslóðinni, til dáða á þessu fræðasviði. Katrín var einungis 45 ára að aldri þegar hún lést. Hún hlaut menntun sí- una við Háskólann í Lundi og starfaði þar sem sérfræðingur þegar hún lést og jafnframt við sænsku rannsóknastofn- unina í félagsvísindum í Uppsölum. Hún lagði einkum stund á rannsóknir f félagsfræði þekkingar og vísinda með megináherslu á félagsvísindi, ekki síst Umferöarljós á Bæjarhálsi Næstkomandi laugardag verða tekin í notkun ný umferðarljós á mótum Bæjarháls, Bæjarbrautar og Hálsabrautar. Ljósin verða umferðarstýrð að hluta. Skynjarar eru á Bæjar- og Hálsabraut. Ef engin þverumferð er logar að jafnaði grænt fyrir umferð á Bæjarhálsi. Fótgangandi vegfarend- ur geta fengið grænt Ijós yfir Bæjar- háls með því að ýta á hnapp. Til að minna vegfarendur á ljósin verða þau látin blikka gulu Ijósi í nokkra daga áður en þau verða tekin í notkun. -sbs. sænsk félagsvísindi. Doktorsritgerð hennar frá 1983 bar heitið „Vísindi og stjómmál" og öll verk hennar síðan fengu góðan hljómgrunn þar til ferill hennar rofnaði um aldur fram. Hefðbundnar aðferðir á þessu sviði má kenna við Platón og felast í að greina forsendur og niðurstöður vísinda eink- um eftir þekkingu eða forskriftum sem þær hafa að geyma. Öndverðar aðferðir eru kenndar við afstæði og formgerðar- hyggju. Katrín Friðjónsdóttir gat ekki fellt sig við neina af þessum aðferðum, heldur leitaðist hún við að sætta þær og tengja þær saman. Hún leit svo á að for- sendur og niðurstöður vísinda verði til í víxlverkun milli hugmyndaþróunar í smásamfélögum vísindanna og þess sem hið almenna stórsamfélag þarfn- ast, krefst eða væntir. Eftirlifandi eiginmaður Katrínar, Bo Gustafsson, er prófessor í hagsögu við Háskólann f Uppsölum. Hann er þekkt- ur maður í heimalandi sínu og nýtur einnig virðingar í fræðigrein sinni á al- þjóðavettvangi. Þau hjónin voru einkar samhent í störfum og unnu meðal ann- ars saman að ýmsum ritsmíðum. Á Norðurlöndum er félagsfræði þekk- ingar enn tiltölulega nýtt og vanþróað fræðasvið á mörkum vísindaheimspeki, vísindasögu, menningarrannsókna og almennra félagsvísinda. Sjóðurinn er ætlaður til að hvetja norræna vísinda- menn til dáða, einmitt á þessu fræða- sviði. Stærð sjóðsins og aifl ræðst ein- vörðungu af þeim framlögum sem hon- um berast,-en fyrstu skrefin lofa góðu. Framlög ber að senda á sænskan póst- gíróreikning nr. 310409- 7336 og merkja fylgiseðil með „Fonderí'. —SE Frá afhendingu gjafarinnar, f.v Alper Mehmet ræðismaður, Örtygur Hálfdánarson, fbrseti SVFÍ, Sir Richard Best sendiherra og Hannes Þ. Hafstein forstjóri. Slysavarnafélagið fær veglega gjöf Nú fyrir skömmu fékk Slysavarnafé- lag Islands ratsjá af fullkomnustu gerð frá ríkisstjórn Bretlands. Við þetta tækifæri afhenti sendiherra Breta, Sir Richard Best, gjöfina fyrir hönd ríkisstjómar sinnar Örlygi Hálfdánarsyni, forseta félagsins, og Hannesi Þ. Hafstein forstjóra. Rat- sjáin er af Kelvin-Hughes gerð. Flutt voru ávörp og sagði Sir Best að þessi gjöf væri framlag í þágu sjó- farenda umhverfis landið. Ratsjáin verður sett í bb. Henry A. Hálfdánarson sem verður þá útbú- inn tveim slíkum tækjum. Áðspurð- ur sagði Hannes að þörf væri á tveim slíkum þar sem annað gæti bilað og því væri ótvírætt öryggi að hafa tvö. Hann sagði einnig að þetta væri mikil viðurkenning á störfum Slysa- varnafélagsins. í ræðu sem Hannes hélt við þetta tækifæri sagði hann að samstarf SVFÍ og breska slysavarnafélagsins RLNI væri mjög gott og tækju Bret- ar íslendingum opnum örmum þeg- ar þeir eru sendir út til þjálfunar. Að lokum bauð Kvennadeild Slysa- varnafélagsins öllum viðstöddum til veglegrar kaffidrykkju í sambandi við þessa gjöf. - VS/starfskynning. -j.v v..v í : s.c u•; TRYGGINGAGJALD Eindagi tryggingagjalds er 15. hvers mánaðar Tryggingagjaldi af launagreiðslum og reiknuðu endurgjaldi er unnt að skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjar- fógetar og sýslumenn og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við gíróseðlum sem eru fyrir- fram áritaðir af skattyfirvöldum. Ef aðili árit- ar seðilinn sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtumanni ríkissjóðs. Til þess að komast hjá dráttarvöxtum þarf greiðsla að hafa borist á eindaga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægilegt að póst- leggja greiðslu á eindaga. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.