Tíminn - 15.02.1991, Síða 7
Föstudagur 15. febrúar 1991
Tíminn 7
Þórarinn Þórarinsson:
Verður Leníngrad mesta frí-
vershinaiborg við Eystrasalt?
Núverandi borgarstjóra í Leníngr-
ad, AA Sohtsjak, dreymir um að
gera borgina að mesta fríverslun-
arsvæði við Eystrasalt. í eftirfar-
andi grein, sem er lauslega þýdd,
skýrir hann nokkuð frá þessum
hugmyndum sínum:
„Fyrir Leníngrad-St. Pétursborg,
sem var um aldir andleg og menn-
ingarleg miðstöð Rússlands, er
endurreisn borgarinnar mál mál-
anna. Forgangsverkefni dagsins í
dag er að endurvekja sögulegar
hefðir, meistaralegan byggingar-
stfl, kirkjuna og andleg verðmæti
— breyta borginni úr miðstöð
hernaðar og iðnaðar, og gera hana
að frfverslunarsvæði með sérstök-
um gjaldmiðli og tollakerfi, og
breyta henni í ferðamannamið-
stöð.
Staða borgarinnar sem fríversl-
unarsvæðis ákvarðast af legu
hennar, samgöngukerfi og nauð-
syninni á að flýta umbreytingum
til markaðshagkerfis.
St. Pétursborg var byggð af Pétri
mikla sem eins konar fríverslunar-
svæði (ef það hugtak var til á 18.
öld) með sérstakri stjórnskipun —
borgin var gluggi til vesturs. Þar
lágu krossgötur alþjóðlegra versl-
unarviðskipta, þar var skattfrjáls
verslun og engir tollmúrar.
Hvað þýðir „fríverslunarsvæði"
fyrir borgina?
Fyrst og fremst er hægt að ákveða
á sjálfstæðan hátt um einkarekstur
og einkaeign og hvetja eigendur
lítilla fyrirtækja til að breyta
rekstri sínum.
Fyrsta skrefið væri að taka ríkis-
rekin fyrirtæki undan lögsögu
ráðuneytanna og annarra opin-
berra stofhana ríkjasambandsins,
gera þau að fullu sjálfstæð og
tengja þau markaðslögmálunum.
Borgin hefur komið upp sjálfstæð-
um hlutafélögum - - Eystrasalts-
skipafélaginu, byggingarfélögum,
ferðamannamiðstöðvum og fleiri
hlutafélögum og fyrirtækjum.
í öðru lagi gerir það kleift að laða
að erlent fjármagn og skapa þann-
ig hagstæðar aðstæður til starfa.
Borgin hefur fengið rétt til að skrá
á sjálfstæðan hátt erlend og sam-
eiginleg fyrirtæki, nýstofnaða
banka, þar á meðal dótturfyrirtæki
erlendra banka. Sérstök ríkis-
stjórnarákvörðun leyfir erlendum
fyrirtækjum að eiga bankareikn-
inga í rúblum, sem þau geta notað
til að kaupa fyrirtæki eða landeign-
ir. Við væntum þess að samþykktar
verði sérstakar ákvarðanir um
gjaldmiðil og tollafyrirkomulag,
og að einfölduð verði áritun vega-
bréfa fyrir kaupsýslumenn í Len-
íngrad.
Einkaframtakið í verslun í Leningrad er ekki stórt í sniðum en ef til vill vfsir að miklu viðskiptaveldi. Á
myndinni stilla kaupmenn borgarinnar garðávöxtum og smávamingi út á handríði neðanjarðarjámbraut-
arínnar. Tímamynd oó.
í þriðja lagi mun fríverslunarfyr-
irkomulag hjálpa Leníngrad til að
vinna að sinni eigin aðferð til að
breyta yfir í markaðshagkerfi og
innri uppbyggingu þess, stofna
hlutafélög, tryggingafélög og ann-
að slíkt. Leníngrad og svæðið um-
hverfis borgina mun geta sýnt að
pólitískur óstöðugleiki hindrar
ekki efnahagsþróun og að hægt sé
að reka fyrirtæki með ágóða.
Leníngrad á mikla auðlegð í lista-
og menningarverðmætum, sem
því miður eru önotuð. Til dæmis
er mikið af Hermitage-safninu,
rússneska þjóðminjasafninu og
öðrum söfnum geymt í vöru-
geymslum, og hafa í besta falli ver-
ið sýnd á tímabundnum sýning-
um. Þetta er móðgun við þjóðina,
menninguna og allt mannkyn. List
okkar og menningarverðmæti
verða að vera öllum til sýnis. Á
þessu sviði opnast óhemjulega
mikil tækifæri fyrir sameiginleg
fyrirtæki og fyrirtæki sem eru að
öilu leyti í eigu útlendinga, sem
geta keypt hús og fasteignir, eða
tekið upp viðskipti af öllum teg-
undum. Um þetta eru til hefð-
bundin form, sem aðeins þarf að
endurbæta. Til dæmis um það má
nefna sýningar, Iistahátíðir, fundi
og að hópar skiptist á, á viðskipta-
grundvelli. Þetta gæti fært okkur
fjármagn, sem við þörfnumst svo
mjög, til að nota félagsmálafram-
kvæmda og til að bæta lífskjör
fólksins. Þetta starf verður að hefj-
ast nú þegar.
Borgarráð Leníngrad mun ekki
blanda sér með beinum hætti í
störf kaupsýslufyrirtækja. Við vilj-
um verða meðskipuleggjendur og
meðeigendur sameiginlegra fyrir-
tækja, sem borgin getur hagnast á;
sem dæmi má nefna hótelbygging-
ar, að breyta eldra húsnæði í hótel,
ýmsar þjónustugreinar, fram-
leiðslu byggingarefnis o.fl.
Við erum að endurskipuleggja
efnahagstengsl okkar, koma á kerfi
sem er allt öðruvísi uppbyggt, kerfi
sem getur tryggt aðdrætti allra
tegunda neysluvarnings sem borg-
in þarfnast.
Að síðustu: Þegar við tölum um
að koma á blönduðu hagkerfi og
stofnunum í einkaeign, mun borg-
arstjórn Leníngrad örva fram-
kvæmdir menningarviðburða,
nýrra alþjóðlegra tónlistarvið-
burða, kvikmyndasýninga, íþrótta-
móta og annarra menningarhá-
tíða. Þá má nefna ráðstefnuhald og
aðrar fjöldasamkomur í borginni.
Við gerum okkur fulla grein fyrir
því, að efnahagsleg velmegun er
óhugsandi án andlegrar endur-
vakningar."
Upphaf evro-lánamarkaðar
Að venju hafa alþjóðlegir bankar
tekið við innlögnum í gjaldmiðlum
landa sinna frá útlendingum og
veitt útlendingum lán í þeim. Önd-
verður þeim alþjóðlega lánamark-
aði er evro- markaðurinn. Bankar
og aðrar peningastofnanir, sem að
honum standa, taka við innlögnum
í útlendum gjaldmiðlum (auk inn-
lagna í eigin gjaldmiðli) og veita
lán í útlendum gjaldmiðlum. Þótt
innlagnir og lán í útlendum gjald-
miðlum séu kennd við Evrópu,
eiga þau sér stað um heim allan.
Lánamarkaður þessi, evro- mark-
aðurinn, hófst á sjötta áratugnum
upp af dollara-innstæðum í Vestur-
Evrópu. í kennslubók (Interna-
tional Financial Markets eftir J.
Orlin Grabbe, New York, 1986), er
svo sagt frá upptökum markaðar-
ins: „Það, að peningastofnanir í
einu landi tækju við innlögnum í
gjaldmiðium annarra landa, þótti
svo kynlegur starfsháttur, að versl-
unarbönkum einum var ætlandi að
viðhafa hann, og fyrstu árin var
hann kallaður markaður verslun-
arbankanna. Þegar blaðamaður við
Financial Times, Paul Einzig,
komst á snoðir um hann, var hann
beðinn að geta hans ekki í skrifum
sínum. (Um algera nýlundu var þó
ekki að ræða.) ... Fyrir síðari
heimsstyrjöldina höfðu bankar í
Vín og Berlín haft þennan sið ...
Snemma í kalda stríðinu óttuðust
Ráðstjórnarríkin, að dollara- inn-
stæður þeirra í New York yrðu
gerðar upptækar, svo að þau færðu
þær yfir (á reikninga) banka, sem
þau höfðu umráð fyrir, Moscow
Narodny Bank í London og Banque
Commerciale pour I’Europe du
Nord í París. Álitu þau, að Banda-
ríkin gerðu ekki upptækar doll-
ara(innstæður) bresks og fransks
banka. Bankarnir tveir höfðu doll-
ara(innstæður) þessar einvörð-
ungu í vörslu sinni, og fengust þeir
ekki við lánveitingar í dollurum
fyrr en síðar, 1957, þegar upp var
kominn markaður verslunarbank-
anna, þótt þá væri á orði haft sakir
dollara(innstæðna) þessara, að
Rússar hefðu búið markaðinn til. í
raun réttri hófst evro-dollara
markaðurinn sem markaður versl-
unarbanka, og Kleinwort Benson
og Brown Shipley kveðast hafa
myndað markaðinn." (Bls. 17)
Evro-markaðurinn var upphaflega
í dollurum, en eftir því sem árin
hafa liðið, hefur hann tekið til æ
fleiri gjaldmiðla, á undanförnum
árum ekki síst til þýskra marka og
japanskra jena.