Tíminn - 15.02.1991, Qupperneq 9
8 Tíminn
Föstudagur 15. febrúar 1991
Föstudagur 15: fébfúar 1991
Tíminn 9
iw8S»5SSíí83S»»««
Breyta þarf lögum, lækka skatta og auka einkavæðingu til að ísíensk fyrirtæki geti staðið sig í samkeppni við lönd EB:
HEILBRIGDISÞJÓNUSTAN EINKA-
VÆDD OG MARKADSSETT ERLENDIS
Tengsl íslands við innri markað Evrópu
og aðlögun atvinnulífsins að fyrirhuguð-
um breytingum þar, var efst á baugi Við-
skiptaþings Verslunarráðs íslands, sem
haldið var á Hótel Sögu á miðvikudaginn.
Á þinginu voru kynntar niðurstöður af
starfi 70 manns í fimm nefndum og var
meginniðurstaða nefndanna sú að til þess
að ná árangri í viðskiptum við lönd EB,
þurfi fyrirtækin að tengjast mörkuðum í
Evrópu betur, án þess þó að ganga í
bandalagið. Til þess að íslensk fyrirtæki
séu samkeppnisfær við fyrirtæki í Evrópu
þarf að breyta lögum og lækka skatta fyr-
irtækja hér á landi í samræmi við lög og
skatta í EB-löndum.
Nefndirnar fímm sem starfað hafa sl. fimm
mánuði, fjölluðu um fjármagnsmarkað, vöru-
markað, þjónustumarkað, skattamál, mann-
auð og náttúruauðlindir. Nefndarmenn voru
70 menn úr viðskipta- og atvinnulífinu og
voru karlmenn þar í miklum meirihluta, ein-
ungis fimm konur áttu sæti í nefndunum.
Helstu viðfangsefni nefndar sem fjallaði um
fjármagnsmarkað voru m.a. fjárfestingar er-
lendra aðila á íslandi, endurskoðun á gjaldeyr-
isreglum og verðbréfaviðskipti. Fram kom í
niðurstöðum nefndarinnar að hún styður ein-
dregið opnun íslensks efnahagslífs fyrir er-
lendu áhættufjármagni. Þar er bent á að ís-
lenskt atvinnulíf þurfi að tengjast erlendu at-
vinnulífi með mun nánari hætti í framtíðinni
eigi það að vera samkeppnishæft. Þá varaði
nefndin við takmörkun á fjárfestingum er-
lendra aðila og var á móti takmörkunum, sem
koma fram í frumvarpi um fjárfestingar er-
lendra aðila, á erlendri fjárfestingu í sjávarút-
vegi sem og öðrum takmörkunum sem þar
koma fram. í sambandi við endurskoðun á
gjaldeyrisreglum fjallaði nefndin aðallega um
framtíðarskref í kjölfar reglugerðar nr. 312 frá
1990, en með henni voru, að mati nefndarinn-
ar, stigin stór skref í frjálsræðisátt. Hins vegar
telur nefndin að eftir eigi aö gera fleiri breyt-
ingar, m.a. að rýmka heimildir til ráðstöfunar
gjaldeyris sem aflað er með sölu á vöru og
þjónustu, ekki þurfi milligöngu banka til að
flytja inn fé til fjárfestingar og að gengi krón-
unnar geti breyst fyrirvaralaust en ekki aðeins
einu sinni á dag. Meginniðurstaða nefndar-
innar um opinbera og hálfopinbera sjóði, s.s.
fjárfestingalánasjóð og húsnæðislánakerfið,
var sú að þessir sjóðir verði að hverfa sem slík-
ir. Hugsanlega megi breyta einhverjum sjóð-
anna þannig að þeir geti starfað svipað ábyrg-
um bankastofnunum. Nefndin telur að hús-
næðislánakerfinu frá 1986 eigi að loka strax
og flytja eigi húsbréfakerfið til banka, spari-
sjóða og verðabréfafyrirtækja.
Þá telur nefndin að ýmislegt sé óunnið áður
en íslenskur verðbréfamarkaður hafi náð full-
um þroska. Markaðurinn eigi væntanlega eftir
að tvöfalda stofnstærð á næstu fimm árum og
verða 250 milljarðar króna. Veltan eiga eftir að
þrefaldast og verða a.m.k. 150 milljarðar
króna árið 1996. Helsta niðurstaða nefndar-
innar var sú að efla skyldi Verðbréfaþing ís-
lands eða sambærilegan vettvang þannig að
hann nái sambærilegri stöðu og kauphallir er-
lendis.
Aðalviðfangsefni nefndar sem fjallaði um
vörumarkað voru afnám úreltra vinnubragða
sem kallast viðskiptahindranir, nýjar leikregl-
ur sem koma í staðinn fyrir þær og varða lög-
mál markaðarins og skyldur opinberra aðila
við hann og ný vinnubrögð í gæðastjórnun
vöruframleiðslu og vottun þess að varan sé
góð.
Nefndin telur ljóst að draga þurfi upp nýja
mynd af atvinnulífinu miðað við þær breyt-
ingar sem á því verða við afnám landamæra á
milli viðskiptalanda okkar og ekki síður miðað
við þær breytingar sem við verðum að gera að
eigin frumkvæði til að geta skipt áfram og
keppt við aðrar þjóðir. Þetta þýðir, segir í áliti
nefndarinnar, að hvorki stjórnkerfí okkar,
framleiðslutæki né markaður mega líða fyrir
eyjamennsku eða fornmennsku, en þjóni sem
samvirkur, vel smurður vélbúnaður, gíraður
inn á efnahagskerfi viðskiptaþjóðanna.
Stjómsýsluhlutverkið
fært frá Pósti og síma
Nefnd sem fjallaði um þjónustumarkað skil-
aði skýrslum um sex málaflokka. Þeir voru
sjónvarp, fjarskipti, tryggingar, flugmál, flutn-
ingar á sjó og ferðaþjónusta. Helst niðurstaða
nefndarinnar um sjónvarp er sú að breyta
þurfi skilgreiningu íslenskra laga á því hvað
teljist útvarpsstöð. í EB er útvarpsstöð skil-
greind sem upprunalegur sendandi útsend-
ingar. Endurvarp á útsendingu annars aðila
telst ekki útvarpsstöð. í sambandi við fjar-
skipti benti nefndin á að samkeppni er að stór-
aukast á sviði ijarskipta. Nefndin lagði til að
stjórnsýsluhlutverk Pósts og síma verði fært
frá stofnuninni og hún verði alfarið rekin sem
fyrirtæki.
Nefndin kynnti sér breytingar sem orðið hafa
á lagaumgjörð flugrekstrar í EB og væntan-
legar breytingar. Búið er að stíga nokkur skref
í frjálsræðisátt og nú er m.a. stefnt að afnámi
ríkisstyrkja og opnun heimilda til innanlands-
flugs utan heimalands. Nefndin komst að
þeirri niðurstöðu að hvernig svo sem sam-
bandi íslands við EB verður háttað, sé Ijóst að
flugfélög sem fljúga til EB þjóða, muni þurfa
að hlíta reglum þess á mörgum sviðum.
Nefndin fjallaði um þróun mála í flutninga á
sjó í EB og áhrif hennar á íslensk skipafélög.
Var m.a. fjallað um svokallaða EUROS skipa-
skráningu en eitt af atriðum hennar er skatt-
frelsi áhafna meðan siglt er utan lögsögu EB
ríkja. Helsta niðurstaða nefndarinnar var sú
að íslensk löggjöf yrði að vera samkeppnisfær.
Bent var á að áhafnarkostnaður sé tiltölulega
hár og á bilinu 25%-45% af rekstrarkostnaði
skipa. Með aukinni samkeppni erlendis frá
verði íslensku skipafélögin að skrá skip er-
lendis og fá á þau erlendar áhafnir eða njóta
sambærilegrar lagaumgerðar og erlendu
keppinautarnir fá.
Einkavæðing heilbrigðis-
þjónustu og menntamála
I niðurstöðum nefndar sem fjallaði um
skattamál kom fram að sl. áratug hefur hag-
vöxtur á íslandi verði óviðunandi. í OECD
skýrslu um ísland frá því í maí 1990 er áætlað
að árlegur hagvöxtur á íslandi verði að meðal-
tali næsta áratuginn á milli 1,5-2%. í niður-
stöðum nefndarinnar segir að þessi áætlun sé
alvarleg aðvörun og megi í raun ekki rætast.
Við verðum að taka til hendinni á öllum svið-
um og þá ekki síst á skattasviðinu. Meðan
skattlagning fyrirtækja á íslandi hafi hækkað
verulega hafi samkeppnislönd okkar verið að
lækka skattlagningu á fyrirtæki.
Tryggingagjald og aðstöðugjald veikja að
mati nefndarinnar samkeppnisstöðu íslensks
atvinnulífs. í niðurstöðunum kemur fram að
aðstöðugjaldið verði að hverfa eigi staða ís-
lenskra fyrirtækja að vera sambærileg því sem
gengur og gerist, því það eigi sér ekki lengur
hliðstæðu hjá okkar helstu viðskipta- og sam-
keppnisþjóðum. Nefndin gerði tillögu um að
aðstöðugjaldið yrði afnumið og í staðinn komi
til athugunar að leggja sérstakt álag á virðis-
auka. Þannig yrði grunnur fyrirtækja til VSK
notaður og lagður á sérstakur skattur óháður
framleiðslu og því hvort hún væri seld innan-
lands eða til útlanda.
Þá fjallaði nefndin um skilvirkara virðisauka-
óg tekjuskattskerfi. Nefndin lagði til að skatt-
prósenta VSK yrði lækkuð niður í 15%. Með
afnámi undanþága, meiri viðskiptum innan-
lands og bættum skattskilum væri ekki víst að
ríkissjóður yrði af ýkja miklum tekjum þótt
skattprósentan lækki þetta mikið, segir í nið-
urstöðum nefndarinnar. Þá telur nefndin að
ísland skeri sig úr öðrum þjóðum fyrir afar
hátt skatthlutfall í tekjuskatti fyrirtækja. Að-
eins Þýskaland og Svíþjóð hafa nú svipað hlut-
fall af hópi þeirra þjóða sem íslendingar bera
sig gjarnan við. Nefndin telur að skatthlutfall í
tekjuskatti verði að lækka í a.m.k. 35% ef fyr-
irtæki á íslandi eigi ekki að búa við lakari skil-
yrði að þessu leyti en gengur og gerist erlend-
is.
Nefndin leggur til að skattheimta ríkisins
verði minnkuð og þar með umsvif ríkisins.
„Þegar litið er á hvar draga megi úr ríkisút-
gjöldum vaknar ekki aðeins sú spurning
hvaða þjónustustig við viljum að hið opinbera
tryggi, heldur einnig hvar og hvernig megi
fara betur með það fé sem er til ráðstöfunar.
Ljóst er að við höfum ekki efni á því miðstýrða
velferðarkerfi sem nú er. Færð hafa verið rök
fyrir því að ná megi meiri hagkvæmni með
einkavæðingu. Því hlýtur sá kostur að einka-
væða heilbrigðisþjónustu og menntamál að
vera álitlegur," segir í niðurstöðum nefndar-
innar.
Heilbrígðisþjónustan
markaðssett erlendis
Fimmta og síðasta nefndin fjallaði um mann-
auð og náttúruauðlindir. Aðalviðfangsefni
hennar voru nokkrir grundvallarþættir sem
snúa annars vegar að nýtingu helstu náttúru-
legra auðlinda okkar og hins vegar að þeirri
meginauðlegð sem býr í þjóðinni sjálfri. Til-
gangurinn var að meta stöðu, aðstæður og
möguleika, og leggja á ráðin um vænlegar og
traustar áherslur á nýtingu þeirrar undirstöðu
sem okkur er nærtækust og við höfum helst á
okkar eigin valdi. Nefndin fjallaði um landnýt-
ingu, nýtingu fiskimiða, orkunýtingu, menn-
ingu, menntun og starfsþjáfun, heilbrigðis-
mál og vinnulöggjöfina. Nefndin telur að end-
urskipuleggja þurfi landnýtingu, miðað við
fjölbreytileg not á grundvelli varðveislu og
uppbyggingu landgæða, jafnt til ánægju og
tekjuöflunar. Nytjar landsins á að miða við
markaðsaðstæður, segir í niðurstöðum nefnd-
arinnar. Hún telur að efla þurfi hafrannsóknir
verulega frá því sem nú er með það fyrir aug-
um að hagnýta sem flestar tegundir uppsjáv-
arfiska, botnfiska og botndýra, án þess að of-
bjóða einstökum þáttum vistkerfisins. Þá tel-
ur nefhdin að íslensk sjávarútvegsstefna þurfi
að sætta hagsmuni útgerðar og fiskvinnslu,
með það fyrir augum aö gæta langtímahags-
muna atvinnuvegarins í heild og annarra at-
vinnuvega í landinu.
Eftir
Stefán
Eiríksson
Nefndin telur að sú staðreynd að okkur hefur
mistekist síðustu tvo áratugi að selja og nýta
vatnsorkuna í þeim mæli sem við ráðum við
að virkja hana, muni endanlega kosta tap í
þjóðartekjum, sem jafnist á við tífaldar þjóðar-
tekjur okkar á árinu 1989. Nefndin telur að ef
við gætum virkjað og selt a.m.k. 300 MW á
áratug og selt hana á hæfilegu verði, megi bú-
ast við 3% árlegri aukningu þjóðartekna á
mann næstu þrjá áratugi, að öðru óbreyttu. Ef
ekki, megi búast við minnkandi þjóðartekjum.
Miklu fjármagni er varið í íslenska mennta-
kerfið, segir í niðurstöðum nefndarinnar.
Kerfið sé hins vegar svifaseint og ómarkvisst,
mótað meðalmennsku og óhóflega langri
skólagöngu. Sjálfstæði nemenda er sniðgeng-
ið og tengsl námsins við atvinnulífið og hag-
nýtar námsleiðir í litlum tengslum við þarfir
nemenda og þjóðfélagsins. Þessu þurfi að
snúa við með frjálsu og fjárhagslega sjálf-
stæðu skólastarfi, sem hafi hag af að skila
hverjum nemanda á rétta braut, í tengslum
við það umhverfi sem hann lifir í.
Um íslensku heilbrigðisþjónustuna segir
nefndin að hún sé vel mannað en illa rekið
ríkisfyrirtæki.
Á sama tíma og slík kerfi séu að hrynja í
Austur-Evrópu og Bretlandi, og meira að segja
Svíar séu að rétta kompásinn, stefnum við
beint í austur. Heilbrigðisþjónustunni á að
breyta í eðlilegan rekstur, þar sem vega verður
saman tekjur og gjöld og hægt er að velja um
þjónustu. Tryggingakerfið á að vera fyrir sjúk-
lingana en ekki sjúkrahúsin, segir í niðurstöð-
um nefndarinnar. Þá leggur nefndin til að ís-
lensk og frjáls heilbrigðisþjónusta verði mark-
aðssett erlendis og fólk yrði flutt hingað til
meðferðar og aðgerða, jafnt á sviði heilsu-
ræktar og lækninga. Þannig mætti m.a. nýta
þá 2/3 hluta ársins, sem eru utan aðalferða-
mannatímans.
í niðurstöðum um vinnulöggjöfina segir
nefndin að Verkalýðshreyfingin byggi enn á
skiptingu launþega eftir starfsgreinum, þrátt
fyrir samþykktir um skiptingu eftir atvinnu-
greinum. Þetta viðhaldi flóknasta stéttarfé-
lagakerfi á byggðu bóli og tefji umbætur í
kjaraþróun.
Á 120.000 manna vinnumarkaði eru hátt í
400 stéttarfélög og kjarasamningar aðeins
innan ASÍ eru um 250. Nefndin telur að á
meðan fyrirtæki og samtök þurfi almennt að
sanna markaðshæfni sína, haldi verkalýðs-
hreyfingin í úrelt skipulag og standi fast á því
að launþegum sé nauðugur einn kostur að
vera í stéttarfélagi, þótt sú framkvæmd sam-
rýmist ekki félagsmálasáttmála Evrópuráðs-
ins. Nútímaskipulag á vinnumálum hér á
landi, með frjálsri félagsaðild og í tengslum
við skipulag atvinnulífsins, er ein af helstu
forsendum þess að íslendingar standi jafnfæt-
is öðrum þjóðum, þegar við blasi samkeppni á
öllum sviðum, í umheimi sem þegar hefur
viðurkennt aðrar og heilbrigðari leikreglur en
hér hafa gilt og gilda enn, segir í niðurstöðum
nefndarinnar.