Tíminn - 16.02.1991, Blaðsíða 1
Fáir stúdentar hlutu meiri stuðning
úrföðurgarði en Grímur Thomsen.
Þó var hann ætíð í hönk og foreldr-
arnir héldu um tíma að hann mundi
líklega fara í hundana.
Æskuár
Gríms
Thomsen
Hinn 15. ágúst 1815 liggur ung kona á sæng
í Gufunesi og skrifar veikum burðum bróður
sínum bréf, en hann er þá staddur úti í Kaup-
mannahöfn. Konan heitir Ingibjörg Jónsdóttir,
kona Þorgríms Tómassonar gulismiðs, en
bróðirínn er Grímur Jónsson, sem um þetta
leyti er kennarí í dönskum herskóla, en verð-
ur síðar amtmaður á Möðruvöllum. Fyrír fjór-
um árum hefur Ingibjörg Jónsdóttir eignast
dreng og hefur látið skíra hann í höfuðið á
Grími, hinum heittelskaða bróður úti í Kaup-
mannahöfn. Hún biður bróður sinn „að láta
drenginn taka að erfðum elsku og góðvild þá,
sem þú frá fýrsta hefur glatt mig með“. En á
þessum árum var sigð dauðans bitur við hin
litlu strá á íslandi. Rúmum hálfum mánuði
síðar segir Ingibjörg Grími bróður sínum að
nafni hans litli sé dáinn, hann hafði látist úr
taksótt, sem þá stakk sér víða niður.
Uppvöxtur Gríms
Fjórum árum síðar er Ingibjörg
Jónsdóttir sest að á Bessastöðum,
Þorgrímur gullsmiður, maður
hennar, orðinn ráðsmaður eða
bryti í latínuskólanum, og hver
kynslóð ungra menntamanna sem
um skólann fer fær mat sinn úr
höndum Ingibjargar. Þá er enn
sonur fæddur. Hún hefur látið
hann heita Jón í höfuðið á föður
sínum. En 18. september 1820
gengur Jón litli inn í þá fjölmennu
sveit fslenskra barna, sem falla í
valinn fyrir aldur fram í landfar-
sóttum. Þó er syrgjandi móður
hans nokkur huggun í því að hún
hefur fyrr á þessu ári eignast son
hinn 15. maí 1820 og leitað enn
giftu af nafni bróður síns. Það var
Grímur Þorgrímsson, sem kunn-
astur er undir nafninu Grímur
Thomsen.
Vér mundum sjálfsagt gefa mikið
til að fá nokkra vitneskju um æsku
þjóðskálda vorra, fá að vita hvernig
þau dönguðust, hvernig þau voru í
viðmóti í uppvextinum, hvernig
gáfnafari þeirra var háttað. En vér
höfum um fæst þeirra slíkar heim-
ildir. Grímur Thomsen er hér þó
undantekning og er það að þakka
bréfum Ingibjargar Jónsdóttur til
Gríms bróður síns. Hún segir hon-
um jafnan fréttir frá sínum litla
húsmóðurheimi á Bessastöðum og
þess vegna getum við fylgst nokkuð
með hinum unga sveini, sem
kynntist tilverunni í hlaðvarpanum
á Bessastöðum og tók inn í sína
gljúpu sál sýnir af bláum fjallahring
og miklu hafi.
Móðirin vakir yfir syni sínum veik-
um, því að sjálfsögðu eru íslensk
börn um þetta leyti alltaf veik.
Hann tekur barnaveikina, sem Jón
bróðir hans deyr úr, en hann hjarn-
ar við og tæplega ársgamall er hann
orðinn efnilegur og heilsugóður og
rúmlega ársgamall tekinn að ganga
með. Tæplega tveggja ára er Grím-
ur orðinn „öflugur drengur. Hann
hleypur nú um allt og er digur og
feitur. Hann er laglegur í andliti
með blá augu, mikið hörð og snör.
Hann er illur og harður“. Þannig
lýsir móðir hans yngsta barni sínu
1. mars 1822. Hrifningin leynir sér
ekki, blandin nokkrum kvíða um
skap sveinsins. Síðar á sama ári
segir hún bróður sínum að Grímur
sé orðinn efnilegur og vænn dreng-
ur, „en ekki er hann fagur sýnum.
En augu hefur hann fögur og líf-
leg“. Því fer fjarri að húsfreyjan á
Bessastöðum sé haldin móðurlegri
blindni íyrir syni sínum, þrátt fyrir
móðurstoltið.
Átti að verða
„eitthvað extra“
Frumbernskan líður og við taka
námsárin. Það er auðsætt að það á
ekki að draga af uppeldi einkasonar
gullsmiðshjónanna og síðasta
barnsins sem þau eignuðust. Átta
ára gamall er hann farinn að læra
latínu hjá sérstökum heimiliskenn-
ara og þótt hægt og seint gangi er
haldið að drengurinn sé rétt vel
gáfaður. „Hann er ofboð fjörugur
og ég held að maður megi segja að
hann sé efnilegur". Snemma var
það ætlunin að Grímur yrði „eitt-
hvað extra“, eins og Benedikt Grön-
dal komst að orði um hann í
Dægradvöl sinni. Honum er ekki
ætlað að ganga í Bessastaðaskóla,
heldur eru honum fengnir einka-
kennarar. Sumrið 1831 á Svein-
björn Egilsson að segja honum til,
en að vetri er ætlunin að koma
honum til kennslu hjá séra Árna
Helgasyni, stiftsprófasti í Görðum.
Þremur árum síðar, 1834, segir
móðirin að Grímur hafi í hjáverk-
um verið að lesa þýsku og frönsku,
en telur þá ekki líkur á að hann
sigli til Kaupmannahafnar og í ág-
GrímurThomsen um tvítugt
úst 1836 finnst henni hann vera of
ungur til að komast í landsmanna-
hópinn þar, enda sé hann „auðmót-
aður til alls“. En 3. mars 1837 er af-
ráðið að hann fari til náms í Kaup-
mannahafnarháskóla, enda útskrif-
ast hann stúdent sama vor úr
heimaskóla Árna prófasts Helga-
sonar og siglir samsumars til
Kaupmannahafnar 17 vetra að
aldri.
Vel að heiman búinn
Til Hafnar liggur leið tápmikilla
íslenskra menntamanna á 19. öld,
þeirra sem ekki vilja una við mis-
jafnlega góð brauð heima á íslandi.
Vistin á Garði Iéttir undir með
þeim, enda eru margir með léttan
mal. En Grímur Þorgrímsson er
ekki meðal þeirra stúdenta sem
ættu að þurfa að kvíða Hafnardvöl-
inni. Faðir hans er vel efnum búinn
á íslenska veraldarvísu, græðir
margan ríkisdalinn á gullsmíði
sinni og hefur einnig lagt fé í jarðir,
svo sem þá var siður í landinu, þeg-
ar erfitt var að ávaxta fjármuni sína
með öðrum hætti. Á því er enginn
vafi að fáir ef nokkrir íslenskir
stúdentar á 19. öld hafa verið svo
vel haldnir með fé og Grímur
Thomsen á stúdentsárum sínum í
Kaupmannahöfn. En fáir virðast
hafa verið í slíku fjármálabasli og
hann. Og þótt hann kæmist með
góðra manna hjálp klakklaust út úr
fjármálaóreiðunni, þá verður þó
ekki annað sagt en að dýrt hafi það
orðið áður en lauk, þetta íslenska
atgjörvi á Hafnarslóð.
Hirðulaus
námsmaður
Þegar sonurinn hverfur sjónum
sitja foreldrarnir eftir á Bessastöð-
um með áhyggjur sínar og efa-
semdir, þeim líst þetta að mörgu
leyti hættuför. í augum Ingibjargar
móður hans er hann bara lítill
drengur, enda ávarpar hún hann í
fyrstu bréfunum: Grímur litli,
stundum kallar hún hann alþýð-
legu gælunafni: litli garmur. Þor-
grímur faðir hans uppáleggur syni
sínum að heimsækja ekki Grím,
móðurbróður sinn, sem nú er orð-
inn embættismaður í Middelfart,
fyrr en hann hafi lokið 1. og 2. lær-
dómsprófi við háskólann, sem voru
einskonar inntökupróf að háskóla-
náminu. Svo mjög er gullsmiðnum
í mun að hann slái ekki slöku við
námið. Próf þessi tók Grímur með
lítili prýði og foreldrarnir tóku sér
þetta mjög nærri, svo miklar vonir
höfðu þau gert sér um drenginn.
En Grími frænda líst vel á nafna
sinn og telur hann mannsefni og
kom nú snemma fram að í fari
Gríms Thomsens var einhver töfr-
andi persónuleiki og máttur, sem
lagði bæði karla og konur að fótum
hans. „Þú heldur Grímur verði
maður. Ég læt þig ráða því. Ég held
þú hafir meiri sálarlangsýni en mér
er gefin. Það er orðið illt við mig að
fást. Ég trúi sjaldan fyrr en ég tek
á,“ segir Ingibjörg á Bessastöðum í
bréfi til Gríms bróður síns, 3. mars
1839. Hún sparar heldur ekki móð-
urlegar áminningar við soninn,
biður hann að vera iðinn og kapp-
samur við að lesa, góðsaman og
karpa ekki við landa sína. Gamla
konan þekkti hvatvísa tungu sonar
síns. Það er ekki liðið ár frá því
Grímur sigldi til háskólans, en