Tíminn - 16.02.1991, Side 3

Tíminn - 16.02.1991, Side 3
Laugardagur 16. febrúar t991 HELGÍNÍ' fV wU' manni, Helge Thoresen. Hann varð ástfanginn af suðraenni fegurð þessarar dönsku stúlku og gekk að eiga hana. Ó1 hún honum fjögur börn, meðal þeirra einn dreng, sem kallaður var Axel — eins og föður- lausi drengurinn, sem hún hafði átt með Grími. Heillaði skáldin Síðar leitaði Grímur son sinn uppi og sá um uppeldi hans, en drengurinn mun aldrei hafa vitað hver faðir hans var. Grímur og Magdalene Thoresen skrifuðust á hin síðari ár til dauðadags, en bréf þeirra eru nú öll týnd nema tvö frá Magdalene. Ef þau væru enn til mundu menn kannske vita hvað valdið hefur svefnleysi hins unga manns, er hann hvarf um stund úr glaumi lífsins að haustnóttum 1843 og leitaði hlés í húsi foreldra sinna á Bessastöðum. Magdalene Thoresen varð fræg skáldkona í Noregi og Danmörku og hélt áfram að heilla til sín skáld og fag- urkera. Bæði Björnstjerne Björn- son og Georg Brandes urðu hug- fangnir af henni og Henrik Ibsen kvæntist stjúpdóttur hennar, en sjálf dó hún í hárri elli í byrjun þessarar aldar. Hún var alla ævi talin mikil ástakona, en ýmis gögn benda til þess að aldrei hafi með öllu gróið það sár er hún var lostin er Grímur Thomsen varpaði henni frá sér eins og blómi, sem tínt var við þjóðveginn. Hjónaband Gríms Thomsens var barnlaust. Axel Peter Jensen var því eini niðji þjóðskáldsins, svo vitað sé, en til hans var stofnað af sama fyrirhyggjuleysi og fjármun- um gullsmiðsins á Bessastöðum var sóað á Hafnarslóð. Þessi sproti af meið hins fslenska atgjörvis óx upp aldönsk eik og átti enga af- komendur. ‘l UMFERÐAR RÁÐ við þjóðbraut og troða mátti fótum án þess að skeyta um það hót. Nú hef ég aldrei harmað að hann lét mig fara frá sér, fyrir þá sök hitti ég annan og betri mann, og betra lífi hef ég lifað. En ég hef alltaf vitað að hann hefði getað lyft þeirri ást, sem fólgin var í eðli mínu, til blómgun- ar og þroska. Og því hef ég gengið með þrá og söknuð í hjarta, ýmist leitað upp fyrir mig eða niður fyrir mig, en alltaf gripið skuggann ein- an.“ Þegar Magdalene hafði alið barn sitt og skilið eftir í Danmörku fór hún til Noregs og gerðist bústýra hjá öldruðum presti og ekkju- Bessastaðir 1834, þegar Grímur var enn í foreldrahúsum, flórtán ára aö aldrí. kona gerði hún þessa játningu í bréfi til frú Heiberg, dönsku leik- konunnar frægu: „Þegar ég var við nám í Kaupmannahöfn kynntist ég ungum manni, taumlausum og furðulegum persónuleika, náttúru- krafti. Hann las með mér og fyrir kynjamætti vilja hans varð ég að beygja mig í duftið. Hann hefði get- að bundið mig sterku ástarsamlífi — það held ég enn í dag. Hann sleppti af mér hendi, hann nagaði sig kannske í handarbökin síðar vegna þessa, þegar hann leitaði mig uppi og uppgötvaði sér til undrunar að ég var ekki, þegar öllu var á botninn hvolft, venjuleg urt, er vex gengur Landsbankinn til samvinnu við Skagfirðinga í framhaldi af kaupum Landsbankans á Samvinnu- bankanum flyst útibúið í nýtt húsnæði í Skagfirðinga- y? búð á Sauðárkróki og opnar þar undir merkjum Landsbankans. Landsbankinn býður viðskiptavini Samvinnubankans á Sauðárkróki og í Skagafnði >6114001113 í nýtt útibú og óskar starfsfólki velfamaðar undir nýju merki. Afgreiðslutími útibúsins í Skagfirðingabúð er alla virka daga frá kl. 9:15 -16:00. Síminn er 95-35353. Verið velkomin í Landsbankann. Jjf Landsbanki Sfk íslands Jl i . Bankl allra landsmanna um peningaleysi. Enn er leitað hjálpar hjá Finni Magnússyni, en hann er orðinn ellihrumur, sér sjálfur ekki fram úr fjárhagskrögg- um og er ekki aflögufær, enda dó þessi gamli öðlingur gjaldþrota í árslok 1847. Þá er Grímur Thom- sen staddur í Lundúnum og er ekki vitað hvernig hann hefur farið að bjarga sér út úr fjárhagsörðugleik- unum. Líklegt er að hann hafi feng- ið duldar greiðslur úr dönsku ríkis- fjárhirslunni fyrir að afrita skjöl í breskum söfnum um skuldbinding- ar Breta við Danaveldi vegna her- togadæmanna. Víst er um það að hann gaf þessi skjöl út árið 1848, þegar Dönum reið allra mest á. 5. ágúst sama ár varð hann ritari í danska utanríkisráðuneytinu með 800 ríkisdala launum á mánuði og upp frá því hjaðna fjárhagsáhyggjur hans smám saman. Ævi hins bruðl- unarsama stúdents í okraraklóm var nú lokið og upphófst ævi hins aðsjála danska embættismanns. Magdalene Kragh Móðir Gríms getur þess í bréfi er hann var kominn aftur heim til föð- urhúsanna 1843 að hann hafi þjáðst af svefnleysi. Kannske hafði hann ástæðu til þess, svo ungur maður, vafinn í skuldir. En ef til vill hefur þó annað orðið til þess að halda fyrir honum vöku. Þegar hann kom heim árið 1843 var hann orðinn faðir, þótt það færi svo leynt að engir vissu nema hann og barns- móðir hans. Hún hét Magdalene Kragh, stúlkan sem féll fyrir þess- um unga íslenska stúdent og átti með honum dreng sem nefndur var Axel Peter Jensen. Hún var einu ári eldri en Grímur, ættuð frá Freder- icia, blóðheit og ástheit, og hafði farið til Kaupmannahafnar til að taka kennarapróf. Þau bjuggu í sama húsi, Magdalene og Grímur, og aðeins þunnt bil milli herbergj- anna. Danskur hershöfðingi, de Meza, kom oft heim til Gríms og sagði honum til í frönsku og á síð- kvöldum og nóttum heyrði hin unga kennslukona Grím ganga um gólf og þylja utanbókar frönsk ljóð til þess að komast niður í málinu. Hún varð sem bergnumin af Grími og þarf raunar engan að undra, sem skoðar myndina af honum á þess- um árum, hinum unga snillingi með hvöss, leiftrandi augu undir sterkum brúnum. En elskaði Grím- ur Magdalene Kragh? Um það veit enginn í raun og veru, en sjálf segir hún í bréfi til hans, nærri því ára- tug eftir að þau skildu að skiptum: „Þér hafið aldrei borið ást til mín, hina stuttu stund er við þekktumst var ástin öll mín megin." Þegar Magdalene var orðin öldruð )66f Bændur RANNSÓKNARSTÖÐ I _ _-J— skógræktar ríkisins Lancfeigfeficfi/r Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá óskar eftir landi til tilraunagróðursetninga. Landið þarf að vera frjósamt (t.d. tún eða framræst mýri) og að lágmarki samfelldir 5 hektarar. Rannsóknarstöðin hyggst nota landið til aspartilrauna og mun kosta gróður- setningu og umhirðu að fullu á meðan á tilraunatíma stendur. Að þeim tíma liðnum mun landeigandi fá þann skóg, sem upp kann að vaxa, til fullrar eignar. Hlutur landeigenda í skógræktinni yrði að veita Rann- sóknarstöðinni afnot af landinu meðan á tilraunatíma stendur (5-15 ár). Einnig sæi landeigandi um að friða landið fyrir búpeningi á tilraunatíma. Vinsamlegast hafið samband við Árna Bragason, for- stöðumann Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins, í síma 91-666014.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.