Tíminn - 16.02.1991, Side 12

Tíminn - 16.02.1991, Side 12
20 Laugardagur 16. febrúar 1991 HELGIN II! W Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Rafmagnsveitu Reykja- vlkur, óskar eftir tilboðum í jarðvinnu o.fl. vegna lagningar 132 kV jarðstrengja milli Aðveitustöðvar 2 við Meistaravelli í Reykjavík og Aðveitustöðvar 7 á Hnoðraholti í Kópavogi. Verkið skiptist í 2 áfanga og er óskað eftir tilboðum í hvorn áfanga fyrir sig: Áfangi 1 í Reykjavík, 3900 m skurðlengd og áætlaður verktími 8. apríl til 10. ágúst. Áfangi 2 í Kópavogi, 6450 m skurðlengd og áætlaður verktimi 8. apríl til 20. september. Helstu verkþættir eru: skurðgröftur, fleygun og sprengingar, lagn- ing jarðvíra, lagning strengpípna í götur og innkeyrslur, söndun undir og yfir strengi og pípur, útdráttur strengja (að hluta), lagn- ingu steinhellna og hlífa, fylling skurðar, brottflutningur umfram- efnis og frágangur lands. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. mars kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 B B I BBÍ r T Utboö Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borg- arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í 134 fermetra viöbyggingu við skemmu í Árbæjarsafni. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 7. mars kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 FANGELSISMÁLA- STOFNUN RÍKISINS auglýsir eftir starfskrafti til að annast félagslega þjón- ustu við fanga og sjá um eftirlit með þeim sem dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar. Æski- legt er að viðkomandi hafi félagsráðgjafamenntun eða sambærilega menntun. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 623343. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Fangelsismálastofnun ríkisins, Borgar- túni 7, REYKJAVÍK, eigi síðar en 1. mars nk. Fangelsismálastofnun ríkisins, 12. febrúar 1991 «|g». HEILSUVERNDARSTÖÐ ÍMÍM REYKJAVÍKUR Btó# BARÓNSSTÍG 47 Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur auglýsir eftir skólatannlækni við Seljaskóla. greina kemur að ráða tvo tannlækna í 50% starf eða einn tannlækni í 100% starf. Upplýsingar gefur yfirskólatannlæknir í síma 22400. Umsóknum skal skila á skrifstofu starfsmanna- stjóra Heilsuverndarstöðvarinnar, Barónsstíg 47, fyrir kl. 16 fimmtudaginn 28. febrúar nk. AUGLÝSINGASÍMAR TÍMANS: 680001 & 686300 Darcey Bussell er orðin aðaldansmær breska konunglega ballettsins, aðeins tvítug að aldri. En hún læt- ur velgengnina ekki stíga sértil höfuðs, segist aðeins hafa verið svo heppin að vera á réttum stað á rétt- um tíma. Tvítug ballettstjarna við kon- unglega breska ballettinn Yngsta aðaldansmær breska kon- unglega ballettsins fyrr og síðar heitir Darcey Bussell. Upphefð hennar kom í fyrra þegar hún var aðeins tvítug að aldri. Frumraun hennar í þessu hlutverki var í sýn- ingu á Hnotubrjótnum á jólun- um. Sem betur fer hefur þessi vel- gengni ekki stigið Darcey til höf- uðs og hún hefur látið sér fátt um frægðina finnast. Hún þakkar fyrst og fremst heppni fyrir að hafa verið á réttum stað á réttum tíma. Danshæfíleikana fékk Darcey frá móður sinni sem sjálf hafði geng- ið í konunglega ballettskólann í tvö ár. Reynslan, sem hún hafði af þeirri skólavist, varð til þess að hún snerist gegn því að dóttir hennar héldi út á hina þyrnum stráðu dansbraut. En Darcey hélt sínu striki, þó að hún segi að fyrsta árið í skólanum hafi verið hræðilegt. Það hafí átt sinn þátt að hún hafði áður verið við nám í al- mennum listaskóla og kom ekki í ballettskólann fyrr en 13 ára göm- ul, en flestir hefja þar nám 11 ára. Darcey hefur verið líkt við gaml- ar, frægar breskar dansstjörnur s.s. Margot Fonteyn og er ekki leiðum að líkjast. Hún segist samt ekki leita fyrirmyndar hjá öðrum, heldur vildi hún að litið væri svo á að hún byði upp á eitthvað nýtt. „Ég er ekki að reyna að vera eins og einhver annar og langar ekki til þess,“ segir hún. Darcey býr heima hjá foreldrum sínum, ásamt yngri bróður, systur og afa. Hún er ánægð með það, en er þó að leita að íbúð. Hún heldur líka tryggð við gömlu vinina, en enginn þeirra, né kærastinn sem hún vill ekki nafngreina, er viðrið- inn ballett. Og það hvarflar ekki að henni að neita sér um félagsskap við þetta fólk, þó að vinnan sé kröfuhörð og nú séu margir sem leita eftir samvistum við hana eft- ir að hún er orðin fræg. Aðdáendur Darceys benda á að hún beri af í tækni, glæsileik, lipurð og styrk.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.