Tíminn - 26.02.1991, Page 1

Tíminn - 26.02.1991, Page 1
 í góðsemi vegur þar hver annan Davíð Oddsson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins og borgarstjóri í Reykjavík, tilkynnti í gær um þá ákvörð- un sína að hann hygðist gefa kost á sér til embættis for- manns Sjálfstæðis- flokksins á lands- fundinum í byijun mars. Áður hafði Þorsteinn Pálsson, formaður fiokksins, gefið yfirlýsingu um að hann gæfi kost á sértil endurkjörs og í gær sagði hann að niðurstaða varafor- mannsins hafi komið sér á óvart. Ákvörð- un Davíðs um að fara fram gegn sitj- andi formanni hefíir mælst misjafnlega fýrir meðal flokks- manna og Ijóst er að mjög hörð barátta milli formanns og varaformanns flokksins mun marka flokksstarfið fram að landsfundi og trú- lega miklu lengur. Þó að yfirlýsingar þeirra Þorsteins og Davíðs í garð hvors annars hafi í gær einkennst af ískaldri kurteisi, dylst engum að eldar loga undir og áhrifamenn í flokknum hafa ekki dregið dul á að erfítt muni verða að ná sáttum í flokknum eftir þetta uppgjör. • Blaðsíóa 5 Valdatafl í Valhöll 2. bindi. Davíð Oddsson tilkynnir blaðamönnum ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn Þorsteini Pálssyni. Sviðsmyndin vekur athygli, myndir af Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni í bakgrunni. Timamynd: Pjetur í fyrsta sinn í þau sex ár sem Þjóðhagsstofnun starfsfólk í vinnu í janúar. Áður hefur jafnan skort hefur gert könnun á atvínnuástandi segjast fisk- starfsfólk tíl fiskvinnslu á þessum árstíma. verkendur á landsbyggðinni hafa haft of margt # Baksíða

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.