Tíminn - 26.02.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.02.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn ‘''Þriðjuda'gur -26. 'febrúár 1991 Júlíus Sólnes boðar nýtt afl í íslenskum stjórnmálum: Samtök frjáls- lyndra kjósenda Jútíus Sólnes, formaður Borgaraflokksins, hefur kynnt Samtök fijálslyndra kjósenda sem nýtt afl í íslenskum stjórnmálum. Það gerði hann á sameiginlegum fundi íslenskra stjómmálamanna sem eru staddir á þingi Norðurlandaráðs og var haldinn meðal íslend- inga í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Eins greint hefur verið frá hafa að undanförnu verið í gangi við- ræður fólks úr Borgaraflokki ann- ars vegar og hins vegar meðal ein- staklinga á svipaðri gráðu í stjórn- málum. Óli Þ. Guðbjartsson, vara- formaður Borgaraflokksins, sagði í gær að síðustu daga og vikur hefðu verið í gangi þreyfingar af þessu tagi. Þar hefði Borgara- flokkurinn haft nokkurt frum- kvæði undir forystu Júlíusar Sól- nes. Það er bæði óflokksbundið fólk sem hefur sýnt þessu áhuga en einnig fólk úr flokksbrotum á borð Samtök um jafnrétti og fé- lagshyggju, Bandalag jafnaðar- manna og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Óli sagði að við- ræður af þessu tagi hefðu átt sér stað í Reykjavík og Norðurlandi eystra en nálægt þeim hefur hann sjálfur ekki komið en í sínu kjör- dæmi, Suðurlandi, hefur Óli verið að vinna þessu máli farveg. Þar eru það einstaklingar úr ýmsum áttum sem hafa verið að vinna að þessu máli. -sbs. Ungur maður lendir í hrakningum á sæsleða á Kjalarnesi. Hálfdán Henrýsson hjá Slysavarnafélaginu segir: „Slík ferðalög eru algjört glapræði“ Björgunarsveitir á Reylqavíkur- svæðinu og Kjalamesi ásamt fjór- um björgunarbátum vom kallaðar út um helgina til að leita að ungum manni sem hafði farið á sæsleða frá Hvalfirði og á leið til Snarfara- hafnar í Reykjavík. Eftir hálftíma leit kom í ljós að maðurinn var kominn heill á húfi til síns heima, en hafði gleymt að láta félaga sína, sem hann ætlaði að hitta við Snar- farahöfn, vita af sér. Að mati Hálfdáns Henrýssonar hjá Slysavarnafélagi íslands er algjört glapræði að fara svona leið á slíkum sæsleða, því enginn öryggisbúnaður er í honum sem gerir kleift að gera vart við sig ef bilaði á leiðinni, í sleð- anum var engin talstöð, enginn ljósabúnaður eða neyðarblys. Að sögn Hálfdáns voru tildrög málsins þau að 3 ungir menn voru að leika sér að sæsleða í Hvalfirði á laugardag. Þegar þeir héldu heim ákvað einn þeirra að fara með sleð- ann sjálfur sjóleiðina, fyrir Kjalar- nes og að Snarfarahöfn í Reykjavík. „Þegar hann kemur fyrir Kjalame- stangann eykst bæði vindur og alda og sleðinn verður bensínlaus, hann skiptir yfir í varatank en þá verða ein- hverjar gangtruflanir í sleðanum. Þannig að hann ákveður að reyna að komast í land á í Hópsvík á Kjalamesi. Hann kemst þangað og er þá orðinn mjög kaldur og hrakinn. Hann hring- ir þaðan í bróðir sinn, sem fór með hann í bæinn og heim til þeirra, en þeim láðist að láta félaga hans vita sem biðu inn í Snarfarahöfn. Þegar félagar hans urðu hans ekki varir óskuðu þeir eftir aðstoð og var þá snarlega kallað út allt tiltækt lið því það var að koma myrkur. Það hefði litið illa út ef hann hefði ekki verið kominn í land,“ sagði Hálfdán. „Þeir kraftmestu af svona sæsleð- um komast um það bil 30 sjómflur, en þeir þola illa mikinn sjógang og sérstaklega þegar mjög kalt er því þessi sleði er alveg opinn og því ligg- ur maðurinn undir ágjöf," sagði Hálfdán jafnframt í samtali við Tím- ann í gær. —GEÓ Hlass, sem var á tengivagni flutningabifreiðar, rakst á skiltabrú, um- ferðarijós og Ijósastaura og skemmdi hlutina nokkuð um hádegis- bilið á laugardaginn. Ökumaður bifireiðarinnar hefur greinilega ekki gætt að því hversu hátt hlassið náði á tengivagninum með áður- greindum afleiðingum. Enginn slasaðist en tjónið er talsvert Tímamynd: Ámi Bjama Árni Friðriksson á loðnuslóð við Reykjanes: Hafrannsóknastofnun gengur til móts við kröfur sjómanna Troðfullur salur var í Háskólabíó sl. laugardag á fræðsluráðstefnu sem Læknafélag Reykjavíkur hélt um streitu. Að sögn Ingólfs Sveinssonar geölæknis sem sá um ráðstefnuna var tilefni ráðstefnunnar sú að að mati lækna er streita allt of algeng í okkar þjóðfélagi. „Það er allt of algengt að fólk lifi of spenntu lífi og sé of þreytt, jafnvel orðið of spennt til að geta sofið. Þetta veldur sjúkdómum, magasár- um, höfuðverk, vöðvagigt og endan- lega hjartasjúkdómum og skemmir lífið. Það skiptir miklu máli fyrir al- menning að þekkja einkenni streitu svo að hann geti gripið í taumana," sagði Ingólfur. A dagskrá ráðstefnunnar voru ýmis erindi. Ingólfur Sveinsson flutti m.a. erindi um hvað streita er, hvernig er hægt að stjórna henni. Júlíus Björnsson sálfræðingur flutti erindi um svefn og hvernig svefn getur orðið hjá fólki sem er þreytt og spennt. Anna Lea Björnsdóttir, íþróttakennari í Keflavík, flutti er- indi um líkamsrækt, leikfimi og mataræði þar sem hún mælti gegn megrunarkúrum og sagði að skyn- samlegt mataræði og hreyfing sé lykillinn að vellíðan. Eiríkur Örn Árnason flutti erindi um slökun og fór í gegnum slökun- aræfingu. Eysteinn Björnsson kenn- ari flutti erindi um jákvæðar og nei- kvæðar hugsanir. Fleiri erindi voru flutt og sóttu yfir 300 manns ráðstefnuna, hún var styrkt af Mjólkursamlagi Reykjavík- ur. —GEÓ Hafrannsóknaskipið Árni Friðriks- son, sem lét úr höfn síðastliðinn laugardag til að mæla göngu við Ingólfshöfða, hefur nú verið tvo sól- arhringa á ferð um Faxaflóann og mælt loðnuna sem fannst við Reykjanes. Áð sögn Jakobs Jakobssonar, for- stjóra Hafrannsóknastofnunar, hafa enn ekki fengist neinar niðurstöður af mælingunum og því ekkert hægt að segja um þær fullyrðingar loðnu- sjómanna að þarna séu um milljón tonna göngu að ræða. Upphaflega átti aðeins að mæla gönguna við Ingólfshöfða, en Haf- rannsóknamenn, sem hingað til hafa ekki verið trúaðir á kenningar sjómanna, hafa nú gengið til móts við loðnusjómenn, sem kröfðust þess að gangan við Reykjanes yrði mæld aftur. Á miðnætti 25. febrúar var búið að veiða 130.000 tonn af þeim 190.000 tonnum sem heimilt er að veiða. Að sögn Björns Jónssonar í sjávarút- vegsráðuneytinu hefur ekki komið til tals að auka loðnukvótann þó gangan virðist nú stærri en ætlað var í fyrstu. - aá. Fullur salur var á fræðslustefnu Læknafélags Reykjavíkur um streitu sl. laugardag. Ttmamynd: Ámi Bjama „Streita er of algeng“ Verðlagskönnun Verðlagsstofnunar í matvöruverslunum á Akureyri: Meðalverð óbreytt Á þriggja mánaða tímabili hefur meðalverð á 51 algengrí vöruteg- und í 16 matvöruverslunum á Ak- ureyrí haldist nokkuð óbreytt. Verðlagsstofnun hefur á sl. ári fylgst með vöruverði þessara teg- unda í sömu verslunum með reglubundnum könnunum og er þetta ein helsta niðustaða könn- tmar sem gerð var í lok janúar sl. Voru niðustöður hennar bomar saman við sams konar könnun sem gerð var í nóvember sl. Auk þess að meðalvöruverð hafi haldist nokkuð óbreytt vom helstu niðurstöður janúarkönn- unarinnar þær að verð 23 af þeim vömtegundum sem kannaðar vom hafði lækkað en verð á 28 vömtegundum hafði hækkað lítil- lega eða haldist óbreytL Meðal- verð á vömnum í könnunlnn) hafði lækkað á bilinu 0,1 - 2,2% í 9 verslunum og meðalverð hækk- að á bilinu 0,1 -1,2% í 7 verslun- um. Þær vömr sem mest lækkuðu í verði vom ýmsar gerðir af sykri. Strásykur og púðursykur lækkaði t.d. að meðaltali um rúmlega 7% á þríggja mánaða tímabili. Þær vömr sem helst hafa hækkað í verði em ýmiss konar hreinlætis- vörur. Auk þessa seglr í frétt frá Verðlagsstofnun að þess megi geta að sams konar könnun hafi verið gerð á höfuðborgarsvæðinu og virðist þróun verðlags á Akur- eyri vera sú sama og á höfuðborg- arsvæðinu. —GEÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.