Tíminn - 26.02.1991, Page 6

Tíminn - 26.02.1991, Page 6
6 Tíminn Þriðjudagur 26. febrúar 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknaríélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifetofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð í lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ungverjar í Evrópuráði Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á ástandinu í Sovétríkjunum og þeim árangri sem þar hefur orðið á valdatíma Gorbatsjovs, er hitt jafn víst að áhrif um- bótastefnu hans eru augljós í stjórnmálaþróun Austur- og Mið-Evrópulanda. Þótt öll alþýðulýðveldin hafí tekið þeim stakkaskipt- um sem raun ber vitni, m.a. að því leyti að Varsjár- bandalagið er hrunið og vestræn lýðræðisþróun kom- in vel á veg í mörgum þeirra, er vert að minnast þess að Ungverjaland hefur sérstöðu í þessu sambandi. Lýð- ræðisþróunin í Ungverjalandi sker sig úr því sem var og er í flestum hinna fyrri alþýðulýðvelda. Sú þróun verður að verulegu leyti rakin til hreyfingar innan sjálfs Kommúnistaflokksins í landinu sem auðveldaði umskiptin frá einsflokkskerfinu til fjölflokkakerfís vestræns lýðræðis. Lýðræðisþróunin í Ungverjalandi er fyrir margra hluta sakir athyglisverð. Þótt Ungverjar séu gömul og gróin menningarþjóð og vissulega þekkt í Evrópusög- unni um langt skeið, fer fjarri því að þjóðin byggi nokkru sinni við lýðræðisskipulag. Frá 1920 allt til styrjaldarloka ríkti í landinu ein tegund fasistastjórnar og að því loknu varð landið alþýðulýðveldi, sem hélst allt til síðustu ára. Hitt má telja víst að Ungverjar undu illa stalínísku stjórnarfari og dvöl sovésks setuliðs í landinu, eins og sýndi sig í haustuppreisninni 1956, sem barin var niður með sovésku hervaldi. Þrátt fyrir þessa hörku af hendi Sovétríkjanna og hollustu kommúnistaflokksins við ráðamenn í Kreml á árum þeim sem á eftir fóru, mörkuðu ungversk stjórnvöld sér vissa sérstöðu í innanlandsmálum og uppbyggingu atvinnulífs, sem ekki síst varð áberandi á síðasta áratug þegar landið var að nokkru opnað fyrir erlendri fjárfestingu og ferðamannastraumi á frjáls- legri hátt en í öðrum austantjaldslöndum. Eftir þyí sem leið á áratuginn hleypti forysta kommúnista- flokksins af stað kerfisbundnum lýðræðisumbótum, sem voru mörgum skrefum á undan því sem var t.d. í Póllandi og Tékkóslóvakíu. Þessi hægfara en markvissa umbóta- og lýðræðisþró- un kom m.a. fram í því að kommúnistaflokkurinn af- salaði sér forréttindastöðu sinni að eigin frumkvæði árið 1989 og ný stjórnarskrá var lögtekin 22. október það ár, þar sem stjórnmálafrelsi og annað málfrelsi var viðurkennt og stjórnskipulagið grundvallað á vest- rænu lýðræðiskerfi. Um sama leyti sótti Ungverjaland um aðild að Evr- ópuráðinu, sem enn er hinn sameinandi vettvangur evrópskra þingræðis- og lýðræðisríkja án tillits til allra ríkjabandalaga. Að öðlast aðild að Evrópuráðinu er viðurkenning þess að ríki hafi tileinkað sér lýðræðis- lega stjórnarskrá og ætli að virða mannréttindahug- sjón vestræns lýðræðis. Það kom aldrei til greina að al- þýðulýðveldin fengju aðild að Evrópuráðinu. Enn er nokkur bið á að taka ríkin, sem risu á rústum alþýðu- lýðveldanna, í Evrópubandalagið. Undantekning er þó Ungverjaland. Það hefur nú öðlast aðild að ráðinu, fyrst hinna gömlu alþýðulýðvelda. í því er fólgin viður- kenning á hinni farsælu lýðræðisþróun meðal Ung- verja auk þess sem Ungverjar voru brautryðjendur í lýðræðisþróun Mið- og Austur-Evrópu á síðustu árum. I GARRI Hn ■ .......HBi 1 Mcriningamrðlaun DV cru góðra gjalda verð, og eru orðin árlegur at- burður í menningarfölnu. Verður að hafaþað, þótt þeir verðfaunuðu séu mifcið til sama fóifcið og hefur áður verið verðiaunað af einu eða öðru tilefni. Með því móti eignast þjóðin stétt verðiaunahafa, sem standa sæmilega undir stéttarheiti sínu og öðlast næstum því löggildingu. Þetta er auðvitað efcki listamönnum að kenna hefdur því liði sem Qaliar um þá og tílnefiiir verðíaunahafa. Menningarverðlaun DV, eins og flest önnur verðlaun nú til dags, eru því alvanaleg, fcoma efcfci á óvart, uppgötva efckert nýtt, og eru bara dagsfcráriiður númer tíu. í iitlu þjóðfélagi er eðiiiegt að vitað sé svona nokkrum mánuðum fyrir- fram hvetjir helst fcoma til greina sem verðlaunahafar svona almennt, og á það við um fleiri verðiaun en hjá DV. En eitt bregst aidrei varð- andi úthiutun Menningarverðlauna DV. Þar fær matariistin alKaf fyrstu verðiaun undir forsjá Jónasar Krist- jánssonar. Jónas Kristjánsson ritstjóri hcfur eins og fcunnugt er komið sér upp tðfvuskránlngu á hrossum og er orðinn hrossabókahöfundur. litið hefur heyrst í honum um matar- gerð undanfarið, bæði hér heima og eriendis, nema á menningaihátíð- um DV. Þá ris hann upp í öllu srnu veldi sem yfiricokkur menningar- innar í DV og heldur fæðu. Hann eyðlr ekfcd ræðutíma sinum » bók* menntír, myndlist eða tónlist, held- ur talar hann um matargerðina, sitt gamla hjartans mái. Að þessu sínni fengu sæbjúgu Menningarverðiaun DV, Þau voru á borðum fyrir Íista- fólkið og í iístamennina u»ðu þau að fara, eins og margt af framleiðslu þeirra sjálfra, sem ástæðulaust þyk- ir að kyngja orðalaust. Undrun vefc- ur að Jónas skuii efcfci hafa snúið sér að hrossafcjöti og komið á það menningarverðlaunum, nú þegar hann er orðinn hrossabóndi. lík- lega gerir hann það eldd af þv»' hon- um er farið eins og Sigurði frá Brún, sem át fcjöt af reiðhesti sín- um óvart og seidi þv»' öilu upp, þeg- ar hann vissi af hverjum kjötíð var. Jónas er þó varia orðinn hestamað- ur á borð við Sigurð, en reiðhesta á hann nóga og þv»'yfirdrifið magn af uppsölumeðali, færi t.d. svo að hann vifcii iosa slg við sæbjúgað. Tilraunadýr ritstjórans Sæbjúgað er til þcss að gera nýr réttur, sem ástæða er til að piúfa á gestum. Hestamenn þurfa að temja, og það er alveg eins hægt að venja launahátíð DV. Það getur hæglega gerst, eftir að sérviston hefur verið steifct, böfcuð og brösuð, að þeir verðlaunahafar komi fram á sjónar- sviðið sem neita td. að éta sæbjúgu. Þá yrði Jónas að standa upp á ný við matborðið og tílkynna, að þetta með sæbjúgun værí eins og með listína. Sumt iífcaði fólld ekki, en það yrði samt að kyngja þv»' af þv»' þetta væri talinn mannamatur aöbestu manna Verölaunagripur Engu geta sæbjúgu breytt um ágætí menningarverðiauna. f aug- um Jónasar ritstjóra eru þau hlutí af menningumú, eins og sfeiktur ir eða soðin ýsa. Þeir réttir við ásetu. Sæbjúgað getur að vísu valdlð deilum eins og listin, en Usta- fólfc, sem er verið að sæma verð- iaunum og er aufc þess boðið f há- degisverð, verður að gjöra svo vel og kyngja eftir að Jónas rftstjóri hefur iýst verðiaunaréttinum faguriegaog iátiö hera hann fram f tiiefni hátíðar. Spuming er hvort eitt af réltínda- málum stéttar vetðlaunahafaverður efcfci i næstunni fcrafa um að fá að ráða þvf hvað er í matínn á verð- Íaun DV eins og sæbjúgað á dögun- um. Það er vegna þess að steiktur þorskur og soðin ýsa eru góður matur. Af þeim réttum eru engin tíðindi. í'óikerm^. alið uppá þess- um réttum, og Jónas Uka. En á af- brigðiiegum tímum þarf afbrigði- lega iist, Uka matariist Menn geta bara séð fyrir sér, hvað það hlýtur að vera ómerkileg list fyrir meruúngar- blað eins og DV að vetðlauna það, sem er eins og steiktur þorskur. Öðru máB gegnir um list, sem er eins og sæbjúga, eða hver þau eru nöfnin, sem sjómenn hafa gefið þessu sjávardýri. Gott er á meðan Jónas ristjóri heyrir ekki þau gæhi- nöfn sjómanna á heista verðiauna* grip DV að þessu sinni, sem hafði þann kost, að hann var étínn. Garri , VITT OG BREITT Harmsögutímabil Flokksins Næst á eftir Píslarsögu séra Jóns Magnússonar á Eyri við Skutuls- fjörð er Harmsaga ævi minnar eft- ir Jóhannes Birkiland einhver hin hádramatískasta upplifun sem skráð er í íslenskar bækur. Eru Ósköp Einars Hjörleifssonar þá meðtalin. En fleiri hafa mátt búa yfir hörm- um en Birkiland, þótt ekki sé á allra færi að að semja bækur þar um eða setja þá í pólitískt og sögu- legt samhengi, eins og séra Jóni tekst svo prýðilega um sínar píslir. Ósköpin er svo bara skáldsaga og látin fylgja með í upptalningunni til að upphefja bókmenntaþekk- ingu pistilhöfundar. Mörgum gefst svona sjálfslyfting nefnilega vel. Kominn er fram á ritvöllinn nýr píslarsöguritari og skrifar um harmsögutímabilin í sögu Sjálf- stæðisflokksins og hnífstunguliðin sem bölinu valda. Leifur Sveins- son, einn af eigendum Morgun- blaðsins, hefur einn manna burði og aðstöðu til að hreyfa hörmum Flokksins í Blaðinu, eign sinni. Ef ekki væri vegna greinar Leifs á bis. 16 í Iaugardagsmogga vissi enginn af lesendum þess víðförula blaðs að komið hafi til tals að Davíð færi í formannsslag við Þorstein, ef aðrir fjölmiðlar hefðu þagað eins þunnu hljóði um þá harmsögu. Hnífstunguliðin Leifur skrifar af mikilli hind um fyrra hnífstunguliðið og það harm- sögutímabil sem það olli í sögu flokksins. Sú harmsaga hófst með ríkisstjórnarmyndun Gunnars Thor. 1980. Nú er komið nýtt hnífstungulið í Flokkinn og er reiðubúið að rista næsta píslar- sögukafla í sögu hans. „... er það með ódæmum, að komið sé fram á Davíö Þorsteinn vígvöllinn nýtt hnífstungulið og er því nú einnig beint að formanni flokksins, Þorsteini Pálssyni," skrifar Árvakurshluthafinn í eign sína. Þótt dramað mikla Davíð gegn Þorsteini hafi magnast dögum saman með háttbundnum stíg- anda eins og í Macbeth og aðför- inni að Njáli og sonum hans á bænum, sem frægur er í nútíma- sögunni af úldnu hrossi, þurfti Leif í Árvakri til að sjá hvflíkt harm- söguefni er hér á ferðinni og að skammt mun í dægur hinna löngu hnífa. Allir aðrir fjölmiðlar hafa lengi verið fullir af fréttum af hinni nýju vígaslóð sem leggur til efni í písl- arsögu Flokksins. Drama eða gleðileikur? Davíð Oddsson er ágætur brand- arakarl, og gæti þess vegna sómt sér vel sem innsti koppur í búri í banka Leifs, Brandarabankanum, og er að auki vel að sér í leiklist og sprelli og halda allir nema banka- stjórinn að Davíð sé að setja upp og leika farsa en ekki harmleik. Vel tókst til að setja gríðarlanga kúnstpásu inn í stykk- ið fyrir helgina þegar tilkynnt var þriggja sólarhringa þögn og Davíð lagðist undir feld eins og Þorgeir Ljósvetningagoði forðum og til- kynnti upp á mínútu hvenær hann ætlaði að láta uppi hvort hann hygðist hrifsa formennskuna og forsætisráðherrastólinn undan Þorsteini eða ekki. Yfirspennt og taugastrekkt þjóð hélt niðri í sér andanum og beið. Þegar þetta er skrifað var biðin langa langt frá því að vera á enda runnin, svo að úrslit harmsögu Flokksins númer tvö voru ekki kunn. Hins vegar sögðu heimildir nákomnar Davíð að hann mundi gefa kost á sér og aðrar heimildir, sem Tíminn tekur mark á, segja að hann muni ekki bjóða sig fram á móti Þorsteini. Þar sem síðasta setningin hljómar eins og hún sé tekin úr tveggja síðna fréttaskýr- ingu í Mogga, hlýtur að vera mark á henni takandi. En hvað svo sem Davíð hefur til- kynnt í fyllingu tímans, sem var síðdegis í gær, er ljóst að nýtt harmsögutímabil í sögu Flokksins er upp runnið. Hvort það er píslar- saga Þorsteins eða harmsaga Dav- íðs leiðir tíminn í ljós og kannski er þetta bara gleðileikur sprottinn upp úr Matthildi, sem bægði sorg og sút frá þjóðinni í þá sælu tíð þegar Davíð hélt sig við það sem hann gerði best, að grínast og skemmta. Á meðan ekki er ljóst hvort uppá- komurnar, sem toppstykki Sjálf- stæðisflokksins standa að, eru farsi eða drama geta væntanlegir lands- fundarfulltrúar velt fyrir sér niður- stöðu allrar harmsögu: Þeim var ég verst sem ég unni mest. En langt mun í að punkturinn verði settur aftan við harmsögu Sjálfstæðisflokksins, hverju svo sem Davíð lýsti yfir í beinni út- sendingu í gærkvöldi. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.