Tíminn - 26.02.1991, Side 10

Tíminn - 26.02.1991, Side 10
10 Tíminn Þriðjudagur 26. febrúar 1991 VEIÐIMÁL Laxagengd í Súgandaf jörð Eins og kunnugt er varð laxagengd í árnar hér á landi frekar slök sum- arið 1990 og veiðin líklega um 40 þúsund laxar og þar af 30 þúsund á stöng, að mati Veiöimálastofnunar. Hins vegar var fjöldi hafbeitarlaxa með mesta móti eða um 90 þúsund laxar, jafnvel þó að endurheimtu- prósenta hafi verið lág, því að mjög miklum fjölda seiða, aldrei fyrr jafnmörgum, hafði verið sleppt úr hafbeitarstöðvum sumarið 1989. Orsakir þessa, bæði hvað varðar villta laxinn úr ánum og hafbeitar- laxinn, telja kunnáttumenn vera óhagstæð skilyrði fyrir fískinn í hafínu. Eitt af því sem vakti mikla athygli laxveiðimanna var laxgengdin í Súg- andafjörð 1990. En í lónunum hjá .Botni fengust um 1000 laxar, sem voru veiddir í net og á stöng. Er það líklega mesta laxveiði sem fengist hefur á einu vatnasvæði á Vestfjörð- um fyrr og síðar. Eins og kunnugt er, eru skilyrði yfirleitt frekar erfið fyrir lax á Vestfjörðum, vegna þess að flestar árnar eru stuttar og kald- ar. Þó eru í þessum landshluta ágæt- ar laxveiðiár, eins og Laugardalsá og Langadalsá og Hvannadalsá við fsa- fjarðardjúp. Hafbeitarstöðin í Botni í Botni í Súgandafirði var um ára- BÍLALEIGA AKUREYRAR Trausíir hlekkir í sveiganlegri keðju hringinn í kringum iandið Bíhileiga með úlibú alli i kringum landið, gera þér mögulegt aö lcigja bíl á einum stað og skila honuni á öörum. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alltaf lil taks or\ Reykjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísaljbrður: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaöir: 97-11623 VopnafjÖrður: 97-31145 Höfn í Hornaf.: 97-81303 ÓDÝRIR HELGARPAKKAR Leggjum ekki af staö í ferðalag i lélegum bíl eöa illa útbúnum. Nýsmuröur bíll með hreinni olíu og yfirfarinn t.d. á smurstöö er lík- legur til þess aö komast heill á leiðarenda. UMFERÐAR Ð Garður og útrennsli hafbeitarstöðvar í Botni í Súgandafirði. Ljósm. Einar Hannesson, 1982. bil rekin hafbeitarstöð með lax, en seinustu ár hefur ekki verið sleppt þarna gönguseiðum í sjó. Vakti þessa mikla laxgengd að Botni því undrun og bollaleggingar um þetta háttalag laxins. Það mun hafa verið skömmu eftir 1970 að menn hófust handa að Botni við að reisa hafbeitarstöð með fiskhaldsaðstöðu. Félagið, sem að þessu stóð, ber nafnið Botnía og hef- ur innan sinna vébanda eigendur og leigutaka að Botnsá og ósasvæði hennar, sem er stutt og frekar köld á. Byggðir voru stíflugarðar og við það mynduðust tvö lón. Sleppt var verulegum fjölda smáseiða af laxi, stærri seiðum í ána og lónin og síð- ar gönguseiðum sem alin voru í flot- kvíum áður en þeim var sleppt. Starfsemi þessi var nokkuð árviss á annan áratug og m.a. var um tíma stunduð opinber tilraunastarfsemi sem skilaði athyglisverðum upplýs- ingum um heimtu á laxi úr hafbeit. Fremstir í flokki Botníumanna voru fjórir bræður frá Botni, þeir Einar, Jóhannes, Guðmundur og Sveinn Guðnasynir, sem sinntu þessu starfi af miklum áhuga auk ábúenda í Botni og Birkihlíð, Friðberts Péturs- sonar og Birkis Friðbertssonar. Eins og fyrr segir var ekki sleppt gönguseiðum af laxi úr uppistöð- unni hjá Botni seinustu árin, a.m.k. ekki 1987, 1988 og 1989. Þessi mikla laxgengd inn Súgandafjörð er því undrunarefni og vekur spurn- ingu um hvað það hefur verið sem olli því að laxinn lagði leið sína í lón- ið hjá Botni í jafnríkum mæli og raun varð á. Alþekkt er að laxinn Súgandaflörður. i botni hans sést á mannvirki hafbeitar í Botni. Ljósm. Einar Hannesson, 1982. skilar sér á þann stað sem hann hélt frá sem gönguseiði einu eða tveimur árum áður. Réð sterkt laxabragð miklu? Ein tilgátan um göngu laxins í Súgandafjörð er sú að vegna þessa sterka bragðs af laxi og affalli hans og fóðurleifa vegna þeirrar starf- semi, sem rekin var hjá Botníu um árabil, hafi laxinn fundið hjá sér hvöt til að leggja leið sína inn á þennan ágæta stað. Auðvitað geta önnur atriði, sem við ekki þekkjum, hafa valdið þessu, að laxar frá öðrum fiskihverfum eða hafbeitarstöðvum hafi valið þann kostinn að halda inn Súgandafjörð. Vitað er um að þarna fengust nokkrir merktir laxar sem sleppt hafði verið sem gönguseiði í sjó annars staðar. Kærkomið ævintýri En alit um það hefur þessi uppá- koma í Botni vafalaust verið þeim Botníumönnum kærkomin, eftir allt það mikla starf sem þeir höfðu lagt af mörkum, en uppskorið fram að þessu minna en menn væntu. Víst er þó að laxveiðibændur víða um land vilja ekki meira af svona ævintýrum eins og gerðist í Súg- andafirði 1990, heldur að laxinn leiti í sína á, eins og eðli hans er og hann hefur að jafnaði gert alla tíð. eh. LESENDUR SKRIFA Að breyta aðdragandanum Jarðarörlög eru tvenns konar. Sum- ir hnettir farast með „allri áhöfn“ eftir að lífið hefur þróast í þúsund milljón ár og lengur og er loks kom- ið á mannsstigið, verður rangþróun meiri en nokkru sinni gat orðið í dýrheimum og tegundin útrýmir sjálfri sér. Það er þetta sem allar horfur virðast vera á hér á jörð, jafn- vel innan skamms, eftir hrikalegan aðdraganda. Fávísir eru þeir menn sem halda að „andstæðingurinn" verði sigraður á stuttan og þægileg- an hátt með sprengjum og drápi. Þar liggur allt við að slíkir fái ekki ráðið; jafnvel kjarnorka og efnavopn eru engar röksemdir fyrir því að byrja leikinn. Það er aðeins ein von sem þetta mannkyn á, og sú von heitir ísíend- ingar. Ray Logan, breskur spámaður, kom hingað til lands í októberlok og spáði því að áhrifanna frá íslandi mundi fara að gæta verulega í febrú- ar. Ekki verður annað sagt en að spá- in hafi sannað sig. Beiðnir Eystra- saltsþjóðanna um hjálp frá íslandi sýna hvert menn horfa og þó að stjórnmálamenn séu yfirleitt menn skynsemi og ályktana — sem betur fer — mun varla fara framhjá þeim bestu hvað „liggur í loftinu" hverju sinni. Og greinilegar bendingar, umfram þær sem fjölmiðlar flytja, hef ég fengið erlendis frá um það hvernig hugur fólksins leitar til ís- lands núna, eins og það vænti hjálp- arinnar einmitt héðan. Hugur mannkynsins er fullur af firrum. Eins og t.d. þessari, sem einna ömurlegust er, að menn „sofi í gröfunum" eftir að þeir eru látnir. Sannarlega er það ekki lífvænleg tegund sem þannig „hugsar“ (og þannig „hugsa" einmitt þeir stríðs- óðustu). En ef þeir væru nú nokkrir sem þyrðu að varpa af sér oki rang- hugmyndarinnar og segja: Vel- komnir stjarnbúar, komið að ráða málunum hér á jörðinni með okkur, stýra framhjá voðanum mesta sem nú virðist framundan og gæti orðið sá síðasti fyrir alla þá sem þessa jörð byggja. Og hugsum dálítið stórt saman — en ekki smáhugsun hver heima í sínu skoti! Áhrif stjarnbúa hingað tii jarðar byggjast á því að einhverjir séu hér sem vilja stilla til þeirra áhrifa með hugarfari sínu. Þorsteinn Guðjónsson Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavlk 22.-28. febrúar er I Lyfjabetgi, Breiðholti og Ingólfsapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá ki. 2200 að kvöidi tii M. 9.00 að morgni virka daga en Id. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar f sfma18888. Neyöarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Sim- svari 681041. Hafharqöróur Hafnarfjaröar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búöa. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort aö sinna kvöld-, nælur- og helgidagavörslu. Á kvöldln er opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu. til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öörum tlmum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I sima 22445. Apótek Keflavíkun Opiö virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- dagakl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabæn Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráöleggingar og tlmapant- anirlsima 21230. Borgarsprtallnn vakt frá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúöir og læknaþjónustu erugefnar I slm- svara 18888. Ónæmlsaögerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fölk hafi með sér ónæmisskírleini. Setljamames: Opiö er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garöabær Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafharfjöröur Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suöumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistööin: Ráðgjöf I sál- fræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspitallnn: Alladaga ki. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspltall Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. l6ogkl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspitalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnaibúöir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarhelmili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaöaspitall: Heimsóknar- tími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspltali Hafnarflröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhiiö hjúkrunarheimili I Kópavogi: Helm- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknlshéraðs og heilsu- gæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúslð: Heim- sóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátlöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsiö: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. A bamadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkvlliö og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Hafnarfjörðun Lögreglan slmi 51166, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkviliö og sjúkrabill sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmannoyjar Lögreglan, sími 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsiö sími 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabitreið sími 22222. (saflötöir: Lögreglan simi 4222, slökkviliö slmi 3300, brunasimi og sjúkrabifreiö sími 3333.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.