Tíminn - 26.02.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.02.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hff. Sævarhöföa 2 Sími 91-674000 Tí niiiin ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 Um 320 störfum ofaukið á landsbyggðinni samkvæmt könnun Þjóðhagsstofnunar: ALDREIÁÐUR VERH) OF MARGT FISKVINNSLUFÓLK Fiskverkendur á landsbyggðinni vildu gjarnan fækka starfs- fólki sínu um 220 nú í janúar. Má segja að þama sé um grundvallarbreytingu að ræða. Því þau 6 ár sem Þjóðhags- stofnun hefur staðið að könnunum á atvinnuástandi og horf- um á vinnumarkaði hefur það aldrei áður gerst að fískverk- endur hafí viljað fækka við sig fólki. Þvert á móti hafa þeir jafnan viljað fjölga starfsfólki töluvert, t.d. um 115 manns í sama mánuði bæði 1990 og 1989. Á öðrum árstímum hefur oftast vantað mörg hundmð manns til fískvinnslustarfa. Þjóðhagsstofnun telur nú viðun- andi jafnvægi á vinnumarkaðn- um, þ.e. þegar litið er á landið í heild. Útlitið virðist eigi að síður frem- ur uggvænlegt á landsbyggðinni. Þar vilja vinnuveitendur fækka störfum hjá sér um 320 (1,3% af mannafla), borið saman við 80 störf í janúar í fyrra. Þar af telja þeir 220 störfum ofaukið í fisk- iðnaðinum sem fyrr segir og álíka mörgum byggingamönnum er sömuleiðis talið ofaukið. Þar á móti vantar nokkra tugi fólks til starfa á sjúkrahúsunum og um hálft hundrað í önnur þjónustu- störf. Á Reykjavíkursvæðinu virðist vinnumarkaðurinn á hinn bóginn vera að lifna verulega við, a.m.k. borið saman við janúar í fyrra þegar vinnuveitendur töldu 290 störfum ofaukið. Nú hins vegar vilja þeir ráða fólk í 200 viðbótar- störf. Svo dæmi sé tekið vantar nú fólk í 110 störf á sjúkrahúsum höfuðborgarinnar og um 70 í verslunarstörf. Seinkun á ákvörð- un um byggingu nýs álvers veldur mikilli óvissu í byggingarstarf- semi. Eigi að síður vilja atvinnu- rekendur á höfuðborgarsvæðinu fjölga störfum í greininni um nokkra tugi. Úti á landi vilja menn á hinn bóginn fækka störf- um byggingamanna um 210 á næstunni. Verslun og veitingastarfsemi virðist vera að glæðast í höfuð- borginni, þar sem vinnuveitendur vilja fjölga störfum um 60 nú í janúar. Þetta er töluverð breyting frá 1990, þegar menn vildu í janú- ar það ár fækka þessum störfum um 70 og um 200 í september sl. í samgöngum er einnig umtals- verð breyting milli ára. Nú í janú- ar vildu vinnuveitendur bæta við fólki í 70 störf, fyrst og fremst á Reykjavíkursvæðinu. í sama mánuði í fyrra töldu þeir hins vegar 170 störfum ofaukið í greininni. Þjóðhagsstofnun gerir kannanir sem þessar þrisvar á ári, í janúar, apríl og september. Leitað er til fyrirtækja í öllum greinum nema landbúnaði, fiskveiðum og opin- berri þjónustu, nema hvað sjúkra- húsin eru með í könnuninni. M.a. er spurt hvort einhverjar breyt- ingar á starfsmannahaldi hafi ver- ið taldar æskilegar í janúar miðað við umsvif. Niðurstöðurnar byggja á svörum 130 fyrirtækja sem greiða um 30% allra launa í þeim greinum sem könnunin nær til. Miðað við landið allt vildu fyr- irtæki fækka um 120 störf. í janúar voru um 3.200 manns skráðir atvinnulausir, eða um 2,5% af mannafla á vinnumark- aði. Þetta var heldur minna at- vinnuleysi en í janúar í fyrra og sömuleiðis nokkru minna en Þjóðhagsstofnun hafði gert ráð fyrir í sínum spám. Stofnunin tel- ur þetta samt ekki vísbendingu um minnkandi atvinnuleysi, heldur að um breytingu sé að ræða á árstíðamynstri atvinnu- leysis. Frá því að þessar kannanir hóf- ust snemma árs 1985 og næstu þrjú ár á eftir var niðurstaðan jafnan sú að fólk vantaði venju- lega í 1.600 til 3.200 störf. Um mitt ár 1988 snerist dæmið við. Síðan hafa atvinnurekendur oft- ast viljað fækka störfum um nokkur hundruð. - HEI Jámplata fauk í andlitið á manni í Grafarvogi í gær með þeim afleiðingum að hann rotaðist og var fluttur á slysadeild. Nokkuð hvasst var í höfuðborginni í gær og vonj þakplötur famar að fjúka í Breiðholti og Grafarvogi. Tímamynd: Pjetur Strand Steindórs GK: Mannleg mistök orsökin Ástæðan fyrir því að Steindór GK strandaði við Krísuvíkurbjarg í síð- ustu viku er sú að stýrimaður sem var á vakt sofnaði og vaknaði hann ekki fyrr en skipið var komið upp í bjargið. Þetta kom fram í sjóprófum sem fóru fram hjá bæjarfógetanum í Keflavík í gær. Stýrimaðurinn við- urkenndi þar að hafa sofnað þegar hann var á vakt en áhafnarmeðlimir, aðrir en vélstjóri á vakt í vélarrúmi, voru sofandi þegar skipið strandaði. Gögn í málinu verða send ríkissak- sóknara, sjóslysanefnd og rannsókn- arnefnd sjóslysa. Ríkissaksóknari mun síðan taka ákvörðun um fram- haldið. —SE FYLLTIST AF SJO Rúna SH, 3,5 tonna trilla, fvllt- ur vindur var á Suðumesjum i Rúna SH, 3,5 tonna trilla, fyllt- ist af sjó í höfninni í Keflavík í gær. Slökkviliðsmenn og starfs- menn hafnarinnar náðu að flytja bátinn og slökkvillðið dældi síðan sjónum upp úr bátnum. Töluverð- ur vindur var á Suðuraesjum í gær og gaf talsvert á bátinn með fyrrgreindum afleiðingum. Ein- hveijar þakplötur fuku í Keflavík og Njarövík en gerðu ekki mikinn skaða. —SE BSRB og KÍ um kröfur um launahækkanir: „Á við rök að styðjast“ í frétt frá launanefndum BSRB og KÍ segir að hvort sem litið er á allt tímabilið frá því samningar voru enduskoðaðir í nóvember sl. eða eingöngu frá desember og fram á við er niðurstaðan í öllum tilvikum sú að um marktækan viðskiptakjar- abata umfram forsendur samninga sé að ræða. Þessi frétt frá launa- nefndunum eru viðbrögð við um- mælum í fjölmiðlum undanfarið um launahækkanir vegna viðskipt- akjarabata. í fréttinni segir að þegar kjara- samningar voru framlengdir í nóv- ember var það gert með sérstakri bókun þar sem segir m.a.: „Vegna þeirrar sérstöku óvissu um þróun viðskiptakjara sem leitt hefur af ol- íuverðshækkunum eru aðilar sam- mála um að taka viðskiptakjörin til sérstakrar skoðunar í febrúar- og maímánuði nk. Hafi þau batnað um- fram forsendur samninga munu að- ilar í sameiningu taka afstöðu til þess á hvern veg launafólki verður veitt hlutdeild í þeim viðskiptakjar- abata sem verða kann umfram for- sendur samninganna á síðari hluta samningstímans." „Þegar viðskiptakjörin í desember eru skoðuð kemur á daginn að þau eru 3,7 prósentustigum fyrir ofan forsendur samninga og tæpu pró- senti umfram forsendur sé tekið til- lit til þess að hluti viðskiptakjarabat- ans er geymdur inni í Verðjöfnunar- sjóði sjávarútvegsins. Sé litið á allt tímabilið frá endurskoðun í nóvem- ber kemur í Ijós að þróun viðskipta- kjara umfram forsendur samninga er mun hagstæðari en ef eingöngu er miðað við desember. Og ef litið er fram á við þá kemur fram í endur- skoðaðri þjóðhagsspá Þjóðhags- stofnunar nú í febrúar að þrátt fyrir óvissu um þróun olíuverðs bendi allt til þess að verð á sjávarafurðum muni hækka á milli ára og því er spáð enn meiri viðskiptakjarabata en reiknað var með í síðustu þjóð- hagsáætlun í október," segir jafn- framt í fréttinni. Launakjaranefnd BSRB og KÍ svar- ar þeirri gagnrýni að þeir einblíni á febrúarmánuð einan, þrátt fyrir að endanlegar tölur um febrúar liggi ekki fý'rir er ekki ástæða til bölsýni vegna þess sem þegar er vitað um viðskiptakjörin eftir áramót. „í öðru lagi eru spár um þróun viðskipta- kjara á árinu hagstæðar. í þriðja lagi var alltaf um það rætt að við endur- skoðun samninga skyldu viðskipta- kjörin skoðuð nokkra mánuði í senn en ekki einn mánuð. í fjórða lagi getum við alls ekki fallist á að miða eingöngu við þá stærð sem líklegust er til að verða launafólki óhagstæð- ust, febrúarmánuð einan,“ segir jafnframt í fréttinni. —GEÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.