Tíminn - 09.03.1991, Side 2

Tíminn - 09.03.1991, Side 2
HEL'GIN Laugardagur 9. mars 1991 Byggðastofnun MINJAGRIPAGERÐ í vor og sumar mun hönnuður starfa á vegum Byggðastofnunar að verkefni í minjagripagerð. Verkefninu er ætlað að auka fjölbreytni í atvinnu- lífi úti uirMand og að auka á fjölbreytni og gæði þeirra minjagripa sem á boðstólum eru hér á landi. Stefnt er að því að hanna og framleiða nokkrar gerðir gripa sem hægt væri að hefja sölu á í til- raunaskyni síðari hluta næsta sumars. Þeim, sem áhuga hafa á samstarfi við hönnuð- inn annaðhvort til að framleiða nýja gripi eða endurnýjaða gerð gripa sem þegar eru í fram- leiðslu, er bent á að senda nöfn sín ásamt helstu upplýsingum til Byggðastofnunar fyrir 25. mars næstkomandi. í bréfinu þarf að koma fram hvaða aðstöðu og tækjum menn hafa yfir að ráða og stutt lýsing á því sem framleitt hefur verið. Um er að ræða tilraun á þessu sviði og verða þátttakendur valdir úr hópi framleiðenda með til- liti til verkefna og möguleika til verkefna og möguleika þeirra á að útfæra þau. Byggðastofnun, þróunarsvið Rauðarárstíg 25 125 Reykjavík Sími (91) 605 400, grænt númer 99 66 00, myndriti 605 499 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 -108 Reykjavík - Sími 678500 Fax 686270 Félagsráðgjafi - Unglingadeild Unglingadeild Félagsmálastofnunar óskar eftir að ráða til starfa félagsráðgjafa eða starfsmann með sambærilega menntun. í starfmu, auk vinnu við málefni unglinga og fjöl- skyldna þeirra, felst vinna við vímuefnavarnir. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður ung- lingadeildar, Snjólaug Stefánsdóttir, í síma 625500. Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. Hjúkrunarfræðingar - Sjúkraliðar Dvalarheimilið Seljahlóð vantar í eftirtaldar stöð- ur. Hjúkrunardeildarastjóra á vistdeild og hjúkr- unardeild. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga á morgun- og kvöldvaktir og sjúkraliða á allar vaktir. Nánari upplýsingar veita María Gísladóttir for- stöðumaður og Guðrún Björg Guðmundsdóttir hjúkrunardeildarstjóri í síma 73633 frá kl. 10-12 daglega. EVRÓPURÁÐS- STYRKIR Á SVIÐI FÉLAGSÞJÓNUSTU Evrópuráðið veitir starfsmönnum stofnana og samtaka á sviði félagsþjónustu styrki vegna kynnisferða til aðildarríkja ráðsins á árinu 1992. Umsóknareyðublöð fást í félagsmálaráðuneyt- inu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sem jafn- framt veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Félagsmálaráðuneytið 7. mars 1991 Bjarna Ólasonar að Þverá í Fnjóskadal. Vottuðu þau hjónin „að þau sáu Bjarna Ólason liggja hjá Randíöi, dóttur sinni, nakin bæði í einni sæng og undir einum klæðum heima á Þverá í Fnjóska- dal vel fimm reisur eða sex eða oft- ar.“ Jón Þorsteinsson kvaðst hafa varað Bjarna við þessu, því að hann mundi af því illt rykti fá, en Bjarni hefði svarað því einu að hann nennti ekki að „reka dóttur sína í flet frá sér fyrir nokkurs manns orð.“ Randíður var 13 ára gömul þegar þetta átti að hafa gerst. Tvö önnur vitni, og var annað prestur, báru hið sama á þau feðg- inin og sór prestur bókareið að framburði sínum frammi fyrir biskupi. Ólafur þóttist nú hafa næg gögn í höndum til þess að hneppa Bjarna Ólason í varðhald og krefja hann sagna. Tókst honum að ná Bjarna á vald sitt í októbermánuði 1480 og flytja heim að Hólum til gæslu. Það hafa varðveist allmörg skjöl, sem prentuð eru í Fornbréfasafn- inu, um mál Bjarna Ólasonar á Hvassafelli og eru skjöl þessi einu samtímaheimildirnar um það. Dagsetningar þessara skjala eru mjög athyglisverðar og varpa nokkru Ijósi á gildi heimildanna. Hinn 17. nóvember 1480 nefnir biskup tólf presta dóm að Hólum til að dæma um það hvort Bjarni Ólason hafi verið réttilega fangað- ur af kirkjunnar valdi. Komust dómendur að þeirri niðurstöðu að vegna vottorða og orðróms um sök Bjarna hafi handtakan verið rétt og lögleg. En ekki er í dómnum minnst á það að sakborningur hafi játað á sig brotið. Ef játning Bjarna hefði verið fram komin þann 17. nóvember mundu dómsmenn að sjálfsögðu hafa getið þess, enda hefði lögmæti handtökunnar þá verið að fullu sannað. En biskupi var það auðvitað mjög í mun að engar brigður væri unnt að bera á lagalegan rétt kirkjunnar til að handtaka sakborning. En í öðru skjali ódagsettu en vera mun frá sama mánuði votta fjórir prestar, sem nefndir höfðu verið í dóminn 17. nóvember, að Bjarni Ólason hafi 11. nóvember 1480 lýst sig sannan að sök um „að hann hafi legið hjá dóttur sinni Randíði lík- amlega svo oft að hann kynni það ekki að greina," og að hann hafi beðið biskup náðar og miskunnar. Hinn 28. nóvember votta sömu prestar, að einum undanskildum, að Bjarni Ólason hafi meðkennst brot sitt og „enn á ný“ beiðst náðar af biskupi. En Ólafur biskup Rögn- valdsson hefur ekki enn þóst hafa nóg af vottorðum því að 15. júní 1481 lætur hann hina pennalipru klerka sína undirskrifa vottorð um játningu Bjarna en getur þess raunar ekki hvenær hún er gerð. Það eitt er víst af þessum gögnum að Bjarni Ólason hefur ekki játað á sig brotið 11. nóvember 1480 og er því sýnilega logið til þess að rétt- læta meðferðina á honum. Hafi Bjarni játað sig sekan snemma í nóvember 1480 þá gegnir það mik- illi furðu að dómur er ekki kveðinn upp yfir honum fyrr en 14. maí 1481. Þá dæmdu tólf klerkar hann skyldugan til að halda þá skrift sem hann hafði undirgengist við bisk- up. Enn fremur dæmdu þeir af honum hálft fé hans allt til heilagr- ar kirkju „eftir því sem kristinrétt- ur útvísar um slfkt óbótaverk." Hafði Ólafur biskup þá fengið það af fémunum Bjarna Ólasonar sem lög mæltu fyrir. Fangavist Bjama Bjarni Ólason var í fangelsi bisk- ups á Hólum í heilan vetur. Biskup virðist hafa verið hálfhræddur við dóm almennings um fangelsisvist- ina, því að nokkru áður en hann ríður til Alþingis lætur hann fimm presta votta um meðferðina á fang- anum. Vottorðið er útgefið 22. júní 1481 og segir þar að Bjarni hafi lýst því í janúar s.á. að hann hefði haft „nógan mat og klæði síðan hann kom undir kirkjunnar vald, nema um jólaföstu sagðist hann hafa fa- Sifjaspell aö Hvassafelli stað annan hvern dag, en annan hvern etið fisk, eftir því sem biskup hafði honum skipað fyrir sín brot." Enn fremur bera klerkar það að „hann brast hvorki matur né drykkur né þjónusta ... Sagðist hann aldrei harðara fangelsi haft en fjöturlás rúman til skipta á sín- um fótum, en oft þess í milli laus gengið. Sáu þeir dandimenn, sem ei vissu áður, að Bjarni var bæði feitur og vel fær og að öllu vel haldinn." Þessi vitnisburður klerkanna ber kennimark ósannindanna á enni sér. Það er sýnilega samið biskupi til varnar í málflutningi hans á Al- þingi, á sama hátt og klerkar bisk- í heilan áratug geisaði deilan milli biskups og leikmannavaldsins út af máli Hvassafellsbóndans. Baráttan stóð fyrst og fremst um eignir Bjarna Ólasonar og lauk henni svo að biskup og hirðstjóri konungs skiptu með sér obbanum af jörðum hans. En Hólabiskup fékk aldrei handsamað feðginin, Bjarna og Randíði. ups dagsettu játningu Bjarna hinn 11. nóvember svo ekki yrði því bor- ið við að hann hefði játað sig sekan eftir langa fangelsisvist. Munn- mælasögurnar um meðferðina á Bjarna ðlasyni voru lifandi í minni manna fram á 17. öld er Guðbrand- ur biskup segir að Jón Sigmunds- son lögmaður, afi sinn, hafi ekki viljað fara til Hóla á vald Gott- skálks grimma vegna þess að hon- um hafi verið kunnugt um „hvern- inn Ólafur fór með Bjarna Ólason". Til er einnig önnur heimild um fangelsisvist Bjarna á Hólum. Er það vottorð Torfa Jónssonar prests, lagt fram í lögréttu 1575. Segist Torfi, þá er hann var vistfastur að Hólum, hafa heyrt upplesið áfrýj- unarbréf Bjarna Ólasonar um fang- elsisvistina og kvaðst hann hafa verið „inni sveltur 2 eður 3 mánuði og fjötraður þar inni í kirkjugarð- inum, til þess að hann skyldi kenn- ast þann glæp. En á skírdag var ég leiddur í kirkju af prestum og djáknum herra Ólafs, að leysast til kirkju sem aðrir sakamenn. Hafða ég þá fengið þrjú öngvit. Sögðu þeir þá, að ég hefða kennzt um dóttur mína, Randíði." Þessi vitnisburður er sá merkileg- asti fyrir þá sök, að hann tímasetur játningu Bjarna Ólasonar um páska og verður þá dagsetning prestadómsins, 14. maí 1481, mjög skiljanleg. Það kemur því í ljós að Bjarni Ólason hefur ekki játað sekt sína fyrr en eftir veturvist í svart- holi Hólastóls og var það raunar játning milli öngvita, ef trúa má orðum hans. Niðurstaðan af þessu verður því sú að samtímaheimildirnar um mál Hvassafellsbóndans, vottorð hinna norðlensku klerka Ólafs biskups, eru svo vafasamar að þeim verður ekki treyst nema með ýtr- ustu varúð. Allar líkur benda til að Bjarni Ólason hafi verið kúgaður til að játa afbrot sitt með pynding- um og harðrétti, svo sem raunar var altítt í réttarrannsókn kirkj- unnar. Dæmdur utan Ólafur biskup dæmdi Bjarna Óla- son til að fara utan á fund erkibisk- ups og til heilagra staða, syndum sínum til afplánunar. En nú höfðu allar eignir hans verið kyrrsettar, svo að hann var með öllu snauður maður og ekki vænlegt að ráðast til utanfarar svo á sig kominn, en biskup mun hafa talið öruggast að koma honum úr landi, svo að hann gæti í næði sest að eignum hans. En Bjarni fór aldrei utan. Hann hélt ekki þá skrift sern biskup hafði sett honum. Þegar hann var laus úr varðhaldinu lýsti hann yfir sakleysi sínu og kvaðst hafa verið kúgaður til að játa á sig glæpinn. Leitaði hann skjóls hjá Hrafni lögmanni Brandssyni á Skriðu í Reykjadal og dvaldi hjá honum og öðrum ríkum mönnum norðanlands. Þegar Bjarni Ólason var handtek- inn af biskupsmönnum haustið 1480 mun Ólafi hafa leikið mjög hugur á að ná Randíði dóttur hans á sitt vald. En hin unga stúlka leit- aði á náðir Hrafns Brandssonar lögmanns og dvaldi undir verndar- væng hans meðan lögmaður lifði. Lögmaður var þegar í forboði bisk- ups fyrir aðrar sakir, en nú gerðist hann enn sekari við kirkjuna, er hann hrifsaði þennan sakborning úr greipum hennar. Því var ekki nema eðlilegt að agasamt yrði á Al- þingi 1481. Þegar Ólafur biskup Rögnvalds- son og klerkar hans höfðu verið hraktir út úr lögréttu lét lögmaður verða skammt stórra högga á milli. Hann skipaði tveggja tylfta dóm til að dæma í máli þeirra feðgina, Bjarna og Randíðar, og virðast allir veraldlegir höfðingjar á Alþingi hafa stutt hann að málum í því efni. En í raun og veru kollvörpuðu leikmenn með þessu dómskipan landsins því að frændsemisspjöll heyrðu lögum samkvæmt undir dómsvald kirkjunnar. Skipti þar engum togum að Randíði var gef- inn kostur á að synja með eiði fyrir þann áburð að hafa legið með föð- ur sínum, en Hrafn lögmaður skyldi nefna ellefu konur til að sverja henni eiðinn særan eða ósæran. Því næst dæmdu dóms- menn Bjarna Ólason ólöglega fang- aðan, því að hann hefði verið hand- tekinn að óprófuðu máli og ekki fengið kost á undanfæri með tylfta- reiði. Um sumarið sóru þau Bjarni og Randíður sakleysi sitt, en ellefu menn og ellefu konur sóru þeim eiðinn særan. í heilan áratug geisaði deilan milli biskups og leikmannavaldsins út af máli Hvassafellsbóndans. Baráttan stóð íyrst og fremst um eignir Bjarna Ólasonar og lauk henni svo að biskup og hirðstjóri konungs skiptu með sér obbanum af jörðum hans. En Hólabiskup fékk aldrei handsamað feðginin, Bjarna og Randíði. Bjarni andaðist fyrir alda- mót 1500 og var grafinn í vígðri jörð þótt dáið hefði í forboði. En Randíður flýði Norðlendingafjórð- ung og settist að á Suðurlandi. Það verður ekki annað séð en að allur almenningur hafi trúað sakleysi hennar. Það sýnir einnig nokkuð hug samtíðarinnar til Ólafs bisk- ups og sakargifta hans að Skál- holtsbiskup tekur við Randíði og lætur hana dvelja á stólnum, þótt hún liggi undir forboði Hólabisk- ups og sé borin þeim sökum sem þyngstu refsingar kristinréttar lágu við. Vér vitum ekki hvernig þessi unga mæðukona hefur litið út, enbæði norðanlands og sunnan virðast leikmenn hafa trúað eiðum hennar og orðum. Hún giftist sunnlenskum manni og átti með honum einn son, Helga að nafni. Mikill ættbogi er kominn af Rand- íði á Hvassafelli og er þar að finna margt þjóðkunnra manna, svo sem Þorstein Erlingsson skáld. Saklaus í almenn- ingsaugum Samtíðarmenn Randíðar flestir virðast ekki hafa efast um sakleysi hennar. En hún fékk einnig síðar uppreisn æru sinnar. Alþingi dæmdi hreinsunareið hennar gild- an árið 1576, og var þá einnig lagt fram vottorð um það að Jón Þor- steinsson, sá er fyrstur átti að hafa borið það fyrir Ólafi biskupi Rögn- valdssyni að þau Bjarni Ólason og

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.