Tíminn - 09.03.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.03.1991, Blaðsíða 6
14 T HELGIN Laugardagur 9. mars 1991 'i \ Homo sapiens Fyrir 100 þúsund árum Ramapithecus Fyrir11miljónumára Homo erectus Fyrir1,5 FyrrSmlljónumára Sfi IHiÍII Homo habilis f | Fyrif 2-3 fnfljónum ára } ÆSr ^ Hk * RTl „kælikern" heilans úrslitum um þróun mannsins? Pólski rafeindafræðingurinn Konrad Fialkowski segir að þróun mannsheilans á síðasta þróunar- skeiði hans hafi gerst með „æðis- legum hraða“. Frummenn af teg- undinni Australopithecus höfðu heilabú er var um 450 rúmsenti- metrar. Homo erectus, sem uppi var fyrir einni og hálfri milljón ára, hafði nær helmingi stærri heila. Afkomandi hans, Homo sapiens, er loks með heilbú sem er um 1200 til 1300 rúmsentimetrar. Sú vera sem helst má teljast elsti ættfaðir mannsins er Homo habil- is. Þetta var flatnefja náungi sem telst hafa verið maður og dýr í senn. En þarna var afturhallandi ennið tekið að bólgna fram á við. Heilabörkurinn og taugamassinn var að stækka. Australopithecus- arnir virðast hins vegar ekki hafa átt sér framþróunarmöguleika. í stað þess að heilinn yxi og gerðist margflóknari er að sjá sem þróun þeirra hafi endað í blindgötu. Bandaríski mannfræðingurin De- an Falk hefur nú komið fram með forvitnilega skýringu á hinni ólíku framþróun frummanna. Hún álít- ur að hinir útdauðu tvífætlingar hafi goldið þess að blóðrásin um heila þeirra var of frumstæð. Þann- ig hafi ekki verið unnt að kæla hin- ar mjög svo viðkvæmu taugafrum- ur nægilega. Viðleitni náttúrunnar til þess að stækka í þeim heilabúið hafi fallið um sjálfa sig af þessum sökum: Of lítill kælivökvi miðað við hitann er heilmassinn þurfti að losna við. Við athuganir á höfuðbeinum frá forsögulegum tímum rakst Falk á æðarákir innan á hauskúpunni. Hjá Australopithecus virðist blóð- inu hafa verið dælt um miðtauga- kerfið, uns það safnaðist saman í tvær gildar æðar neðan hnakkans. f mannsheilan- um, sem vegur um eitt og hálft kíló, er að finna um það bil 100 milljarða tauga- fruma. Þrír og hálfur milljarð- ur ára leið áður en náttúran hafði lokið við að skapa þetta margsíungna listaverk úr ein- frumungi fortíð- arinnar. Tölva er réði yfir sömu getu og heiiinn mundi þurfa 200 hæða háa byggingu, sem væri á stærð við Þýskaiand að flatarmáli. Þama hægði á blóðrennslinu — blóðið kólnaði og rann þannig um heilann og aftur til hjartans. Homo habilis hafði öllu þróaðara hitastýrikerfi. Um taugakerfí hans greindist net ótal fíngerðra æða sem lá út í háls og nefgöng. Þetta kerfí, sem líkja má við kælipípunet í kæliskáp, gat betur losað þann hita er í heilanum skapaðist og án þess að sífellt svalara blóð þyrfti að berast með aðflutningskerfí hjart- ans. í læknisfræðilegu tilliti stendur kenning Falks völtum fótum. Fram til þessa hefur vísindakonan ekki haft nema eina athugun að styðjast við, en hana framkvæmdi kanadíski heilalíffræðingurinn Michel Cabanach. Hann álítur að taugavefir heilans séu það við- kvæmir að auk svitakirtla og húð- útgufunar verði blóðkæling að koma til. En sönnun fyrir kenn- ingu Dean Falk getur þetta þó ekki talist. En það kemur ekki í veg fyrir að mannfræðingar eru yfir sig hrifnir af tilgátunni. Heilalíffræðingurinn Harry Jerison í Kalifomíu álítur að hún muni verða höfð að leiðarljósi á ókomnum tímum. Bandaríski læknirinn Maurice Abitbol álítur að hér sé sprottin fram ný vísinda- grein — „blóðrásar- mannfræði- rannsóknir". Þessi hrifning er skiljanleg. Nýir beinafundir hafa nefnilega komið mannfræðingunum í bobba. Ætt- artré mannsins er greinilega ekki jafneinfalt að gerð og álitið var fyrrum. Líkur benda til að fímm tegundir apamanna hafi verið á ferli á jörðinni fyrir tveimur millj- ónum ára. En engin þeirra nema Homo habilis varð sífellt greindari og hélt sigrandi inn í nýja öld. A PASKATILBOÐI MIKIÐ ÚRVAL VERÐ FRÁ KR. 9.900 PÖNTUNARSÍMI: 91 - 82265 Faxaten 10 - Húsi Framtiöar ■ 108 Fteykjavik Laugardagur 9. mars 1991 HELGIN 15 Mannfiræðingurínn Dean Falk. Kenning hennar þykir sæta stórtíðindum. : < f IS' T/ ■»/. V :v. í • í- O rj, - ~V \J -VJ 11 íý <5./ y' ' / 50 Selárí —tv r* /O ■ o- - -K ' % % ik <r 'S ..r o sameinast Samvinnubankinn á Patreksfírði Landsbankanum á staðnum. í framhaldi af kaupum Landsbankans á Samvinnu- bankanum flytur starfsfólk Samvinnubankans á Patreksfiröi yfir í húsnæöi Landsbankans að Aðalstræti 75 og gengur til liðs við starfsfólkið þar. Upprétt staða getur ekki ein skýrt hina afar hröðu þróun heilans. Margir sérfræðingar höfðu samt tal- ið að með því að rísa upp og ganga á tveimur fótum hefðu hendurnar verið fríar til annarra nota og það hvatt Homo habilis til þess að beita huganum við notkun og gerð ýmissa verkfæra. Slík einbeiting hefði svo smátt og smátt gert heilann að flóknara tæki. Beinafundir í Eþíópíu röskuðu þessu áliti. Á ámn- um eftir 1970 fundust á Afar-svæðinu í Eþíópíu bein af konu, sem verið hefur um metri á hæð. Þessi litla kona, sem nefnd er Lucy, var á dögum fyrir um þrem milljónum ára. Hún hefur verið orðin kyn- þroska og hefur kunnað að beita steinverkfæmm. Höfuðkúpan sýnir samt að heilinn hefur ekki verið stærri en í górillu. Nýir fundir gefa og sýn lengra aftur í tímann. Fyrir fimm milljónum ára hafa fyrstu mennimir er kunnu að nota verkfæri stigið niður úr trjánum. En varla stóðu þeir fyrr á jörðinni en fyrir þeim urðu eldri frændur þeirra — Ramapithecus. Þessi loðni apamaður hafði greinst frá fjölskyldu apanna fyrir um það bil tíu milljónum ára. Hann var álútur og með afar langa handleggi og minnti á hringjarann frá Notre Dame. Hraðasta þróunarskeiðið í átt til nútímamannsins hófst fyrir 2,5 milljónum ára. í A-Afríku, en þar stendur vagga mannkynsins, áttu afar miklar lofts- lagsbreytingar sér stað. Það hætti að koma dropi úr lofti og fmmskógar Eþíopíu, Uganda og Tánsaníu tóku að hverfa. Eftir var þurr steppa og hávaxið gras spratt þar sem fmmskógartrén létu undan síga. Er þessar breytingar urðu reyndi mjög á hæfileika einstaklinganna til að komast af og nú kom náttúm- valið til sögunnar sem oftar. Þannig varð fmmskóg- urinn að nokkurs konar tilraunastofú. Afkomendur Lucyar litlu og Ramapithecinanna urðu að finna sér kjörsvæði. Fyrir vikið urðu til ný „mannkyn". Australopithecus africanus elti hörfandi skóginn til suðurs og hélt sig í skugga trjánna. Greining á tönn- um hans sýnir að hann hefur nærst á safaríkum ávöxtum, rótum og berjum, en einnig bjöllum og lirfum. Australopithecus boisei, riðvaxinn náungi með mikinn brjóstkassa, nautssvíra og afturhallandi enni, valdi sér heimkynni á þurri steppunni. Með sterkum jöxlunum gat hann brotið hnetur og fræ og lagði sér lauf og aðrar plöntur til munns. Svipuð tegund, Robustus, bjó í S- Afríku. En forfaðir nútímamannsins, Homo habilis, hætti sér út á graslendumar, sem var hættulegasta svæð- ið. Hann var varnarlaus og sífellt í matarleit, og gerðist líkami hans smám saman fjaðurmagnaður og varð æ tígulegri. Vegna skipulegra veiða í hóp- um, barnauppeldis á steppunni og annarra allflók- inna athafna er kröfðust einbeitingar fór heilinn að stækka. Þegar fyrir 1,6 milljónum ára hafði Habilis breyst í Homo erectus. Þessi tegund lifði einkum á hræjum og veiðum. Förin út á graslendurnar og hlaupin í brennandi sólinni — svo álítur Falk — gerði það nauðsynlegt að Homo habilis hefði vel þróað kælikerfi fyrir heil- ann. Þar komu og nauðsynlegar forsendur fyrir stækkun heilans til sögu. Þetta kælikerfi var og vörn gegn sólst- ing. Meðan Africanus úðaði í sig ávöxtum og Boisei bruddi hnetur, lagði Habilis grundvöllinn að al- ræði sínu á jörðinni. Þótt það ætti fyrir Boisei að liggja að deyja út, þá telur mannfræðing- urinn David Pilbeam að hann hafi markað tímamót í þróunarsög- unni, en hann var við lýði í Afríku í eina milljón ára. Homo sapiens hefur hins vegar ekki verið til nema í 100 þúsund ár. Því segir Pilbeam að það sé varla að við komumst á blað í þróunarsög- unni. Landsbankinn býður alla Patreksfirðinga, nær- sveitunga og starfsfólk Samvinnubankans hjartan- lega velkomið. Afgreiðslutími Landsbankaútibúsins er alla virka daga frá kl. 9:15 -16:00. Síminn er 1314. L Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna ilmandi Þeir rækta kaffijurtina af aldagamalli hefð við bestu aðstæður í frjósömum fjallahlíðum Colombiu. Við veljum bestu baunirnar þeirra. Þú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í stjörnuflokki nánast beint úr kvörninni - njóttu þess. H KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.