Tíminn - 09.03.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.03.1991, Blaðsíða 11
 Laugardagur 9. mars 1991 HELGIN J- 19 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Fádæma heimskuleg hegðun morðingjans eftir að hann hafði framið giæpinn kom kom iögreglunni í liiinois á slóð hans og leiddi í Ijós að ástæðan fýrir morðinu var dráttur á greiðslum fýrir veitta „þjónustu" Það var stæk nálykt sem dró athygli nágranna Vann Johnsons að því að ekki værí allt með felldu. Þegar inn var komið blöstu við blóðslettur á hvítum flísunum á eldhúsgótfínu. stóð út úr einum veggnum og hafði greinilega verið skorið á leiðsluna, autt sjónvarpsborð stóð þar skammt frá. Kommóðuskúffur voru opnar og fötum dreift út um öll gólf. Það fór ekki á milli mála að morðinginn hafði leitað einhvers. Nágrannar vita ýmislegt Hubbard rannsóknarlögreglumað- ur leitaði upplýsinga hjá nágrönnum og fékk að vita að nafn hins látna væri Vann Johnson. Að sögn ná- grannanna hafði Johnson haldið sig út af fyrir sig en verið kurteis og við- mótsþýður ef á hann var yrt. Aðrir íbúar hússins veittu þær upplýsingar að Johnson hefði átt marga karlkyns vini sem voru tíðir gestir í íbúð hans. Hubbard spurði nánar út í allar þessar gestakomur og komst fljót- lega að þeirri niðurstöðu að þar hefði verið annað á seyði en félagar sem skruppu saman á barinn að lokinni vinnu. Hann komst brátt að því að sumir nágrannanna hefðu Johnson grunaðan um að vera hommi. Fyrir Hubbard lá nú það erfiða verk- efni að láta ættingja hins látna vita hvað gerst hafði. Ekki nóg með að hann þyrfti að færa þeim fréttirnar heldur varð hann að spyrja nærgön- gulla spuminga um einkalíf John- sons. Hubbard vissi sem var að þessu viðkvæma og erfiða verki yrði að Ijúka á fyrstu stigum rannsóknarinn- ar. Vitneskja ættingjanna um einkalíf Johnsons gæti leitt það í ljós hver morðinginn væri. Jafnframt vissi Hubbard að hann yrði að halda áfram að afla upplýs- inga hjá íbúum fjölbýlishússins. Hann fann einn nágranna sem veitt gat mikilvægar upplýsingar. Það var kona sem sagði lögreglumanninum að hún hefði verið á ieið upp stigann fjórum dögum áður og þá heyrt radd- ir út úr íbúð Johnsons. Þó svo að hún hefði ekki getað greint um hvað sam- talið snerist kvaðst hún ömgg um að báðar raddimar hefðu tilheyrt karl- mönnum. Aðspurð hvenær þetta hefði verið nákvæmlega, sagði hún að þetta hefði átt sér stað á milli klukkan tíu og ellefu á Iaugardags- kvöldið. Annar nágranni kvaðst hafa séð Johnson á laugardagseftirmiðdag- inn. Þá var hann að sækja dót í bif- reið sína, rauðan Datsun 280 ZX, sem lagt var fyrir framan húsið. Frá þeim tíma hafði bifreiðin ekki sést. Hubbard hraðaði sér út til að athuga hvort bifreiðin væri í nágrenninu. Hann hafði samband við lögreglu- stöðina og bað um að kannað yrði hvort einhverjar upplýsingar lægju fyrir hjá lögreglunni varðandi bif- reiðina. Upplýsingarnar sem hann fékk í kjölfar fyrirspurnarinnar komu honum verulega á óvart. Bifreið Johnsons hafði verið yfirgef- in í innan við mflu fjarlægð frá morð- staðnum. Umferðarlögreglumenn höfðu séð bflinn og gefið stöðinni upp skráningarnúmerið. Hubbard gerði strax ráðstafanir til að láta flytja bflinn á stöðina svo hægt væri að rannsaka hann til að finna hvort þar leyndust sönnunargögn. Þessi atburðarás gaf Hubbard hug- mynd um hvar fórnarlambið kynni að búa. Reynslan hafði kennt honum að þegar bifreið fórnarlambs er tekin að afloknum glæp skilji brotamaður- inn hana eftir skammt frá heimili sínu. Glæpamenn hafa yfirleitt ekki áhyggjur af því að þeir þekkist þegar þeir eru undir stýri á bifreiðum fórn- arlamba sinn. Þeir reikna dæmið þannig að þegar glæpurinn uppgöt- vist hafi þeir hvort eð er losað sig við farartækið. Þvert gegn því sem almennt er talið aka sumir glæpamenn um á bifreið- um fórnarlamba sinna svo dögum skiptir. Þetta er sérstaklega algengt meðal meðlima í glæpagengjum. Þeir aka þá framhjá þeim stöðum sem kunningjar þeirra halda sig og hafa húfurnar öfugar á höfðinu til að gefa til kynna að bifreiðinni hafi ver- ið stolið jafnhliða verri glæp. Brandon lauk vettvangsrannsókn sinni á morðstaðnum og honum til aðstoðar var réttarlæknir umdæmis- ins, A1 Ransom, sem framkvæmdi frumrannsókn á Iíkinu á staðnum áður en það var flutt í líkhúsið. Stungusár voru sjáanleg á brjósti líksins, baki og hálsi. Sérstaklega veittu athygli krosslaga mynstur í miðju sáranna, sem annars voru hringlaga. Brandon og Ransom höfðu séð slíkt áður. Vann Johnson hafði greinilega verið ráðinn bani með stjörnuskrúfjámi. Eftir krufningu sögðu meinafræð- ingamir rannsóknarlögreglumönn- um að þó svo að ein stungan hefði skaðað mænuna hefði engin þeirra verið banvæn. Ef fórnarlambið hefði hlotið læknismeðferð strax eftir árás- ina hefðu Iífslíkur verið miklar. íbúðin var fínkembd í leit að morð- vopninu en það fannst ekki að svo stöddu. Rannsóknarlögreglumennirnir íhuguðu nú þann möguleika að Johnson hefði þekkt árásarmanninn og hleypt honum inn í íbúðina. Sú staðreynd að skrúfjám hafði verið notað til að fremja morðið benti til þess að það hefði verið morðingjan- um tiltækt á meðan á árásinni stóð. Að lokinni fmmrannsókn á vett- vangi var gert hlé á störfum. Hub- bard hafði ákveðnar hugmyndir sem hann langaði að fylgja eftir en það mátti bíða morguns. Einfaldi morðinginn Miðvikudagsmorgunn rann upp fyrr en varði. Hubbard rannsóknarlög- reglumaður hvolfdi í sig úr kaffibolla á leiðinni út úr dyrunum heima hjá sér. Það voru nokkrir veðlánarar sem hann langaði til að spyrja hvort hefðu fengið hljómflutningstæki í hendur undanfarna daga. Hann ákvað að byrja á veðlánaranum sem hafði að- setur rétt hjá þeim stað sem bíll Johnsons fannst. Þegar hann yfirheyrði veðlánarann kom í Ijós að maður nokkur hafði komið á mánudeginum, daginn áður en líkið fannst, og veðsett hluta af hljómtækjasamstæðu. Við nánari at- hugun kom í Ijós að sami maður hafði komið daginn eftir og veðsett fleiri hluta samstæðunnar. Rann- sóknarlögreglumaðurinn brosti ánægður þegar hann las kvittanirnar. Maðurinn hafði kvittað á nóturnar og gefið upp heimilisfang sitt. Hubbard fékk að hringja hjá veðlán- aranum í einn ættingja Johnsons og kom sá á staðinn og bar kennsl á tæk- in og staðfesti að þau hefðu verið í eigu Johnsons. Nafnið á kvittuninni var Larry Holmes. Það næsta sem Hubbard gerði var að hafa samband við Brandon og biðja hann að koma til veðlánarans. Lagt var hald á hljómflutningstækin og kvittanirnar sem sönnunargögn. Síð- an yfirgaf Hubbard staðinn og hélt rakleiðis til þess heimilisfangs sem gefið var upp á kvittununum. Hann þurifti ekki að aka langt. Hann lagði bifreiðinni skammt frá áfanga- stað. Hann virti fyrir sér aðstæður út um glugga bifreiðarinnar. Hann sá að tvennar dyr voru á húsinu en erfitt yrði að gæta þeirra beggja. Þar að auki gat hann ekki vitað hvað myndi gerast ef hann gerði tilraun til að framkvæma handtökuna einn síns liðs. Hann vissi það vel að hetjurnar í sjónvarpinu spörkuðu einfaldlega upp hurðinni og tóku vonda kallinn til fanga, en það eru bara leikarar sem geta haldið heim að loknum tök- um. Hubbard vissi til að margir lög- reglumenn höfðu látið lífið við hand- tökur. Eftir að hafa kannað aðstæður um stund tók hann þá ákvörðun að kalla til stöðvarinnar eftir stuðningi og bíða eftir komu annarra lögreglu- manna. Lögreglumennirnir Evan Kyle og Thomas Detloff voru sendir á stað- inn. Detloff tók sér stöðu við bak- dyrnar til að gæta þeirra. Hubbard og Kyle bönkuðu upp á að- aldyrnar. Innan skamms kom kona til dyra. Eftir að hafa kynnt sig sem lögreglumenn spurðu þeir eftir Larry Holmes. Konan kvaðst vera eigandi hússins en eftir nánari fyrirgrennsl- an viðurkenndi hún að hún væri frænka Holmes og að hann væri inni í húsinu. Konan hleypti nú Kyle og Hubbard inn í húsið og fylgdi þeim inn í svefn- herbergi þar sem Holmes var stadd- ur. Hubbard fór þar inn og sá mann, kominn fast að þrítugu, sitja þar í stól. Þegar hann var spurður að nafni kvaðst maðurinn heita Larry Holm- es. Við yfirheyrslur yfir Holmes, sem fram fóru í stofúnni, neitaði hann að vita nokkuð um morð eða stolin hljómflutningstæki. Hann gat þó ekki gefið neina skýringu á því hvernig á því stæði að nafn hans og heimilisfang væri á kvittununum frá veðlánaranum. Hann var því hand- tekinn og fluttur til rannsóknadeild- ar lögreglunnar í St. Louis. Fullkomin játning Þegar nafhi hans var rennt í gegn- um tölvur lögreglunnar kom í ljós að hann hafði oftar en einu sinni komist í kast við lögin. Flestar kærur á hend- ur honum vörðuðu líkamsárásir og hafði hann hlotið fangelsisdóma af þeim sökum. Holmes beið þolinmóður eftir því að yfirheyrslur yfir honum hæfusL Hann hafði verið í þessum sporum áður og gerði sér fyllilega grein fyrir réttindum sínum. Samt sem áður var honum gerð skilmerkileg grein fyrir þeim. Hubbard sat við skifborð sitt og virti fyrir sér lágvaxinn manninn sem sat gegnt honum. Hann sá klaufalega gert húðflúr á upphandleggjum hans og talsvert af örum í andliti. Hubbard ákvað að vinna út frá þeim gögnum sem honum höfðu þegar áskotnast við rannsókn málsins. Hann byrjaði á kvittununum frá veðlánaranum sem Holmes hafði neitað að vita nokkuð um. Hubbard kom þá fram með sein- asta trompið sem honum hafði borist í hendur en það var myndbandsupp- taka úr öryggiskerfi veðlánarans sem sýndi Holmes veðsetja hljómflutn- ingstækin á mánudeginum og þriðjudeginum. Larry Holmes leit niður í gólfið og síðan aftur á Hubbard. Hann skýrði lögreglumanninum frá því að það hefði ekki verið ætlun sín að drepa Vann Johnson, heldur hefðu hlutirn- ir heldur betur farið úr böndunum. Hann hóf nú frásögn sína af því sem honum og Vann Johnson hefði farið á milli og leitt til dauða þess síðar- nefnda. Holmes kvaðst hafa verið staddur í götunni sem Johnson bjó við. Hann var að tala við nokkra vini sína þegar Johnson kom niður götuna og hélt til íbúðar sinnar. Skömmu síðar kom hann út aftur og hélt þá niður á hornið þar sem Holmes var enn. Hann kom að máli við Holmes og bað hann um að koma til íbúðar sinnar síðar um daginn. Holmes sagðist hafa vitað að John- son væri hommi og að tilgangurinn meö heimboðinu væri sá að Johnson hygðist eiga við hann mök. Johnson sneri heim til sín aftur. Sama kvöld, um hálftíuleytið, hélt Holmes tií íbúðar Johnsons. Johnson opnaði fyrir honum og saman gengu þeir inn í stofuna. Þar sátu þeir og hlustuðu á tónlist og reyktu marihuana þegar Johnson bauð Holmes peninga fyrir að sofa hjá sér. Þegar þeir höfðu lokið sér af spurði Holmes um 50 dollarana sem í boði höfðu verið, en þá sagði John- son að hann yrði að bíða eftir greiðsl- unni. Þá fór Holmes inn á baðher- bergið til að þvo sér. Þegar hann kom fram aftur innti hann aftur eftir greiðslunni, en Johnson ítrekaði að hann yrði að koma aftur seinna til að fá peningana. Holmes sagðist hafa orðið öskureið- ur þegar hann fékk ekki það sem hann hafði talið auðfengið fé og réðst á Johnson. Á meðan mennimir tveir tókust á greip Holmes þungan ösku- bakka úr gleri og grýtti honum í Johnson. Átökin bárust inn í svefn- herbergið en þar lágu tvær tangir og stjörnuskrúfjám ofan á pappakassa við rúmið. Holmes sór og sárt við lagði að Johnson hefði stungið hann í hægri hönd og vinstri síðuna áður en hon- um tókst að ná af honum skrúfjám- inu. Þegar það hafði tekist rak Holm- es skrúfjámið á kaf í Holmes. Hann sagðist hafa stungið hann aftur og aftur og hefði fórnarlambið veinað við hverja stungu. Átökunum lauk loks þegar Johnson hneig í gólfið. Þá fann Holmes lyklana að bifreið Johnsons. Hann reif símann úr sam- bandi þar sem honum fannst hann óþarflega nálægt Johnson. Síðan tók hann hljómflutningstækin sem voru í íbúðinni og bar þau út í bifreiðina. Hann ók síðan að óbyggðu svæði skammt frá og faldi þar fenginn í há- vöxnum gróðri. Síðan hélt hann áfram og yfirgaf bifreiðina skammt frá heimili sínu. Á mánudagsmorguninn ákvað Holmes að veðsetja hluta af hljóm- flutningstækjunum. Hann fékk lán- aðan bfl hjá vini sínum og sótti plötu- spilarann þangað sem hann hafði skilið tækin eftir. Hann fór með hann til veðlánarans sem greiddi honum 100 dollara fyrir. Á þriðjudeginum fór hann tvær ferðir enn til veðlánarans og veðsetti það sem eftir var og hafði þá 150 doll- ara upp úr krafsinu. Hann var ekki lengi að koma peningunum í lóg fyr- ir fíkniefni og mat. Þegar yfirheyrslan var komin svona vel á skrið spurði Hubbard Holmes um morðvopnið. Holmes viður- kenndi að hafa tekið skrúfjárnið með sér þegar hann yfirgaf íbúðina og hent því inn á lóðina hjá raftækja- verksmiðju í nágrenninu. Þegar Holmes var aftur inntur eftir ástæðunni fyrir því að hann myrti Johnson sagði hann: .Ástæðan fýrir því að ég réðst á Vann var að hann lét mig ekki fá peningana mína. Ég ætl- aði bara að meiða hann, en það var ekki ætlunin að drepa hann. Þetta fór bara allt úr böndunum." Eftir að hafa heyrt frásögn Holmes af atburðunum, hallaði Hubbard sér fram og bað Holmes um að sýna sér sárið á hægri höndinni. Hálfhikandi rétti Holmes fram höndina og sýndi honum lítið hálfgróið sár. Þetta var smáskurður fyrir neðan þumalfing- urinn og virtist sem hann hefði skor- ið sig á einhverju beittu. Alls engin merki sáust um stungu. Hubbard spurðist nú fyrir um sárið á síðunni sem hann kvaðst einnig hafa fengið í átökunum. Holmes tog- aði upp skyrtuna sína og sýndi 5 sentimetra langa rispu sem einnig var farin að gróa. Sá áverki bar þess heldur engin merki að hann hefði verið veittur með stjörnuskrúfjárni. Brandon kom nú til þeirra Holmes og Hubbards í yfirheyrsluherbergið og tók ljósmyndir af áverkunum á hönd og síðu hins grunaða. Síðan yf- irgáfu þeir allir þrír lögreglustöðina og Holmes vísaði lögreglumönnun- um á staðinn þar sem hann faldi þýf- ið. Þaðan fóru þeir á staðinn sem hann kvaðst hafa losað sig við morð- vopnið á. Þrátt fyrir nákvæma leit á svæðinu fannst skrúfjárnið ekki. Fjórir dagar voru liðnir frá því að morðið var framið og því sterkar lík- ur á því að einhver hefði hirt verkfær- ið. Brandon hélt síðan aftur á vinnu- stað sinn til að skrá og fara yfir þau sönnunargögn sem lögreglan hafði í höndunum. Fingrafarasérfræðingur bar saman fingraför þau sem fundist höfðu á morðstaðnum og fingraför Holmes. Greinileg fingraför Holmes fundust á símtækinu sem verið hafði í íbúð Johnsons. Þann 30. júní 1989 var Holmes ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. TVyggingarfé var ákveðið 250 þúsund dollarar. Eftir mikla samningalotu starfsmanna saksóknara og verjenda Holmes játaði hann sig sekan um manndráp. Hann var dæmdur til að eyða tíu árum í fangelsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.