Tíminn - 09.03.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.03.1991, Blaðsíða 4
12 HELGIN Laugardagur 9. mars 1991 L LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ - Loftræsikerfi Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í smíði og upp- setningu fjögurra loftræsikerfa fyrir birgða- og þjónustudeild að Krókhálsi 7, Reykjavík. Verkinu skal að fullu lokið 10. maí 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj- unar í Reykjavík frá og með mánudeginum 11. mars 1991 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 1.500 krónur. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir klukkan 10:00 mánudaginn 18. mars 1991, en þau verða opnuð þar sama dag klukkan 10:30 að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. Auglýsing um úthlutun á skarkolaaflahlutdeild Á grundvelli 8. gr. laga nr: 38/1990 hefur ráðu- neytið skipt leyfilegum heildarafla af skarkola milli einstakra skipa og sent hlutaðeigandi út- gerðum gögn þar að lútandi. Ráðuneytið vekur sérstaka athygli á því að at- hugasemdir vegna aflamagns sem úthlutunin byggist á þurfa að hafa borist sjávarútvegsráðu- neytinu eigi síðar en 15. mars nk. Sjávarútvegsráðuneytið, 7. mars 1991 óskast I eftirtaldar bifreiðir og tæki sem veröa til sýnis þriðjudag- inn 12. mars kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík, og víðar. Tegundir Árgerð 1 stk. Nissan Patrol H/R W-Turbo 4x4 diesel 1987 1 stk. Mitsubishi Pajero Long 4x4 bensín 1985 1 stk. Mitsubishi Pajero Turbo 4x4 diesel 1986 1 stk. Dodge Ramcharger 4x4 bensín 1984 1 stk. Chevrolet Pickup m/húsi 4x4 diesel 1982 1 stk. Daihatsu Taft 4x4 diesel 1982 1 stk. Ford Bronco 4x4 bensín 1981 1 stk. Lada Sport 4x4 bensin 1986 1 stk. Nissan Double Cap 4x4 diesel 1985 1 stk. Mercedes Benz Unimog 4x4 bensín 1962 1 stk. Mitsubishi L-300 4x4 bensín 1985 1 stk. Mitsubishi L-300 Mini Bus 4x4 bensin 1984 1 stk. Subaru 1800 Gl station 4x4 bensín 1987 2 stk. Ford Econoline E-150 bensín 1987-81 1 stk. Chevrolet Sport Van (11 farþ.) bensín 1980 1 stk. Mercedes Benz L608 fólks- og vömfl. diesel 1982 1 stk. Volvo 244 Gl fólksbifr. bensin 1985 1 stk. Nissan Micra 1000 DX bensín 1988 1 stk. Lada station bensin 1983 1 stk. Mazda 323 1300 CL bensín 1982 1 stk. SnowTrack (beltabifreið) bensín 1966 1 stk. Ski Doo Citation vélsleði (ógangfær) 1982 Til sýnis hjá Skógrækt ríkisins, Hallormsstað 1 stk. Volvo Lapplander 4x4 bensín 1981 Til sýnis hjá Flugmálastjóm, Reykjavíkurflugvelli 1 stk. Sandsýló (upphitað) Til sýnis hjá Vita- og hafnarmálaskrifst. v/Vesturvör 1, Kópavogi 1 stk. Loren grindarbómukrani ca 40 tonn Til sýnis hjá Vegagerð rikisins, ísafiröi 1 stk. Toyota Hi Lux Pickup (ógangfær) 4x4 diesel 1985 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Akureyri 1 stk. Mitsubishi Pajero 4x4 diesel 1983 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Grafarvogi 1 stk. A. Barford Super 500 veghefill m/framdrifi 1972 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Höfn, Hornafirði 1 stk. Champion 740 A veghefill 1980 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóð- endum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK þróttahús Fjölbrautaskólans í Breiðholti við Austurberg vartekið í notkun um síðustu helgi. ÍÞRÓTTAMAN N VIRKI: Aöstaðan fer batnandi - Framkvæmdir að hefjast hjá Haukum og Víkingum - Nýtt íþróttahús við FB tekið í notkun og framkvæmdum við íþróttahús fatlaðra á lokastigi Á laugardaginn var tekið í notkun nýtt íþróttahús í Reykjavík. Það stendur við Austurberg í Breiðholti og mun þjóna Fjölbrautaskólan- um og Hólabrekkuskóla. Sama dag var tekin fyrsta skóflustungan að íþróttahúsi Víkings við Stjörnugróf í Fossvogi. Á fimmtudaginn í síðustu viku skrifuðu fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar og Hauka und- ir samning um framkvæmdir á framtíðarsvæði Hauka á Ásvöllum. Loks má geta þess að fram- kvæmdir við íþróttahús íþróttafé- lags fatlaðra við Hátún eru á loka- stigi og gert er ráð fyrir að húsið verði tekið í fulla notkun 1. sept- ember nk. íþróttahús FB Það er langt síðan nemendur og kennarar Fjölbrautaskólans í Breiðholti hófu að beita sér fyrir því að íþróttahús yrði byggt við skólann, sem er fjölmennasti framhaldsskóli landsins. Það var síðan í menntamálaráðherratíð Birgis ísleifs Gunnarssonar sem fyrsta skóflustungan var tekin. Vinna við húsið hófst síðan í júní 1988. Heildarkostnaður við húsið er 230 milljónir króna. í húsinu eru löglegur handbolta- völlur, fjórir körfuboltavellir, átta badmintonvellir, fjórir blakvellir og einn tennisvöllur. Auk þess að þjóna áðurnefndum skólum er húsið ætlað til afnota fyrir íþrótta- hreyfinguna og almenning. Húsið er tengt sundlaugunum sem byggðar hafa verið á svæðinu. Víkingar byggja íþróttahús Reykjavíkurborg og Víkingur hafa gert með sér tímamótasamning varðandi byggingu íþróttahúss og vallarhúss, en það hús er þegar ris- ið. Samningurinn felur í sér að borgin tryggir Vfkingi ákveðnar greiðslur, en félagið leggur einnig fram talsvert framlag. Þá standa yf- ir viðræður milli Víkings og ís- landsbanka um fjármögnun fram- kvæmdanna. Hús það, sem Víkingar hafa ráðist í byggingu á, verður 1.894 fer- metrar að stærð, þar af salurinn sjálfur um 1.500 fermetrar. Sæti verða fyrir um 800 áhorfendur og að auki 250 manns í stæði. Húsið er ætlað fyrir hinar ýmsu inni- íþróttir og nýtanlegur gólfflötur verður 44x33 metrar, þannig að í húsinu verður löglegur handbolta- völlur. Auk þess verður hægt að leika körfuknattleik á tveimur völl- um, badminton á 12 völlum og knattspyrnu, blak og tennis verður hægt að stunda á einum velli. Byggingartími hússins er ráð- gerður aðeins 8 mánuðir, sem er mun skemmri tími en áður hefur tíðkast. Húsið verður því tilbúið til notkunar í lok þessa árs. Víkingar hafa gengið til samninga við verk- takafyrirtækið Hagvirki um fram- kvæmdir við byggingu hússins. Haukar byggja upp á Ásvöllum Hafnarfjarðarbær og Haukar hafa gert með sér fjögurra ára samning um uppbyggingu íþróttasvæðisins á Ásvöllum, en það er framtíðar- svæði Hauka. Hafnarfjarðarbær leggur um 80 milljónir króna í framkvæmdir á svæðinu á næstu fjórum árum. Þegar hefur verið Nokkur starfsemi er þegar hafin í íþróttahúsi fatlaðra við Hátún. Tímamynd Pjetur Laugardagur 9. mars 1991 HELGIN 13 Tfmamynd Pjetur varið rúmum 20 milljónum króna til hönnunar og jarðvegsvinnu á svæðinu. Samningurinn tekur til bygging- ar gervigrasvallar, grasæfinga- svæðis, búningsaðstöðu ásamt frá- gangi. í næsta verkáfanga er gert ráð fyrir byggingu íþróttahúss. Samkvæmt starfssamningnum er heildarkostnaðarhluti bæjarins við framkvæmdir á svæðinu 80%, en hluti Hauka20%. í nýsamþykktri fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar er gert ráð fyrir 14 milljónum til framkvæmda á veg- um Hauka og að auki er heimild fyrir 6 milljónum til viðbótar, ef ákveðið verður að ráðast í byggingu gervigrasvallar strax á þessu ári. Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjórí í Hafnarfirði, og Steinþór Ein- arsson, formaður Hauka, við undirskríft starfssamnings. íþróttahús ÍFR Eins og kunnugt er hefur íþrótta- félag fatlaðra staðið fyrir byggingu íþróttahúss við Hátún undanfarin ár. Nú eru framkvæmdir við húsið svo langt komnar að hægt verður að taka húsið í fulla notkun þann 1. september nk. ef unnt reynist að halda framkvæmdum áfram með sama hraða og undanfarin tvö ár. Nú þegar er nokkur starfsemi hafin í húsinu, en íþróttasalur er enn ekki fullgerður. Frágangur á loftræstingu, búningsherbergi, baði og bílastæðum eru þau verk- efni sem ljúka þarf áður en al- menn íþróttaiðkun fatlaðra getur hafist í húsinu. Hingað til hefur fjáröflun vegr.a framkvæmdanna gengið vonum framar. Má þar nefna tvær safnanir á Rás 2 og góðan stuðning fyrirtækja, félaga- samtaka og erlendra aðila auk skilnings og velvild ríkis og Reykjavíkurborgar. Framundan er lokaátakið við að fullgera húsið. Nú er að hefjast söfnunarátak þar sem leitað verð- ur til einstaklinga með óskum um fjárframlög. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum fatlaðra um viðtökur nú sem áður, svo ljúka megi verk- inu og húsið komist í fulla notkun þann 1. september eins og stefnt er að. Framlög í söfnunina má leggja inn á gíróreikning nr. 350028. BL * / verslun okkar á Stórhöfða 17 við Gullinbrú er mesta úrval landsins af flísum, úti og inni, á gólf og veggi, í fyrirtæki og heimili, fyrir eldhús, böð, forstofur o.fl. o.fl. ströher _i cerámica _ ^akuvi C E R A M I C A W VOGUE m Vekjum athygli á tilboðshorni með flísum. Stórhöfða 17 við Gullinbrú, sími 674844. f . * VATRYGGINGAFELAG NflBf ISLANDS HF Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Toyota Corolla XL árgerð 1990 Mazda 323 GLX árgerð 1990 Subaru Legacy árgerð 1990 Lada Safir árgerð 1989 Renault Traffic árgerð 1988 Fiat Uno 45 árgerð 1988 Daihatsu Rocky diesel árgerð 1988 BMW 735 árgerð 1987 Nissan Sunny árgerð 1987 Toyota Camry 1800 árgerð 1987 Lancia Y 10 árgerð 1987 Lada 1500 árgerð 1987 Mazda 323 GT árgerð 1986 WVGolf árgerð 1985 Nissan Sunny árgerð 1983 Chrysler Le Baron árgerð 1979 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 11. mars 16. 1991, kl. 12- Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanna fyr- ir kl. 17:00 sama dag. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS hf. — Okutækjadeild — STARFSLEYFISTILLÖGUR FYRIR SORPEYÐINGU HÖFUÐBORGAR- SVÆÐIS B.S. GUFUNESI, REYKJAVIK OG ÁLFSNESI, KJALARNESI í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 389/1990, gr. 8.3.2., um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur valdið mengun, liggja frammi á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits í Reykjavík, Drápuhlíð 14, og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, Skrifstofu Mos- fellsbæjar, Hlégarði, til kynningar frá 8. mars 1991 til 19. apríl 1991 starfsleyfistillögur fyrir Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðis b.s. Gufunesi, Reykjavík og Álfsnesi, Kjalarnesi. Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfis- tillögurnar hafa eftirtaldir aðilar: 1) Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og for- svarsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2) íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3) Opinberir aðilar, félög og aðrir sem málið varðar. Rey kjavík 28. febrúar 1991 Hollustuvemd ríkisins Mengunarvamir ----------------------------------------------\ í Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu Marsibilar S. Bemharðsdóttur Bólstaðarhlíö 45 Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar A5, Borgarspítala Hjalti Þorsteinsson Þorsteinn Hjaltason Jónína Amdal Krístján Óli Hjaltason Helga Benediktsdóttir bamaböm og bamabamaböm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.