Tíminn - 09.03.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.03.1991, Blaðsíða 10
18 HELGIN Laugardagur 9. mars 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Lögreglumennimir Maríon Hubbard (tv.) og William Brandon rannsökuðu morðið og nutu góðs af einfeldni morðingjans. Það var að morgni þriðjudagsins 27. júní 1989 sem Betty Ward vaknaði við umferð- amiðinn fyrir utan húsið seiii hún bjó í. íbúðin var í stóru tveggja hæða fjölbýlishúsi. Betty hafði skilið svefnherbergisgluggann eftir opinn yfir nóttina til að hleypa inn fersku lofti. Hún gekk að glugganum og leit út á götuna fyrir neðan áður en hún lok- aði. Sumarhitinn var farinn að hita upp íbúðina allverulega. Hún gekk að glugganum og leit út á götuna fyrir neðan áður en hún lok- aði. Sumarhitinn var farinn að hita upp íbúðina allverulega. Betty fór út úr íbúðinni og gekk í átt að stiganum. Fljótlega veitti hún at- hygli sterkri ólykt á ganginum. Hún leit í kringum sig en sá ekkert sem bent gæti til þess af hverju lyktin stafaði, svo hún gekk niður stigann, fór út úr byggingunni og fór í heim- sókn til vinkonu sinnar. Klukkustund síðar sneri hún til baka ásamt vinkonunni. Þegar þær gengu upp stigann ágerðist óþefur- inn eftir því sem ofar dró. Þær kom- ust að þeirri niðurstöðu að kæfandi óþefinn legði frá íbúð innar á gangin- um. Betty barði að dyrum þeirrar íbúðar. Eftir smábið kallaði hún á manninn sem átti íbúðina en fékk ekkert svar. Hún tók þá í hurðarhúninn og henni til mikillar undrunar opnuðust dyrn- ar. Hún ýtti hurðinni frá stöfum og þá sá hún húsgögn á rúi og stúi inni í íbúðinni. Konumar tvær gátu sér þess til að þama hefðu alvarlegir at- burðir átt sér stað. Ófögur aðkoma Það var almennur lögregluþjónn, August Manso að nafni, sem kom fyrstur á vettvang. íbúar hússins bentu honum á íbúöina sem um var að ræða. Þegar hann gekk inn í stof- una veitti hann athygli gúmmí- plöntu sem hafði verið velt um koll og að skápurinn undan hljómtækj- unum var tómur og mölbrotinn. Þegar lögreglumaðurinn fór inn í eldhúsið sá hann blóðbletti á hvítum gólfflísunum. Blóðblettirnir voru famir að skorpna á jöðrunum og af því dró lögreglumaðurinn þá ályktun að þó nokkur tími hefði liðið frá því að blóðið lenti á gólfinu. Manso fylgdi blóðslóðinni yfir eld- húsgólfið og inn í svefnherbergið. Á svefnherbergisgólfinu lá lík af karl- manni. Á rúminu voru svört og hvít sængurföt ötuð blóði sem var orðið skráfþurrt og brúnleitt. Veggir svefn- herbergisins vom útataðir í blóði. Lík fórnarlambsins var byrjað að sýna merki rotnunar, var orðið bláleitt og uppblásið. Manso hafði ekki verið árum saman í lögreglunni fyrir ekki neitt og gerði sér strax grein fyrir að þarna var morð á ferðinni. Hann gerði því ráð- stafanir til að vernda vettvang og kallaði á rannsóknarlögreglu. Marion Hubbard rannsóknarlög- reglumaður teygði sig yfir skrifborð- ið sitt til að svara í símann. Þá var honum tjáð að lík hefði fundist í norðvestuhluta borgarinnar. Hann skrifaði hjá sér allar upplýsingar og bað um að málinu yrði gefið númer undir hans nafni. Hubbard hafði starfað í lögregluliði St Louis í 13 ár og hafði á þeim tíma séð sitt af hverju af því sem gerðist í borginni — þar sem yfir 60 morð em framin á ári hverju. íbúar borgarinn- ar em 45.000 talsins og eins og í mörgum öðrum borgum er baráttan við ofbeldi og glæpi linnulaus. Hubbard fór út í bfiinn sinn og hafði samband við fjarskipti í gegnum tal- stöðina sína og bað um að tækni- menn yrðu sendir á staðinn. Sá starfsmaður tæknideildarinnar, sem fékk málið í hendur, var William Brandon sem starfað hafði við vett- vangsrannsóknir í 18 ár. Hann kom á staðinn 15 mínútum eftir að honum bámst skilaboðin og hitti þar fyrir Marion Hubbard. Frumrannsókn leiðir í sitt af hveiju í ljós „Ég geri ráð fyrir að þú vitir fyrir víst núna hvað bíður okkar inni í íbúð- inni,“ sagði Hubbard um leið og þeir gengu inn í íbúðina. „Það fer víst ekkert á milli mála, ná- lyktina leggur niður allan stigann," sagði Brandon. „Líkið er í svefnherberginu og það er allt löðrandi í blóði," sagði Hub- bard. „Veistu nokkuð um það hvenær hann sást seinast á lífi?“ spurði Brandon. „Nei, ég ætla að yfirheyra íbúa húss- ins á meðan þú rannsakar vettvang," svaraði Hubbard. Brandon lét það verða sitt fyrsta verk að rannsaka hurðina inn í íbúð- ina, hún bar þess engin merki að Larry Holmes var reiöubúinn til að selja hommum blíðu sína, en það var öruggara fýrír þá að inna greiðsluna tafaríaust af hendi. brotist hefði verið inn. Gluggarnir hlutu sömu meðferð og ekkert var heldur á þeim að sjá. Húsgögnin í stofúnni vom meira og minna ónýt og hljómtækjaskápurinn innihélt engin tæki. Á gólfinu við hliðina á skápnum lá gúmmíplanta á hliðinni ofan á tveimur segulbands- spólum sem eflaust áttu ættir sínar að rekja til hljómtækjanna horfnu. Blóðslóðin hófst í forstofunni, lá inn í eldhúsið og þaðan inn í svefnher- bergið þar sem líkið lá. Brandon veitti því athygli að blóðsletturnar á veggjunum í eldhúsinu vom meira en tvö fet frá gólfi. Það benti til þess að fómarlambið hefði farið í gegnum eldhúsið á meðan því blæddi. Út- smurðir blóðblettimir framan á gallabuxum hins látna staðfestu þá kenningu. Veggimir í svefnherberginu vom út- ataðir í blóðklessum sem benti til þess að fórnarlambið og morðinginn hefðu tekist þar á eftir að morðing- inn hafði veitt áverkana í forstofunni. Fljótlega fóm leifturljós að glampa um íbúðina þegar tekið var að ljós- mynda það sem vettvangsrannsókn Brandons leiddi smám saman í Ijós. Brandon tók eftir því að síminn lá undir öðmm fæti Iíksins. Snúran hafði verið rifin út úr símanum. Hafði hinn deyjandi maður gert til- raun til að kalla á hjálp? Svo virtist sem árásarmaðurinn hefði rifið í símasnúmna til að stöðva þær til- raunir. Brandon leitaði að fingrafömm á beislituðu símatækinu. Þegar hann setti fingrafaraduftið á tækið komu dauf för í ljós. Hann bætti dufti var- lega við úr fingrafarapenslinum og förin urðu skýrari. Með glæm lím- bandi tók hann fingraförin af síman- um og kom þeim yfir á fingrafara- spjaldið. Einnig var leitað að fingrafömm á öðmm hlutum í íbúðinni. Flaska af rakspíra var morandi í fingraförum og sama mátti segja um spegilinn í baðskápshurðinni. Brandon gekk frá fingrafömnum og skráði þau sem sönnunargögn. Að því er virtist vantaði margt í íbúðina. Bútur af sjónvarpsleiðslu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.