Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 8
16 W HELGIN Laugardagur 18. maí 1991 Hí TÍMANS RÁS MMHMWiSMWHHMMMIlMl ATLI MAGNÚSSON: [ J Og enn er „fræðslu" þörf Þegar vér landar erum komir í óefni með ein- hver mál, svo heima fyrir sem á erlendum vettvangi, og enginn veit lengur í hvora löppina skal stíga er þó alltaf eitt úrræði eftir. Það heitir samnefninu „fræðsla" — en undir- greinar hennar eru t.d. „átök“ og „herferðir". Framkvæmdina annast helst auglýsingastofur og leikhópar og árang- urinn er gjarna mæld- ur í kostnaði við skrautlega bæklinga, uppákomur og mennt- andi kabaretta hér- lendis sem erlendis. Af hinum sýnilega og áþreifanlega árangri fer aftur á móti tvenn- um sögum, því „herfarimar" virðast oft hafa verið farnar á hendur myllunni sælu í sögunni af Donkíkóta og við hana átt megin „átökin“... En þá er undantekn- ingalítið einföld skýring til á því. Það var bara ekki nóg „frætt“! Þar með fyrirverða stjórnmálamennirnir sig auðvitað niður í tær — og enn meiri gljápappír er rutt í litapressuna. Það er enda engin þörf á „kvótakerfi" í auglýsingaiðnaðinum, svo stórgjöful sem miðin eru í þessari at- vinnugrein. Á þriðjudagskvöldið var komu nokkrir menn á sjónvarpsskjáinn að ræða hval- veiðafarganið og horfurnar á hinum ýmsu vígstöðvum þegar menn nú enn búast til að kasta stríðhanskanum framan í veröld alla vegna ástar á þessari skepnu. Þótt búið sé að gera þvílíkt skaðræðis- kvikindi úr annars svo meinlausu dýri að helst verður jafnað við engisprettuplág- una á dögum Jósefs, eru menn sammála um að heldur skuli óvætturin gleypa heilu útflutningsgreinamar en lofa henni að synda sína leið. Helst var í þættinum að sjá hik á forstjórum fisksölufýrirtækja erlendis, enda em þeir í álíka öfunds- verðri stöðu og ambassadorar Husseins hafa verið upp á síðustuna. Nötrandi á beinunum naga þeir nú á sér neglurnar meðan þeir bíða eftir hverju ólíkindatólin heima fyrir taka upp á næst. En sem skyn- samir menn, sem annt er um eigin limi, segja þeir auðvitað sem allra fæst. En einu var þeim þó óhætt að stinga upp á í nefndum sjón- varpsþætti svo að eng- an styggði: Það var auðvitað aukin „fræðsla“! Nú má því búast við að hreyfast taki færin hjá auglýsingastofun- um, þótt dauflegra kunni að verða á ann- arri slóð. Engir vita þó betur en reyndir aug- lýsingamenn að það er álíka árennilegt að koma „málstað Islend- inga í hvalamálinu" til skila við ameríska og evrópska neytendur og að moka Esjunni niður á Mosfellsheiði með berum hönd- um. En það mun nú ekki angra þá alvar- lega og er aðeins „pain in the ass“ fyrir viðskiptavini þeirra. Æfðum höndum munu þeir taka til við að mynda og teikna sína vanalegu bergvatnslæki, kríur og goshveri og sjóarakarla í gulum stakk með rígaþorska í krumlunum. Heillandi slagorð í tilvonandi „herför" (uns annað betra finnst) gæti verið „You can’t beat the Whaling!“. Og enn mun mynd heims- ins af náttúruparadísinni í norðurhöfum gerast tærari og ómengaðri — en þó um- fram allt „fróðlegri". Gettu nú Þaö var kirkjan á Holta- stöðum í Langadal sem viö lögðum fyrir lesendur að bera kennsl á í „Gettu nú“ síðast. Þess má geta að nafn Holtastaða er kennt við landnámsmanninn Holta, en ekki „holt“ í landslaginu. Nú reynir á þá er kunnug- ir eru á Homströndum, en þaðan er þessi mynd. 3[C jt$31 j-3 cr>|7q 2 m[o KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.