Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 18. maí 1991 HELGIN 19 T iLMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Brian Kulka vissi sem var að vændiskonur gátu staðist flest annað en ríka viðskiptavini á löngum glæsibílum. líksins og höfðu fundið þau á skrá hjá sér. Fingraförin höfðu verið tekin í tengslum við handtöku vændis- kvenna í Chicago. Sú myrta reyndist heita Nancy Cruz, 35 ára gömul kona sem gefið hafði upp heimilisfang í Chicago. í skýrslunni var einnig að finna upp- lýsingar um svæðið þar sem Nancy hafði stundað starfsemi sína. Lög- reglustjórinn í Joliet sendi samstund- is allar upplýsingar til lögreglunnar í Chicago ásamt beiðni um að fá að fylgjast með framgangi rannsóknar- innar. Eitt kvöld skömmu síðar héldu tveir lögreglumenn niður á North Avenue. Það var lítill vandi að þekkja vændis- konumar, gæsahúðin á nælonklædd- um fótleggjunum leyndi sér ekki. Vandinn var að fá þær til að gefa ein- hverjar upplýsingar. Sem betur fór fyrir lögregluna höfðu vændiskonumar fullan hug á að tryggja öryggi sitt. Lögreglumenn- imir þurftu aðeins að nefna nafn hinnar myrtu og hvemig hún hafði látið lífið til að fá skjót og góð við- brögð. Vændiskonumar vissu sem var að þegar ein þeirra hafði verið myrt vom allar líkur á að fleiri íylgdu í kjölfarið. Vitanlega þökkuðu sumar vændiskonumar bara stuttlega fyrir aðvömnina og lofúðu að gæta sín, andúð þeirra á yfirvöldum risti dýpra en löngunin til að aðstoða lögregíuna við að losna við ógnina. En aðrar ótt- uðust nægilega um öryggi sitt til að vera reiðubúnar til samstarfs við lög- regluna. Nokkrar þeirra mundu eftir að hafa séð Nancy við störf sín kvöldið áður en hún var myrt En þar sem vændiskon- umar komu og fóru á mismunandi tímum gat engin munað hvenær eða hvemig Nancy hafði náð í seinasta viðskiptavininn eða kunnu á honum nokkur deili. Jafnvel gat verið að hún hefði ákveðið að hætta snemma og halda heim. Og ef svo var, var eins víst að morðingi hennar hefði ekki verið viöskiptavinur. Sally sæta Þá minntist ein vændiskvennanna, Sally sæta, á svörtu límósínuna. Henni hafði verið ekið öðm hverju um svæðið seinasta mánuðinn, eins og kyrkislanga í leit að bráð. Flestar vændiskonumar höfðu haft tækifæri til að tala við ökumann glæsikermnn- ar. Sumar þeirra - sem komið höfðu sér upp sjötta skilningarvitinu í sam- bandi við kúnnana - neituðu að fara með honum. Sally sagði að hún hefði sjálf tekið áhættuna. Límósína var þó aJltaf límósína. Þau höfðu ekið inn í fáfama götu. Dökkar rúður límósínunnar veittu þeim allt það næði sem þau þörfnuð- ust. Sally sæta mundi vel hvernig maðurinn hafði litið út, sem er óvenjulegt þar sem vændiskonur virð- ast hafa það fyrir sið að gleyma við- skiptavinunum strax að verki loknu. Hún mundi að hann hafði verið dökk- ur yfirlitum, með yfirskegg og dökkt hár. Hann var bara helvíti myndarleg- ur, bætti hún við. Þau komu sér síðan fyrir í pluss- klæddu aftursætinu. Áður en þau tækju til við kynlífið vildi hann að hún reykti með sér eina hassvefju. Sally samþykkti það hin ánægðasta. Fljótlega virtist maðurinn verða sljór af þéttum reyknum inni í bflnum. Hann hallaði sér aftur og lokaði aug- unum. Sally hélt að hann væri sofnaður, þegar hann opnaði skyndilega augun. Breytingin á augnaráði hans var slík að helst virtist sem hann hefði sett upp grímu. Skyndilega teygði hann stórar hend- umar að hálsi vændiskonunnar og þegar hann hafði náð taki á honum byrjaði hann að herða að. Sally sparkaði í hann og náði að losa sig. Maðurinn var enn undir áhrifúm af hassinu og hann reyndi hálfmátt- leysislega að ná aftur hálstaki á Sally. En árangurslaust. Augnabliki síðar var Sally sæta kom- in út úr bflnum og hljóp sem hún gat fyrir þröngu pilsinu frá tilræðismanni sínum. Hún þakkaði máttarvöldun- um fyrir að hann reyndi ekki að elta hana. Þó svo að límósínukyrkjarinn væri ekki eini öfugugginn sem var á ferli á North Avenue - öfuguggar em fastir fylgifiskar vændiskvenna - hafði Sally góða ástæðu til að rifja hann upp núna; hún vissi að Nancy hafði farið með honum að minnsta kosti einu sinni. Sú staðreynd að hún hafði verið kyrkt gaf tilefni til nánari eftirgrennsl- ana. Sally sæta var ekki sú eina sem hafði slæma reynslu af ofbeldishneigð öku- manns límósínunnar. Önnur vændis- kona rifjaði upp svipaða atburði. Hún hafði farið með honum á ódýrt hótel þar sem herbergin vom leigð út í klukkustund í senn. Þar varð hún vitni að sömu breytingunni á svip mannsins og Sally hafði skýrt frá. Og eins og Sally hafði hún orðið fyrir því að maðurinn reyndi að kyrkja hana. En sem betur var hún stór og stælt og nógu sterk til að rífa sig lausa. Lögreglumennimir tveir sem hlust- uðu á frásagnir kvennanna sáu fyrir sér fómarlambið sem var ekki nema rétt um hálfur annar metri á hæð. í átökum við stórvaxinn karlmann átti Nancy Cmz álíka mikla möguleika og snjóbolti í helvíti. Svo nú hafði lögreglan komist á slóð; hún hafði mann gmnaðan sem vitað var að hafði reynt að kyrkja konur. Hún vissi að hann var dökkleitur. Hún vissi að hann ók límósínu. Hún vissi að hann laðaðist að vændiskonum. Lögreglumennimir héldu nú til aðal- stöðvarinnar með þær upplýsingar sem þeir höfðu aflað. Upplýsingum þeirra var komið áleiðis til fylkislög- reglunnar. Og þar höfðu menn heldur ekki setið iðjulausir. Hjálmurinn kemur að góðum notum Fylkislögreglan hafði athugað með hjálm slökkviliðsmannsins sem fund- ist hafði á svipuðum slóðum og líkið. Lögreglumennirnir höfðu komist að því að eigandi hans bjó skammt frá North Avenue þar sem Nancy Cmz hafði gert sjálfa sig út. Eigandi hjálmsins reyndist vera á sakaskrá, en aðeins fyrir minniháttar yfirsjónir. Þó hafði hann einu sinni hlotið skilorðsbundinn dóm í eitt ár. Lögreglumennimir ákváðu að grafa aðeins dýpra. Þeir komust að því hjá slökkviliði Chicago að maðurinn, sem hét Brian Kulka, hafði starfað hjá þeim í rúm tvö ár sem sjúkraliði. Þar sem hann var áfengissjúklingur var hann oft frá vinnu þegar hann reyndi að ná tökum á lífi sínu með aðstoð AA-samtakanna. Kulka var 34 ára gamall og fráskilinn. Fjórðungurinn af launum hans fór í barnameðlög. Hann kynni að hafa efni á því að fá sér vændiskonu endmm og eins en lögreglumönnunum fannst límósínan ekki í neinu samræmi við þau laun sem slökkviliðsmenn höfðu. En þó að önnur bflaslóðin virtist enda í blindgötu, gerði hin það svo sannarlega ekki. Lögreglumennirnir komust að því að Brian Kulka átti Mu- stang! Þeir fengu nú mynd af Brian Kulka og fóm með hana á fúnd vændis- kvennanna á North Avenue. Ekki leið á löngu þar til árangurinn kom í Ijós. Báðar konurnar sem lent höfðu í klónum á ökumanni límósínunnar þekktu manninn á myndinni sem þann sem ráðist hafði á þær. Lögreglan í Chicago gaf nú út hand- tökuskipun á hendur Brian Kulka þar sem fram kom að hann væri gmnaður um morð. Þann 10. mars hélt lögreglan heim til Brians Kulka og komst þá að því að fuglinn var floginn. Helst virtist sem Brian Kulka væri flúinn. En hann birtist síðan á ólíklegasta stað - lögreglustöðinni í Northwest Side. Tveir lögfræðingar tóku mál hans að sér. Þeir hreyfðu engum mótmæl- um þegar skjólstæðingur þeirra var fluttur til fangelsisins í Waukegan þar sem hann var ákærður um morð að yf- irlögðu ráði og ákveðið að hann fengi ekki að ganga laus gegn tryggingu. Lögreglan fékk síðan vændiskonurn- ar báðar til að bera kennsl á Brian Kulka við sakbendingu. Þær bentu báðar hiklaust á slökkviliðsmanninn. Hvað límósínuna varðaði kom í ljós að Kulka hafði komist yfir hana á full- komlega löglegan hátt. Hann hafði starfað um tíma sem bflstjóri hjá fyrir- tæki sem leigði slíka bfla og hafði starfsemi sína á flugvellinum. Þar sem hann vissi að slíkar glæsibifreiðir voru vænlegar til árangurs meðal vændis- kvennanna notaði hann bflinn sem svefnherbergi á hjólum hvenær sem tækifæri gafst. En hafði hann einnig notað bflinn sem aftökuklefa, vildi Iögreglan fá að vita. Kulka neitaði því staðfastlega. Þannig stóðu málin þegar mál Kulka var tekið fyrir dóm þann 16. mars og hann opinberlega ákærður fyrir morö að yfirlögðu ráði. Tryggingarfé var ákveðið tvær milljónir dollara. Lím- ósínuferðimar vom úr sögunni hvað Kulka varðaði. Að kjafta sig í fangelsi Kulka mótmælti harðlega og hélt fram sakleysi sínu. Hann var fluttur aftur til klefa síns og undirbúningur réttarhaldanna hófst. Saksóknari taldi sig vera með nokk- uð ömggt mál í höndunum, en varð að viðurkenna að málið væri að mestu leyti byggt á líkum. Það yrði erfitt að sanna að um morð að yfirlögðu ráði væri að ráða án þess að hafa til þess óhrekjanlegar sannanir á borð við sjónarvott eða fingraför sakbornings á vettvangi. En að lokum var það sakbomingur sjálfur sem gaf lögreglunni það vopn í hendur sem hún þurfti á að halda. Þar sem samskipti fanga em eins og þau em komst Kulka ekki hjá því að komast í tæri við þau. Afleiðingin varð sú að hann var svo barnalegur veita samfanga sínum trúnað sinn. Hann talaði um að hafa pikkað upp litla sæta hóm og farið með hana í ökuferð. En hún var með stæla, sagði hann, og reyndi að ræna hann þegar hann sá ekki til. Ef hún hefði ekki reynt að koma höndum yfir veskið hans, hefði hann ekki kyrkt hana. Hinum fanganum var rétt sama um ástæður Kulka til morðsins. Hann sá sér leik á borði að nota þessar upplýs- ingar til þess að reyna að fá eigin dóm styttan eða einhver forréttindi innan fangelsisins. Saksóknari var fljótlega farinn að nota frásögn kjaftasksins gegn Kulka. Hann varaði hann við að með þessum upplýsingar væri unnt að fella mun þyngri dóm yfir honum ef hann yrði fúndinn sekur án játningar. Brian Kulka var skyndilega orðinn mikill talsmaður játninga og samn- inga. Hraðritarar höfðu nóg að gera við að taka niður framburð Kulka, sem fossaði nú fram eins og vatn í leysingum. Hann skýrði frá því að hann hefði notfært sér þjónustu þá sem Nancy Cmz hafði á boðstólum oftar en einu sinni. Seinasta skiptið hafði verið 3. mars, kvöldið áður en líkið fannsL Hann hafði ekki verið á límósínunni það kvöld svo hann hafði notað Mustanginn sinn. Á meðan þau óku um sagðist Kulka hafa orðið þess var að hönd stúlkunn- ar seildist eftir seðlaveskinu hans. Þá sleppti hann sér alveg. Öllu var lokið innan fárra mínútna. Hann hafði kyrkt Nancy Cruz með bemm hönd- unum. Hann varð heltekinn örvæntingu þegar hann gerði sér grein fyrir því hvað hann hafði gert. Hann fór út á hraðbrautina til þess að losa sig við líkið. Það var farið að birta og hann gat ekki átt á hættu að umferðarlög- reglan stöðvaði hann með líkið í bfln- um. Hann beið þar til færi gafst og ók þá útafveginum, svipti upp hurðinni far- þegamegin og ýtti líki Nancyar út úr bflnum. Tvíeggjað samkomulag Gegn því að fá aðeins 5-15 ára fang- elsisdóm samþykkti Brian Kulka að játa sig sekan um manndráp. Vera má að Brian Kulka hafi virst samkomulag þetta vera vænlegur kostur. Ef hann fengi fimm ára dóm með möguleika á reynslulausn vegna góðrar hegðunar var óvíst að hann þyrfti að sitja svo mjög lengi á bak við lás og slá. En hann gleymdi að gera ráð fyrir dómaranum, Harry Hartel. Þann 16. janúar 1990 starði Hartel dómari stranglega á sakborning og lýsti því yfir að hann væri dæmdur til 15 ára fangelsunar. Það er langur fangelsisdómur, hversu vel sem fanginn hagar sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.