Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 10
18 T HELGIN Laugardagur 18. maí 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAK Lflcið sem fannst úti í vegarkanti var fyrsta vísbending þess að morðingi gengi Iaus - morðingi sem hafði fullan hug á að kreista lífíð úr vændiskonum. Vísbendingar voru fáar í fyrstu, þar til lög- reglan komst að því að nóg var að lesa nafn innan í hatti til að hafa hendur í hári morðingjans. Lögreglumenn viröa fyrir sér staðinn þar sem lík vændiskonunnar fannst að morgni 4. mars 1989. Þegar vændiskona sér svarta lím- ósínu nálgast líður henni eins og stangaveiðimanni sem sér vænan fisk synda í hylnum. Veiðimaðurinn lag- færir vöðlumar sínar, vændiskonan kippir pínupilsinu aðeins ofar. Veiði- maðurinn kastar agninu út í hylinn, vændiskonan vaggar sér í lendunum og tekur nokkur skref nær gangstétt- arbrúninni. Efalltgengurvel nærveiðimaðurinn eða vændiskonan bráð sinni, stórlax- inn sleppur ekki burt. En ef heppnin er ekki með veiðimanninum missir hann bara af vænum fiski og góðri veiðisögu, en gæftaleysi vændiskon- unnar getur kostað hana barsmíð og jafnvel snöggan dauðdaga fyrir hendi fégráðugs hórmangara. Vændiskonumar á North Avenue í Chicago treystu á guð og lukkuna, en í ársbyrjun 1989, þegar vetrarhörk- umar vom í hámarki, var fáa fi'na drætti að hafa. Frostið og rokið dró jafnvel úr kynlífsviðskiptunum. Við- skiptavinimir vildu heldur halda sig heima. Sumar gleðikonumar reyndu að vinna lengur eða setja upp hærra gjald til að bæta sér upp tekjutapið. Aðrar pökkuðu niður vinnugallanum og fluttu starfsemi sína í annað hverfi eða jafnvel í hlýrra loftslag. Portkonurnar sem hímdu og stöpp- uðu niður fótunum sér til hita á North Avenue að kvöldi hins 4. mars 1989 komust að þeirri niðurstöðu að spænskumælandi stallsystir þeirra, Nancy að nafni, hefði fengið sig fúll- sadda á svæðinu og flutt sig annað. Hún var ekki á sínum vanastað. Ekki var hægt að segja að þær syrgðu brott- för hennar. Nú var tveimur fótleggj- um færra í keppninni og fótleggir Nancyar voru einstaklega vel lagaðir og erfitt að slá þeim við. Samt sem áður veltu stallsystur hennar því fyrir sér hvert hún hefði farið og hvort hún kæmi aftur þegar hlýnaði og viðskiptin tækju að blómstra á ný. Sem vonlegt var vissu þær ekki að fjarvera Nancyar hafði ekkert með veðrið að gera. Hvort heldur snjóaði eða sólin skein, Nancy myndi ekki snúa aftur til starfa sinna á götunni. Líkið í vegarkantinum Það var vegavinnumaður sem fyrstur kom auga á þann þráð sem síðar myndi leiða til lausnar gátunnar um örlög Nancyar. Þennan sama morgun hafði hann verið í eftirlitsferð um hraðbraut 294, mikla umferðarbraut sem tengdi Chicago við Milwaukee. Á þessari leið voru innheimtir vegatollar og vegfar- endur áttu því kröfu um að henni væri vel við haldið og eftirlit í góðu lagi. Ef bfil varð bensínlaus leið ekki á löngu þar til eftirlitsmaður var mætt- ur á staðinn með nokkra lítra. Ef snjó- aði voru snjóplógamir komnir til starfa fyrr en varði. Það hafði verið dálítil snjókoma þennan morgun og plógamir höfðu verið teknir í gagnið fljótlega upp úr klukkan fimm. Um sexleytið var vega- vinnumaðurinn á eftirlitsferð til að kanna hvort einhverja þá hnökra væri að finna á akbrautinni sem hættulegir gætu verið ökutækjum á mikilli ferð. Hann var búinn að tína upp nokkur ryðguð púströr þegar hann kom auga á eitthvað sem ekki féll inn í myndina. Hann hemlaði í snatri og stökk út úr bfinum. Aðeins nokkur fet frá vegar- brúninni lá konulík. Hún var létt- klædd og kápulaus. Snjórinn hafði lagst yfir hana í þunnu lagi. Vegavinnumaðurinn kunni lítið fyrir sér í læknisfræði, en hann athugaði hreyfingarlausa veruna sem best hann kunni. Þegar konan sýndi engin við- brögð við snertingu hans og hann gat ekki greint nein merki öndunar, hlaut hann að gera ráð fyrir að hún væri lát- in. Þegar hann sneri aftur til bifreiðar sinnar gat hann ekki varist þeirri hugsun hversu óhugnanleg þessi sena væri, bifreiðar af öllum gerðum og stærðum þutu hjá án þess að hafa hugmynd um líkið við veginn. En morgunsólin var rétt farin að skína og engin leið hefði verið að koma auga á líkið nema að viðkomandi hefði ekið í vegarkantinum, eins og hann hafði gert, og ökuljósin því náð að skína beint á líkið. Maðurinn kallaði nú á lögregluna í gegnum talstöðina í bfinum, skýrði frá líkfundinum og gaf upp staðsetn- ingu sína. Lögreglan var fljót á staðinn þar sem vegavinnumaðurinn stóð við hlið líf- lausu verunnar sem lá í vegarkantin- um. Liðið var undir stjóm David Hamm aðalvarðstjóra. Þetta var einkennilegt mál, hugsuðu lögreglumennimir. Helst virtist sem ekið hefði verið á konuna þar sem hún hefði verið gangandi, en sú staðreynd að hún var kápulaus gerði þá kenn- ingu heldur ólíklega. Einnig var ólík- legt að konan hefði verið fótgangandi á ferli á hraðbrautinni á þessum tíma sólarhrings. Nei, henni hafði að öllum líkindum verið ekið á staðinn og af einhverjum ástæðum verið skilin þar eftir. Það var grimmdarlega gert að skilja eftir illa klædda, fallega konu og gefa hana á vald vetrarhörkunum. En þetta væri ekki í fyrsta sinn sem kona ryki ösku- reið út úr bifreið eftir rifrildi við elsk- huga eða eiginmann. Kannski hafði hún reynt að húkka sér far heim og einhver hefði ekið yfir hana og stung- ið af. Þegar lögreglumennirnir luku við að kanna vettvang veltu þeir fyrir sér hver hefði verið aðdragandi þess að konan hlaut þessi örlög. Eitt virtist þó alveg víst og það var að hún hefði ekki legið lengi í vegarkant- inum. Vegavinnumaðurinn skýrði frá því að lítill snjór hefði verið á líkinu þegar hann fann það. Einnig vissi hann að snjóplógurinn hafði ekið þessa leið innan við klukkustund áð- Vændiskonur skýröu frá þeirri óhugnanlegu breytingu sem varö á ökumanni lím- ósínunnar rétt áður en hann teygði hendurnar í áttina til þeirra og reyndi að kyrkja þær. ur. Enn mátti sjá förin eftir plóginn í vegarkantinum. Lögreglumennirnir vom sannfærðir um að konan hefði ekki orðið úti. Að vísu var nístingskalt en hún hefði orð- ið að vera úti við í nokkrar klukku- stundir til þess að svo gæti orðið. Fáar vísbendingar Lögreglumennirnir kembdu svæðið til þess að leita vísbendinga um hvað hefði orðið konunni að aldurtila. Þeir reyndu líka að finna eitthvað sem bent gæti þeim á hver hún væri - vasamir á gallabuxunum hennar vom tómir. Ef um ránmorð væri að ræða gat ver- ið að morðinginn hefði hent hand- tösku hennar eða seðlaveski frá sér þegar hann hafði tæmt það. Þetta var mikil bjartsýni en viðteknum starfs- háttum varð að fylgja. Leitin leiddi ekkert í ljós nema þetta venjulega þjóðvegamsl - nokkrar tómar flöskur og umbúðir utan af skyndibitum. Meira að segja fannst þar hjálmur slökkviliðsmanns og var nafn eigandans skráð innan í hann. lrlæja, hann fær þá að minnsta kosti hjálminn sinn aftur,“ varð einum lög- reglumannanna á orði. En ekkert fannst sem bent gæti á hver hin látna væri, og að rannsókn lokinni var líkið flutt í líkhús lögregl- unnar til kmfningar. Lögreglumenn- irnir vonuðu að fingraför hennar myndu finnast í skrám lögreglunnar. Barbara Ridhardson réttarlæknir fylkisins þurfti ekki nema rétt .líta á líkið til þess að sjá að konan hafði ver- ið kyrkt. Förin á hálsinum vom auð- þekkjanleg. Einhver hafði þrýst að barka hennar af miklu afli. Ennfrem- ur virtist sem morðið hefði átt sér stað nokkmm klukkustundum áður en líkið fannsL Hin myrta virtist hafa verið um þrí- tugt, aðlaðandi og eftir öllum sólar- merkjum að dæma hafði hún notið lífsins daginn áður. Litarháttur henn- ar og beinabygging benti til að hún væri af spænskum uppruna. Fatnaður hennar, gallabuxur, háskólabolur og Ieðurstígvél, gaf engar vísbendingar hver staða hennar í þjóðfélaginu hefði verið. Ef hún hefði verið klædd dýmm fötum hefði það getað bent til þess að hún hefði búið í Lake Bluff, ríkis- mannahverfi í Chicago, skammt frá þeim stað er líkið fannst. En eins og málin stóðu hafði lögreglan enga vís- bendingu. Lögreglumennimir tóku nú til starfa af fuilum krafti. Þar sem hraðbrautin var tengivegur mátti búast við að sömu mennirnir fæm um hana á hverjum degi. Vel mætti vera að ein- hver hefði veitt einhverju óvenjulegu athygli þennan morgun - bifreið sem lagt hefði verið nálægt vettvangi, tvær manneskjur í rifrildi eða bflhurð sem staðið hefði opin. Slík smáatriði skipta oft sköpum við rannsókn morðmála. Fjölmiðlar birtu nú lýsingu á fórnar- lambinu og hvernig líkið hafði fúnd- ist, gáfu upp nákvæma stað- og tíma- setningu. Einn af þeim hundruðum ökumanna sem leið höfðu átt um hraðbrautina kynni að luma á ein- hveijum upplýsingum. Innan sólarhrings frá því sagan birt- ist í fjölmiðlum hafði fjöldi manns samband við lögregluna til að veita „mikilvægar upplýsingar" í sambandi við málið. Lögreglumennimir hlýddu á fólkið, dáðust að samviskusemi þess varðandi borgaralegar skyldur sínar. En upplýsingarnar reyndust allar óverulegar og jafnvel misvísandi, nema einar. Þær komu, eins og hinar, frá einum þeirra ökumanna sem daglega Iögðu leið sína um hraðbrautina. Hann skýrði frá því að um sexleytið að morgni 4. mars hefði hann ekið þar um og skammt frá þeim stað hefði hann séð kyrrstæða bifreið sem helst virtist hafa verið ekið í skjól undan skafrenningnum. Maðurinn var með bfladellu og hafði því veitt því athygli að þarna var um Mustang að ræða. Því miður af of dimmt og of mikill skaf- renningur til þess að hann gæti séð hvemig bfllinn var á litinn. Það var að- eins tíminn og staðsetningin sem bent gætu til þess að bfllinn hefði á einhvem hátt tengst morðinu á kon- unni. Fingraförin vísa veginn En lögreglumennirnir vom orðnir langeygir eftir marktækum upplýs- ingum og þetta lét þá fá „blóð á tenn- urnar". Síðan hringdi annar ökumað- ur sem kvaðst einnig hafa séð Mu- stang bifreið á þessum sama stað á sama tíma. Nú lék enginn efi á því að umrædd bifreið hafði verið þama. Þetta vakti strax upp tvær spurning- ar: í fyrsta lagi, var bíllinn á einhvern hátt tengdur morðinu, og í öðm lagi hvemig átti að rekja slóð bifreiðar af jafnvinsælli tegund og Mustang, í allri Chicagoborg? Lögreglumennina vantaði meira. Sem betur fer kom rannsóknastofa lögreglunnar í Joliet með upplýsingar. Þeim hafði tekist að rekja fingraför ......... lll m T * T ..—IJUI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.