Tíminn - 29.05.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. maí 1991
Tíminn 7
Þórarinn Þórarinsson:
Oryggismál Islands má
ekki gera að verslunarvöru
Það hefur mátt skilja á málflutningi Jóns Baldvins Hannibals-
sonar, að það myndi greiða fyrir aðild íslands að hinu sameigin-
lega efnahagssvæði, sem EBE og EFTA eru að semja um, ef ís-
Iand semdi við Vestur-Evrópu um öryggismál landsins, en f Evr-
ópu er nú verið að ræða um nýtt vamarbandalag eða ríki, sem
taka á við því hlutverki NATO að veija Vestur-Evrópu.
Um þetta vil ég fyrst segja það,
að við eigum að forðast að gera
öryggismál íslands að verslunar-
vöru. Um þessar mundir er liðin
rétt hálf öld síðan ísland valdi
þann sess í öryggismálum sem er
réttur jafnt frá landfræðilegu og
sögulegu sjónarmiði. Þann sess
eigum við að skipa áfram.
ísland tilheyrir ekki meginlandi
Evrópu, heldur er staðsett í
miðju Atlantshafi milli Evrópu
og Ameríku. Lengi vel nutum við
verndar breska flotans, en á síð-
ari heimsstyrjaldarárunum
breyttist það. Vorið 1941 til-
kynntu Bretar íslendingum, að
þeir yrðu að kalla lið sitt frá ís-
landi, því að þeir hefðu meiri
þörf fyrir það annars staðar. Jafn-
framt skýrðu þeir stjórn íslands
frá því, að Bandaríkin væru
reiðubúin til að taka að sér vernd
íslands, en þó því aðeins, að beð-
ið væri um það. Það var mikið
lán að þá sat þjóðstjórn að völd-
um og náði hún samkomulagi
um að horfið skyldi frá hefð-
bundinni hlutleysisstefnu, en í
staðinn óskað eftir vernd Banda-
ríkjanna.
7. júlí 1941 var óvenjulegur
dagur í sögu íslands. Þennan dag
fylltist Faxaflói af herskipum.
Sumir héldu að þetta væri þýsk-
ur innrásarher og urðu kvíðafull-
ir, en aðrir treystu því, að Bretar
væru að styrkja varnir sínar.
Þetta skýrðist þegar Hermann
Jónasson forsætisráðherra ávarp-
aði þjóðina í útvarpi og skýrði frá
því, að ríkisstjórnin væri búin að
fallast á vernd Bandaríkjanna og
yrði gengið frá samningi þess
efnis. Bandaríkin hefðu lofað að
virða sjálfstæði og fullveldi ís-
lands og hverfa burtu strax að
stríðinu loknu.
Alþingi kom saman til auka-
fundar 9. júlí og samþykkti
samninginn nær einróma. Síðan
hefur þessi varnarsamningur
verið í gildi með einum eða öðr-
um hætti. Fyrst með herverndar-
samningnum frá 1941, síðan
með Keflavíkursamningnum
1946 og loks með aðildinni að
NATO 1949.
Vorið 1951 var að ráði NATO
Íierður nýr varnarsáttmáli milli
slands og Bandaríkjanna og er
hann enn í gildi.
Frakkar og Þjóðverjar vilja taka
við af Bandaríkjunum og annast
vernd íslands. Erfitt er að finna
rök fyrir því að sú breyting yrði
til bóta fyrir íslendinga, því að
samningurinn við Bandaríkin
hefur reynst þeim vel. í Banda-
ríkjunum stendur lýðræðið líka
traustari fótum en í Frakklandi
og Þýskalandi. Landfræðilega er
líka eðlilegra að semja við sterk-
asta ríkið í Atlantshafi, en við
mörg ríki á meginlandi Evrópu.
Það væri mikið gáleysi að slíta nú
hálfrar aldar gömul tengsli við
Bandaríkin og fela Frökkum og
Þjóðverjum það eftirlit, sem hér
þarf að vera á næstu árum.
F.D. Roosevelt var forseti þegar
Bandaríkin gerðu hervemdar-
samninginn við Island 1941.
Viðhorf til geðsjúkra
12. maí er fæðingardagur Plorence Nightingale. Þetta áríð til-
einka alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga daginn geðhjúkrun.
Þessum sömu samtökum hefur þótt ástæða til að taka fram í
stefnumörkun sinni að geðsjúkir skuli njóta sömu mannréttinda
og annað fólk. Er ástæða til að taka það sérstaklega fram í okkar
samfélagi?
Margt hefur breyst um hagi geð-
sjúkra á þessari öld. Fyrsta ís-
lenska geðsjúkrahúsið var opnað í
byrjun aldar. Þekking á geðsjúk-
dómum hefur aukist, geðlyf hafa
verið fundin upp og þróuð og ým-
is form meðferðar hafa verið reynd
með misjöfnum árangri. Viðhorf í
þjóðfélaginu hafa breyst. Fötluð-
um og öryrkjum, sem áður var
ætlað að lifa sínu lífi á afmörkuð-
um stofnunum, er nú ætlað að
taka þátt í lífinu með öðrum þegn-
um samfélagsins og leggja þar sitt
af mörkum, hver eftir sinni getu.
Langdvalarplássum hefur fækkað
á geðdeildum sjúkrahúsanna, en
möguleiki á skammtímavistun og
göngudeildarmeðferð hefur batn-
að stórlega.
En geðsjúkum er sem öðru fólki
nauðsynlegt að fá uppfylltar sínar
runnþarfir til að geta nýtt sér
meðferð og ná bata. Öruggt hús-
næði, gott fæði og ástúðlegt sam-
band við annað fólk er okkur öll-
um nauðsynlegt til að við getum
notið okkar og tekið framförum.
Mjög mörgum geðsjúkum tekst
ekki að skapa sér þessar aðstæður,
án stuðnings.
Þrátt fyrir 20 ára þróun í sambýl-
ismálum geðsjúkra skortir enn á
þennan nauðsynlega stuðning fyr-
ir þá veikustu. Allt of margir geð-
sjúkir einstaklingar eru á hrakhól-
um vegna þess að þeir eru of veik-
ir til að geta nýtt sér þá sambýlis-
möguleika sem eru fyrir hendi.
Vegna fjársveltis hefur Svæðis-
stjórn um málefni fatlaðra hingað
til ekki haft tök á að sinna málefn-
um geðsjúkra, sem henni ber þó
lögum samkvæmt að gera. Nú
hillir undir úrlausn og geðsjúkir
geta loks vænst þess að eignast
varanlegt heimili með góðum
stuðningi. Fyrsta skrefið er stofn-
un þriggja sambýla á vegum
Svæðisstjórnar um málefni fatl-
aðra.
En erum við, hinir almennu
borgarar, tilbúnir að viðurkenna
geðsjúka einstaklinga í okkar
samfélagi? Eða erum við enn
haldnir of miklum ótta og fordóm-
um? Oft hef ég heyrt geðsjúka tala
um að alla aðra sjúkdóma hefðu
þeir kosið sér, vegna þess skiln-
ingsleysis og þeirra fordóma sem
ríkja í sambandi við geðsjúkdóma.
Fordómar eru í raun þekkingar-
Margrét Eiríksdóttir
skortur. Þegar litið er til þess, t.d.
hvað geðklofi er algengur sjúk-
dómur, er sláandi hvað fólk veit al-
mennt lítið um hann. Það er talið
að í öllum þekktum samfélögum
veikist u.þ.b. 1 af hverjum 100
einstaklingum af geðklofa. Flestir
veikjast ungir, en þó eru einangr-
unartilfinning, einbeitingarörð-
ugleikar og mikill kvíði yfirleitt
áberandi. Önnur einkenni, svo
sem ranghugmyndir, ofskynjanir,
sjúkleg tortryggni og samskipta-
örðugleikar, eru líka oft til staðar.
Einkennin og batahorfurnar eru
mjög mismunandi, en oft þarf
sjúklingurinn að taka tillit til fötl-
unar sinnar til æviloka. Hann get-
ur ekki einbeitt sér að erfiðri
vinnu og getur búist viö sjúk-
dómsköstum þegar álag er mikið.
Geðklofasjúklingi er nauðsynlegt,
til að ná bata og betri líðan, að
horfast í augu við sjúkdóm sinn,
viðurkenna hann og takast á við
hann án fordóma. Slíkt er ómögu-
legt nema með viðurkenningu og
stuðningi.
Allir menn þarfnast virðingar og
viðurkenningar annarra til að
geta notið sín í lífinu. Gildismat
okkar er nokkuð á þann veg að
enginn sé maður með mönnum
nema hann sé „vinnuhetja" eða
stundi langskólanám. Þessi við-
horf eru geðklofasjúklingum
vissulega fjötur um fót. Ekki er
nægjanlega hlúð að öðrum mögu-
leikum þeirra til að njóta sín í líf-
inu. Margir þeirra eru t.d. skap-
andi listamenn. Það að hafa sjálf-
ur ákvörðunarrétt um líf sitt, læra
á sjúkdóm sinn, sætta sig við
hann og vinna með hann, opnar
einstaklingnum leið til að njóta
sín.
Þegar gera þarf átak, hafa áhuga-
mannasamtök oft unnið ótrúleg
afrek. Geðhjálp vann afrek á sín-
um tíma þegar geðsjúkir og að-
standendur þeirra tóku höndum
saman um margþætt félags- og
fræðslustarf fyrir geðsjúka. Geð-
hjálp vinnur einnig mjög þarft
starf, m.a. með rekstri félagsmið-
stöðvar. Nú hafa aðstandendur
geðklofasjúklinga myndað með
sér samtök. Það er einlæg ósk mín
að allir sem málið varðar taki
höndum saman til stuðnings geð-
sjúkum. Nauðsynlegt er að vekja
athygli og skilning á þörfum
þeirra og aðstæðum.
Eitt af vandamálum geðklofa-
sjúklinga er hversu erfitt þeir eiga
með flókin samskipti. Þróun mála
gerir þessi samskipti nú æ flókn-
ari. Sjúklingurinn býr úti í samfé-
laginu og sækir þjónustu til
margra stofnana. Honum er því
þörf á vönduðu stuðningskerfi.
Hjúkrunarfræðingurinn hefur
löngum verið sá sem næst sjúk-
lingnum stendur af þjónum heil-
brigðiskerfisins. Nú þurfa hjúkr-
unarfræðingar að færa sig með
sjúklingnum frá geðdeildum út í
samfélagið. Geðhjúkrunarþjón-
usta á heilsugæslustöðvum og í
heimahjúkrun er nauðsynleg.
Fimmtán ára starf með geðsjúk-
um hefur gefið mér margt, meðal
annars þá trú að sérhver einstak-
lingur geti haft veruleg áhrif á
ástand sitt þrátt fyrir erfiðan sjúk-
dóm. Góð samvinna geðsjúkra,
aðstandenda þeirra og heilbrigð-
isstétta, ásamt þekkingu almenn-
ings og stuðnings, mun breyta að-
stæðum enn verulega til betri
vegar. Ekkert vandamál er verra
en viðhorf okkar til þess.
Margrét Eiríksdóttir
geðhjúkrunarfræðingur