Tíminn - 06.06.1991, Síða 15

Tíminn - 06.06.1991, Síða 15
‘ •'* ■'/ ** « - ; 1 "• - ■ Fimmtudagur 6. júní 1991 Tíminn 15 MINNING Sigurður Ágústsson Birtingaholti Heil þú, dásöm drottning meðal lista dýrðarljóssins sœti stigin frá. Ástarmild, er mannheim vildir gista, mundar töfrasprotann fríð og há. Dóttir himins móðurmáli hæða mætirþú, sem birtir alla sál, og um háleik œttarþinnar fræða áhrif þín er guðdóms tendra bál. (Steingrímur Thorsteinsson) Einhver innri rödd kallar fram úr leynum hugans þennan lofsöng skáldsins við fráfall bóndans í Birt- ingaholti sem ef til vill við bústörf, plóg eða orf, nam óma og töfra nátt- úrunnar, sem urðu að lagi eða söng í sál hans. Grein þessi verður engin tæmandi lýsing á æviferli þessa merka manns. Hér er aðeins reynt að bregða upp mynd af stopulum kynn- um tveggja manna sem hvergi nærri stóðu það djúpt sem æskilegt hefði verið. En í kynningu einstaklinga getur komið það fram, sá skilningur skapast, sem hvergi er annars staðar að finna. Sigurður Ágústsson fæddist í Birt- ingaholti'þann 13. mars 1907. Ekki verður hjá komist að lýsa hér að nokkru ætt hans og uppruna. En þar sem hér er allt séð frá persónu- íegum sjónarhól þess sem skrifar, liggur beinast við að rekja ættir saman og þarf þar ekki langt að leita, þótt mörgum hafi það verið þoku hulið. Árið 1788 hófu búskap í Bryðju- holti í Ytri-Hrepp hjónin Einar Bjarnason og Guðrún yngri Kol- beinsdóttir prests í Miðdal. Af fimm börnum þeirra, sem upp komust, skulu tvö þau yngstu nafngreind hér: Sigurður, f. 1798, langafi undir- ritaðs, og Arndís, f. 1800, langamma Sigurðar Ágústssonar. Sigurður Einarsson varð stórbóndi í Gelti í Grímsnesi, einn efnuðustu bænda á öllu Suðurlandi. Arndís Einarsdóttir giftist Guð- mundi Magnússyni bónda í Birt- ingaholti árið 1829. Og enda þótt þessi kona félli frá á unga aldri í blóma lífs, mátti segja að gullvæg væri sú ráðstöfun forlaganna, því að frá þeim hjónum er komið mikið mannval fjölhæfra gáfu- og athafna- manna. Eina barn þeirra var Guð- rún er giftist Helga Magnússyni Andréssonar alþingismanns í Syðra- Langholti. Heimili þeirra í Birtinga- holti varð gróið höfðingjasetur í sveit. Þau eignuðust margt barna; af þeim urðu þrír landskunnir prestar: sr. Guðmundur í Reykholti, sr. Magnús skólastjóri Kennaraskólans og sr. Kjartan í Hruna. Og síðast en ekki síst faðir Sigurðar, Ágúst Helgason, bóndi í Birtingaholti, varð fyrirmynd annarra í bændastétt og brautryðjandi í framfaramálum sunnlenskra bænda á fyrri hluta þessarar aldar. Kona Ágústs og móð- ir Sigurðar var Móeiður Skúladóttir Thorarensen frá Móeiðarhvoli, al- bróður Bjarna amtmanns og skálds. í móðurætt Sigurðar komu fram margir stórbrotnir, hugsjónaríkir athafnamenn. Þaðan kom móðir hans með gáfu sönglistar og tóna, sem hann erfði svo í ríkum mæli. Sigurður varð maður fjölmenntaður á fyrri tíma vísu, þótt barnafræðslu hlyti hann ekki utan síns heimilis, en síðar gagnfræðamenntun frá Flensborgarskóla. Að því loknu fór hann til Noregs og dvaldi þar eitt ár við verknám. Árið 1928 kvæntist Sigurður Sig- ríði Sigurfinnsdóttur frá Keflavík. Þau settust þar að fyrst í nokkur ár, en brátt kom að því, þar eð foreldrar voru aldurhnigin orðin, að eitthvert barna þeirra tæki þar við búi. Varð úr að þau hjón fluttu þangað vorið 1934 og hófu búskap. Þau eignuðust 6 börn, þrjá syni og þrjár dætur, en einn son átti Sigurður áður. Hér verður búskaparsaga hans ekki rak- in frekar. Hann vissi að hann bjó á höfuðbóli og reisn staðarins féll ekki í höndum hans. Og nú búa eftir hann tveir synir hans með rausn. Fljótt fóru að hlaðast á hann ýmis félagsmálastörf innan sveitar, að nokkru vegna erfða en annarsvegar vegna hæfileika hans og gáfna. Þau verða hér ekki upp talin. En síðast en ekki síst ber hér að nefna störf hans að söngmennt og tónsmíðum, bæði innan sveitar og utan, svo sem forsöngvarastarf, stofnun og stjórn- un kóra og tónlistarskóla. En það var raunar fleira en hér var upp talið, sem Sigurður Ágústsson lagði á gjörva hönd. Haustið 1955 vantaði kennara við Flúðaskóla og þar sem enginn kennari með rétt- indi sótti um, tók hann þá að sér kennslu og skólastjórn. Á þeim ár- um átti ég börn í skóla og þá hófust okkar fyrstu kynni. Enda þótt skóla- ganga hafi orðið minni en efni stóðu til þóttu kennarahæfileikar hans ótvíræðir, einkum þótti íslensku- kennsla hans með ágætum. Bflar voru þá yfirleitt ekki komnir til sög- unnar á heimilum. Þrátt fyrir það hikaði ég ekki við að fara langa bæj- arleið, sem þá var talið, að loknum vinnudegi og gegningum í heim- sókn til hans til viðræðna, stundum jafnvel fram á nætur. Það voru frjó- samar stundir og ég held báðum minnisstæðar. Fremur lítið var, að mig minnir, rætt um, eins og títt er, landsins gagn og nauðsynjar. Held- ur um forna búskaparhætti heima í Birtingaholti og víðar, um kennslu og skólamál, en þó einkum um skáldskap, listir og menningarmál sem svo eru nefnd. Þótt mig skorti til þess hæfni og skilning vildi ég eitthvað fræðast um tónlistariíf hans. Hann tók því með ákveðinni varúð. Það er háttur skálda og lista- manna að bera sem minnst sinn innri heim á torg. Eitt var það, sem honum bjó í huga og vildi við samræður koma upp á yfirborðið. Það var þegar húsið í Birtingaholti brann árið 1951. Það veit víst enginn, sem ekki hefur reynt, hvað það er að standa yfir rústum heimilis síns. Þessi atburður varð honum mikið harmsefni, sár sem aldrei greri. Voru það einkum óbætanleg menningarverðmæti. „Hér fóru bækur, sem hvergi eru til framar," varð honum að orði. Einnig fór nótnasafn frá honum veg allrar veraldar. Að minnast þess hrærði hann djúpt. Eitt er enn sem ég vil minnast hér. Eitt sinn við skólaslit ritaði ég grein í skólablað, þar sem ég fór viður- kenningarorðum um starf hans. Engin orð hafði hann um það þá. En mörgum áratugum seinna hittumst við eitt sinn. Þá þakkaði hann mér af alúð fyrir þessi orð mín, þau hafi verið honum minnisstæð. Hann hafði þá borið það með sér öll þessi ár. Ekki alls fyrir löngu flaug mér í hug að færa honum þessa grein, en það dróst og varð um seinan. Sigurður átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár og hrörnun kom í kjölfar þess. En með dvínandi lífs- krafti sljóvgast minni og hæfileikar, en það verður mörgum manninum ofraun að skilja og viðurkenna. Sigurður Ágústsson var yngstur og fellur síðastur í valinn sinna systk- ina. Með honum er genginn sá mað- ur, sem setti stóran svip á samtíð sína. Verk hans á sviði tónlistar munu lifa tengd nafni hans. Þau mætti kalla stórvirki af manni sem hélt uppi búskap stóran hluta ævi sinnar, auk þess hlaðinn félagsmála- störfum langt fram yfir alla sann- girni. Slíkt er bjarnargreiði, enda þótt hann væri vel til þess fær og hafnaði því ekki. Enginn er til frá- sagnar um þá innri baráttu sem slíkt getur valdið. Gáfur hans voru bæði fjölþættar og víðfeðmar. Hann var hugljúfur og kurteis í framkomu, en bar þó með sér stolt og stórlyndi ættar sinnar. Hann var eldhugi á þann veg, að bera hugðarefni sín fram til sigurs — söng og tónlistarmál. En hann bar einnig með sér einkenni sveim- hugans — gleðimaður þar sem hrif- næmi listamanns réð ferðinni ... Fagrar konur og dýrar veigar... Einar Benediktsson kvað í Einræð- um Starkaðar: Hvíti faðmur, varhjarta mitt kait? því hljóðnaði ástanna nafn mér á vörurri? Dgpi mins brjósts veit ég aldrei allt, efi og þótti býr í þess svörum. Og Mungát Einars Benediktssonar: Svo há og víð er hjartans auða borg að hvergi kennir rjáfurs eða veggjar. En leiti ég manns, ég lít um múgans torg, þar lifir kraftur, sem minn vilja eggjar. Hvað vita þessir merm um sælu og sorg ersupu aldrei lífsins veig í dreggjar. Ég þrái dýrra vín og nýja vini, og vel mér sessunaut afHáva kyni. En Sigurður Ágústsson lifði ekki eingöngu í heimi hljómlistar og tóna. Hagmælska var honum gefin og orti hann ljóð við mörg sönglaga sinna. Ljóðheimur aldamótaskáld- anna lifði og kveikti neista innra með honum. Hann fór ekki dult með, að þar bæri hæst og stæði hon- um næst listaskáldið góða — Jónas Hallgrímsson. Sú gæfa fylgdi honum að sofna að síðustu inn í aðra veröld, þar sem ef til vill ríkti „Tónaseiður og svana- flug“ eða svo mætti ætla, því að til hvers væri annars lifað hér á jörð. í Ferðalokum segir: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda sem unnast fær aldregi eilífð aðskilið. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður okkar Fríðríks Hafsteins Runólfssonar Magna og Vigdís Sigurður Sigurmundsson PÓSTUR OG SÍMI óskar að ráða svæðisumsjónarmann /rafeindavirkja til afleysinga í rúmt ár hjá Pósti og síma, Húsavík. Nánari upplýsingar hjá stöðvarstjóra, Húsavík, og umdæmisverkfræðingi á Akureyri. Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðn- um 3. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir van- goldnum opinberum gjöldum utan staðgreiðslu, sem féllu í gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1991. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða hafin að átta dög- um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði til- skildar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 3. júní 1991 Auglýsing um lögtök fýrir fasteigna- og brunabótagjöldum í Reykjavík Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 3. þ.m., verða lögtök látin fara fram til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og brunabótaiðgjöldum 1991. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttar- vöxtum og kostnaði, hefjast að 8 dögum liönum frá birtingu þess- arar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 3. júní 1991 Sumartími skrífstofu Framsóknarflokksins Frá 15. mal verður skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20, III hæð, opin frá kl. 8:00-16:00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn MUNIÐ að skila titkynningum (ftokksstarfið tímanlega - daginn fyrir útkomudag. þ.e. fyrirkL4 Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðuriandi, Eyrar- vegi 15, Selfossi, verðuropin áþriðjudögumogfimmtudögumfrá kl. 15-17. Sími 98-22547. Félagar hvattir til að Itta inn. KSFS Stjómarmenn SUF 4. stjómarfundur SUF verður haldinn föstudaginn 7. júni nk. kl. 19.00 að Hafnarstræti 20, 3. hæð. FonmaðurSUF I Reyknesingar - nærsveitamenn Framsóknarféiög Kópavogs efna til ferðar um Reykjanes sunnudaginn 16. júnl næstkomandi. Lagt verður af stað frá Kópavogi kl. 10 og komið aftur um kl. 18. Hægt verður að panta hádegisverð I Sjómannastofunni i Grindavik áður en lagt verður af stað. Leiðsögumaður verður Steinunn F. Harðardóttir og fararstjóri Guðrún Alda Harðardóttir. Áætlað verð 1500-2000 krónur. Tekið verður á móti pöntunum hjá Sigurbjörgu Björgvinsdóttur I slma 43774 á kvöldin og Guðrúnu Öldu Harðardóttur i sima 45672 á kvöldin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.