Tíminn - 04.07.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.07.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagu 4. júlí 1991 tnargra tr að vísu ekk* vílaft, en þola í stórvlðri yfir landið, VANDGERT AdÐ FEHÐAMENN ístandi vegna góðvlftris og j»að eru Þó er sunot í veðráttutali oldtar gíetí kannske farift undariega meft eru gir og sumstaftar snjó- Eu siriftr er eldtí bara aö ísland er ekki eitt vefti VÍXLADUR SAMANBURÐUR tll hollrar útívistar á stóöum og lensks vefturfars. Verra er ef ís- lcndingar sjálfir »Öa aldreí aft f»AÐ RIGNDI í GÆR geta áttaft slg á duttlungum veftr- tslensk vorveftrátta er e.t.v. þaft íttunnar, sem ero raunar englr seœ erfiftast er aft sjá fyrir og duítlungar, heldur afieifting af verst aft sœtta sig rift ef voriroman légu landsins og straumum há- dregst úr SBu hófi. Ekki þarf að loftanna hér á norfturslóft úti í kvarta undan vor- og sumarkomu reginhafi. Meft röngum efta vúd- á þessu ári. Sumarift kom vífta uftum samanburöi á veftráttn ls- snemma, en svo herti reyndar að lands og suftrænni landa efta um tíma og þaft dró ór grassprettu norölægri landa þar sem staftviftri og föíva sló á berjalyng sem farið megtolandsins eru meira rftáandi var aft taka vift sén Nú er þetta aJlt en á fsiandi, er Íuegt aft búa sér til aft jafna sig. Þaft rigndi f gær þeg- þá skoftun aft óverandi sé á Jsiandi ar Gam var aft setja þessa hug- Ófróftasti maftur um vefturfræfti, Garri sá sem hér skrifar, kann aft vísu ekki aft skýta vfsindaiegum orftum, en hefttr þó á meftvitund- inni, þó ekki sé nema af því aft hafa fylgst meft veftnrfréttum sjónvarps f næstum aidarfjórftung og er Eftt af þvf allra skrytnasta, sem herrans tíft, reyndar svo árum sfdpths, Hvaft eru menn þá aft þjóftgarðsverftmum í Skaftafelli öftru vísi, þannig aft betur kæmi eystra, aft einhver gestur hans út- út fyrir ísland. Þaö er aft vísu *éft lendtrr hafi kvartaö ákaft nndan aft íslensk sumur eru fremur svid, Babelsturn hinn nýi Allt frá dögum þrælakistunnar á Bessastöðum hafa fángelsismál á íslandi aldrei verið í góðu lagi, en á henni mun hafa verið nokkuð góð- ur skikkur eftir þeirrar aldar hætti og hugsanagangi og líklega var hún hérumbil mannheld. Gamla tugthúsið suður undir Arnarhóln- um var aftur á móti skrýtilega rek- in stofnun, sem var sumpart sam- komustaður fyllirafta bæjarins á lögnum tímabilum, sem þar áttu vísa afþreyingu og selskap með föngunum, væru þeir þá ekki að róa á sjó eða að landbúnaðarstörf- um á gresjum höfðingjanna. Þegar harðnaði í ári var delinkventunum svo bara sagt að hverfa heim í sína sveit, því ekki var hægt að gefa þeim að éta. Um hríð var fanga- geymsla yfir kontórum háyfirdóm- arans við Austurstræti og roskin heljarmenni úr lögregluliðinu í Kaupmannahöfn flutt til landsins að gæta brotlegra. En þá gekk ag- inn og strangleikinn aiftur á móti úr öllu hófi, því hinir röggsömu dönsku menn áttu til að þuma svo að föngum sínum að þeir lágu steindauðir eftir í dyflissunni. ,Um aldir höfðu sýslumenn og hrepp- stjórar svo reynt að geyma dæmda menn á heimilum sínum meðan beðið var dóma á alþingi, en það gekk misjafnlega og ganga margar sögur þar af. Loks ofarlega á síð- ustu öld kom svo „Steinninn" við Skólavörðustíg, sem reyndist land- inu skikkanlegt fangelsi lengi vel, þótt margan ósómann sé búið að fremja á þeim langa tíma sem lið- inn er frá því að húsið varð ófull- nægjandi og úrelt. Lengi hefur Litla-Hraun með þjóðlegum burst- um sínum og góðbýlissvip þó talist hið eiginlega ríkisfangelsi, en þar segir að margt sé í skötulíki og baðstofubragur annarlegur. Þótt ekki höfum vér aðgang að vitjana- bókum þeirra klerka er þar eiga að framfylgja húsaganum, þá er sagt að ekki sé yfirleitt guðsbarna von í hópi þeirra er þaðan ganga undan vistarbandinu. Loks er svo að telja Síðumúlafangelsið, sem einmitt er í umræðunni þessa stundina. Það kemur, eins og þjóð veit, af því að eftir því sem þjóðfélagið verður há- þróaðra og margbrotnara verða misindismennirnir líka „háþróað- ari og margbrotnari", og þörf á sér- hæðum starfskröftum til að botna í þeim. Og takist ekki að botna í þeim eigi að síður, þá eru þeir svo sem ekki eini þjóðfélagsvandinn sem svo er ástatt um. En það fylgir allri sérfræði og margflókinheitum nútímaþjóðfé- lags, að þeir, sem með völdin fara, mega gæta sín að stíga ekki ofan á skottið á vísindunum. Vegna þessa hefur heilbrigðisráðherrann nýi, Sighvatur Björgvinsson, nú hlotið ofanígjöf er verða hlýtur honum að lexíu er hann mun seint gleyma. Sighvatur er rétt nýlega sestur í ráðuneyti sitt og barmafullur af vilja til að láta allt gott af sér leiða — þótt deilt sé um að það sé holl- usta fýrir sjúka og ellimóða að taka forskrifaðar pillur þess og inntök- ur frá munninum á þeim, með því að gera þetta að óyfirstíganlegum kostnaðarlið. En Sighvati hafði lengi verið hugleikið að bæta úr kröm fanga sem menn höfðu velkst í vafa um hvort fremur bæri að vista á sjúkrahúsi en í fangelsi. Er hann nú var kominn með inn- sigli og umboð í hendur vildi hann ráða nauðsynlega bót hér á, réð sérmenntaðan starfskraft eins og vera bar og gekk frá samningum um húsnæði sem honum — að vísu ósérfróðum — leist hentugt. Þarna varð Sighvati hins vegar á. Sérfróði starfskrafturinn brást hinn versti við, þvert ofan í það sem Sighvatur í góðgirni sinni ætlaði, sagði stöðu sinni lausri og hefur opinberlega snuprað hann fyrir ofríkishátt, vanþekkingu og flumbrugang. Er nú komið í illt efni og mun Sighvatur trúlega verða að fara betur niður í heima- verkefni sín og vita hvort leið finnst til að friðmælast við vísindin og sérfræðina. Er ekki ósennilegt að áður en hann hverfur úr ráð- herrastóli verði risið af grunni tölvuknúið tugthús, sem snýst marga hringi á sólarhring eins og Perlan og vefur með því móti vit- leysunni ofan af þeim er þar gista. En úrbætur í þessari grein fang- elsismálanna munu ekki verða lokaskrefið. Senn hlýtur að rísa við dagsbrún ný öld í tugthúsmálum á íslandi og með henni glæsibygg- ingar, kannske á borð við Sing Sing og Walla Walla. Vitanlega mun ekki skorta á að vorir ís- lensku ráðleysingjar geri sitt til að sjá þeim fyrir mannafla og réttlæta byggingu þeirra. En von er í að frjáls og galopinn atvinnumarkað- ur EB-kerfisins hjálpi líka til. Hann mun flytja með sér mörg stöðugildi handa sérfróðum og frá hinum mikiu tugthúsum mun berast raddkliður á öllum jarðar- innar tung um, eins og úr Babels- turninum. O.Ó. Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin [ Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason SkrifstofunLyngháls 9,110 Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvötdsímar Askrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Viðvörun rektors Fráfarandi háskólarektor, dr. Sigmundur Guð- bjarnason, lauk ræðu sinni á háskólahátíð með eftir- farandi orðum: „Ég vil trúa því að íslenska þjóðin hafi þann styrk og þann metnað að hún glati ekki sjálfsvitund sinni og sjálfstæði." Fyrr í ræðunni hafði hann minnst þess að Háskóli íslands á áttatíu ára afmæli á þessu ári. Hann benti réttilega á að stofnun Háskóla lslands hafí verið mik- ilvægur áfangi í baráttu íslensku þjóðarinnar fyrir frelsi og menningarlegu, efnahagslegu og stjórn- málalegu sjálfstæði. Orðrétt sagði rektor: „Háskólanum var ekki aðeins ætlað að mennta emb- ættismenn heldur jafnframt og jafnvel enn frekar að mennta baráttumenn sem eflt gætu sjálfsvitund og sjálfstraust landsmanna í sífelldri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar." Með þessum orðum og öðrum áhersluatriðum ræðu sinnar tók háskólarektor upp þráðinn úr skólaslita- ræðu sinni í fyrra þar sem hann varaði við þeirri stefnu sem áberandi væri í samtímanum, að allar þjóðir, smáar sem stórar, gengju undir eitt ríkisvald í þeirri trú að þar með væri hag þeirra best borgið. Háskólarektor hafði að sjálfsögðu einkum í huga til- komu Evrópubandalagsins og útvíkkunar- og stækk- unarhugmyndir þess. Háskólarektor sýndi fram á að Evrópubandalagið er í eðli sínu miðstýringarbákn og lét af því tilefni svo um mælt: „Þegar Austur-Evrópa er loks að kasta af sér fjötrum miðstýringar er í Vestur-Evrópu myndað annað ríkja- bandalag sem byggir upp nýjan draum miðstýringar og valdasamþjöppunar í Briissel. Enn sem fyrr á hið fyrirheitna ríkjabandalag að bæta lífskjör fjöldans, en að vísu undir merki einstaklingsframtaksins... Þró- unin í Vestur-Evrópu stefnir vissulega í nýja heims- mynd þar sem auðlindir og atvinnulíf færast í aukn- um mæli í fang fjölþjóðafyrirtækja." Síðan sneri rektor máli sínu að afstöðu íslendinga til Evrópuþróunarinnar og sagði: „Við íslendingar þurfum, eins og aðrar þjóðir, að leita bestu viðskiptakjara á hverjum tíma og ekki síst meðal nágrannaþjóða. Enn virðist óljóst hvort eða hvernig tekst að semja við EB. Við megum ekki láta þvinga okkur til samninga sem veita aðeins stundar- hag en háska þegar til lengri tíma er litið. Ekki meg- um við heldur láta ótta við einangrun villa okkur sýn, því íslendingar hvorki vilja né geta einangrað sig í sí- fellt alþjóðlegri heirni." í framhaldi af þessum orðum um einangrunarótta þeirra, sem ákafast mæla með nánum tengslum við evrópsk ríkjabandalög, sagði rektor: „íslendingar eru á ýmsum sviðum enn alþjóðlegri en nágrannaþjóðirnar. Um þriðjungur íslenskra há- skólastúdenta stundar á hverjum tíma nám erlend- is... Stór hluti vísindamanna okkar hefur verið í sam- starfi við erlenda starfsbræður... íslendingar munu hvorki einangrast hér eða innan takmarkaðra mark- aðssvæða, þeir munu halda áfram að leita tækifæra um allanheim." Ráðamehn þjóðarinnar þurfa að gefa orðum há- skólarektors fullan gaum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.