Tíminn - 04.07.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.07.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur4. júlí 1991 BANQVE DE FI{ANCE Hollywood. í mörg ár var nafnið Crédit Lyonnais gæða- merki í þessum bæ. Franski bankinn, sem er í eigu ríkisins, fjármagnaði kvikmyndir fyrir framleiðendur eins og Dino de Laurentiis og Arnold Kopelson. Nafni hans brá fyrir á kvik- myndatjaldinu þegar getið var þeirra sem höfðu lagt fram fé til mynda eins og Platoon og The Fabulous Baker Boys. Pap- arazzi- ljósmyndarar smelltu myndum af harðánægðum embættismönnum bankans í fínum samkvæmum. Þessa dag- ana er Crédit Lyonnais enn mik- ið til umræðu í Hollywood, en bankamennirnir eru ekki leng- ur harðánægðir. Það hefur kom- ið í ljós að bankinn þeirra er á bólakafi í óöruggum Holly- wood-lánum til framleiðslufyr- irtækja sem ýmist hafa lagt upp laupana eða eru komin á ystu nöf. Þeir, sem gerst þekkja til, segja að lán bankans til kvik- myndaiðnaðarins í Hollywood séu komin yfir tvo milljarða dollara og bankinn sé þar með stærsti lánardrottinn kvik- myndaiðnaðarins. Crédit Ly- onnais tók m.a.s. í sínar hendur stærsta lántakandann í Holly- wood, MGM-Pathé, sem nú stendur á brauðfótum. Giancarlo Parretti fékk góða fýrírgreiðslu hjá Crédit Lyonnais þegar hann var að leggja undir sig MGM í nafni franska kvikmyndafélagsins Pat- hé. Nú segist bankinn hafa veríð blekktur og kær- umar ganga á víxl. Jean-Yves Haberer gerðist bankastjóri Crédit Ly- onnais fyrir þrem árum og ætlaði bankanum stór- an hlut í bankaviðskiptum í heiminum. Nú stendur hann í sífelldum málaferlum vegna lánastarfsemi bankans í Hollywood. 500 EANQVE Df. HJANCE mmiS Franskur banki f rík- isÐígn, sem er að leíta hófanna á alþjóöa- vettvangi, er orðinn blindaður af björtum sviðsljósunum f Holly- wood og þrúgaöur af hitanum af þefm, þeg- ar f Ijós er komið að ótæpileg peningalán bankans eru að breyta kvikmynda- draumum hans f hryll- ingsmynd. Pólitísk púðurtunna í Frakklandi Bankinn, sem á eignir upp á 1.46 trilljón franskra franka (um 239 milljarða dollara) skýtur sér undan að ræða ástæður þess að hann er kominn svo á bólakaf í kvikmyndaviðskipti. Það um- ræðuefni er orðið að pólitískri púðurtunnu í Frakklandi. Stjórn- málamenn í stjómarandstöðu, undir forystu Francois d’Aubert, íhaldsþingmanns, krefjast þess að fram fari rannsókn á vegum þingsins á gerðum bankans, sér- staklega tengslum hans við Gian- carlo Parretti. í kæm, sem lögð var fram fyrir skemmstu, heldur Crédit Lyonnais því fram að Parr- etti, sem myndaði MGM-Pathé í nóvember sl., hafi stjórnað kvik- myndafélaginu illa. Hin mörgu vandamál Crédit Ly- onnais í Hollywood sýna sig að hafa komið bankanum í klípu á sérlega viðkvæmum tíma fyrir hann. Bankinn er að reyna að komast í feitt hlutverk í alheims- bankamálum og er líka að reyna að ýta til hliðar helsta keppi- nautnum, Banque Nationale de Paris. Allt frá því Jean-Yves Ha- berer, kraftmikill fyrrverandi rík- isféhirðir, var skipaður forstjóri Crédit Lyonnais fyrir þrem árum, hefur hann þeytt þessum 128 ára gamla banka út í yfirtökusvall og hrifsað til sín banka víðs vegar um Evrópu. Aðrir bankamenn eru lítt hrifnir af hreinskilnum stíl Haberers. í apríl sl., svo dæmi sé tekið, gaf hann öðrum stórum frönskum bönkum langt nef og sagði að þeir þjáðust af „aðgerðaleysi". En sá hlær best sem síðast hlær og það gætu orðið keppinautar hans, því að sókndjarfur stíll Crédit Ly- onnais í Hollywood kann nú að verða bankanum dýrt spaug. Crédit Lyonnais-bankinn var stoftur af afskiptum sínum f Hollywood og hengdi gjama upp kvikmynda- auglýsingaspjöld í húsakynnum sínum. Bankinn átti hlut aömörgum velgengnis- myndum, en líka mörgum rándýrum fallmyndum CREDIT LYONNAIS INTERNATIONAL Hollywoodglýjan blindaði franskan stórbanka: Lögfræðingar græöa stórfé á málaferlum bank ans og MGM-Pathé

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.