Tíminn - 06.07.1991, Side 2

Tíminn - 06.07.1991, Side 2
10 HELGIN Laugardagur 6. júlí 1991 Kaldrana- legur... fullorðna fólkið, en öðru máli gegndi þegar hún talaði við okkur börnin. Hún fór með gömul kvæði og þulur, Vinaspegil og Tólfsona- kvæði. Stundum gekk mér erfiðlega að skilja, en þá skýrði hún allt út fyr- ir mér og alltaf þannig að mér varð meiningin ljós. - - Svona var amma mín og ég tel það hafa orðið mér til mikillar gæfu að eiga bemskuár mín undir handleiðslu hennar. Ég hef oft Iesið og heyrt menn lýsa því hvað mikið þeir eigi að þakka ömmu sinni. Það hef ég alltaf skilið, en ég efast um að margir eigi sinni ömmu eins mikið að þakka og ég ömmu minni, Vilborgu Jónsdóttur. Einn sunnudag sat ég á rúminu hennar, en faðir minn var að lesa húslestur. Allt í einu hallaðist hún útaf á rúmið og faðir minn leit upp. Ég mun ekki hafa skilið hvað um var að vera, því að komið gat fyrir að fólk hallaðist út af meðan á húslestri stóð. Faðir minn hélt áfram að lesa, en leit svo aftur upp úr lestrinum og eftir skamma stund gekk móðir mín að rúminu til okkar og leit á móður sína. Hún beygði sig að henni og ég sá að kvíði kom í svip hennar. Það var eitthvað að. Ég leit á ömmu mína. Hún lá þarna á vangann við hlið mína, friðsæl og kyrrlát, en undarlega föl. Faðir minn hætti að lesa og hnyklaði brýnnar, en ég hrökklaðist einhvern veginn fram á gólfið í baðstofunni. Amma mín var dáin. Þetta var mitt fyrsta stóra áfall, en ég átti eftir að reyna þau fleiri og vo- veiflegri, en ég var bam og sárið reyndist djúpt og hafðist illa við. í fyrsta sinn færðist myrkur yfir allt og umhverfið varð dekkra og gleði dagsins ekki eins og áður. Það, sem áður vakti fögnuð minn, fannst mér nú einskis virði — og hvar var nú at- hvarfið? Mér fannst bærinn vera tómur og þó þótti mér vænt um for- eldra mína. Ég gat ekki framar feng- ið að heyra ævintýr, sagnir og Ijóð af vörum ömmu minnar, hin þýða og milda rödd hennar var þögnuð og heyrðist aldrei meir. Én eftir lifði Ijóminn af henni — og hann hefur reynst mér vel allt til þessa dags. Amma mín var á níræðisaldri þeg- ar hún lést. Einhvern veginn finnst mér að ég hafi orðið fullorðnari við þennan atburð. Sýnin ógleymanlega Á unglingsárum mínum lifðu margir við sárustu örbirgð og ein- stæðingsskap. Þá var engin aðstoð veitt, nema hvað nágrannar og vandamenn létu máske eitthvað af hendi rakna við aumingjana. Lífið var hart og miskunnarlaust, mann- úðin ef til vill alveg eins mikil og nú, en möguleikar fáir og einhæfir. Hver varð að bjarga sér — og ef hann gat það ekki einhverra hluta vegna, sökk hann niður í eymdina og allsleysið. Oft var hörmulegt að heyra um heimilin, sem leyst voru upp, tætt í sundur og sett á hrakhóla, þegar fyr- irvinnan féll frá, en í þá daga voru slys oft tíð og stór á sjó og margir létu lífið í átökunum við Ægi. Þegar heimilisfaðirinn féll frá var allt horf- ið, því að enginn átti neitt til, svo að ekki var hægt að grípa til varasjóðs. Ég þekkti börn á hrakhólum og upp- gefin gamalmenni hungruð og köld, klæðlítil í kofaræksnum — og fáir vissu á hverju lifðu. En engir lifðu þó við aðra eins hörmung og holdsveikisjúklingarn- ir. Vil ég nú minnast nokkuð á ævi- kjör þeirra hér á eftir, enda bar fyrir mig sýn í bernsku minni, sem ég hef alla tíð munað og mun aldrei gleyma. Hún grópaðist í vitund mína, svo að ég varð miður mín þann dag og lengi á eftir, mig dreymdi hana jafnvel um nætur og vaknaði upp við hana. Ég var einn dag undir vori látinn fara í smala- mennsku inn í Öskjuhlíð. Ég mun hafa verið átta ára eða þar um bil. Ég gekk sem leið liggur heiman að frá mér, fram hjá Nauthól og sunnan í hlíðina. Ég var kátur og fullur af lífs- fjöri og hljóp við fót. Veðrið var heldur gott, en dálítið kul og snjóa hafði leyst, svo að leiðin var greið- fær, en oft var þó sukksamt í mýr- inni, sérstaklega á vorin, þegar klak- inn var að þiðna í jörðinni. Ég man ekki betur en ég væri að raula fyrir munni mér einhverja vísu, sem amma mín hafði kennt mér. Ég var kominn sunnan í hlíðina og staldr- aði þar við og svipaðist um, en enga kindina sá ég. Allt í einu kom ég auga á einhverjar þústir skammt frá Beneventum, en þar í nálægð var þá áningarstaður þeirra, sem voru á leið til Reykjavíkur. Ég sá að þarna var á hreyfing og tvær grindhoraðar bikkjur, sem snöpuðu milli klett- anna. Ég varð forvitinn og færði mig nær og er ég nálgaðist þóttist ég sjá að þarna voru manneskjur. Ég sá brátt að þarna voru þrjár konur og tveir karlar. Þau lágu þarna eða húktu og mauluðu eitthvað. Ég hugsaði mér að forvitnast meira um þetta fólk, sem mér þótti undarlegt, en þegar ég var kominn nálægt því og það hafði tekið eftir mér nam ég skyndilega staðar. Ég sá að eitthvað var bogið við þetta fólk. Hendur þess fálmuðu um pokaskaufa, en hvílíkar hendur. Það vantaði hálfa og heila fingur á það. Ég leit í andlit þess og hvílík andlit. Það vantaði nefbjarg- irnar á sumt, augun voru næstum hvarmalaus, rauð og syndandi í vatni, eins og þau væru hálfbrostin, eyru vantaði og sár voru á vöngum, hárið hékk í sneplum og líkamirnir voru allir krypplaðir og af sér gengnir. Ein konan ætlaði að rísa á fætur, en gat það ekki, svo að önnur kona hjálpaði henni. Hún greip um hana visnum handleggjum með höndum, sem voru tærðar, sárar og skertar. Fatnaður þessa fólks var druslur einar, slitin og götótt poka- pils og treyjur með olnbogana út úr. Konurnar höfðu sjaldruslur á herð- um eða hyrnur. Karlmennirnir voru ekki betur til fara. Þeir voru í peys- um sem voru götóttar og trosnaðar og buxnaræflum. — Ég stóð þarna eins og negldur við jörðina. Allt í einu rétti ein konan út hendur til mín, en annar karlmannanna veifaði til mín og sagði eitthvað, en ég hafð- ist ekki að. Svo reis fólkið á fætur, karl haltraði til hestanna og teymdi þá til hins fólksins og svo hjálpaðist það að því að lyfta einni konunni á bak. Öll voru þau fimm með tvo hesta. Eftir nokkra stund fór það að nálgast mig, en þá sneri ég við, tók til fótanna, gleymdi kindunum mín- um og smalamennskunni og hljóp heim sem fætur toguðu. Ég flýtti mér til móður minnar og sagði henni hvað fyrir mig hafði borið, en hún svaraði: „Þetta hafa verið holds- veikir vesalingar af Suðurnesjum. Þeir eru að koma undan vetrinum, þessir aumingjar, í von um að þeim áskotnist eitthvað hérna í Reykja- vík.“ Ég hafði heyrt talað um holdsveiki, en ég hafði aldrei séð holdsveikt fólk. Hins vegar skildi ég nú hvers vegna fólk talaði alltaf með hrylling í röddinni um þessa hræðilegu veiki. Þetta var áður en holdsveikra- spítalinn í Laugamesi tók til starfa og Sæmundur Bjarnhéðinsson hóf hina hetjulegu baráttu sína, sem mér er sagt að hafi vakið athygli víða um heim. Holdsveiki hafði verið landlæg hér og einhvern tíma las ég grein eftir Sæmund, þar sem hann taldi líklegt að holdsveiki hefði flust til landsins þegar á landnámsöld. í sömu grein er sagt að holdsveiki sé um land allt, en sérstaklega sé hún og hafi alltaf verið, útbreidd á Suð- urnesjum. Árið 1887 eða þremur ár- um eftir að ég sá holdsveikisjúkling- Grímur Thomsen: ,Aldrei rétti hann mér nokkum skapaðan hlut, ekki einu sinni gráfíkju eða rú- sínuögn, hvað þá aura...“ Sæmundur Bjamhéðinsson, læknir við holdsveikraspítalann. ana í Öskjuhlíð er sagt að hafi verið 48 sjúklingar í 12 sýslum og séu skýrslurnar þó alls ekki tæmandi. Ævikjör holdsveikisjúklinga höfðu alltaf verið hin hörmulegustu. Ein- hverntíma höfðu þó verið settir á fót svokallaðir holdsveikispítalar, en það voru þá helst niðurnídd kot og aðbúnaðurinn eftir því, í raun og veru engin hjúkrun og engin spít- alamynd á vistarverum eftir nútíma mælikvarða. Það þekktist jafnvel að holdsveikisjúklingar væru settir til að annast heimilisstörfin, ef heimil- isstörf skyldi kalla. Sjúlingarnir voru sveltir heilu hungri. Það var eitt sinn í lögum að sjómenn áttu að gjalda aflahlut til þessara spítala, en aflahlutirnir innheimtust illa og lágu biskupar og lögmenn í sífelld- um erjum út af honum. Það mun hafa verið Jón Sveinsson rithöfundur, Nonni, sem fyrstur hóf samskot til þess að reistur væri holdsveikraspítali hér á landi. Hann átti þá heima í Ordrup í Danmörku og var þá ekki orðinn heimsfrægur rithöfundur og ferðalangur, eins og hann varð síðar. Að líkindum hafa samskotin ekki gengið vel, en frum- kvæði þessa íslenska drengs mun þó hafa orðið til þess að hingað var sendur danskur læknir, Ehler að nafni, og ferðaðist hann um landið og kynnti sér ástandið. Þetta mun hafa verið 1894 — og man ég að ég heyrði mikið talað um þennan mann. Hann gaf út skýrslur um rannsóknir sínar — og þóttist hafa fundið um 160 holdsveikisjúklinga á landinu, en gerði þó ráð fyrir að þeir væru talsvert fleiri. Eitthvað heyrði ég talað um það að Jón Hjaltalín landlæknir hefði á sínum tíma ekki talið ástæðu til þess að gera neitt til útrýmingar holdsveikinni, hann hélt því fram að hún væri að hjaðna og með þálifandi sjúklingum mundi veikin hverfa. Schierbeck landlækn- ir lagði fyrir alþingi árið 1893 frum- varp um stofnun holdsveikraspítala, en frumvarpið var fellt. Ekki var skilningurinn betri en þetta. Það mun hafa hafst upp úr rannsóknaför Ehlers læknis hingað að Oddfello- war í Danmörku tóku málið að sér og hófu samskot, sem gengu svo vel að árið 1896 hófu þeir byggingu Laugarnesspítalans og afhentu hann landinu árið eftir að gjöf, en þá voru holdsveikisjúklingar á öllu landinu 180 að tölu. Mér finnst að þó við íslendingar eigum margar sárar minningar um viðskipti Dana við okkur á liðnum öldum, þá megum við gjarna um leið minnast þess, sem þeir hafa vel gert. Og það tel ég hafa verið mikið drengskaparbragð af þeirra hálfu er þeir gáfu okkur Laugamesspítala. En við urðum líka heppnir með for- ystumann þessarar stofnunar. Sæ- mundur Bjamhéðinsson var þá ung- ur maður og dugmikill, en um leið framúrskarandi dugmikill og vildi vinna í kyrrþey. Ég hygg að sjaldan höfum við íslendingar átt eins góð- an mann í ábyrgðarmikilli stöðu og Sæmund Bjarnhéðinsson. Hann hóf þegar baráttu sína og var studdur af ráðum og dáð af konu sinni, frú Christophine. Og þessari baráttu hélt hann áfram óslitið í fjóra ára- tugi með fádæma góðum árangri. Ég man það að almenningur fylgdist mjög vel með starfi Sæmundar og sjúkrahúss hans. Ég heyrði um það talað, 16 ámm eftir að spítalinn tók til starfa, að þá hefði holdsveikisjúk- lingum fækkað um helming, en þá vom aðeins 14 ár liðin frá því að al- þingi samþykkti fyrstu lögin um einangmn holdsveikra. Enga sjúkdóma hræddist almenn- ingur eins og holdsveikina og svo mun vera með öllum þjóðum. Ég skal til dæmis um óttann við veikina geta þess að þegar talað var um það að reisa holdsveikraspítalann í Laugamesi komst sá kvittur á kreik að það væri alveg óþolandi, því að spítalinn gæti smitað sjóinn og með honum gæti bakterían borist til Reykjavíkur. Ég heyrði marga menn tala um þetta. Og það var ekki fyrr en landlæknir hafði gefið út yfirlýs- ingu um að þetta væri hin mesta bá- bilja, að óttinn við smitun frá spítal- anum hjaðnaði. Móðir mín sagði við mig daginn, sem ég sá vesalingana í Öskjuhlíðinni, að þeir væm komnir undan vetrinum í von um að þeim áskotnaðist eitthvað. Mér varð oft hugsað til þessara orða hennar síðar á ævinni þegar ég sá holdsveikt fólk. Hún átti við það að á vetrum hafðist það við á kotum, einmana og yfirgef- ið í kröm og kulda, en þegar voraði fékk það lánaðar drógar til betliferða og þá var leitað til Reykjavíkur. Fólk rétti því ekki neitt. Því var ekki boð- ið til stofu. Margir gáfu því samt, en öllu var kastað til þess úr fjarlægð — hurð ef til vill opnuð í hálfa gátt og gjöfmni varpað út á hlaðið, mat- arpinkli fyrst og fremst, en líka ein- hverjum fataræflum, sumir gáfu og skó, sokka og vettlinga. Foreldrar mínir færðu þessum vesalingum gjafir. — Sæmundur Bjarnhéðins- son lét af störfum um 1936, ellimóð- ur og bilaður að heilsu. Ekki var honum haldið neitt samsæti og að- eins eitt dagblaðanna birti við hann viðtal við brottför hans. Hann flutti alfarinn til Kaupmannahafnar ásamt konu sinni sem var danskrar ættar — og lést þar skömmu síðar. Við íslendingar stöndum í óbættri skuld við þennan afbragðsmann. Nú þykir stórviðburður ef nýtt til- felli af holdsveiki kemur í ljós. Nú dvelja síðustu holdsveikisjúkling- arnir, örfáir að tölu, í myndarlegu sjúkrahúsi skammt þar frá sem ég sá hörmungarsýnina á útmánuðunum árið sem ég var átta ára gamall og hef aldrei getað gleymt. Grímur Thomsen og viðskipti mín við hann Það var ekki gestkvæmt á heimili foreldra minna, utan hverfismanna, svo og nokkurra Seltirninga. Ég man þó sérstaklega eftir einum gesti, sem kom nokkuð oft og alltaf í sömu erindum. Þetta var skáldið á Bessastöðum, Grímur Thomsen. Hann kom alltaf vor, sumar og haust, en sjaldan eða aldrei á vetrum og hygg ég að þá hafi hann haldið kyrru fyrir. Það er ekki óeðlilegt, þó að ég muni fremur eftir Grími en flestum öðrum, sem að garði bar. Hann var mjög umtalaður maður, einn af mestu höfðingjum landsins, alþingismaður, skáld og umsvifa- maður mikill i opinberum málum VERKSMIÐJU- VERÐLÆKKUN Á CMflS RULLUBINDI- VÉLUM Okkur hefur tekist að fá verðlækkun á þessum vel búnu vélum. CLAAS R-36, 90 x 120 kr. 649.000. ™Án vask. CLAAS R-66, 150 x 120 kr. 960.000. ™An vask. Athugið: Aðeins er um fáar vélar að ræða. Mlíísútíiúf HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI91-670000 Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska bírtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir bírtingardag. Þœrþurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.