Tíminn - 13.07.1991, Page 4
12Tíminn
Laugardagur 13. júlf 1991
Nokkum veginn heilir skór af gerð, sem tíökaöist á miðöldum. „Ég reikna fastíega meö að þeir séu innfluttír, því
fsiendingar sútuðu ekki leöur sjáifir á þessum tíma,“ segir Mjöil.
Margt bjó í
Borgarhólnum
Um síðustu helgi hófst í Bogasal Þjóðminjasafns íslands sýning á
munum, sem fundust í fornleifauppgreftri í gamla bæjarhólnum á
Stóruborg undir Eyjafjöllum. Þeim uppgreftri lauk á síðasta ári,
eftir 13 sumra starf sem hófst 1978. Þessi uppgröftur er um
margt afar merkiiegur, því hóllinn hafði ekki einungis að geyma
mikinn fróðleik um líf og starf fyrrí kynslóða, heldur voru varð-
veisluskilyrði fornra muna í honum einstaklega góð, það er að
segja þéttur moldarjarðvegur sem loft lék ekki um. Alls fundust
4578 munir í uppgreftrínum sjálfum, en áður hafði Þórður Tóm-
asson, safnvörður í Skógum, bjargað miklu.
Uppgröfturinn var að öðrum þræði
björgunargröftur, því ágangur áa og
sjávar ógnar bæjarhólnum mjög og
hefur hann látið mikið á sjá. Því
voru það síðustu forvöð að rann-
saka hólinn. Jafnvel þó uppgröftur-
inn hafi staðið þetta lengi, er talið
að komist hafi verið yfir mestallar
þær heimildir, sem hóllinn á Stóru-
borg hafði að geyma. Það var Mjöll
Snæsdóttir fornleifafræðingur sem
stjórnaði uppgreftrinum, og nú hef-
ur hún umsjón með sýningunni,
sem stendur fram í nóvember.
Stórbýlið Stóraborg
Stóraborg er sögufrægur staður,
enda var þetta stórbýli, höfðingja-
setur til forna. Líklega er staðurinn
þó þekktastur vegna sögunnar um
önnu frá Stóruborg. Anna bjó
þama á 16. öld og var dóttir Vigfús-
ar Erlendssonar lögmanns. Miklar
þjóðsögur spunnust um ástamál
hennar og Hjalta Magnússonar
vinnumanns, Barna-Hjalta. Ætt-
menni Önnu reyndu sem þau frek-
ast gátu að koma í veg fyrir ráða-
haginn, það er að Anna og maður af
mun lægri stéttum tækju saman.
En að lokum urðu sættir og til að
það mætti verða láta sögurnar
Hjalta bjarga lífi Páls lögmanns,
bróður önnu. Ástarævintýri önnu
og Hjalta urðu Jóni Trausta síðar að
yrkisefni í ritsafninu Góðum stofn-
um.
Um aldir stóð bærinn á Stóruborg
á hinum foma bæjarhól, sem upp-
Sýning á Þjóöminjasafninu
á munum, sem fundust í
fornieifauppgreftri á
Stóruborg undir Eyjafjöll-
um, var opnuð um síðustu
helgi. Afrakstur vinnu
síðustu 13 sumra að
koma í Ijós.
gröfturinn fór fram í. Bærinn var
fluttur þaðan um 1840 vegna
ágangs áa og sjávar og um síðustu
aldamót fór eyðingin að verða enn
hraðari. Munnmæli segja að góður
skeiðsprettur frá bæjarhólnum hafi
verið fram til sjávar og um síðustu
aldamót voru grasi grónir hvammar
fram af bænum, sem voru meira að
segja slegnir. Nú á sjórinn hins veg-
ar ekki eftir nema fáeina metra í
hólinn. Bakkakotsá og Kaldaklifsá,
sem renna sitt hvoru megin við hól-
inn, hafa líka tekið sinn toll. Þórður
í Skógum gerði sér oft ferðir að
Stóruborg eftir ofsaveður og brim-
sjói og gekk þá oft að gömlum mun-
um þar sem þeir lágu á víð og dreif.
Flestir þessara muna voru vel út-
leiknir þegar þeir komu fram, enda
opnaði það augu fornleifafræðinga
fyrir því að í Borgarhól væru óvenju
góð skilyrði til varðveislu fornra
muna.
Tvö ár í það heila
Björgunarstarfið á Stóruborg hófst
1978. Fyrsta sumarið var aðallega
grafið í fornum kirkjugarði og
kirkjustæði suðaustan í hólnum, en
kirkja var á Stóruborg fram undir
1700. Fundust 66 grafir, en Ijóst er
að þær hafa verið talsvert fleiri.
„Garðurinn stóð lægra en hóllinn
og þegar við byrjuðum var sjórinn
búinn að ganga yfir garðinn og
flysja jarðveginn burt. Það var lík-
legast að kirkjugarðurinn eyðilegð-
ist fyrst og því eðlilegast að byrja á
honum. Við sáum staðsetningu
kirkjunnar, stærð hennar og fund-
um rúmlega 60 grafir. f flestum
þeirra, þar sem mátti sjá stellingar,
voru hinir Iátnu með hendur lagðar
þversum yfir bolinn miðjan en
nokkrir með hendur krosslagðar
uppi á brjósti. Nokkrar grafir voru
þó það illa farnar að við gátum ekki
séð neitt slíkt," sagði Mjöll Snæs-
dóttir, þegar blaðamaður ræddi við
hana fyrr í vikunni.
Uppgröfturinn stóð í alls 13 sum-
ur, allt frá 6 til 11 vikum á hverju
sumri. Tíminn, sem unninn var á
hverju sumri, fór eftir því hve mikla
fjármuni úr Þjóðhátíðarsjóði Þjóð-
minjasafnið fékk til þessa verkefnis.
„Ég taldi saman vinnuvikurnar og
þetta er í það heila eitthvað á þriðja
ár. Auðvitað er heppilegra að vinna
svona verkefni á skemmri tíma, ef
hægt er. Þegar við byrjuðum vissum
við ekki hvort ráðrúm fengist til að
ljúka þessu eða hvort eyðileggingin
yrði á undan. En þetta slapp til,
nokkuð svo,“ segir Mjöll ennfremur.
Húsin minnkuöu
Húsum á Stóruborg var skipað
saman í eina þyrpingu á bæjarhól,
eins og venjan er á íslenskum bæj-
um. Húsaskipan var ekki hin sama í
gegnum aldirnar, en hún tekur þó
ekki stórvægilegum breytingum.
,>lér sýnist að húsakostur á Stóru-
borg hafi verið ríkmannlegur og
góður, en hafi hins vegar dregist
nokkuð saman á síðari öldum. Vel
má vera að þessi afturför hafi ein-
göngu verið bundin við þessa jörð,
enda varð hún illilega fyrir barðinu
á náttúruöflunum," sagði Mjöll.
Yngstu bæjarhúsin, frá öndverðri
19. öld, voru efst í hólnum, en þau
elstu neðst. Þannig urðu grafararn-
Gríma, tálguð út í fjalarbút og talin vera frá 17 eða 18. öld. „Verið gæti að
böm heföu gert þennan hlut í leik sínum, eöa þá einhver hefur gert hann
handa bömum að leika sér með. í annan stað mættí láta sér detta í hug aö
hlutur þessi hafi veríö gerður í einhverskonar Qöikynngistilgangi," segir í
sýningarskrá. Tlmamyndir Pjetur
ir að færa sig smátt og smátt neðar,
lengra inn í fortíðina.
Munirnir, sem fundust í uppgreftr-
inum á Stóruborg, eru 4578 talsins
eins og fyrr segir, auk þess mikla
fjölda muna sem Þórður í Skógum
var búinn að bjarga. Þessi fjöldi
helgast af því hve hús voru lengi á
bæjarhólnum og eins hve varð-
veisluskilyrðin voru góð. Meðal
þess, sem kom í leitirnar, voru nagl-
ar, hnífar, brýni, bein, trémunir,
steinkeröld og brot úr eirpottum.
Þá fundust ókjör af fiskbeinum,
langmest úr þorski. Margt fleira
mætti nefna, svo sem krítarpípu-
brot, kamba, vaðmál, skófatnað og
skrauthluti og þá er aðeins fátt eitt
upptalið. Mjöll segir það mjög
óvenjulegt að vefnaður komi í leit-
irnar í fornleifauppgreftri hér á
landi, en hinn þétti jarðvegur Borg-
arhólsins varðveitti það vel.
Anna á mig
Þekktasti hluturinn, sem fannst í
uppgreftrinum, var líklega snældu-
snúður sem gæti verið frá 16. öld.
En það, sem er óvenjulegast við
snældusnúðinn, er áletrunin á hon-
um, sem er með einföldu höfðaletri.
Hún er ekki alveg heil, en þar sem
lesa má stendur: „..NNA A M...“.
Þetta gæti þýtt „ANNA Á MIG“, en
auðvitað er óvíst hvort þarna stend-
ur í raun og veru Anna. Þetta gæti
þýtt til dæmis Gunna eða Finna. En
þó svo að þarna ætti að standa Anna
er mjög óráðlegt að eigna Önnu
Vigfúsdóttur gripinn, enda Önnu-
nafnið algengt. Afkomendur Önnu
og Hjalta munu hafa búið í Stóru-
borg lengi eftir þeirra dag og líklegt
að stúlkubörn hafi verið látin heita
eftir þessari frægu ættmóður.
í formálsorðum sýningarskrár seg-
ir Þórður Tómasson, safnvörður í
Skógum, meðal annars: „Ungum
varð mér Borgarhóllinn frammi á
sjávarbakkanum undir Austurfjöll-
um líkt og goðsögn eða helgistaður.
Það gerði sagan um ástir Önnu og
Hjalta, sem oft var lesin og sögð á
vökustundum heima í Vallnatúni...
Og fleirum var þetta helgur sögu-
staður. „Blessaður hóllinn minn,"
sagði hún oft, heiðurskonan Sigríð-
ur Sigurðardóttir í Stóru-Borg, og
lagði innileika í orðin. Samt gaf hún
ljúflega samþykki til þess að honum
var flett í sundur eins og blöðum í
fornri sögubók, hún vissi hann
kominn á vonarvöl. Henni og syni
hennar, Sigurði Björgvinssyni,
bónda á Borg, er þá einnig að þakka
að saga, sem hann lumaði á, fór ekki
forgörðum. Án velvilja þeirra hefði
stórvirki Mjallar Snæsdóttur og fé-
Iaga hennar aldrei orðið að veru-
leika.“ - sbs, Selfossi.