Tíminn - 13.07.1991, Page 10
18 T HELGIN Laugardagur 13. júlí 1991
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
róngum stað
röngum tíma
„Ég sá hana á hverjum morgni og hugsaði um hvað
hún værí falleg. Hún kom frá svo góðrí og sam-
hentrí fjölskyldu. Þetta er eitt af því sem enginn fær
skilið.“ Svona lýsti nágranni hinni 14 ára gömlu
Wendy Masuhara, nemanda við gagnfræðaskóla í út-
hverfl Los Angeles. Kennarar hennar og foreldrar
voru stoltir af námsárangrí hennar. Bekkjarfélagar
hennar lýstu henni sem mjög duglegum og sam-
viskusömum nemanda, en sögðu jafnframt að hún
hefði veríð skemmtileg persóna og vinsæl.
Marsha Erickson var fýrir löngu búin að missa alla dómgreind vegna
fíkniefnaneysiu og tók þátt í athöfnum félaga síns athugasemdalaust
Réttarlæknirinn sagði að hún
væri stirðnuð og látin.
Áður en Wendy lést bjó hún ásamt
foreldrum sínum í litlu húsi í ró-
iegu hverfi í úthverfi Los Angeles.
Myrkfælnin varð
örlagarík
Föstudaginn 19. september 1987
hafði vinkona hennar verið hjá
henni og þær höfðu horft á sjón-
varpið allan daginn. Um kiukkan
11 um kvöldið fylgdi Wendy vin-
konu sinni heim. Vinkonan, Sandy
Davis, var aðeins 13 ára og enn
fremur myrkfælin. Wendy stríddi
henni stundum á því að hún væri
hugleysingi.
Þegar Wendy kom ekki heim aftur
fóru foreldrar hennar að leita
hennar í hverfinu. Einnig fengu
þeir nágranna sína til liðs við sig.
Haft var samband við foreldra
Sandy og þá kom í ljós að stúlkurn-
ar höfðu aldrei komið heim til
þeirra. í dögun var leitarflokkur 50
manna farinn að leita. Útihús, akr-
ar, húsasund og nærliggjandi skóg-
ar voru þaulkembdir, en hvergi
fannst tangur eða tetur af stúlkun-
um. Helst var að sjá sem þeir hefðu
hreinlega gufað upp á milli heimil-
anna tveggja.
Snemma á laugardagsmorguninn
var maður á bfl um fimm mílur frá
heimili stúlknanna. Þá sá hann
hvar unglingsstúlka stóð í kjarrinu
fyrir utan veginn og veifaði til
hans. Hann sá að það blæddi mikið
úr höfði hennar og hann stöðvaði
bflinn.
„Hvað er að?“ spurði hann stúlk-
una.
„Ég var skotin,“ svaraði stúlkan.
„Hjálpaðu mér.“
Skömmu síðar komu þau að slysa-
deild sjúkrahússins í Chatworth.
Stúlkan hlaut þar viðeigandi með-
ferð vegna skotsára og Iosts. Þar
sem sjúkrahúsum ber skylda til að
tilkynna um öll skotsár, var sam-
stundis haft samband við lögregl-
una í Los Angeles.
Þegar lögreglan kom á slysadeild-
ina var henni tjáð að stúlkan væri
Sandy Davis og læknir fóru fram á
að hún yrði ekki yfirheyrð ná-
kvæmlega fyrr en hún hefði jafnað
sig frek n En Sandy var samvinnu-
þýð og mbúin til að skýra lög-
reglunni frá því sem gerst hafði.
Saga hennar virtist beint upp úr
glæpamynd eftir Alfred Hitchcock.
Saga Sandy
Sandy skýrði lögreglunni frá því
að hún og Wendy hefðu verið á leið
heim til hennar, þegar þær gengu
fram á brúnleitan húsvagn. Þær
veittu vagninum enga sérstaka at-
hygli, þar sem slíkir vagnar eru al-
geng sjón á þessum slóðum.
Þegar þær komu að bflnum var
hurðin opnuð og kona stakk út
höfðinu og ávarpaði stúlkurnar.
„Væruð þið ekki tilbúnar til að
hjálpa mér aðeins," sagði konan
kurteislega. „Mig vantar aðstoð við
að koma bílnum í gang.“
Stúlkurnar voru reiðubúnar að
koma til hjálpar og fóru inn í hús-
vagninn.
Þegar inn var komið hittu stúlk-
urnar fyrir gráhærðan mann sem
miðaði á þær skammbyssu. Hann
skipaði þeim að setjast niður og
steinþegja „ef þær vissu hvað þeim
væri fyrir bestu“. Hann var hinn
fólskulegasti útlits.
Sandy fannst hann nákvæmlega
eins og hún hafði ímyndað sér
morðingja.
Dauðskelfdar stúlkurnar gerðu
eins og þeim var sagt. Konan setti
síðan húsvagninn í gang og ók af
stað.
Húsvagninn yfirgaf öryggi út-
hverfisins og var ekið um í þrjátíu
mínútur. Þegar konan stöðvaði
vagninn voru þau komin á alger-
lega óbyggt svæði. Á leiðinni hjú-
fruðu stúlkurnar sig hvor upp að
annarri og héldust í hendur. Bæði
maðurinn og konan neyttu kókaíns
á meðan á ferðinni stóð. Þegar á
áfangastað var komið sagði maður-
inn og benti á Sandy: „Ég vil fá
þessa.“
Síðan var kókaíni sprautað í San-
dy og konan batt og keflaði Wendy.
Þegar kókaínið var farið að hafa
áhrif á Sandy var henni nauðgað og
hún neydd til alls kyns kynferðis-
legra athafna.
Á meðan á þessu stóð var Wendy
svo hrædd að hún gat sig hvergi
hrært eða komið upp stunu. Hnú-
arnir á höndum hennar voru ná-
hvítir og tárin streymdu niður
kinnar hennar.
Wendy fylgdi
vinkonu sinni
heim kvöld eitt,
þar sem sú
yngri var myrk-
fælin. Þærvoru
reiðubúnar að
aðstoða konu,
sem kvaðst
vera í vand-
ræðum, og það
reyndist þeim
örlagaríkt.
Þegar karlmaðurinn hafði lokið
sér af við Sandy fóru skötuhjúin
með stúlkurnar út úr húsvagnin-
um og settu þær inn í yfirgefinn
skutbfl, sem stóð þarna rétt hjá.
Maðurinn setti byssuna í hnakka
Wendy og hleypti af. Síðan sneri
hann sér sallarólegur að Sandy og
miðaði byssunni á hana.
Ótrúleg heppni
Enginn heyrði skothvellina sem
bergmáluðu um eyðilegt svæðið.
Sandy bar fyrir sig höndina og
sneri sér undan. Til allrar ham-
ingju lenti kúlan í fingri hennar og
hljóp þaðan í hálsinn. Sandy lét sig
falla og þóttist vera dáin þar til par-
ið fór. Þá klifraði hún upp á veginn
til að freista þess að fá hjálp.
„Hún sá byssukúluna koma,“
sagði Warren Knowles lögreglu-
fulltrúi við fréttamenn, sem höfðu
hópast til sjúkrahússins. „Hún bar
fyrir sig höndina og það varð henni
til bjargar. Þetta virðist ekki hafa
verið vel úthugsað."
Kúlan, sem tekin var úr hálsi San-
dy, var sent til rannsóknar og fram-
burður hennar var settur í möppu
sem merkt var „Óupplýst morð“.
Þó svo að Sandy væri illa farin gat
hún gefið lögreglunni góða lýsingu
á árásarmönnunum. Hún sagði að
maðurinn hefði 55-60 ára gamall,
hvítur, um 170 sentimetrar á hæð
og um 85 kfló, með grásprengt hár,
þykkar dökkar augabrúnir og
beyglað nef. Konan var líka hvít,
um fertugt, lágvaxin og grönn,
með axlasítt, slétt, brúnt hár.
Einnig gaf hún góða lýsingu á
húsvagninum.
Teikningar af bflnum og morð-
ingjunum voru nú birtar á öllu Los
Angeles-svæðinu. Lögreglan skír-
skotaði til almennings um að gefa
allar upplýsingar sem að gagni
kynnu að koma.
Skiptiborð lögreglunnar voru
rauðglóandi næstu daga. Flest
voru símtölin frá velmeinandi
fólki, sem taldi öll pör í húsvögn-
um vera morðingjana. Nokkrir,
sem hringdu, voru ruglaðir og
„upplýsingarnar", sem þeir gáfu,
úrðu til þess eins að tefja framgang
málsins. Ekkert þessara símtala
bar nokkurn ávöxt.
Þó svo að Sandy þyldi mikinn
sársauka og hefði orðið fyrir losti
gat hún bent lögreglunni á árásar-
staðinn þar sem vinkona hennar
hafði verið myrt. Þetta var vinsæll
staður meðal hesta- og göngu-
manna.
Um klukkan hálftvö kom lögregl-
an að yfirgefna skutbflnum. Wendy
fannst í aftursætinu og hafði blóð
fossað úr djúpu skotsári í hnakka
hennar.
Krufning leiddi í Ijós að henni
hafði ekki verið misþyrmt kynferð-
islega og að hún hafði látist sam-
stundis.
Sérfræðingar könnuðu vettvang
og fylgdu leiðinni sem húsvagninn
mun hafa ekið. Þeir hirtu upp
flöskur, áldósir, pappírsrusl, allt
sem leit út fyrir að hafa verið hent
nýlega. Skutbfllinn var vandlega
rannsakaður og leitað að möguleg-
um sönnunargögnum. Eftir að
bfllinn hafði verið grandskoðaður
var hann Ijósmyndaður frá öllum
sjónarhornum. Eitthvað fannst af
óskýrum fingraförum í honum.
Lögreglan var á þeirri skoðun að
parið væri illilega brenglað og væri
á ferðinni í leit að saklausum fórn-
arlömbum sem það gæti veitt ann-
arlegum hvötum sínum útrás á.
Vitað var að skutbfllinn hafði ver-
ið á þessum stað mánuðum saman.
Útigangsmenn höfðu notað hann
fyrir svefnstað og það fór ekki á
milli mála að elskendur höfðu leit-
að í honum athvarfs. Nærbuxur og
notaðir smokkar fundust allt í
kringum hann.
Lögreglunni tókst að ná gifsmót-
um af hjólförum þeim, sem nýleg-
ust voru á svæðinu, þar sem talið
var að þau hlytu að vera eftir hús-