Tíminn - 13.07.1991, Page 12
20
HELGIN
Laugardagur 13. júlí 1991
Þjónustugreinar í stað hagræðingar
Nú þykir það helst til bjargar í fjárlagagerðinni að
hverfa frá velferðarkerfinu og láta menn borga fyrir
þjónustuna sem nota hana, eins og það er kallað.
Lyfjaskattar eru komnir á, nefnd eru skólagjöld, vext-
ir á námslán, kaup nemenda á skólabókum og ýmis-
legt fleira.
Nú eru ráðherrarnir farnir að ólmast í fjöimiðlum vegna fjárlagagerðar fyrir
árið 1992. Tilgangurinn er tvíþættur. í fyrsta lagi að koma því inn hjá þjóð-
inni að þeir hafi tekið við afar slæmu búi frá síðustu ríkisstjórn, og í öðru
lagi að búa sig undir næstu kjarasamninga með sem mestu krepputali.
Hún er létt í hendi, kistan sem oddvitar stjórnarflokkanna taka á milli sín. Hvort þaö er ríkiskassinn eöa
glatkistan vitum viö eigi svo gjörla, en í Viöey er hún og þar var henni lyft í tilefni þess að þar var núverandi
ríkisstjórn sett á koppinn. Timamynd Aml Bjama.
Var maðurinn erlendis?
Einn broslegasti þátturinn í þessu öllu saman er
hve mikið mál forsætisráðherrann gerir úr bréfum
sem hann segir liggja í skúffum ráðuneytis síns um
málefni atvinnuveganna og slæmar horfur. Engu er
líkara en hann hafi haldið að engin vandamál væru
uppi í þjóðfélaginu, þau væru öllsömul leyst. Þótt
síðasta ríkisstjórn hafi gert margt vel, leysti hún
ekki öll vandamál. Mál fiskeldis voru til meðferðar
og langrar umræðu á Alþingi eftir áramót í vetur.
Öllum var ljóst að Álafoss átti í erfiðleikum. Ríkis-
fjármálin voru til stöðugrar umræðu, og ég held að
engum stjórnarliða hafi dulist að þar var við vanda
að etja, og við framsóknarmenn höfðum þar ákveðn-
ar hugmyndir um úrbætur.
Hins vegar er eins og núverandi forsætisráðherra
hafi ekki verið á landinu síðastliðna mánuði, og tal-
ar um að þessi vandi hafi dúkkað upp og er yfirmáta
undrandi þegar hann rekst á bréf í möppum forsæt-
isráðuneytisins um mál sem verið hafa á dagskrá í
þjóðmálaumræðunni svo mánuðum skiptir.
Alvaricgar blekkingar um sjóðina
Ein alvarlegasta blekkingin, sem stjórnarliðar eru
að bera á borð þessa dagana, er sú að starfsemi hluta-
fjársjóðs og atvinnutryggingarsjóðs hafi verið til
einskis og sóun á peningum. Sannleikurinn var sá að
sú starfsemi kom rekstri margra fyrirtækja í sjávar-
útvegi í lag, og án þeirra hefði riðið yfir hér slík gjald-
þrotahrina sem aldrei fyrr. Með stöðugleika í efna-
hagslífinu og lágri verðbólgu geta þessi fyrirtæki
gengið, og stjórnendur þeirra gengið uppréttir til
hagræðingar og þróunar í greininni, sem vissulega er
þörf á.
Það eru vissulega alvarleg teikn framundan. Alvar-
legustu tíðindin, sem okkur berast nú, eru tillögur
fiskifræðinga um aflamagn næstu ára. Vissulega eiga
þau þó heldur ekki að koma með öllu á óvart. Stað-
reyndin um mögru árgangana í fiskistofnunum hefur
verið ljós um nokkurra ára skeið.
hlutafélög og selja þá. Til þess að fegra þessi áform er
gripið til þess að tala um sölu til starfsmanna. Eitt-
hvað virðist samt hafa flökrað að forsætisráðherra að
starfsmenn þessara stofnana hefðu ekki fullar hendur
fjár, þannig að hann talar um að selja þessi bréf fyrir
Iítið, með afslætti. Spyrja má þá hver verður hart">'
ríkissjóðs þegar upp er staðið.
Hciðin hugsun
Kjarninn í stefnu ríkisstjórnarinnar
nú, birtist í tveimur myndum:
• í fyrsta lagi í þeirri heiðnu hugsun að láta gjaldþrot
og nauðungarsamninga sjá um hagræðingu atvinnulífs-
ins í landinu. Fólki er sagt
að eftir þau ragnarök rísi
upp iðjagræn jörð, eins og í
Völuspá.
O f öðru lagi að brjóta nið-
ur velferðarkerfið, í stað
þess að ganga til hagræð-
ingar í ríkiskerfmu. Leggja
á stórfellda skatta, og kalla
þá þjónustugjöld.
Allt er þetta leikur að
eldi, og hlýtur að stór-
spilla því góða sambandi
sem fyrri ríkisstjórn var
búin að ná við launþega-
hreyfmguna í landinu og
leiddi til þjóðarsáttar.
Hins vegar heyrist
ekkert um hagræö-
ingu í ríkiskerfinu,
sem er nauðsynleg.
Hvað um að sameina
rekstur sjúkrahús-
anna í Reykjavík,
sem að sögn fróðra
manna getur sparað
hundruð milljóna.
Hinir málglöðu ráð-
herrar, formenn
stjórnarflokkanna,
hafa ekkert minnst á
þetta.
Hins vegar er eins og
núverandi forsætis-
ráðherra hafi ekki ver-
ið á landinu síðast-
liðna mánuði, og talar
um að þessi vandi hafi
dúkkað upp og er yfir-
máta undrandi þegar
hann rekst á bréf í
möppum forsætis-
ráðuneytisins um mál
sem verið hafa á dag-
skrá í þjóðmálaum-
ræðunni svo mánuð-
um skiptir.
Hins vegar heyrist ekk-
ert um hagræðingu í rík-
iskerfmu, sem er nauð-
synleg. Hvað um að sam-
eina rekstur sjúkrahús-
anna í Reykjavík, sem að
sögn fróðra manna getur
sparað hundruð millj-
óna. Hinir málglöðu ráð-
herrar, formenn stjórn-
arflokkanna, hafa ekkert
minnst á þetta.
Eitt bjargráðið í viðbót
er að selja ríkisfyrirtæki,
og eru Sfldarverksmiðjur
ríkisins efstar á listanum.
Það er sjálfsagt að
breyta rekstrarformi Síldarverksmiðja ríkisins og
stofna um þær hlutafélag. Hins vegar er það skrítin
hagfræði að ætla að selja þær í bútum meðan óvissu-
ástand ríkir um veiðar í bræðslu svo sem loðnuveið-
ar. Með því fæst auðvitað ekki sannvirði fyrir þessar
eignir.
í öðru lagi er rætt um að breyta ríkisbönkunum í