Tíminn - 03.08.1991, Side 3
Laugardagur 3. ágúst 1991
Tíminn 3
5 MANNA FÓLKSBÍLL MEÐ VÖRUPALLI
TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR
Búnaður:
■ Dieselhreyfill
■ Tengjanlegt aldrif
■ Tregðulæsing á afturdrifi
■ Framdrifslokur
Verð kr. 1.394.880.- m.vsk.
EHl A
HEKLA MITSUBISHI
LAUGAVEGI 174 MOTORS
SÍMI695500
Kjörinn bíll fyrir:
■ Vinnuflokka
■ Bændur
■ Iðnaðarmenn
■ Útgerðarmenn
■ Verktaka
■ Fjallamenn
ÞRIGGJA. ÁRA ÁBYRGÐ
Fæst einnig meö lengdum palli
Kr. 1.534.880
+ vsk. 302.044
Yerð kr. 1.232.836
Gífurlegur munur á útbreiðslu eyðni í Norður-Evrópu
og annars staðar:
Ungt fólk
smitast í „kyn-
Íífsferðum“
í grein Ólafs Ólafssonar landlæknis í nýjasta hefti Læknablaðsins
kemur fram að gífurlegur munur er á útbreiðslu eyðni í Norður-
Evrópu og annars staðar.
f greininni segir m.a. að nú séu
þekkt 334 þúsund eyðnitilfelli í
heiminum og þar af eru 85% í Afr-
íku, Norður- og Suður-Ameríku. Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin tel-
ur að í raun séu tilfellin um 650 þús-
und og 50% þeirra sé að finna í Afr-
íku, tæp 40% í Bandaríkjunum,
Mið- og Suður-Ameríku, en um 7% í
Evrópu.
Milli 77-87% eyðnitilfella á Vestur-
löndum eru meðal samkyn-
hneigðra, tvíkynhneigðra og fíkni-
efnaneytenda. Útbreiðsla meðal
gagnkynhneigðra eykst nokkuð í
Miðjarðarhafslöndum og á Norður-
löndum. Á Norðurlöndum smitast
meirihluti gagnkynhneigðra (ungt
fólk) í ferðum til suðrænna landa og
til Suður-Asíu (kynlífsferðir). í grein
Ólafs er áréttað að það beri að vekja
athygli ungs fólks á þessu.
Þá segir að nýgengi sjúkdómsins á
undanförnum fjórum árum (1985-
1989) er hæst í þeim löndum þar
sem fjöldi fíkniefnaneytenda
(sprautusjúklinga) er mikill miðað
við fjölda sýktra samkynhneigðra.
Til þessara landa má telja meðal
annars Ítalíu, Spán og Frakkland.
Því ber, meðal annars sólarlandaför-
um, að vera sérstaklega á verði við
heimsóknir til þessara landa. Smitið
breiðist mjög ört út á meðal
sprautusjúklinga. í sumum borg-
um, til dæmis Dublin, Edinborg og
Varsjá, hefur tíðnin aukist úr örfá-
um prósentum í yfir 50% á tveimur
til þremur árum. í sumum löndum í
Mið-Afríku er ástandið hrikalegt, en
þar eru allt að 30% 20-40 ára fólks
smitað.
Athygli er síðan vakin á því að dreg-
ið hefur úr veldisaukningu sjúk-
dómsins (exponential incidence),
sérstaklega á Norðurlöndum og
nokkrum löndum á meginlandinu,
en þar fjölgar nýjum tilfellum á
lokastigi ekki sem áður. Trúlega hafa
lyfin haft veruleg áhrif og mest þar
sem allir HlV-sýktir hafa möguleika
á að fá lyfin. Þetta eru fyrstu „bata-
merkin" og vekja vonir. Vonin er að
vísu létt í fangi, en afar styrkjandi.
Landlæknir segir að lokum að við
megum ekki sofna á verðinum gegn
þessum lífshættulega sjúkdómi -js
HlV-smit og alnæmi:
3
20-29 ára
Fram að 31. júoí 1991 höfðu alls 65 einstaklingar með smit af
völdum HlV-veirunnar (Human Immunodeflciency Virus)
greinst á fslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisemb-
ættinu, hafa 6 einstaklingar greinst með HlV-smit |»ð sem af er
er efBr-
smit,
farandi:
Hommar era 63.1% þeirra sem
grcinst hafa með smit af völdum
HIV, fíkniefaaneytendur sem
sprauta sig í æð era 13.8% og
gagnkynhneígðir 9.2%. Hlutfall
blóðþega, sem greinst bafa með
HIV, er 6.2%, óþekkt tHfelIi eru
Hér á landi hafa samtai* 18 ein-
staklingar greinst með alnæmi,
lokastig sjúkdómsins, og eru 10
þeirra látnir. Samaniagt nýgengi
sjúkdómsins er því 7.2/100.000
íbúa. Kynjahlutfall HlV-smitaðra og
kona fyrir hveija 5 karimenn.
Ðreifing elnstaldinga með HIV-
4.6% og 3.1% eru fíkniefnaneyt-
endur og tvíkynhneigðir. Fiestlr
þeirra, sem greinst hafa með HIV-
vehtma, eru á aldrinum 20 til 29
ára, eða 31 einstakllngur. Næst
flestir eru á aldrinum 30 tll 39 ára,
eða 17 einstaktingar. Fiestir {þess-
um aldurshópi bafa greinst með al-
nsmi, eða 8, og 3 þeirra hafa látist.
Alis hafa 11 einstaldingar á aldrin-
um 40 til 49 ára greinst með HIV-
smit, 3 einstaklingar 60 ára og
eldri, 2 á aldrinum 50 til 59 ára og
einn á aldrinum 10 til 19 ára.