Tíminn - 03.08.1991, Qupperneq 10
Laugardagurff:, 3gúgt4.9Q1'
22 Tíminn
ÁRNAÐ HEILLA
Níræður
Skúli Jónsson
fyrrum bóndi í Þórormstungu í Vatnsdal
Skúli Jónsson, fyrrum bóndi í Þór-
ormstungu í Vatnsdal, nú á Grænu-
mörk 3, Selfossi, er níræður í dag.
Skúli fæddist að Þórormstungu 3.
ágúst 1901, sonur Jóns Hannessonar
og Astu Margrétar Bjamadóttur, er
þar bjuggu, og síðar að Undirfelli.
Vatnsdalur er rómaður fyrir mikla
fegurð og þar er búsældarlegt um að
litast Enn fer um menn hin sama
tilfinning og á dögum Ingimundar
gamla þegar komið er í Vatnsdal,
„þar sjá menn góða landakosti að
grösum og skógum, var fagurt um
að litast, lyfti þá mjög brúnum
manna."
í Vatnsdal eru margar vildisjarðir,
þar bjuggu menn stórt, vom fjárrík-
ir og stórir í sniðum, ekki síst fram
yfir miðja þessa öld, eða eins og Ág-
úst á Hofi sagði að þar væri „fullt af
smákóngum". Vatnsdalurinn hrífur
ferðamanninn en þeir sem fóstraðir
em í dalnum búa að því allt sitt líf.
Skúli Jónsson var næstyngstur í
hópi sex systkina, foreldrar hans
flytja frá Þórormstungu að Undirfelli
1907. Undirfell var mikil og góð bú-
jörð, kirkjujörð og höfuðból, þar
vom heyskaparlönd meiri og betri
en gerðist
Skúli vann að búi foreldra sinna á
Undirfelli og flytur með þeim að Þór-
ormstungu aftur tuttugu ámm síðar
en Hólmfríður systir hans og Hann-
es Pálsson taka við allri jörðinni að
Undirfelli.
Þórormstunga er af mörgum talin
ein besta bújörðin í dalnum og hygg
ég að það hafi verið Skúla að skapi að
sú ákvörðun var tekin að flytja þang-
að á ný.
Skúli Jónsson er aldamótamaður,
hann hreyfist af boðskap og sóknar-
hug skáldanna, gerist ungur þátttak-
andi í félagsskap manna sem börðust
fyrir betra og fegurra mannlífi.
Börðust fyrir frelsi og fúllu sjálfstæði
þjóðarinnar, ræktun lýðs og lands.
Skúli var kosinn til hreppsnefndar
Áshrepps ungur að ámm og enn
meðan hann var búlaus, sem ekki
var nú algengt á þeirri tíð, og það í
sveit sem var setin af sterkríkum
bændum, eins og áður sagði.
Hann var formaður í lestrarfélagi
Ásahrepps í tíu ár, en lestrarfélögin
gegndu miklu hlutverki í alþýðu-
fræðslunni og margur maðurinn
náði því í gegnum þau að verða víð-
lesinn og vel að sér.
Skúli var fulltrúi Ásahrepps á kaup-
félagsfundum og hjá Mjólkursamlagi
Húnvetninga.
Hann starfaði mikið í ungmennafé-
lagi sveitar sinnar, enda áhugamaður
um íþróttir, ekki síst knattspymu.
Ungmennafélögin vom á þeim tíma
baráttutæki ungs fólks til framfara-
sóknar, þar stigu menn á stokk og
strengdu heit um betra og réttlátara
þjóðfélag, hygg ég að það hafi ekki
verið síst unga fólkið sem studdi
Skúla til hreppsnefndar. Skúli starf-
aði í sáttanefnd sem var oft erfitt í
mörgum sveitum en starfið byggðist
á því að setja niður deilur og sætta
menn. Húnvetningar hafa nú margir
haft það fyrir íþrótt að deila en Skúla
fórst sáttastarfið vel úr hendi, enda
vill hann hvers manns vandræði
leysa.
Skúli kvæntist 17. janúar 1939
Ástríði Helgu Sigurjónsdóttur frá
Tindum í Svínavatnshreppi.
Þau eignuðust einn son, Sigurjón,
skrifstofustjóra í Hveragerði, kvænt-
an Arnþrúði Ingvadóttur og eiga þau
þrjú böm. Skúli og Ásta bjuggu að
Tindum til að byrja með. En 1944
taka þau við búskapnum af foreldr-
um Skúla í Þórormstungu og reka
þar bú til 1959. Búskapur þeirra var
farsæll, þau bjuggu blönduðu búi.
Skúla féll vel að starfa að búskap,
skemmtilegast þóttu honum þó
göngur og fjallferðir, hann átti góða
hesta og kann frá mörgu skemmti-
legu að segja úr slíkum ferðum.
Skúli fór ungur að fara með skot-
vopn og var ágætur veiðimaður.
Snemma fór hann að liggja á gren-
um frammi á heiðum með Snæbimi
bróður sínum og fleiri mönnum, en
lengst og oftast með Lámsi í Grím-
stungu.
Skúli þekkti orðið vel eðli skolla, en
slíkar ferðir og útilegur á heiðum
uppi voru ekki síst heillandi vegna
þess hve vomóttin er björt, hversu
þögnin er seiðandi eða eins og Skúli
segir þegar hann minnist þessara
stunda. „verða vitni að endumýjun
náttúmnnar, þegar fuglamir vökn-
uðu og tóku að syngja í þúsund
radda kór í morgunsólinni."
Árið 1959 bregða Skúli og Ásta búi
og flytja suður á land hér að Selfossi
og hafa búið hér síðan, lengst af að
Kirkjuvegi 16 og nú að Grænumörk
3.
Lengi starfaði Skúli hér hjá Kaupfé-
Iagi Árnesinga við verslunarstörf, var
m.a. sýningarmaður við Rjómabú
Baugsstaða í ein átta ár.
Kynni mín af Skúla Jónssyni hófust
fyrir átján ámm er við hjónin leigð-
um kjallaraíbúð hans að Kirkjuvegi
16. Með okkur tókst fljótlega ágæt
vinátta og hef ég átt á heimili þeirra
hjóna margar ágætar stundir. í
fyrstu fannst mér Skúli nokkuð
hrjúfur á yfirborði, snöggur í tilsvör-
um og var um sig, en slíkt er oft yfir-
bragð manna sem em vinfastir og
vinavandi sem og kom á daginn.
Skúli og Ásta eignuðust fljótt
marga góða vini hér á Suðurlandi
sem halda við þau tryggð. Ásta lærði
fatasaum sem ung stúlka, hefur hún
sinnt því auk þess að starfa við heim-
ilishjálp hér á Selfossi.
Þau hjón em góð heim að sækja,
enda gestkvæmt á heimili þeirra.
Skúli hefur alltaf fylgst vel með því
sem er að gerast, á gott með að
greina aðalatriði máls og tekur af-
stöðu að vel athuguðu máli.
Glöggur á menn og hefur gaman af
að greina hverrar gerðar þeir em,
ekki síst stjómmálamenn. Ef ég ætti
að lýsa Skúla þá seilist ég til að grípa
lýsingu af einum fyrsta manni sem
ólst upp í Vatnsdalnum, Þorsteini,
syni Ingimundar gamla, „vænn og
gervilegur, stilltur vel, orðvís og
langsýnn, vinafastur og hófsmaður
um alla hluti.“ Skuli getur sagt eins
og stórskáldið: „Minn skóli er lífið,
annars enginn, þar hef ég numið,
heyrt og séð."
Hér á Selfossi hafa þau hjón nú bú-
ið í yfir þrjátíu ár, þó Vatnsdalurinn
og Húnaþing sé þeim ofarlega í huga
og tryggð við vini sína þar, þá hafa
þau unað vel sínum hag hér og hafa
metnað fyrir hönd Selfoss og Suður-
lands.
Sakir þess hversu Skúli er hrein-
skiptinn og ráðhollur leita margir til
hans um álit og ráðagjörð. Þá á hann
að trúnaðarvinum menn úr öllum
stiómmálaflokkum.
Á góðri stundu er Skúli gamansam-
ur, segir vel frá og er orðheppinn,
hann á létt með að tala á mannfund-
um og flytur ágætar tækifærisræður.
í allri umhirðu og störfum er Skúli
mikill reglumaður, hefur óvenju
fagra rithönd og þau hjón prýða
heimili sitt með fögmm munum.
Eftir því tók sá er þetta ritar, meðan
Skúli sinnti störfum mætti hann á
vinnustaðinn gjaman klukkustund
fyrr en vinna hófst. Þetta gerði hann
án endurgjalds og fyrst og fremst til
að sinna ýmsu því sem sat annars á
hakanum.
Skúli Jónsson er gæfumaður sem
gott er að hafa kynnst og átt að með
hollráð og geta borið undir hann
ýmis álitamál.
Allar ákvarðanir sem hann tók,
hvort sem var fyrir samferðamenn
sína eða sjálfan sig, voru teknar að
vel athuguðu máli. Ein þeirra var þó
stærst og viðkvæmust eða sú að láta
af búskap og flytja yfir í ókunnugt
hérað. Þessa ákvörðun tóku þau
hjón á réttu augnabliki meðan enn
var starfsdagur og þrek til vinnu.
Hygg ég að það hafi verið þeim létt-
bærara að hverfa á braut úr Vatns-
dalnum með þessum hætti. Söknuð-
urinn orðið minni og hugurinn upp-
tekinn af nýjum stöðum. Hér syðra
hafa þau sinnt sinni æskubyggð með
öflugu staríi í Húnvetningafélagi og
reglulegum heimsóknum norður.
Hús þeirra hefur staðið Húnvetning-
um opið hér syðra.
Ég vil að lokum þakka Skúla og
Ástu vinskap og tryggð við mig og
mitt heimili um leið og ég óska þeim
alls hins besta á ókomnum árum.
Guðni Ágústsson
tækniskóli
t
íslands
Tækniskóli íslands óskar að ráða stundakenn-
ara til kennslu í stærðfræði í tæknifræðideildum
skólans.
Um er að ræða kennslu í stærðfræðigreiningu
á háskólastigi.
Um kjör fer eftir gildandi reglum Menntamála-
ráðuneytisins um greiðslur fyrir stundakennslu
á háskólastigi.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k.
Rektor
GARÐSLATTUR
Tökum að okkur aö slá garða.
Kantklippum og fjarlægjum heyið.
Komum, skoðum og gerum verðtilboð.
Upplýsingar i síma 41224, eftir kl. 18.00.
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Síðumúla 39 -108 Reykjavík - Sími 678500
Fax 686270
Staða forstöðumanns
Við Unglingaathvarfið, Tryggvagötu 12, er laustil um-
sóknar staða forstöðumanns. Um er að ræða með-
ferðarstarf með 8 unglingum og ber forstöðumaður
ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd meðferðar-
starfsins.
Félagsráðgjafamenntun eða önnur menntun er nýtist
í þessu starfi, svo og reynsla af meðferðarstarfi með
unglingum.
Á sama stað er laus til umsóknar staða starfsmanns
í 46% starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun
og/eða reynslu sem nýtist í skapandi meðferðarstarfi
með unglingum.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
20606.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu-
blöðum sem þar fást.
Kvöld-, nætur- og holgldagavarsla apóteka I
Roykjavfk 2. til 8. ðgúst er I Háaleitlsapótekl
og Vesturbæjarapótekl. Þaö apótok sem
fyrr er nofnt annast eltt vörsluna frá kl.
22.00 aö kvöldi tll kl. 9.00 að morgnl virka
daga en kl. 22.00 A sunnudögum. Upplýs-
Ingar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefn-
ar I sfma 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands
er starfrækt um helgar og á stórhátlöum. Slm-
svari 681041.
HafnarQöröur Hafnarfjarðar apótek og Nonö-
urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug-
ardag Id. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó-
tekin skiptast á slna vikuna hvort aö sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
oplö I þvl apótekl sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. A helgidögum er opiö frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja-
fræðingur á bakvakt. Upplýsingar enj gefnar I
slma 22445.
Apótek Koflavíkur: Opiö virka daga frá k.
9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al-
menna frldaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá
kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Selfoss: Setfoss apótek er opiö til kl. 18.30.
Oplö er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga
til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum Id. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabæn Apótekiö er opið rúmhelga daga
kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Alnæmlsvandlnn. Samtök áhugafólks um
alnæmisvandann vilja styöja smitaöa og sjúka
og aðstandendur þeina, slmi 28586.
Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamames og
Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur
alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar-
dögum og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Seltjamames! er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá
sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráöleggingar
og tlmapantanir I sfma 21230. Borgarspftallnn
vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem
ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans
(slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sól-
arhringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um
lyfjabúöir og læknaþjónustu erugefnar I slm-
svara 18888.
Ónæmlsaógerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt
fara fram á Hellsuvemdarstöð Reykjavfkur á
þriöjudögum Id. 16.00-17.00. Fólk hafi meö sér
ónæmissklrteini.
Garöabær Heilsugæslustööin Garöaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I
slma 51100.
HafnarQöröur Heilsugæsla Hafnarfjaröar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100.
Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Slmi 40400.
Keflavfk: Neyöarþjónusta er allan sólarhrínginn
á Heilsugæslustöð Suðumesja. Slmi: 14000.
Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráögjöf I
sálfræöilegum efnum. Slmi 687075.
Landspltalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19
til Id. 20.00. Kvennadelldln: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl.
15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-
20.30. Bamaspftall Hrlngsins: Kl. 13-19 alla
daga. Öldrunarfæknlngadelld Landspltal-
ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu-
lagi. - Landakotsspftall: Alla virka kl. 15 til kl.
16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17.
Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. - Borgarspltallnn I Fossvogi: Mánu-
daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir
samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum
kl. 15-18.
Hafnarbúölr Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta-
bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga
kl. 14-19.30. - Hellsuvemdarstööln: Kl. 14 til
kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftall:
Alla daga Id. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl.
19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl.
17. Kópavogshællð: Eftir umtali og kl. 15 tll kl.
17 á helgidögum. - Vffilsstaðaspftall: Helm-
sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. -
SL Jósepsspftall Hafnarfirðl: Alla daga Id.
15-16 00 19-19.30
Sunnuhlið hjúkrunarhelmili I Kópavogi: Helm-
sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavfkuriæknlshéraðs og
heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar-
hringinn. Slmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúslð:
Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30.
Um helgar og á hátlöum: Kl. 15.00-16.00 og
19.00-19.30. Akureyrf- sjúkrahúsiö: Heim-
sóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-
20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra
Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofuslmi frá
kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. SJúkrahús Akra-
ness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er
alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavík: Neyðarslmi lögreglunnar er 11166
og 000.
Seltjamames: Lögreglan slmi 611166,
slökkviliö og sjúkrabrfreiö simi 11100.
Kópavogur Lögreglan simi 41200, slökkviliö
og sjúkrabifreiö slmi 11100.
Hafnarflöröur: Lögreglan sími 51166, slökkvi-
liö og sjúkrabifreiö slmi 51100.
Keflavfk: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og
sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666,
slökkviliö slmi 12222 og sjúkrahúsiö slmi
11955.
Akureyrl: Lögreglan slmar 23222, 23223 og
23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 22222.
IsalJöröur: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið sími
3300, brunaslmi og sjúkrabtfreiö slmi 3333.