Tíminn - 03.08.1991, Qupperneq 13

Tíminn - 03.08.1991, Qupperneq 13
Laugardagur 3. ágúst 1991 Tíminn 25 10 ára afmælisþing L.F.K. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið í Reykjavík dagana 4. og 5. október nk. að Borgartúni 6. (tilefni af 10 ára afrriæli Landssambands framsóknarkvenna býð- ur Félag framsóknarkvenna í Reykjavík til skoðunarferðar föstu- daginn 4. október. Við heimsækjum fyrirtæki og stofnanir borgar- innar, sem ekki eru alltaf til sýnis almenningi, undir leiðsögn Sig- rúnar Magnúsdóttur og Sigríðar Hjartar. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður í boði FFK. Laugardagskvöldið 5. október er lokahóf Landsþingsins að Borg- artúni 6, sem jafnframt verður afmælishóf með skemmtidagskrá. Við hvetjum framsóknarkonur um land allt til að taka frá dagana 4. og 5. okt. og fjölmenna á afmælisfagnaðinn. Undirbúningsnefndin Stefna ’91 — Sauðárkróki Fræðsluráðstefna SUF verður haldin helgina 30. ágúst-1. sept- ember n.k. Ráðstefnan er opin öllum ungum framsóknarmönnum alls staðar af landinu og verður ráðstefnugjaldi stillt i hóf. Gist verður I heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki og fyrirlestrar munu fara fram í sal skólans. Eftir ráðstefnuna verður tjölmennt á héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði, sem haldið verður að Miðgarði og mun hinn þjóðfrægi Geirmundur Valtýsson leika fyrir dansi. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar. SUF-arar eru hvatt- irtil að skrá sig sem fyrst á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafn- arstræti 20, eða í síma 624480. Framkvæmdastjóm SUF Sumarhappdrætti Framsókn- arflokksins 1991 Dregið var í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 12. júll sl., en númerin eru í innsigli hjá Borgarfógeta til 5. ágúst 1991. Vel- unnarar flokksins, sem ekki hafa greitt heimsendan gíróseðil, eru hvattir til að gera skil eigi síðar en 5. ágúst. Það er enn tækifæri til að vera með. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokks- ins, Hafnarstræti 20, III. hæð, eða í síma 91-624480. Framsóknarflokkurinn. Félagsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið í Miðgarði laugardaginn 31. ágúst. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fer á kostum og leikur fyrir dansi. Jóhannes Kristjánsson verður meðal skemmtiatriða. Nánar auglýst slöar. Nefndin. AUGLÝSINGASÍMAR TÍMANS: JEPRA) HJÓLBARÐ- ARNIR VINSÆLU »HANK00K Jeppahjólbarðar frá Suður-Kóreu: 215/75 R15, kr. 6.320. 235/75 R15, kr. 6.950. 30- 9,5 R15, kr. 6.950. 31- 10,5 R15, kr. 7.950. 31-11,5 R15, kr. 9.470. 33-12,5 R15, kr. 9.950. Hröð og örugg þjónusta. BARÐINN hf. Skútuvogl 2, Reykjavfk I Síman 91-30501 og 91-84844 V ^ BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Klæðaburður unglinga í sjónvarpsþáttum Roxanne Camron, ritstjóri eins mest lesna unglingablaðs í Bandaríkjunum, útnefndi nýlega best og verst klæddu unglingana sem leika í sjónvarpsþáttum þar vestra. Þar fengu unglingamir þó engin sérstök sæti á lista sem best eða verst klæddi unglingur- inn heldur fengu þeir stutta um- fjöllun um klæðaþurð sinn. Roxanne segir undirrót vinsæl- asta klæðaburðarins meðal ung- linga vera klæðaburð Madonnu þegar hún var að verða fræg. Þá hafi hún klæðst gallajakka, þröngum pilsum, legghlífum, sokkum og strigaskóm. Hún sagði það vera vinsælt að vera í góðum strigaskóm svo sem Air Jordan, Nike og LA Gear. Ung- lingarnir vildu síðan hafa glitr- andi skóreimar og síðast en ekki síst vilja þeir helst ekki hafa skóna reimaða. Hún sagði að strákar vildu hafa einn eyrnalokk en stelpur helst marga. Jafnframt væru legghlífar og dýrar rifnar gallabuxur mjög vinsælar hjá unglingum í Bandaríkjunum. Það sem er ekki í tísku hjá ung- lingum segir Roxanne til dæmis vera veski og háir hælar. Ómálað- ar stelpur og málaðir strákar þyk- ir ekki heldur flott. Óþægileg og óeðlilega þröng föt eru alls ekki vinsæl meðal unglinga. Roxanne sagði einnig að það að líta út eins og skítugur hippi þætti mjög hallærislegt svo og allur sá klæðaburður sem ekki gæfi til kynna hreinlæti og snyrti- mennsku. Bart Simpson ber þungann af klæðarburði almennings. Stutt- buxumar hans svo og bolurinn hafa haft þau áhríf á unglingana að margir hverjir hafa tekið upp hina áhyggjulausu tískustefnu hans ParkerXewis (Corin Nemec) sem er aðalpersón- an í Skálkar á skólabekk fær umsögnina að hann líti alltaf vel út hvort sem hárið á honum sé greitt aftur eða það lafi niður í augu. Hann er afsiapp- aður unglingur og klæðist þægilegum, víðum og áberandi silkiskyrtum. Hver á að ráða? Alyssa Mil- ano, eða Sam eins og hún heitir í þáttunum, vann titilinn fyrír sinn sígilda og fyrsta flokks klæöaburð. Útlit henn- ar er ef til vill venjulegt en það er ferskt og fínt. Aftur á móti er Daríene (Sara Gilbert) í þáttunum um Roseanne ekki sögð vera mjög smart Leið- beiningarnar sem hún fær eru á þá leið að ef hún vilji ná sé ( kærasta þá eigi hún að segja skilið við flannelskyrtuna sína og reyna að klæða sig á kven- legrí máta. Jafnframt segir að hún þurfi ekki alltaf að vera strákaleg í útliti til þess að ná árangrí í íþróttum. Tvíburasystkinin í framhalds- þáttunum Vinir og vandamenn, þau Brandon Walsh (Jason Prí- estly) og Brenda Walsh (Shann- en Dohertly) eru vinsæl og uppá- hald margra unglinga. Klæða- burður þeirra er keimlíkur þeim sem var í tísku á sjötta áratugn- um en sá klæðaburður er einmitt mjög mikið í tísku núna. HPö',- \ * 1 1 ffll WmÞiiw \ • \ 1 fl |||§yh^ § ^ _ ■ ' / - m * 'œmuf * j S j£S£+ Um Whitley Gilbert í Vistaskiptum, sem leikin er af Jasmine Guy, seg- ir „Hversu margar stúlkur fara í minkapels f skólann?" Persónan Whitley er „rík tík" og lætur ætíð mikið á sér bera.“ Theo Cosby (Malcolm Jamai Wamer) i sjón- varpsþáttunum Fyrirmyndarfaðir er sagður vera í allt of stórum og miklum peysum sem gerí hann fyrirferðarmeiri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.