Tíminn - 08.08.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 08.08.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn Fimmtudagur 8. ágúst 1991 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrlfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýslngaslml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritsljóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 EB í klfpu Evrópubandalagið er í klípu vegna sjálfstæðishreyf- ingar Slóvena og Króata, sem vilja fyrir hvern mun losna úr stjórnskipulegum tengslum við Serba í júgóslavneska ríkjabandalaginu. Forystumenn Evrópubandalagsins hafa verið þjak- aðir af pólitískum samviskuspurningum út af þróun mála í Júgóslavíu. Þessi samviskuraun hefur síst minnkað á síðustu dögum, þótt heita eigi að vopna- hléi hafí verið komið á á þeim svæðum þar sem einkum hefur verið barist að undanfömu. Þar sem hér er ekki síst við skæruliða að eiga en ekki mið- stýrða heri nema öðrum þræði, er engin vissa fyrir því að þetta vopnahlé haldist lengi, enda hefur það verið rofíð þegar fyrsta daginn. Áhyggjur Evrópubandalagsforkólfanna eru margs konar. T fyrsta lagi kom ólgan í Júgóslavíu þeim á óvart, þeir voru grunlausir um hana, áttu ekki von á öðru en að Júgóslavía héldist sem bandaríkjaheild, hvað sem liði hræringum annars staðar í heimi kommúnismans. í öðru lagi voru þeir trúaðir á áhrifamátt sinnar eigin nálægðar og góðs fordæmis um hvernig erfðafjendur Evrópusögunnar væru að sameinast í einu bandalagi um frið og framfarir. í þriðja lagi eru skoðanir hinna ýmsu ríkisstjórna Evrópubandalagslanda gerólíkar um viðbrögð við innanlandsdeilum nágrannaríkja sinna, svo að það tekur sinn tíma að samræma afstöðu Brusselveldis- ins í ýmsum utanríkismálum. Þessi ólíka afstaða ríkisstjórna innan Evrópubanda- lagsins kom skýrt fram á fundi utanríkisráðherr- anna í fyrradag. Þar gekk franski utanríkisráðherr- ann svo langt að krefjast þess að Vestur- Evrópu- bandalagið svokallaða, sem er að rísa úr dái sem hernaðarbandalag, verði fengið til þess að fara með her inn í Júgóslavíu til þess að skakka leikinn milli Króata og Serba. Svo virðist sem ríkisstjórnum ann- arra Evrópubandalagslanda hafi mislíkað þessi til- laga Frakka, en setji fremur traust sitt á að Samein- uðu þjóðirnar hafi afskipti af málum Júgóslava ell- egar að RÖSE- samtökin láti þar að sér kveða. En hvað sem líður hugarraunum forystumanna Evrópubandalagsins er það eitt víst að ríkjasam- bandið Júgóslavía er að riðlast. A.m.k. tvær af þeim þjóðum sem myndað hafa ríkjasambandið heyja sjálfstæðisbaráttu, þær vilja láta virða sjálfsákvörð- unarrétt sinn og hafa þegar lýst yfir sjálfstæði sínu. Gegn svo eindregnum vilja verður ekki staðið til langframa. Þegar svo er komið ættu utanaðkomandi afskipti af júgóslavneskum málum aðeins að miða að því að að- skilnaðurinn fari friðsamlega fram. Slíkt er þó eng- an veginn auðvelt mál, því að inn í það blandast ým- iss konar landfræðilegar og þjóðernislegar flækjur. Uppgjör hins misheppnaða ríkjabandalags Suður- Slava getur ekki farið eftir beinum línum þjóðernis- sjónarmiða og landamæra. Ef von á að vera til þess að greiða úr slíkum flækjum verður það að gerast við samningaborð, ekki á vígvelli. GARRI tim stund vegna málareksturs Björns bönda á Löngumýii Enyf- Ir það fynitist fljótlega, enda stó6 þnsið ót af rollum og merum, sem kratar hafa tekid út af landa- beSrra flokkuðu Davíð Scheving Thorsteínsson undir bændasam- töldn samanber deiluna um sem er af Guðiaugsstaðakyni, var til skamms tima einna mestur bóndi norðan heiða, en gerist gamlaöur, þótt eitt eða tvð hæsta- réttarmál kynnu að búa í honum enn. Þaó er því líklegt að Jón Ís- berg muni geta setið á friðarstóli fyrir bændum, sem eru einna heimaríkastir I Húnþingi. Bjom Ítklega hættur málavafstri og Vatusdalur oröinn stekkur, eins og Snorrabúö á Þingvölium. Skattalegt innsæi En á meðan riklsvaldlð snýst sér- kratar eru búnir að hreinsa landið af óværunni. Enölaðborga nulckrum hafa gerst svamir fóudur sauð- kindarinnar, hafa bændur í Húna- þingi snúiö sér einkum að vatns- búskap á heiöum uppi, þar sem Láms í Grimstungu átti fé sitt á sumrum. Btönduvirkjun hefur oröið þeim sem nýttu heiðaraar miki! búbót, avo þar standa nýjar með palisanderþiljum, þar sem hægt verður að halda haustteitin t framtiðinni til minníngar nm vatnshúskap saman JÓn isbeig aurum til að að greiða fyrir girð- íngar um sauðlaust land og hlnar því sviði sem kansellSstum í Reykfavtk hefúr þótt sem Jón ts- betg hafi bmgðist vegna skorts hans á tónlistarkgn innsaei. Gítar og gallabuxur Eför þvf sem sauðfjárbúskap foriast flugið t Húnaþingi týrir ttl- verknað krata, hefúr fólki verið boðið upp á nýjar búgreínar. Að vísu era um formerkjum. Laxeldi hefur sett eigendur á hausinn. Minkur- inn hefur reynst stórhættulegur efnahag manna. Og nú er komið á daginn að útihátíðir gefa vafasam- an arð, amtJk.«ríkiskassann. Úti- hátíðir í Húnaþingi kostuðu hér Jón Þorláksson og Jónas frá Hrifiu stóðu yfir margmenni í túnfætinum á Sveinsstöðum og skemmtu fóUá til fjögur að nóttu án þess að það kostaði krónu. Þelr voru að ræða hvor frá sínum bæj* ardyrum hvemig best væri að þjóðinni. Seinna urðu að fá niannfjölda tíl að koma, td. f Húnavcr, Það er fyrir löngu hætt að tala tíl gesta um stórfé fyrír að fá að fara inn i vefi- ina viö Bólstaðarhliö. Og ríkið. sem ganguamannaskála vill fá tónlist- i arskatt af aðgangseyrinam. Þetta þykir nýhmda í Húnaveri, enda hafa menn til þessa sungíð í Stafnsrétt lrtlu ínnar í dalnum án þess að borga krónu iýrir það til rfirisíns. í Húnaþingi vilja menn fá að syngja skattlaust, þótt þeir sfnar, þar sem Lánts f Grfm- stungu sfcaut refl og eltí rollur, án þess að blanda inn f það athæfi hugmyndum um hvemig ættí að stýra þjóðhmi. Sfðan gftarinn tók VÍð og hóf að tala tíl fólbins f rifnn orðlð { .. einn maður upp úr. Það er yfir- vaidið á Blönduósi, Jón ísberg, sem heldur því fram að þrátt fyrir gítarog rifnar gallabuxur, gianna- söng, en heiðar komnar undir vatn, beri kansellfinu f Reykjavtk ......................... Garri VITT OG BREITT Heimatrúboð um hreinlæti Lengi hefúr sú skoðun verið ríkj- andi að hreinlæti sé það sem skilur á milli siðmenningar og lifnaðarhátta óþjóða. Siðfágun og umgengni sker úr í því efhi, segja margir. Svo mikið er til í þessari kenningu að hér verður ekki lagt í að vefengja réttmæti þess skilsmunar siðmenn- ingar og villimennsku. Það mælir svo margt með þessari skoðun, eink- um ef maður gengur nokkrar kyn- slóðir til baka, tímasetur sig annars staðar en í nútíðinni. En samt er nú svo komið þróun siðmenningar, að engum er nauðsynlegra en sið- menntuðu fólki að hressa upp á hreinlætisátrúnað sinn, hefia eins konar heimatrúboð í því efni. Stærsta vandamál siðmenningar okkar daga er oíframleiðsla á sorpi og öðrum úrgangi sem leiðir af at- vinnu- og lifnaðarháttum. Siðmenn- ingin er sjálfvöld að því með háttum sínum hversu mikið fellur til af öll- um tegundum úrgangs. Eins og sak- ir standa er siðmenningin í vítahring lifnaðarhátta og umhverfisspjalla. Enginn veit hvenær sá hringur verð- ur rofinn eða hvort það tekst yfirleitt Úrgangsvísíndí fslensk siðmenning til sjávar og sveita, í þéttbýli og dreifbýli, er hér engin undantekning. íslendingar eru siðmenntuð nútímaþjóð, sem ekki stendur að baki öðrum í því að skilja eftir sig þau ódæmi úrgangs sem enginn veit hvað á að gera við. E.Lv. er of mikið sagt að enginn kunni skil á því hvað á að gera við úrgangsefni nútímalifnaðarhátta. Sem betur fer eru margir að velta fyrir sér lausnum í þessu efni. Þ.á m. hefúr ekki komið á bókamarkaðinn á þessu ári gagn- legri bók en skýrsla sorphirðu- og endurvinnslunefndar umhverfis- ráðuneytisins og nefnist „Sorphirða og endurvinnsla á íslandi. Drög að framtíðarskipan“. Þessi bók sýnir að sorphirða og hvers kyns frágangur og eyðing úr- gangs er meiriháttar fræðigrein, þar sem hugtök og fræðileg greining skipta máli eins og í öðrum vísind- um. Þannig er það upplýst að „úr- gangur“ er almennara hugtak en „sorp“, enda skiptist úrgangur í femt: Sorp, framleiðsluúrgang, „sér- stakan úrgang“ og „annan úrgang" (Ld. salemisúrgang, skolphreinsi- stöðvaúrgang, rotþróarúrgang o^.frv.) Skíl siðmenningar og villimennsku Og ekki nóg með það. Hver aðal- flokkur greinist í undirflokka, sem þarf sérstaka verkfræðimenntun til að kunna góð skil á. Því er sfst að fúrða þótt venjulegum borgaja (sem trúir því að hann sé siðmenntaður) fallist hendur þegar úrgangsvísindin fara að þjarma að honum, sanna á hann þekídngarleysi um hvemig á að þrífa sjálfan sig, híbýli sín og ná- grenni. Því miður er þetta þekking- arleysi staðreynd, enda fara vísindi sjaldan með fleipur. En þegar svo er komið að borgar- amir ráða ekki við að þrífa upp eftir sig og samfélagið hefúr ekki fjárráð til að fara að ráðum sérfræðinga í af- fallsvísindum um hirðu og förgun úrgangsefna frá siðmenningunni, þá er ekki langt í það að skilin milli sið- menningar og villimennsku hverfi, ef það var hreinlætið sem þar reið baggamuninn. Hreinlætisstig sið- menningarinnar er hríðfallandi og þar með siðmenningin sjálf, að mati þeirra sem ekki eru of bjartsýnir á framtíðina. Glerárdalur sorphaugur Margt er til marks um það, hvað sið- menningin getur stundum gengið nærri sjálfri sér. Ýmislegt bendir til þess að ráðamenn ríkis og sveitarfé- laga séu fjarri því að vera í færum að rjúfa vítahring úrgangs og mengun- ar. Þótt Akureyringar hafi lengi staðið framarlega í siðmenningu og séu allra manna fjarlægastir háttum óþjóða, segir svo í fréttum að bæjar- stjórinn í höfuðstað Norðurlands kunni ekki betra ráð fyrir sína hönd og annarra eyfirskra sveitarstjómar- manna en að halda Glerárdal við sem sorphaugastæði og nú í þágu alls Eyjaharðarsvæðisins. Þessi friðsæli fjalladalur, einn hinn fegursti á Norðurlandi, í örskots- lengd frá ráðhúsi Akureyrar og sam- gróinn bænum án minnstu skila, hafði satt að segja gegnt öskuhauga- hlutverkinu svo lengi að flestir hlutu að vona að á því yrði endir. En það er dýrt að vera fátækur. En er það ekki einum of kostnaðarsöm fátækt að kasta frá sér perlunum? Væri ekki mögulegt að standa undir fátækt sinni gagnvart ruslinu með minni fómum en ýmsum sveitarstjómar- mönnum dettur í hug? Ingvar Gíslason

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.