Tíminn - 08.08.1991, Side 16

Tíminn - 08.08.1991, Side 16
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhusinu v Tryggvagolu S 28822 UtBSBaÉfftUIBSKIim SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 16. SlMI: 688568 r &£SS3 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga 91 SÍMI -676-444 Tíniinn FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST1991 Ásmundur Stefánsson er þeirrar skoðunar að vextir séu of háir. Hann segir hins vegar að nafnvaxtahækkunin nú hafi verið óhjákvæmileg: Aðlögi nn I m ikal kerl Fisii ns aö vaxtal \æY ;ku ns tjór nar innar trausta afkomu. Það er Ijóst að fólk leggur ekki peninga í banka sem ekki hefur sæmilega trausta stöðu.“ Aðspurður um ástæðu nafnvaxta- hækkunarinnar sagði Ásmundur að það væri óhjákvæmilegt að tryggja samræmi milli verð- tryggðra og óverðtryggðra kjara. Aðspurður hvort vaxtahækkanir ríkisins í vor hefðu haft einhver áhrif, sagði Ásmundur að það mætti segja að með þessu væru menn að laga sig að þeirri breyt- ingu sem varð á vöxtunum fyrr f sumar. „Það er inni í þessu líka að lánskjaravísitalan endurspeglar breytingar á kaupi, og kaup hefur hækkað meira en verðlag núna yf- ir sumarmánuðina. Þar kemur inn hækkun sem mælist inni í láns- kjaravísitölu og setur vexti upp miðað við það kerfi sem við búum við í því efni.“ — Áttu von á því að verðbólgan lækki í haust? „Já, en það er hins vegar ekki út- séð með það heldur. Miðað við spámar, sem núna liggja fyrir, ætti það að gerast, og þá hlýtur allt þetta að vera til endurskoðunar. Áðalatriðið í málinu er eftir sem áður að það er nauðsynlegt að ná raunvöxtunum niður, því þessir háu raunvextir setja ekki aðeins einstaklinga í vandræði, heldur stöðva þeir líka eðlilega fjárfest- ingu í atvinnurekstrinum. Það getur komið hættulega niður á okkur þegar til lengri tíma er lit- ið,“ sagði Ásmundur Stefánsson. —SE Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ og bankaráðsmaður í ís- landsbanka, segir að það sé töluvert til í þeim rökum, sem kom- ið hafí fram hjá Davíð Oddssyni forsætisráðherra, að verðbólgu- tölurnar hafí falið í sér tilefni til að hækka nafnvexti mun fyrr en gert var. Hins vegar segir hann að þau rök ráðherrans æði lang- sótt, að bankamir séu að bæta sér upp það tap, sem þeir urðu fyrir þegar hin pólitískt skipuðu banlraráð hafí viljað fegra efna- hagsviðskilnað síðustu stjómar með því að hækka ekki vexti. „Ég held ekki að menn hafi dreg- ið við sig að hækka vexti undir pólitíska þjónkun fyrir einhvem ákveðinn aðila. Mér þykir sú skýr- ing æði langsótL Það er hins vegar rétt að verðbólgutölumar hafa nú um nokkurn tíma, að minnsta kosti eftir stjórnarskiptin, verið þess eðlis að það hefðu verið rök fyrir meiri hækkun á nafnvöxtum. Eg er ekki hins vegar þar með að segja að það hefði verið heppilegt að fara fyrr af stað með nafnvaxta- hækkun, því það er auðvitað mjög óæskileg staða sem upp er komin í vaxtamálunum í heild. Fyrst og fremst eru það þessir gífurlegu raunvextir sem em vandamál," sagði Ásmundur. — Af hverju eru þeir ekki lækk- aðir? „Raunvextir em í reyndinni ekki sjálfstætt ákvarðaðir á einhverjum einum stað. Þeir vextir, sem verða til á þessum markaði, em ákvarð- aðir af aðstæðunum á fjármagns- markaðnum í miklu breiðari skilningi en að það sé einföld ákvörðun í bankakerfmu. Bank- amir em að keppa um fjármagn við aðra aðila, bæði ríkið og verð- bréfamarkaðina, og fóm á síðasta ári nokkuð illa halloka í sam- keppninni um peninga, þannig að þeir streymdu meira til annarra aðila. Þess vegna þarf að ná jafn- vægi á þessum fjármagnsmarkaði, ef það á að ná jafnvægi í því efni. Það em tveir kostir, annar kostur- inn er að taka upp boðhátt og skipa vexti, beita ósköp einfaldlega handafli á allan lánamarkaðinn og þar með talda alla verðbréfamark- aðina. Hinn kosturinn er að beita aðgerðum sem koma á auknum jöfnuði á þessum markaði, sem þýðir að það þarf að takast á við fjárlagahallann og þá yfir eftir- spum sem er eftir peningum í gegnum húsbréfakerfið, sem m.a. er að lána fólki gagnrýnislaust með ríkisábyrgð allt að níu millj- ónir. Það er ljóst að þetta tvennt hefur valdið spennunni núna að undanfömu, þ.e.a.s. hallinn á rik- isfjármálunum og spennan á hús- bréfamarkaðnum. Það er auðvitað ríkisvaldsins að takast á við hvort tveggja." Nauðsynlegar ráðstafanir í hús- bréfakerfmu ekki gerðar Ásmundur sagði að það lægi nokkuð ljóst fyrir að pólitískur vilji til að beita handafli á lána- markaðnum væri ekki fyrir hendi. „Hann var ekki til staðar í síðustu ríkisstjórn og enn síður til staðar í núverandi stjóm. Þá er það í raun- inni bara önnur leiðin sem er eft- ir.“ — Er ríkisstjómin að þínu mati á þeirri leið? „Ríkisstjómin er að fjalla um fjár- lögin. Það liggur ekki fyrir hvað kemur út úr þeirri umræðu og því ekki hægt að segja til um það á hvaða leið hún er. Ég fæ ekki séð að það sé verið að gera neinar þær ráðstafanir í sambandi við hús- bréfakerfið sem ég tel nauðsynleg- ar. Ég tel að þar verði að takmarka eftirspumina með þvf að draga úr miklum lánum til fólks sem hefur alla burði til að eiga við sín íbúðar- kaup án aðstoðar ífá hinu opin- bera.“ — Fram hefur komið hjá forsæt- isráðherra að naftivaxtahækkunin nú hafi verið of mikil. Hvert er þitt mat á því? „Þessi hækkun er samræming á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum í bönkunum. Vextimir í bönkunum em að mínu viti allt of háir. Eins og ég segi em þeir ekki að fullu sjálfráðir um gerðir sínar, því þeir standa í samkeppni, bæði við ríkið og verðbréfamarkaðinn, um peningana, og því geta þeir ekki tekið ákvarðanir án tillits til aðstæðna. Það finnst mér vera vandamálið. Ég held það megi segja að með þessari ákvörðun sé um nokkuð samræmi að ræða milli nafnvaxta og verðtryggðra Ásmundur Stefánsson, forsetl ASÍ. vaxta, miðað við þá breytingu á lánskjaravísitölu sem er yfirstand- andi. Við höfum hins vegar ástæðu til þess að ætla að dragi úr hækk- uninni á lánskjaravísitölunni þeg- ar kemur fram á haustið, og þá hlýtur þetta að vera til endurskoð- unar.“ Bankamir eru að Iaga sig að vaxtahækkunum stjómarinnar Aðspurður sagði Ásmundur að þessi ráðstöfun yki vaxtamuninn frá því sem hann var fyrr á árinu. „Það er hins vegar ljóst að fyrri hluta ársins hafa bankamir verið reknir með verulegum halla. Það er bönkum nauðsynlegt umfram önnur fyrirtæki að vera með Ferðamönnum í júlímánuði hefur fjölg- að um 240, aamanborið við júií í fyrra: ÞJÓÐVERJAR FJÖLMENNASTIR í síðastliðnum júlímánuði 2.448 Svíar, 2.371 Dani, 1.629 komu sdl* 33.814 eriendir ferða- Norðmenn, 1.623 ítalar og menn hingað til lands. I júlí í 1.600 Austurríldímenn. AUs fyrra komu hingað 33.574 er« komu hingað 992 eriendir ferða- lendir ferðamenn. I júlímánuði menn frá HoIIandi í síðasta þetta árið voru þvf aOs 240 fleiri mánuði, 741 frá Fínnlandi, 401 erlendir ferðamenn staddir hér á fri Belgtu, 253 frá Spáni, 209 landi miðað við júlí í fyrra. frá Kanáda og 173 frf Japan. Þjóðverjar voru langfjölmenn- Það vekur athygli að einn ferða- astir ferðamanna hér á landi í maðnr, sem kom hingað til lands júlimánuði eða alls 6.803. í júlí, var ríkisfangslaus. NæstQölmennastir voru Frakk- Frá 1. janúar þessa árs ti! 31. ar, en alls dvðldust hér 4.124 júK hafa afls komið hingað Frakkar. Þar £ eftir vora Bretar, 90.921 eriendur ferðamaður. Á en þeir voru 3.212. Þá komu sama tíma í fyna böfðu 88.507 einnig hingað 3.196 Svisslend- eriendir ferðamenq komið hing- ingar, 3.165 Bandaríkjamenn, að tíl lands. -UÝJ Samband veitinga- og gistihúsa telur brýnt að: Danshús í borginni fái næturklúbbaleyfi Fulltrúar frá Sambandi veitinga- og gistihúsa hafa að undanförnu átt viðræður við Þorstein Pálsson dómsmálaráðherra um nokkur mál, sem sambandið telur brýnt að tekið verði á. Meðal þess, sem farið hefur verið fram á við dómsmálaráðherra, er að danshús, sem uppfylli ákveðin skilyrði, fái næturklúbbaleyfi og geti því haft opið til kl. 5 að morgni. Eðlilegt sé talið að slíkir skemmti- staðir séu opnir lengur en krár, enda tíðkist það alls staðar í veröldinni. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar, Samband veit- inga- og gistihúsa hefði sett fram ákveðnar óskir, sem yrðu skoðaðar í ráðuneytinu. „Við höfum ekki tekið neina afstöðu til þessara óska, þetta er ennþá á umræðustigi," sagði Þor- steinn. SVG hefur lagt til í viðræðunum við dómsmálaráðherra að því fárán- lega ákvæði, að mati sambandsins, í reglugerð um sölu og veitingar áfengis þar sem kveðið er á um að áfengisveitingum skuli hætt hálfri klukkustund áður en leyfðum skemmtanatíma lýkur, verði aflétt. Sambandsmenn segja það óþolandi að geta ekki veitt viðskiptavinum þjónustu meðan á dansleik stendur, enda verði barþjónar fyrir stöðugu kvabbi frá gestum sem ekki skilji slík ákvæði frekar en þeir. Þá leggur SVG til við dómsmálaráðherra að sumarhótel greiði lægra gjald fyrir vínveitingaleyfi en veitingastaðir sem opnir séu allt árið. SVG segir að borið hafi á því í Reykjavík að refs- ingar við brotum vínveitingahúsa séu háðar duttlungum einstakra embættismanna og að þær séu oft á tíðum í litlu samræmi við brot. SVG mótmælir harðlega að sömu refs- ingar séu við brotum á öryggisregl- um, sem SVG líti mjög alvarlegum augum, og því broti að þjónn af- greiði vfnglas nokkrum mínútum eftir lokunartíma baranna. —SE

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.