Tíminn - 21.09.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.09.1991, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 21. september 1991 t FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 25. sept- ember 1991 kl. 8 e.h. að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Samningamál 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin HEILSUGÆSLAN í REYKJAVÍK Hjúkrunarfræðingar Læknaritari HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast nú þegar í afleysinga- störf til áramóta, við Heilsugæslustöðina í Árbæ. LÆKNARITARI óskast tímabundið í 50% starf við sömu heilsugæslustöð. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 671500. Umsóknareyðublöð liggja frammi á viðkomandi heilsugæslustöð og á afgreiðslu Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavíkur, Barónssttg 47. Umsóknum skal skila til hjúkrunarforstjóra eða starfsmanna- stjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík, Barónsstíg 47. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni Staða háskólamenntaðs fulltrúa í utanríkisþjónust- unni er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að starf hefjist í utanríkisráðuneytinu, en starfinu fylgir flutningsskylda sem gerir ráð fyrir langdvölum við störf í sendiráðum og fastanefndum íslands erlendis. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, fyrir 15. október n.k. Utanríkisráðuneytið FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678500 Fax 686270 Aðstoð við aldraða Langar þig til að starfa með öldruðum? Okkur bráðvantar áhugasamt og gott fólk til starfa í heimilisþjón- ustu, sem fólgin er í hverskonar aðstoð og félagslegri samveru á heimilum aldraðra. Vinnutími er sveigjanlegur frá kl. 09:00-17:00 og gæti meöal annars hentað námsfólki. Hafðu samband sem fyrst og kynntu þér starfið. Nánari upplýsingar veita verkstjórar heimaþjónustu á eftirtöldum stöðum: Aflagranda 40, sími 622571, milli kl. 10-16 Bólstaðarhlið 43, sími 685052, milli kl. 10-16 Hvassaleiti 56-58, slmi 679335, milli kl. 10-16 Norðurbrún 1, simi 686960, milli kl. 10-16 Vesturgötu 7, slmi 627077, milli kl. 10-16 Vörum bjargað úr strönduðu skipi við ísland. Óvíst er hvar Ijósmynd þessi er tekin, en hún iýsir samt vel þeirri hættu er siglingum hér við land fylgdi. inn út á Svið „tók hann slag“ og sigldi nær suðurlandinu. Veðrið brestur á Það er af ,Juno“ að segja að þegar Stilhoff hafði bjargað því frá strandi kastaði það akkerum og fór hvergi. Veður var ekki mikið þennan dag í Reykjavík, en dumbungur og úrfelli. Það fréttist seinna að „Drei Annas“ hefði siglt fram hjá Garðskaga um hádegi og „Sölöven" tveimur stund- um seinna. Og enn var sagt að „Sö- löven“ hefði sést fram undan Hval- nesi rétt fyrir myrkrið, en dimmt mun hafa verið orðið kl. 4. Um miðaftan skall á aftakaveður af útsuðri og stærði sjó fljótt og varð brimgangur hér inni í. Stundum óvenjulega ofsafenginn. Og enn herti veðrið og varð ofsinn mestur undir morgun og skulfu þá hús í Reykjavík eins og strá. Maður, sem staddur var hjá myllunni á Hólavelli þegar bjart var orðið um morgun- inn, segir svo frá: „Þá var sjórinn ógnarlegur, hann var allur hærri en landið og Akurey var eins og niðri í dalverpi." Enn hélst veðurofsinn fram undir miðaftan og segja samtíma heimild- ir að þetta hafi verið fádæma ofviðri, svo að vart hafi nokkru hafskipi ver- ið siglandi, heldur hafi þau orðið að láta reka undan upp á líf og dauða. Reki á Mýrum Leið nú rúmlega hálfur mánuður svo að ekkert fréttist af skipunum, nema hvað sú fregn kom úr Grinda- vík að þar hefði sést skip á siglingu djúpt úti fyrir á þriðja degi eftir veðrið, og var talið víst að það mundi hafa verið annað hvort þess- ara skipa. En hinn 15. desember kemur sendimaður frá sýslumanni Borg- firðinga með bréf til bæjarfógetans í Reykjavík. Segir sýslumaður þar frá því að síðan á jólaföstukomu (29. nóvember) hafi rekið á Álftanesfjöru á Mýrum alls konar brot úr skips- byrðingi, reiða og vörur, sem sýni- lega sé úr kaupskipi, og á Ásreka í Melasveit hafi rekið fleka af aftari hluta kaupskips, tólgartunnur o.fl. En á meðal þess, sem rekið hafi á land hjá Álftanesi, sé nokkuð af far- angri skipverja, skjöl nokkur og dagbók. - - Megi af þessum skjölum ráða að þama hafi skipið „Drei Ann- as“ farist og allir drukknað sem á því voru. Fregn þessi kom eins og reiðarslag og menn vildu í íyrstu ekki trúa því að það gæti verið satt að Biering og fjölskylda hans hefði farist þarna, því að Biering var mjög vinsælí maður og gátu vinir hans ekki hugs- að sér að hann, börn hans og kona væru ekki lengur í tölu lifenda. Var það lengi að menn héldu í þá fánýtu von að menn hefðu bjargast af skip- inu. En þó fór svo að kaldur vem- leikinn kvað niður þá von. Þegar menn fóm að reyna að gera sér grein fyrir því með hverjum hætti slysið hefði orðið, töldu þeir víst að þegar er skipið var komið fyr- ir Garðskaga muni það hafa fengið mótbyr og veltisjó, svo að það hafí orðið að slaga vestur í flóann. En svo þegar ofveðrið rauk á, hafi þeir ekki fengið við neitt ráðið og muni Lund skipstjóri þá hafa hugsað sér að hleypa til Straumfjarðar og það mundi honum hafa tekist í björtu veðri. En nú var komið myrkur, grenjandi sjólöður og stórsjór. Og svo hefur skipið rekist á sker al- veg á sömu slóðum og þar sem franska skipið „Pourquoi Pas?“ fórst 79 ámm síðar. Skipsskrokkurinn fannst nokkuð fyrir innan Þormóðs- sker. Lá hann á 11 faðma dýpi og héldu akkerin honum niðri. Ekkert lík rak á land og ekkert af fólkinu nema eina tá. Önnur skiptapafregn Uppboð var haldið á vogreki því, sem borist hafði á land af „Drei Ann- as“, og fóm nokkrir menn úr Reykjavík þangað. En er þeir komu aftur höfðu þeir þær fréttir að færa að annað skip hefði farist í þessu sama veðri milli Lóndranga og Mal- arrifs á Snæfellsnesi. Haföi rekið á land hjá Malarrifi reiða, segl, brotin Hug- mynda- sam- keppni Hreppsnefnd Eyjafjarðarsveit- ar auglýsir eftir hugmyndum að merki fyrir sveitarfélagið. Keppnislýsing fæst afhent á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Syðra-Laugalandi, 601 Akureyri, sími 96-31335. Skilafrestur ertil 15. nóv. 1991. Þrenn verðlaun verða veitt. Samtals að upphæð kr. 150.000,- Þátttaka er öllum opin. siglutré, eirþynnur og þrjá hesta móálótta. — Gmnaði menn þegar að póstskipið hefði farist þarna, því að það var eirslegið utan og auk þess var kunnugt að það hefði haft fjóra hesta móálótta innanborðs. Annars var fregnin um þetta svo lausleg að varla var að treysta henni, og ekkert hafði heyrst frá sýslu- manni vestra. En þeim, sem höfðu átt vandamenn um borð í „Sölöven", gerðist ekki rótt og þar sem Ditlev Thomsen kaupmaður hafði verið einn af farþegunum, tók Ágúst Thomsen sonur hans það til bragðs að senda mann gagngert vestur á Snæfellsnes til þess að hafa sannar sögur af þessu. Þetta var um hávetur, komið fram í janúar. Veðrátta var ill, hríðar og umhleypingar og mikil ófærð, svo að það tafði ferðir sendimanns. Kom hann ekki til Reykjavíkur aftur fyrr en 19. janúar og hafði þá aðeins far- ið í Stykkishólm á fund sýslumanns, en ekki vestur undir Jökul. Hafði hann þær fréttir að færa að nú varð ekki dregið í efa að „Sölöven" hafði hrakið upp í björgin og brotnað í spón. Er þama aðdjúpt og himin- gnæfandi hamrar yfir, en brimið verið svo óskaplegt að það hefur molað skipið sem skel við klettana. Undir rökkur þann 27. nóvember tók bóndinn á Malarrifi eftrr því að þar fóru að berast í land spýtubrot, hvít í sárið, og þar næst fann hann hestana þrjá rekna og var einn þeirra þá volgur enn. Bendir það til þess að skipið hafi ekki farist fyrr en komið var fram undir dag eða undir hádegi. Töldu menn að sjórokið hefði verið svo mikið að skipverjar hefðu ekkert séð út frá borði, þótt dagur væri á lofti, því að þegar sjór- inn rýkur eins og mjöll þá er það líkt og bylur og ekkert sést. Auk rekalds og smábrota úr skipinu rak á land mikð af ull, um 4 skip- pund af tólg og nokkuð af saltkjöti. Enn fremur höfðu fundist smá- bögglar er menn hér syðra könnuð- ust við að sendir höfðu verið með „Sölöven11, tætlur af karlmannafatn- aði, einkum nærfatnaði, með ýms- um fangamörkum (t.d. S.B.) og brot úr fjöl með útskornum stöfunum SÖLÖ. Ekkert lík rak á land hér fremur en á Mýrunum og af mönnunum fannst ekkert nema einn fótleggur með litlu holdi á. Kaupmennirnir fjórir Mönnum varð að vonum nokkuð tíðrætt um þessi hörmulegu slys, en ekki er nú kunnugt um hve margir menn hafa farist með báðum skip- unum, því að skipshafnir voru út- lendar. En kaupmannastétt Reykja- víkur hafði hér mikið afhroð goldið er hún missti þarna fjóra úrvals- menn úr sínum hópi. Þykir því rétt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.