Tíminn - 21.09.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. september 1991
HELGIN
15
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Lisu. Hann féllst á að koma á lög-
reglustöðina og gefa staðfesta
skýrslu.
Ástkona Kosta
Maðurinn skýrði frá því að hann
hefði um tíma verið í föstu sambandi
við tvítuga stúlku að nafni Deidre
Michelle Hunt. Eftir að upp úr sam-
bandi þeirra slitnaði komst hún í
kynni við Kosta Fotopoulos og varð
ástkona hans.
Hann sagði að þann 30. október
hefðu þau skötuhjú haft samband
við sig og boðið sér 10.000 dollara
fyrir að koma Lisu fyrir kattamef.
Það var á allra vitorði að fjölskylda
Lisu var vellauðug og nú fór að
koma í ljós að Kosta sveifst einskis til
að koma höndum yfir þann auð.
Deidre bað hann að hitta sig til að
ákveða hvemig best væri að drepa
Lisu. Hún skýrði honum frá þvf að
þetta hefði verið í bígerð í tvo mán-
uði og að fyrst hefði hún ætlað að
drepa hana sjálf, en síðan brostið
kjark. Þess vegna hefði það komið í
hennar hlut að útvega mann til
verksins.
Vitnið skýrði frá því að sér hefði
fundist eitthvað gmggugt við þessa
málaleitan alla. Hann hafði grun um
að þegar Lisa væri öll, myndu þau
hjúin ekki skirrast við að senda hann
sömu leið. Hann var sannfærður um
að Kosta hefði ekki í hyggju að reiða
út þá 10.000 dollara sem í boði voru.
Hann taldi líka að Kosta vildi ekki
hætta á að morðinginn skýrði síðar
frá öllu eða reyndi að kúga út úr
honum fé vegna vitneskju sinnar.
Hann ákvað því að afþakka gott boð.
Lögreglan spurði nú hvort hann
þekkti Bryan Chase. Jú, vitnið kvaðst
þekkja hanna og sagði einnig að vin-
ur hans hefði séð Deidre fara heim til
Bryans og að þau hefðu eitthvað ver-
ið að bralla saman.
Næsta morgun kom bróðir Lisu á
lögreglustöðina. Honum var illa við
að benda á Kosta, þar sem hann væri
mágur hans. En hann sagði að Lisu
hefði gmnað að Kosta ætti í ástar-
sambandi við Deidre og hefði beðið
sig um að útvega einkaspæjara til að
fylgjast með ferðum þeirra.
Lögreglan kallaði nú Deidre til yfir-
heyrslu. Hún var hin merkilegasta
með sig og þóttist ekkert vita um
málið annað en það sem hún hefði
lesið í blöðunum. Hún neitaði öllu
sambandi við Kosta.
Chuck Evens, lögreglumanninn sem stjómaöi rannsókninni, grun-
aöi að eitthvað værí bogið við frásögn eiginmannsins.
Herbergisfélagi Deidre hafði sam-
band við lögregluna og kvaðst búa
yfir talsverðri vitneskju og vera
reiðubúin til að leysa frá skjóðunni.
Hún lofaði að koma á lögreglustöð-
ina, en lét ekki sjá sig og Deidre fékk
hana til að fara úr bænum.
Lögreglan gómaði hana þó innan
tíðar og færði hana á stöðina. Hún
brotnaði fljótlega saman og skýrði
frá því að hún hefði áhyggjur af
manni sem væri horfinn. Við nánari
yfirheyrslu kom í ljós að kærastinn
hennar vissi meira um málið og að
umræddur kærasti væri TJ, sá sem
hafði oftar en einu sinni veist að Lisu
Fotopoulos. Lögreglan lagði nú hart
að stúlkunni til að skýra frá því hvar
unnusti hennar gæti verið niður
kominn, og skýrði henni frá því að líf
hans gæti verið í hættu, þar sem
hann vissi of mikið um málefni
Kosta. Þeir sannfærðu hana um að
það væri lífsspursmál að lögreglan
finndi hann á undan Kosta. Hún
skýrði þeim frá því hvar hann kynni
að vera að finna og varð það til þess
að lögreglan náði honum bráðlega.
Fleiri morð
í fyrstu vildi TJ ekkert segja, en þeg-
ar minnst var á manninn sem hafði
horfið, sagði hann: „Vitið þið um Ke-
vin?“ Og síðan opnaðist flóðgáttin og
upplýsingar fengust, sem bentu til
þess að Kosta og Deidre hefðu myrt
Kevin Ramsey, 18 ára að aldri.
Til þess að fá skýra mynd af glæpa-
ferli þeirra Kosta og Deidre, var
ákveðið að hefja yfirheyrslur að nýju
yfir Deidre. Hún var handtekin og
hún gerði sér grein fyrir því að nú
væri öllu lokið og ákvað að skýra frá.
Henni voru lesin réttindi hennar og
hún undirskrifaði skjal þar sem hún
samþykkti yfirheyrsluna. Hún skýrði
frá því að hún og Kosta hefðu rekið
vændishring, stundað fölsun og eit-
urlyfjasölu og oftar en einu sinni
framið morð gegn greiðslu. En lög-
reglan vildi á þessu stigi málsins ein-
beita sér að Kosta og því að hann
vildi láta taka konu sína af lífi. Kevin
Ramsey virtist fyrsta skrefið í þeirri
rannsókn.
Deidre sagði að hún og Kosta hefðu
tekið Kevin upp í bflinn hjá sér og
sagt honum að þau ætluðu að vígja
hann inn í glæpahring sinn. Að því
loknu keyrðu þau út í skóg og bundu
fórnarlamb sitt þar við tré. Kosta
sagði Kevin að hann ætlaði að skjóta
að fótum hans. Hunt dró síðan upp
myndbandsupptökuvél, lét Deidre
hafa 22 kalibera skammbyssu og
sagði henni að skjóta Kevin.
Hún sagði að Kosta hefði miðað á
sig riffli til þess að tryggja það að
hún hlýddi fyrirmælum hans. Hann
tók morðið upp á myndband, en það
átti að vera „lokaæfing" til að sanna
að Deidre hefði kjark til að myrða
Lisu. Hún viðurkenndi að hafa skot-
ið Kevin þrisvar í brjóstið og að
Kosta hefði skotið hann einu sinni
með rifflinum. Hún lofaði Iögregl-
unni að vísa á staðinn þar sem líkið
var grafið.
En myndbandið sagði sína sögu.
Kevin hafði greinilega enga hug-
mynd um það sem í vændum var.
Hvorki var hik né ótta að sjá á
Deidre. Hún skaut hann þrisvar
sinnum í brjóstið og að því Ioknu
gekk hún að honum, tók í hár hans
og rykkti höfði hans upp og skaut
hann í gagnaugað án þess að depla
auga. Síðan kom Kosta til skjalanna
og skaut hann í höfuðið með riíflin-
um.
Leitað að
leigumorðingja
Eftir að þau höfðu framið þessa dáð
fór Kosta að leggja að Deidre um að
hún dræpi Lisu. Hann sagði henni
frá því að kona hans væri hátt líf-
tryggð og að hann fengi 700.000
dollara við lát hennar. Deidre kvaðst
ekki hafa treyst sér til að drepa Lisu,
en fór þess í stað á stúfana til að
reyna að finna leigumorðingja.
Hún leitaði til manns að nafni Will
Madden. Hann samþykkti í fyrstu,
jafnvel þótt hann hefði grun um að
hann yrði sjálfur drepinn á eftir.
Hann fékk þó ekki tækifæri til að
vinna verkið, því hann var handtek-
inn skömmu síðar og stungið í fang-
elsi fyrir ýmis smáafbrot. Hann var í
fangelsi þegar hann frétti af árásinni
á Lisu og var sannfærður um að
Deidre hefði ráðið Chase til verksins.
Hann skýrði lögreglunni frá því að
reynt hefði verið að ráða hann til
verksins og það fór hrollur um hann
þegar honum varð hugsað til örlaga
Chase.
Næstu tvær tilraunir Deidre mis-
tókust einnig og nú var Kosta orðinn
virkilega óþolinmóður. Hann setti
Deidre úrslitakosti um að hún yrði
að vera búin að fá einhvem til að
framkvæma verkið innan tveggja
klukkustunda.
Deidre vissi sem var að hann hafði
myndbandið undir höndum og gat
notað það gegn henni ef hún hlýddi
ekki. Hún hélt því í örvæntingu
sinni heim til fyrrum kærasta sem
reyndist ekki vera heima, en í hans
stað var Chase á staðnum. Deidre
sagði að hann hefði áður framið
morð fyrir peninga í Ohio. Þau kom-
ust fljótlega að samkomulagi sem
endaði með dauða Chase.
Að lokinni yfirheyrslunni sór
Deidre að framburður hennar væri
réttur og undirritaði hann. Kosta var
nú handtekinn og hnepptur í fang-
elsi.
Makleg málagjöld
Rannsókn á glæpaferli þeirra hélt
nú áfram og leiddi í ljós að þau höfðu
verið ótrúlega framtakssöm á því
sviði.
Þann 7. maí 1990 játaði Deidre sig
seka um tvö morð. Hún samþykkti
að vitna gegn Kosta í von um að þá
slyppi hún við rafmagnsstólinn.
Henni snerist síðan hugur og bað
um að fá að draga játningu sína til
baka og fá að koma fyrir rétt án þess
að vitna gegn Kosta. Þeirri beiðni var
hafnað. Fimmtudaginn 13. septem-
ber 1990 var hún dæmd til dauða.
Umfjöllunin um málið í fjölmiðlum
hafði verið svo mikil að ákveðið var
að flytja réttarhöldin yfir Kosta yfir í
aðra sýslu. Þann 27. október 1990
var Kosta fundinn sekur um að hafa
framið tvö morð, tvær morðtilraun-
ir, innbrot og samsæri um morð.
Þann fyrsta nóvember sama ár var
hann dæmdur til dauða.