Tíminn - 17.10.1991, Síða 9

Tíminn - 17.10.1991, Síða 9
Fimmtudagur 17. október 1991 Tímmn 9 Lögreglumaðurinn José Amedo Fouce hefur nýlega hlotið 108 ára og 8 mánaða fangelsisdóm fýrir að hafa fengið leigumorð- ingja til að ráða baskneska útlaga í Frakklandi af dögum. Nú hafa spænsk yfirvöld gefið í skyn að Amedo verði náðaður inn- an tíðar. Peningar lausnarorð- ið í ráðgátunni Það varð þó snemma Ijóst að pen- ingar voru lausnarorðið í ráðgát- unni miklu. Undirforinginn Amedo, sem fékk í laun 230.000 peseta á mánuði, barst mikið á í lifnaðarhátt- um. Samkvæmt upplýsingum frá bankaráði seðlabankans greiddi Am- edo á árunum 1985-1987 27 milljón- ir peseta af einkabankareikningun- um sínum — þrisvar sinnum hærri upphæð en sem nam launum hans. Starfsmenn spilavítisins í San Seb- astián vottuðu að lögreglumaðurinn legði þar háar fjárhæðir undir reglu- lega. I júlf 1988 lét Garzón dómari taka Iögreglumennina Amedo og Dom- ínguez fasta. Yfirsaksóknari Spánar, Javier Moscoso, gerði tilraun til að fá þá lausa aftur og fella niður ákæru gegn þeim. Ríkissaksóknaranum Gordillo, sem hafði fengið það verkefni að rann- saka Amedo-málið, tókst að verjast fimlega með röksemdafærslunni að „hagsmunir ríkisins mega ekki koma í veg fyrir að refsing í formi hryðjuverks upplýsist". Og hann bætti við að „opinbert fé á ekki að nota til að fremja glæpi". Listinn yfir sannanir um leynilega þátttöku spænska ríkisins í gerðum ofsóknarmanna Baska virtist yfir- þyrmandi. Sem dæmi má nefna að Georges Mendaille, sem franska lögreglan lýsir eftir sem Gal- hryðjuverka- manni, býr í friði og spekt í húsi sínu á Costa Brava. Þegar spænska lög- reglan lýsti því yfir að dvalarstaður hans væri óþekktur, fundu frétta- menn nafn hins eftirlýsta í símaskrá. Reyndar ákvað spænskur dómari eft- ir það að framselja Mendaille til Frakklands, en ennþá er ókomin staðfesting á framsalsákvörðuninni frá ríkisstjórninni. Ofursti í Guardia Civil, Rafael Masa, keypti fyrir hönd Gal vopn í Andorra. Enn hefur enginn dregið hann til reikningsskila fyrir það. Andhryðju- verkauppljóstrari í Baskalandi, sömuleiðis ofursti í Guardia Civil, er fullyrt í rannsóknarskýrslu saksókn- ara í San Sebastián að hafi verslað með eiturlyf árum saman. Embætt- ismenn í Madrid létu skýrsluna sem vind um eyrun þjóta. Heilbrigt lýðræði á Spáni í veði Fari svo að sakborningamir sleppi við að taka út refsingu sína, spyrja margir Spánverjar sig hvort það sé vegna þess að þeir viti svo mikið um Gal. Enginn stjórnmálaflokkur hef- ur vogað sér hingað til að leitast við að fá skýringar á skuggalegum bak- grunni málsins. Lögffæðingurinn og mannrétt- indabaráttumaðurinn Fernando Sal- as hefur árangurslaust varað við því að heilbrigt lýðræði á Spáni sé í veði. Sósíalistar, sem nú sitja við völd, hafa alltaf haft tilhneigingu til að gera lítið úr gerðum Gal. „Dauði fórnarlamba hryðjuverkamanna er ekki það sama og dauði hryðjuverka- manna,“ segir fyrrum yfírmaður Amedos, fyrrverandi innanríkisráð- herrann Barrionuevo. Ksra Jelena, þú ert dauð Kæra Jelena Höfundur Ljúdmfla Razúmovskaja Þýöandl: Ingibjörg Haraldsdóttlr Leikstjóri: Þórhallur Sigurösson Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Messfana Tóm- asdóttir Leikarar: Anna Krístin Amgrímsdóttir, Baltasar Kormákur, Halldóra Bjömsdótt- Ir, Hllmar Jónsson og Ingvar E. Slgurös- son Sýningarstaður: ÞJóðleikhúslö, litla svið Hún á afmæli hún Jelena kennari. Það stendur samt ekki til að halda upp á daginn og síst af öllu á hún von á gestum. Um kvöldmatarleytið er barið að dyrum. Fjórir nemenda hennar eru mættir til að óska henni til hamingju og gleðja hana með gjöf í tilefni dagsins. Prúð og stillt tylla þau sér á sófann hennar og fýlgjast barnslega spennt með þegar hún opnar afmælispakkann, krakka- skinnin. En brátt kemur í Ijós að tilgangur fjórmenninganna er reyndar allt annar en að samfagna og gleðja kennara sinn. Leikurinn tekur nú stefnu út á hin dökku mið, þar sem markvisst og miskunnarlaust stríð milli nemendanna og kennarans er háð. Óvenjulegt stríð, þar sem for- ingi unglinganna, Valodja, beitir hverju herbragðinu á fætur öðru í því skyni að buga og brjóta Jelenu niður og fá hana til að lúta vilja sín- um. í hans huga er þessi grái leikur einskonar manndómsvígsla, sem hann verður að standast hvað sem það kostar. Sigur og ekkert annað en sigur, því láti hann undan hér mun hann án efa láta undan síðar á lífs- leiðinni. Brosandi og ógnandi stýrir hann hinum unglingunum og etur þeim gegn Jelenu. En Jelena er ekki auðunnin. Brynjuð siðferðisþreki hugsjónamannsins stendur hún af sér hverja atlöguna á fætur annari, en Valodja og félagar reiða æ hærra til höggs og við spyrjum að Ieikslok- um. Söguþráðinn er ekki rétt að rekja frekar, því það er aðeins til skaða þeim er eiga eftir að sjá sýninguna. Þetta leikrit er sérlega vel skrifað. Textinn flytur okkur mikið og það er stfgandi í verkinu allan tímann og spennan rafmögnuð þegar líður að lokum. í leiknum eru mikil átök, andleg sem líkamleg. Leikur fimmmenninganna er mjög góður og þá sérstaklega þeirra Önnu, Ingvars og Baltasars, sem ná snilldargóðum tökum á persónun- um. Mjög vel hefur tekist um val í hlutverkin. Anna Kristín er sem sköpuð í hlutverk Jelenu og þeir Ingvar og Baltasar skapa ógleyman- lega mynd af þeim Vitja og Valodja og þá ekki síður með látbragði sínu og líkamlegri tjáningu en framsögn- inni. Halldóra og Hilmar sem Ljala og Prasha komast einnig ágætlega frá sínum hlutverkum. Smáatriðin gleymast ekki í þessari sýningu. Óvirkur leikari verður virkur á sviðinu þótt hann standi til hliðar við miðdepil átakanna hverju sinni. Það skal engan furða þótt verk þetta hafi verið bannað í Rússlandi og þar um slóðir á sínum tíma, því svo hárbeitt er ádeilan á þjóðfélagið þar eystra. Spillingu þeirra, sem að- stöðu hafa til að skara eld að eigin köku, og uppgjöf og vesaldóm hinna sem eitt sinn höfðu hugsjónir, en sjá nú enga framtíðarglætu. Svo og við- horf unga fólksins, sem gefur skít í allar hugsjónir og siðferðiskjaftæði, en reynir með kjafti og klóm að skapa sér lífsrúm. Að troða á eða verða troðinn niður er mottóið. Kæra Jelena er leikrit sem þú nýtur meðan þú horfir á það, og persónur þess lifa í huganum löngu eftir að sýningu lýkur. Gísli Þorsteinsson Sýningargestir Þjóöleikhússins 3,5 milljón um helgina: ÁHORFANDINN VERÐLAUNAÐUR Aðeins nokkra gesti vantar upp á að þrjár milljónir og fimm hundruð þúsund manns hafi séð sýningar á Stóra sviði Þjóðleikhússins frá opnun þess 21. aprfl 1950. Um helgina er von á gestinum sem fyllir þessa tölu. Ekki verður ljóst fýrr en eftir að miðasölu er lokið á viðkomandi sýningu hver hinn lán- sami áhorfandi er, og mun þjóðleik- hússtjóri, Stefán Baldursson, til- kynna það í lok sýningarinnar. Áhorfandanum verður færður Minningarpeningur Þjóðleikhúss- ins, gjafakort fýrir tvo á allar sýning- ar Þjóðleikhússins í vetur, bæði á Litla sviði og á Stóra sviði, auk þess sem hann fær aðgöngumiða sinn endurgreiddan. Um helgina verður Gleðispilið eftir Kjartan Ragnarsson sýnt föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20.00 og Búkolla eftir Svein Einars- son laugardag og sunnudag kl. 14.00. Það verður því eftirvænting í loftinu í Þjóðleikhúsinu um helgina. -js Myndin er tekin úr sýningu Þjóðleikhússins á Gleðispilinu eftir Kjartan Ragnarsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.