Tíminn - 19.10.1991, Qupperneq 1
19.-20. október 1991
„Þao a aö syngja hærra
þegar nótan er ofar“
Hér fer á eftir þáttur eftir Önnu Thorlacius, ritaður árið 1914
er höfundurinn var orðin 75 ára gömul og birtist hann í
tímaritinu Eimreiðinni það ár. Hún segir hér af furðanlegri
nákvæmni frá daglegu lífi í heimasveit sinni, Grundarfirði,
því ekki var þá þorpsmyndun hafin þar, þótt verslun væri
á staðnum. Ekki síst er mikils um vert hve nákvæmlega
Anna lýsir búningi fólks og þá einkum kvennanna.
Sömuleiðis er ávinningur að það megi geymast sem hún
hefur hér um mataræði og aðra daglega háttu að segja.
„Ég er fædd 1839 og uppalin í
Grundarfirði. Faðir minn, Jón
Daníelsson, var bæði kaupmaður
og bóndi. Þegar ég fyrst man til
mín voru aðeins þrjú hús á Grund-
arkampi: íbúðarhús okkar og
verslunarhús föður míns og var
sölubúðin í norðurenda en vöru-
hús í hinum, en þriðja húsið, sem
var austar á kampinum, hafði gera
látið Oddur læknir Hjaltalín, móð-
urbróðir minn; því hann bjó fyrst í
Grundarfirði þegar hann kom úr
Læknisnesi, áður en hann flutti að
Berserkjahrauni, en síðast fór
hann til Bjamarhafnar og þar dó
hann. Þetta Hjaltalínshús keypti
Helgi nokkur er einnig verslaði í
Grundarfirði. Ég man það svo vel
að mér var sagt að þar sem móður-
bróðir minn hefði haft lyfjabúðina,
þar hefði Helgi gamli sölubúð sína.
Svo var þar innar af svefnklefi og
stofa fram af ekki alllítil, en eldhús
og búr fremst. Svo kom skýli fram
af með lofti, það var dúfnahús
Odds Hjaltalíns. íbúðarhús föður
míns var 14 álna langt og 9 álna
breitt. Skýli (skúr) stórt og breitt
var fram úr hliðinni. Þar var ekki
nema einn inngangur, svo komu
breið en stutt göng og hurðir á
báðar hendur, önnur inn í gesta-
stofu og þar inn af í svefnherbergi,
eldhús gegnt útidyrum og búr all-
stórt inn úr því. Hinum megin,
gegnt gestastofu, var hin svo-
nefnda suðurstofa, þar voru öll
þing haldin. Faðir minn hafði látið
gera aðra stofu suður af henni og í
henni var setið og þar sváfum við
og amma, móðir föður míns.
Vinnufólk allt svaf uppi í miðlofti,
þar uppi voru tvö herbergi sitt í
hvorum enda; var annað geymslu-
hús en í hinu bjó ljósmóðir okkar
barnanna og maður hennar, Sig-
urður smiður svonefndur. Hann
smíðaði rokka og stokka, hús og
kirkjur, en hafði þó hvergi lært að
smíða. Rokkana smíðaði hann með
tálguhnífnum (kutanum) sínum
og þeir voru sem renndir í renni-
smiðju.
Vilmundarsaga
viðutan
Oftast hafði faðir minn 3 vinnu-
menn, stundum 4, og 2 vinnukon-
ur, og var ætíð önnur þeirra í fjósi,
en ekki sótti hún vatn, nóg var
samt, því aldrei voru færri en sex
kýr og oftast naut. Þegar hún var
búin í fjósinu verkaði hún sig upp
og kom inn í stofuna, þar sem allir
voru nú sestir við vinnuna, ungir
og gamlir, nema Stefán bróðir
minn; hann byrjaði undir eins og
kveikt var að þylja sögumar, allar
íslendingasögur, Árbækur Esp-
ólíns, Sturlungu o.s.frv. En ekki
man ég til að nokkur riddarasaga
væri lesin, nema Vilmundar saga
viðutan. Aldrei voru rímur kveðn-
ar; það fékkst ekki fyrir föður mín-
um, hann unni ekki þeim kveð-
anda, en söng unni hann.
Kvöldstundimar
Ég man það enn í dag hvað mér
leiddust verkin sem mér vom ætl-
uð á kvöldin þegar ég var á 8. ár-
inu; það var að gera kveik úr fífu,
sem nóg er af í Grundarbotni, og
prjóna illeppa. Ó, hvað mig syfjaði
oft við þann starfa; en þó var mér
sagt að taka eftir sögunum, en það
vom nú einmitt þær sem gerðu
Anna Thorlacius
segir frá
mannlífinu í
Grundarfirði um
miðja fyrri öld
mig syfjaða, því á þeim ámm skildi
ég lítið í þeim. Þá var það er mig
tók að syfja að ég fór að skemmta
mér við hundana, því snemma var
ég dýravinur. Þar var tík sem oft lá
á hvolpum, ég lagðist hjá þeim og
mig syfjaði ekki á meðan, en bæði
móðir mín og aðrir höfðu hugann
við sögumar og veittu þessu ekki
eftirtekt fyrr en um seinan. Seinna
fékk ég sullaveiki og kenndi móðir
mfn því um síðar meir að ég hefði
verið svo mikil hundagæska; en
enginn vissi þá að neitt væri að
varast hvað hunda snerti.
Móðir mín spann og vinnukonan
einnig. Jón sálugi bróðir minn
kembdi oft og var einnig að fást við
talnafræði á kvöldin. Einn vinnu-
manninn hafði faðir minn ávallt
heima á vetrum, til að gæta fjár, og
stóð hann hjá fénu þegar fært var,
með rekur sína lammaði hann á
eftir kindunum, eins og títt var, að
moka snjóinn ofan yfir fyrir kind-
umar þegar jarðskarpt var. Á
kvöldin táði fjármaður hrosshár,
og spann með snældu; setti hross-
hársvindinn á eitthvað sem ekki lét
undan, t.a.m. rúmmara eða stólpa
rúmsins, sem svo vom nefndir, á
hann var hrosshársvindlinum fest
með sterku borjámi ofan í mar-
ann. Stundum fékk ég fyrir sára
bón að bera við að snúa snæld-
unni.
Mataræði
Lesið var á hverju kvöldi; byrjað
með föstur og sungnir Passíusálm-
ar, sem ég ímynda mér að hvert
mannsbarn kannist við. Síðan var
borðuð flóuð mjólk og þykkur
grautur ofan í eða blóðmör. öllum
var skammtað í öskum nema föður
mínum, hann fékk ávallt í pottskál,
hvíta með rauðum rósum. Karl-
mönnum var skammtað í 4 marka
öskum (það var alls staðar venja)
og kvenmönnum í 3 marka ösk-
um. Við systkinin fengum í 2
marka öskum, uns við urðum 10-
11 ára; þá fórum við að verða lítt
ánægð með askana, vildum fá í
leirskálum eða djúpum diskum; en
það var nú ekki að nefna, svo það
urðu þá skálar.
Tveir gluggar voru á stofunni,
sinn á hvorum enda, og lítið borð
undir öðrum glugganum, þar
borðuðum við systkinin; pabbi á
púltinu sínu, mamma á borði, sem
ætíð stóð á miðju gólfi, og við það
borðuðum við miðdegisverðinn,
sem á sunnudögum var kjötsúpa
og möluðum baunum kastað út á.
Baunimar vom fyrst þurrkaðar í
potti, látnar kólna og síðan malað-
ar, þótti drýgra og var gott. Á
mánudögum harðfiskur og hálf