Tíminn - 16.11.1991, Síða 1

Tíminn - 16.11.1991, Síða 1
S IR GEORGE MACKENZIE kom l tfl íslands snemma í maí 1810. Hann var vel metinn maður og merkur í heimalandi smu Skotlandi, vel efnum búinn og átti stórar jarðir, laerður fyrirmaður og lét sér annt um vísindL Hann lagði eink- um stund á steinafiæði og átti stór og góð steinasöfn. Hann var um skeið for- seti náttúrufræðideildar skoska vís- indafélagsins. Hann ferðaðist hér all- víða og voru í för með honum tveir læknar, HoHand og Bright HoDand varð mikikmetinn læknir, seinna hirð- læknir Bretadrottningar. Hann kom aftur til íslands löngu seinna (1863) og skrifaði ýmislegt um íslensk efm. Bright var einnig vel metinn læknir (d. 1858). Ferðabók MacKenzies er myndarkg og falleg bók og í henni ýmsar Utmyndir og teðmingar. Megin- efni hennar er eftir MacKenzie sjálfan, en sumt skrifaði dr. HoQand. Þeir fé- lagar hittu hér nu. Svein Pálsson og munu hafa eftir honum ýmsar upplýs- ingar um náttúru landsins, einkum um jarðfræðL Sumar frásagnir þeirra um menn og málefni mtmu vera eftir vafasömum heimildum og gætír mis- skðnings. Espólín segir um fyigdar- mann MacKenzies að hann ,Jaug mörgu að honum um hagi og háttu lánda sinna". íslendingar fyrtust af sumum frásögnunum. Margt er samt vel og skemmtilega athugað og fjörtega frá því sagt Hér er þýddur kafÚ, sem segir nokkuð frá Reykjavíkuriífinu og frá fyrirmönnum í bænum og ná- grenninu. Reykjavík var LrtiU bær um þessar mundir og það voru danskir heimsóttí hann, kominn yfír átbætt (f. 1731) og andaðist tveimur árum seinna (1812). Stiftamtmaðurinn, TVampe greifi, var eriendis um þessar mundir vegna Jörundar hundadaga- kóngs, og hafði MacKenzie fengið leyfi til þess að vera í húsi hans í Reykjavík. Geir Vídalín hafði verið biskup kring- um áratug þegar hér var komið sögu (frá 1801-1823). Læknirinn, sem þeir félagar heimsóttu í Nesi, var Tómas Klog (f. 1768), sonur kaupmanns í Vestmannaeyjum. Hann varð land- læknir 1804 og fluttíst að Nesi 1807. Lyfsalinn, sem nefndur er, mun hafa verið Guðbrandur Vigfússon. Hefst nú frásögn MacKenzie; „Þegar ég sýndi þeim Simonson, um- boðsmanni TVampe greifa, og Frydens- berg landfógeta nokkur bréf frá greif- anum fengu þeir mér hiklaust umráð yfir húsi hans. Þetta hús er mjög vist- legt, þótt lítið sé. í því eru þrjú her- bergi og innangengt úr einu þeirra í eldhúsið, en annað er opinber skrif- stofa. í húsinu er búr, vel búið hillum, skápum og skúffum. í eldhúsinu eru hlóðir, líkt og í smiðju, með litlu eld- holi í miðjunni og er þar kveiktur eld- urinn. Þegar eldaður er miðdegisverð- ur eru kveiktir fleiri eldar, eftir því sem þörf er á, undir potta og pönnur. Her- bergin eru hituð með ofnum sem eru í sambandi við eldhúsreykháfinn. Uppi í húsinu er loft og gengið upp þangað eftir þröngum, bröttum stiga. Uppi á Iofti eru þrjár vistarverur og ofn í einni þeirra. Hinn hluti loftsins er óþiljað geymslupláss. Hjá húsinu er garður, hesthús og fjós og hlaða yfir þeim. Kringum fjórðungur ekru af óræktar- landi bak við húsið er girt með spölum og haft fyrir garð. Skömmu eftir að við mr. Fell settumst þama að sáð- um við þar rófum, hreðk- um, káli, baunum, selju og mustarði. Það, sem við skildum eftir, fyllti Simonsen með kartöfluútsæði og sænskum rófum. í heimsókn hjá Geir biskupi „góða“ Fyrsti maðurinn, sem við heimsótt- um eftir að við stigum á land 8. maí, var biskupinn, Geir Vídalín, sem tók okkur af mikilli ástúð. Hann er fríð- leiksmaður, í hærra lagi á vöxt, feitlag- inn en ekki þunglamalegur, svipurinn bjartur og virðist lýsa tilfinningum hans hispurslausL Hann er ágætur fræðimaður á fommenntir og talar reiprennandi latínu og í almennri menntun stendur hann jafnfætis, ef ekki framar, hverjum öðrum manni á íslandi. Fyrst í stað undraðist ég það, þegar gætt er tignarstöðu hans, hversu fótæklega hann var til fara og hversu fótæklegt var í kringum hann. Hann var í gömlum og snjáðum grá- um frakka og vesti og í fomfólegum dökkum hnébuxum. Eg komst bráð- lega að raun um að hann var ekki verr klæddur en aðrir sem höfðu meiri efni á því að vera þokkalegir og meira tóm til þess að snotra sig. Þegar við komumst að raun um það að við mundum þurfa að koma hvað eftir annað til Reykjavíkur milli ferða okkar út um sveitimar, hugðum við fyrst að því að koma okkur fyrir og spyrjast fyrir um hesta, en þá var erfitt að fó um þetta leyti árs. Grasið var ekki sprottið ennþá og hrossin mögur og illa búin undir erfiði. í sumum sveit- um hafði gengið pest í hrossum og féllu mörg þeirra. Allir sögðu okkur að það væri fósinna að leggja upp í ferða- lag svona snemma. Og þar sem við sá- um að ekki varð undan töfinni komisL tókum við það ráð að halla okkur að því að kynnast fólkinu og kanna siði manna í höfuðstaðnum. Húsið í greinilegri niðumíðsíu Okkur þótti það skylda að heilsa upp á herra Olaf Stephensen, sem ber titil- inn Geheime Etatsraad og var áður BLAÐAUKI UM VETRARSPORT kaupmenn sem einna mest sethi svip sinn á hann og aD- róstusamt var í bænum þessi árin. Ólafur Stephensen stiftamtmaður var orðinn fjörgamall þegar MacKenzie hér höfðmglegum viðtökum Ölafs Stepheu- sen í Viðey og fleiri fyrirmönnum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.