Tíminn - 16.11.1991, Side 10
18 Tíminn
Laugardagur 16. nóvember 1991
Að byrja rólega er mikilvægt, þegar líður á nrjá svo fara að taka á.
Það er áríðandi að teygja eftir æfingar.
„Spurning um lífss
r n
Stjörnudagar
5 daga lykill, mánudagurtil föstudags
Innifalið: 5 dagar 4 nætur, morgunverður,
3ja rétta kvöldverður.
Fyrir manninn í 2ja manna hert).
12.900,-
V___________J
(----------------------\
Helgarlykill
föstudagur, laugardagur, sunnudagur
Innifalið: 3 dagar 2 nætur, morgunverður,
3ja rétta kvöldverður.
Fyrir manninn í 2ja manna herb.
10.900,-
V J
/V "N
Hvunndagsþrenna
3ja daga lykill,
mánudagur til miðvikudags
Lykillað Hótel Örk 1992,
seldur á sérstöku tilboði til 7. desember
í Jólagjafahúsi Hótel Arkar í Kringlunni.
miðvikudagur til föstudags
Innifalið: 3 dagar 2 nætur, morgunverður,
3ja rétta kvöldverður
Fyrir manninn í 2ja manna hert).
6.900
j'
HEILSULYKILL A HOTEL ORK
BYRJAR 17. JANÚAR 1992.
Gestgjafi: Elísabet Guðmundsdóttir
Líkamsræktarsalurinn, laugin og gufan opin allan daginn. Tækjaþjálfun, sund-
leikfimi, þolfimi (eróbikk), slökun, hreyfing, líkamsvitund, Grönn-námskeið,
ásamt heilsukynningum og skemmtunum frá morgni til kvölds. Fyrsta flokks
gistiaðstaða, morgunmatur og kvöldverður innifalinn ásamt leiðsögn sérhæfðra
leiðbeinenda.
Nudd- og hárgreiðslustofa á staðnum, tennisvellir, skokkbraut og golfvöllur.
Láttu ekki þetta einstæða tækifæri fram hjá þér fara.
Taktu þér tak og vertu í hópi frumkvöðlanna á HÓTEL ÖRK.
Skráning er þegar hafin.
VERÐ: 3 dagar: Kr. 8.800,-
5 dagar: Kr. 16.600,-
7 dagar: Kr. 24.400,-
_____________J
SÍMI: 98-34700
FAX: 98-34775
Á venjulegri líkamsræktarstöð eiga
allir að fmna eitthvað við sitt hæfi,
sama hvort þeir eru feitir, grannir,
ungir eða gamlir. Stöðvamar em yf-
irieitt með gmnnprógrömm, í tækj-
unum og leikfimisölum, sem spanna
allt frá mjög léttum byrjendaæfmg-
um upp í viridlegt erfiði. Það er held-
ur engin tilviljun að líkamsræktin er
vinsælasta form almenningsíþrótta
að vetrinum til, ef frá em taldir
skyldutímar í leikfimi í skólum. Og
nú í vetrarbyrjun flykkist fólk að, er
almenningur byijar að æfa aftur í
stöðvunum eftir að hafa tekið sér frí
yfir sumartímann.
Fólkið sem nennir eldri að byrja
Byrjendum er ráðlagt að fara rólega
af stað og mæta annan hvem dag
fyrstu eina til tvær vikurnar. Þeir em
yfirleitt látnir æfa í um það bil hálfan
klukkutíma í senn og menn eiga bara
að taka það rólega; átta sig á staðnum
og finna aðeins fyrir hreyfingunni. Það
versta, sem hægt er að gera, er að
keyra sig út strax í upphafi. Þeir, sem
gera það, heltast oft úr lestinni og
hætta að koma, af því að þeim líður
illa. Það er mikilvægt að fólk átti sig á
því að það er engin skyndimeðferð til.
Til að komast í gott form er rökrétt að
ætla sér þrjá mánuði hið minnsta.
„Það er Iíka til hópur fólks, sem er
alltaf að tala um að það ætli að fara að
byrja, en finnur sér síðan afsökun til
þess að gera það ekki,“ segir Bjöm,
þjálfari og eigandi líkamsræktarstöðv-
arinnar World Class. ,Aðal afsökunin
fyrir fólk, sem ekki kemur, er sú að það
geti ekki farið í World Class af því að
þar er allt of mikið af fínu fólki og ung-
lingum; það getur ekki farið í Mátt af
því að þar er of gamalt fólk og það get-
ur ekki farið til Jónínu af því þar er of
feitt fólk. En þetta er bara fólkið sem
nennir ekki og það þarf að hafa afsök-
un til þess að þurfa ekki að fara. Þessi
hópur er því miður allt of stór.“
Fólk flokkar sig eftir stöðvum
„Það er nokkuð misjafnt eftir líkams-
ræktarstöðvum hvers konar fólk sækir
þær. Hér er til dæmis fólk frá fjórtán
ára aldri upp í sextugt, en meginkjarn-
inn er fólk á milli sextán ára og þrí-
tugs. Yfirleitt kemur eldra fólkið fýrri
hluta dags, en krakkamir koma hér
saman á kvöldin.
Hjá líkamsræktarstöðinni Mætti er
meira um eldra fólk, kannski frá þrí-
tugu og uppúr. Máttur hefur fengið þá
ímynd á sig að þetta sé eins konar end-
urhæfingarstöð. í stöðinni hjá Jónínu
og Ágústu er meirihlutinn konur á
aldrinum frá tuttugu og fimm ára og
uppúr og þar er líka þónokkuð af
þybbnu fólki.
Líkamsrækt er ekki bara spum-
ing um hreysti, heldur einnig
útlit og ímynd.
Spurning um heilsu og
hreysti en ekki ímynd
„Það virðist vera að líkamsræktar-
stöðvar séu flokkaðar eftir ákveðinni
ímynd. Sú ranga ímynd hefur til dæm-
is loðað við World Class að hingað
sæki tískugengi og fólk í glansgöllum.
Ég veit ekki hvort hún er góð eða
slæm, en það þarf ekki annað en að líta
yfir salinn héma til þess að sjá að hér
er alls konar fólk, á öllum aldri og af
öllum stigum, þó meginuppistaðan sé
ungt fólk.“
— En kemur fólk ekki í líkamsrækt
til þess að byggja upp ímynd af sjálfu
sér?
„Nei, þetta er spuming um heilsu og
hreysti, en hvaða stöð þú velur þér
byggist á því hvaða ímynd þú vilt hafa
á sjálfum þér. Líkamsræktin er ekki
eitthvað sem menn stunda í einhvem
tíma til að koma sér í form og hætta
síðan. Þetta er miklu fremur spurning
um lífsstfl og að láta sér annt um sjálf-
an sig.“
Eins konar kommún ismi
Samkeppnin á milli líkamsræktar-
stöðva er mikil og verðið inn á þær
hefur lítið hækkað undanfarin tvö til
þrjú ár. Líkamsræktarstöðin Máttur
hefur samið við stéttarfélög um afslátt
til félagsmanna þeirra, sem síðan er
endurgreiddur af félögunum. Þetta
telur Bjöm mjög ósanngjamt.
„Þetta er eins og kommúnismi, það er
verið að stýra fólki hvert það fer. Mér
finnst að fólk eigi að fá að ráða því
sjálft hvar það stundar líkamsrækt og
fá þá niðurgreiðslu frá sínum vinnu-
veitendum eða stéttarfélögum gegn
framvísun kvittana. Sé litið á Mátt sem
endurhæfingarstöð má alveg eins
segja að hjá okkur fari fram forvama-
starf og að sjálfsögðu á að styrkja það
alveg jafnt og viðhaldið. Að þessu leyti
ættu allir að sitja við sama borð.“