Tíminn - 16.11.1991, Qupperneq 4
12
HELGIN
Laugardagur 16. nóvember 1991
Þaö vantar ekki nema herslumuninn upp á
Verður metið slegið
í Bláfiöllum í ár?
Hríðarveöríð undanfarna daga
hefur ekki veríð að öllu leyti
slæmt, þó að það sé norölenskum
línuviðgerðarmönnum enginn au-
fúsugestur. Vegna fannfergis eru
góðar líkur á að Bláfjallasvæðið
opni óvenju snemma í ár.
„Við opnum svæðið um leið og
það er hægt,“ segir Kolbeinn
Pálsson, formaður Bláfjallanefnd-
ar. „Því fyrr sem sjórínn kemur,
því bjarsýnni eru menn. Ef það
snjóar og undirlagið frýs, þarf
mikla hláku til þess að það hverfi;
nái snjórinn að frjósa saman,
heldur hann vatninu og það flæðir
niður í stað þess að bræða snjó-
inn upp. Um leið og slíkt undirlag
er komið erum við nokkuð örugg
með svæðið út veturínn. Sú und-
irstaða, sem er komin núna, er
allt að því nógu góð til þess að
hægt sé að opna. Hluti hennar
fraus, en því miður standa ennþá
meiar uppúr á milli. Við gerum
okkur samt vonir um að þetta
veður skili okkur undirlagi í
brekkumar."
— Er möguleiki á nýju opnunar-
meti?
„Það er nú þegar hægt að nota
göngubrautirnar," segir Kolbeinn.
„Ég held að fyrsti opnunardagur,
sem við höfum náð, hafi veríð í
kríngum 20. nóvember. Ef við
fengjum einn til tvo daga með
snjókomu til viðbótar því sem nú
er fyrir, væri jafnvel möguleiki á
að slá það met. Við þyrftum helst
blautan snjó eða slyddu, sem síð-
an frysi til þess að undirlagið yrði
gott.“
Biö í 25 til 35
mínútur
Á góðum dögum hafa 12 til 14
þúsund manns af höfuðborgar-
svæðinu og nágrenni þess lagt
leið sína upp í Bláfjöll til þess að
njóta útivistar og renna sér á
skíöum. Þetta er um helmingi
meiri fjöldi heldur en hægt er að
taka við með góðu móti, en það
myndi kosta um 110 milljónir að
koma upp nýrri, afkastamikilli
Iyftu, sem kæmi í veg fyrir að bið-
raðir skíðafólks mynduðust í Blá-
fjöllum.
Enn um sinn verða menn að
sætta sig við að bíða í 25 til 35
mínútur eftir lyftunum til þess að
renna sér niður brekkurnar í þrjár
til fjórar mínútur. Þetta er sem
betur fer fátítt, en enn sem komið
er hafa þau þrettán sveitarfélög,
sem standa straum af kostnaði
við framkvæmdir í Bláfjöllum,
ekki séð sér fært að fjölga þar
lyftum.
Unnið aö endurbótum
á svæðinu
„Auðvitað erum við ekki ánægð-
ir með að geta ekki þjónað fólki
betur á mestu álagstímunum,"
segir Kolbeinn Pálsson, formaður
Bláfjallanefndar. „En það má
segja að svæðið þjóni fjögur til
fimm þúsund manns sæmilega.
Þaö er hins vegar alltaf unnið að
því að bæta svæðið. í fyrra opnuð-
um við beygjulyftu, sem tengir
Pramsvæðið við svokallað aðal-
svæði, en þar með eru skíðasvæð-
in þrjú tengd saman. í fyrra var
einnig komið í gagnið barnalyftu í
Suðurgili og nú í ár var sett upp
barnalyfta við skála Fram. Við
höfum bamalyftur á öllum stöð-
unura, sem þýðir að það er auð-
veldara fyrir fólk að dreifa sér
heldur en áður var.
Auk þess erum við búnir að
leggja veg að Suðurgilinu og bíla-
stæði við endann á honum. Áður
var talsveröum erfiðleikum bund-
ið að komast þar á milli, en nú er
þetta mun aðgengilegra fyrír fjöl-
skyldufólk en var. Nýjasta stóla-
lyftan á svæðinu var sett upp árið
1983, en lyftumar í Bláfjöllum
em alls tóíf. Með vaxandi áhuga
almennings fyrír skíðaíþrótinni
hefur svæðið hins vegar hvergi
dugað til. í hitteðfyrra fengum
við til að mynda um hundraö þús-
und gesti samtals, en af þeim
vom um þríðjungur gönguskíða-
fólk.“
Útilokað að láta gjöld-
in borga framkvæmdir
Undanfarin þrjú ár hefur Blá
Iþróttin, sem var stunduð af forfeðrum okkar,
nýtur vaxandi vinsælda á ný:
í fótspor feðranna
Flest okkar hafa einhvern tíma skautað sér
til gamans. Á síðari öldum hefur lítið farið
fyrir skautakeppnum hérlendis, en þar hef-
ur orðið breyting á. Forfeður okkar fluttu
ísknattleiksíþróttina með sér frá Skandin-
avíu og í Gísla sögu Súrssonar er sagt frá
knattleik á ís, sem endaði með illindum. Nú
fetum við aftur í fótspor feðranna, enda eru
hér ágætis aðstæður til að stunda ísknatt-
leik, eða íshokkí eins og hann heitir núna.
Þessi íþrótt hefur um árabil verið stunduð á
Akureyri, en vinsældir hennar á Reykjar-
víkursvæðinu fara vaxandi. Snorri G. Sig-
urðarson er einn talsmanna ísknattleiksfé-
lagsins Bjarnarins, sem auk Skautafélags
Reykjavíkur gengst fyrir æfingum á ís-
hokkí.
„Þetta er virkilega mikið púl. ímyndaðu
þér að þú hlaupir stanslaust án hvfidar,
þetta er svipað, nema áreynslan á fæturna
er meiri — þú brennir meiru á skautunum.
Hokkí er erfitt en skemmtilegt. Þetta er
íþrótt sem menn lifa fyrir, ég sjálfur hef til
dæmis ekki ánetjast neinni íþrótt fyrr en ég
kynntist hokkíinu."
Talan þrefaldaðist
„Það eru um fimmtíu strákar sem æfa stíft
hjá okkur í barnadeildinni, og við í meist-
araflokknum æfum reglulega tuttugu og
fimm til þrjátíu," segir Snorri. „Íshokkíið
hefur ekki verið stundað mikið hérlendis
íyrr en á síðustu árum, en áhuginn fyrir
þessari íþrótt fer hraðvaxandi. Ég get nefnt
sem dæmi að síðastliðið vor vorum við með
í kringum fimmtán stráka á æfingum síð-
asta vor, en nú hefur sú tala meira en þre-
faldast. Áhuginn virðist vera mikill fyrir
íþróttinni og það er alltaf eitthvað að bæt-
ast við.“
Það er dýrt að byrja
Til að ná árangri í íshokkíinu þurfa menn
að hafa náð góðu valdi á skautaíþróttinni,
en fleira þarf að koma til. Hokkíið útheimt-
ir auk skauta, kylfu, búning og ýmiskonar
hlífar. Eftir að menn hafa komið sér upp