Tíminn - 16.11.1991, Page 9
16 T HELGIN
Laugardagur 16. nóvember 1991
4
Laugardagur 16. nóvember 1991
HELGIN 17
Ap hverju þarft þú að huga:
Aður en
af stað ti
ðu leggur
rjúpna
Rjúpnaveiðitímabilið er hálfnað og veiðin er treg það sem af er. Þeir
sidpta þúsundum og jafnvel tugþúsundum, sem stunda þetta vetr-
arsport sér til gamans og heilsubótar. Ein af þekktari skyttum
landsins er Einar Páll Garðarsson, íslandsmeistari í leirdúfuskot-
fimi og afgreiðslumaður í Veiðihúsinu. Við fengum „Palla í Veiði-
húsinu“ til þess að gefa upprennandi ijúpnaveiðimönnum góð ráð á
síðum Tímans.
„Þaö fyrsta, sem menn þurfa að huga
að áður en þeir fara til rjúpna, er að
vera í hentugum klæðnaði," segir Ein-
ar Páll. „Margir gera þau mistök að
kiæða sig of mikið. Þá koma menn út
úr heitum bílunum á veiðistað og
byrja á því að hlaða utan á sig fötum
þar til þeir finna ekki fyrir kulda. Síð-
an, þegar gengið er af stað, rennblotna
þeir af svita og eftir það situr í þeim
kuldi, jafnvel þó þeir séu á gangi.
Menn eiga að klæðast hlýjum nær-
fatnaði, sem andar vel og utan yfir
mæli ég með Gore-Tex hlífðarfatnaði.
Svo kallaður Thermo- nærfatnaður
hefur gefist vel, en rjúpnaskyttur nota
yfirleitt annað hvort nærfatnað sem er
úr blöndu af ull og gerviefnum, eða
fatnað sem er einungis úr gerviefn-
um.
— Hvað með skófatnaðinn?
„Menn eiga að nota góða gönguskó.
Allt of margir ganga til rjúpna í venju-
legum gúmmístígvélum og það er ekki
góður kostur. Venjulega eru það eldri
mennimir sem notast við stígvélin,
menn um fimmtugt og þar yfir. Það er
í fyrsta lagi miklu kaldara að ganga í
þeim. Stígvélin anda ekki og menn
svitna í þeim og verða blautir í fæt-
urna. í öðru lagi getur verið beinlínis
hættulegt að ganga í þeim í brattlendi
þar sem harður snjór er undir; þú
heggur þér ekki neina braut í stígvél-
um, en þú átt þó möguleika á að gera
það í gönguskóm með góðum botni.“
— Hvað með öryggisatriði eins og
neyðarblys?
„Það er lítil fyrirhöfn, en mjög mikil-
vægt að menn hafi með sér svokallað-
an neyðarpenna, handhægt blys sem
þú nælir í brjóstvasann eins og penna.
Það er líka hægt að taka með sér
merkjaskot í byssuna sjálfa, en það er
ekki eins öruggt ef þú liggur einhvers
staðar slasaður og nærð ekki til byss-
unnar eða ef hún er skemmd."
Benelli kemur best út
Flestir, sem ganga til rjúpna, nota
haglabyssur við veiðarnar. A Norður-
landi og sér í lagi Norðausturlandi
nota rjúpnaskyttur tuttugu og tveggja
kalíbera smáriffla, en með þeim er ein-
ungis hægt að skjóta fuglinn sitjandi.
Haglabyssuna er hins vegar hægt að
nota bæði til að skjóta fugl á flugi og
sitjandi. Það er misjafnt hvernig vopn
menn nota. Fyrr á árum voru ein-
hleypur algengastar, en notkun þeirra
fer minnkandi. Tvíhleyptar haglabyss-
ur hafa verið vinsælar á rjúpaveiðum,
vegna þess að þær eru fljótar í sigti
þegar bregða þarf byssunni snöggt,
Einar Páll, Benellíinn, tíkin Assa og tvö skyldmenni hennar.
eins og til dæmis þegar rjúpnahópur
flýgur upp í kjarri. Svokallaðar pump-
ur eru mikið notaðar sem alhliða
veiðibyssur, og hálfsjálfvirkar hagla-
byssur hafa komist mjög í tísku hin
síðari ár.
,Af öllum þeim byssum, sem ég hef
notað, hefur sú sem ég nota núna,
hálfsjálfvirk Benelli, komið langbest
út,“ segir Einar Páll. ,A veiðum verður
þú að geta treyst því verkfæri sem þú
hefur í höndunum. Þessar byssur eru
einfaldar, missa ekki úr skot og bila
ekki. Þannig eiga góðar byssur að vera
og það spillir heldur ekki fýrir að
Benelli er bæði létt og meðfærileg. Ég
held að ég hafi prófað flestar tegundir
af hálfsjálfvirkum haglabyssum, ég átti
á tímabili Browning A 5, gömlu baks-
lagsbyssuna, hún reyndist mér vel og
sömuleiðis kunni ég vel við Berettu
303 á meðan ég átti hana, en án hlut-
drægni mæli ég með Benelli."
Norðlendingar nota
stærri högl
„Það virðist vera misjafnt eftir lands-
hlutum hvemig skot menn nota. Ég
hef það á tilfinningunni að Norðlend-
ingar noti stærri högl en aðrir, þeir
taka mikið skot með höglum númer
fjögur og fimm. Á Suðurlandi nota
rjúpnaskyttur hins vegar mest frá
fimm og upp í númer sjö. Flestir nota
36 gramma hleðslu á rjúpuna. Ég sjálf-
ur nota frá 36 upp í 42 gramma
hleðslu. Sumum finnst 42 grömm full
öflug hleðsla á rjúpuna, en við sumar
aðstæður, eins og t.a.m. í kringum
veðrabreytingar, er fuglinn styggur og
þá þýðir ekkert annað en að nota sterk-
ar híeðslur.
Þijú hundruð fugla
maður!
Ef menn líta á verð og gæði einstakra
tegunda, myndi ég mæla með skotun-
um frá Hlað hf. á Húsavík. Þau hafa
verið í gífurlegri sókn að undanfömu,
þeir eru að selja 500 til 600 þúsund
skot á ári og ég gæti trúað að það væri
um það bil helmingurinn af markaðin-
um hér.“
— En hvað er Einar Páll margra
rjúpna maður?
„Það er voðalega misjafnt," segir
hann og glottir. „Þetta hefur gengið
fremur illa í haust. Ég og veiðifélagi
minn, doktor Olgeir Bjamason, veið-
um mest á svæðum hér í nágrenni
Reykjavíkur, og þau hafa í seinni tíð
ekki verið talin góður kostur. Við för-
um kannski einn til tvo túra út á land,
en sjaldan meira. En fái ég tvö- til
þrjúhundruð fugla á hausti er ég
ánægður."
UNDRAEFNSÐ
GORE-TEX
Fyrir tuttugu og tveimur árum síðan, árið
1969, var efnið Gore-Tex fyrst notað. Ekki hér-
lendis og ekki einu sinni á þessari plánetu,
heldur á tunglinu. Þetta efni, sem var fyrst not-
að í hlífðarföt bandarískra tunglfara, er í dag
svo útbreitt að reykvískir góðborgarar spóka sig
í Gore-Tex sparifrökkum, og líklega kemur það
ekki síður að notum í okkar ágætu láréttu rign-
ingu heldur en á tunglinu.
Leyndardómurinn á bak við þetta efni er sam-
setning mólekúlanna í því, en hver fersentím-
etri af Gore- Tex samanstendur af 1,4 milljörð-
um mólekúla. Mólekúlin eru um það bil 700
sinnum stærri en vatnsgufumólekúl og þess
vegna kemst sviti frá líkamanum út. Efnið
hleypir samt sem áður ekki venjulegu rigning-
arvatni í gegnum sig. Flíkur úr Gore-Tex sam-
anstanda af ytra og innra byrði úr venjulegum
efnum, en á milli þeirra er Gore-Tex filma.
Þetta efni hefur undanfarin ár verið mjög vin-
sælt í hvers kyns hlífðarfatnað sem þarf að
anda, eins og til að mynda skíðaklæðnað og
veiðigalla. Nú eru menn jafnvel farnir að nota
það í spariklæðnað.
Bob Gore, maðurinn sem fann Gore- Tex upp,
er fyrir löngu síðan orðinn margmilljóneri.
Hann er titlaður forstjóri eigin fyrirtækis, sem
framleiðir efnið í Þýskalandi, en eyðir samt sem
áður mestum tíma sínum í fríum í suðurhöf-
um.
Bandarískur geimfari í Gore-Tex geimbúningi.
Tuttugu og tveimur árum eftir tunglferðina
er hægt að kaupa sparifrakka úr þessu efni
í Kringlunni í Reykjavík.
LOFTPRESSUR
ÁTTATÍU ÁRA REYNSLA
TÆKNI OG GÆÐI
Stimpilpressur
Þrýstingur 3-35 bör.
Skrúfupressur
Þrýstingur 4-13 bör.
Vinnsluvaki og
hljóðeinangrun.
BOGE hefur upp á að bjóða eitt fjölbeyttasta úrval
af loftpressum - loftkútum - þurrkurum - síum og
olíuhreinsurum til framleiðslu á lofti.
Stimpiipressur
Litlar og stórar.
Með eða án kúts.
Sölu- og þjónustuaðilar
Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi
Póllinn - (safirði, Snarvirki hf. - Djúpavogi
RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR - VERZLUN - ÞJÓNUSTA
RAFVEVI hF==
SlMAR 91-812415-812117 TELEFAX 1-680215 SKEIFAN 3F, BOX 8433, 128 REYKJAVfK
Nokkur atriöi, sem vert er aö
hafa í huga áður en lagt er
af stað í rjúpnaveiði:
Öryggið á
oddinn!
• Gerið ávailt grein fyrir því hvert
þið ætlið, áður en lagt er af stað. Ef
eitthvað kemur fyrir, getur skipt
sköpum að menn viti hvar á að leita
að þér.
• Hafðu meö þér áttavita og kort af
svæðinu sem þú ætlar að ganga til
rjúpna á.
• Það er öruggara að menn séu tveir
eða fleiri saman þegar farið er til
fjalia að vetrarlagi. Það segir fátt af
einum.
• Vertu öruggur um að þú sért með
rétt skot í byssuna. Menn hafa slasað
sig og eyðilagt haglabyssur með því
að nota þyngri hleðslur en þær þola.
• Passaðu að það fari ekki snjór eða
önnur óhreinindi upp í byssuhlaup-
ið. Sé veruleg fyrirstaða í hlaupinu,
springur byssan þegar hleypt er af.
• Vertu með neyðarblys eða neyðar-
penna á þér.
• Varastu að fara út á harðfenni í
miklum bratta, sér í lagi ef það er
lausamjöll yfir því. Menn hafa hrapað
til bana á rjúpnaveiðum.
HUGSAÐU UM HUÐINA
en gleymdu ekki undirstödunni!
Undanrennan er alveg fitusnauð mjólkurafurð og ein kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri, ýmsum B-vítamínum og inniheldur auk þess zink, magníum, kalíum og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg.£§§MJÓLKURDAGSNEFND
HÚN VAR brosmild hún Ragnheiður
Kristjónsdóttir, átján ára gömul
skíðakona og afgreiðslustúlka í
Kringlusporti í Borgarkringlunni,
þegar við vorum þar á ferðinni í vik-
unni. Hún var meira segja til í að
stilla sér upp með allan þann útbún-
að sem skíðafólk þarf á að halda.
Skórnir, bindingarnar, skíðin, stafirn-
ir, hanskarnir, gallinn og húfan kosta
samtals um 65 þúsund krónur. Skíð-
in sjálf eru ekki stór póstur í þeirrí
tölu, þau kosta ekki nema tæp fimm-
tán þúsund. Timamynd: Áml BJama