Tíminn - 16.11.1991, Side 12

Tíminn - 16.11.1991, Side 12
20 HELGIN Laugardagur 16. nóvember1991 Fulltrúar Fornritafélagsins og Bókmenntafélagsins og Þórhallur Vilmundarson kynna Harðar sögu. Tímamynd: Árni Bjarna Þrettánda bindi (slenzkra fornrita, sem Hið íslenzka fornritafélag gef- ur út, er komið út undir aðalheitinu Harðar saga, en auk þess eru þar Bárðar saga Snæfellsáss, Þorskfirðinga saga og Flóamanna saga ásamt níu Islendingaþáttum Hið íslenzka fornritafélag hefur nú sent frá sér síðasta bindið í fjórtán binda útgáfu sinni á ís- lendingasögum, en í þeirri út- gáfu er alls að finna 38 sögur og 40 þætti auk Landnámu og ís- lendingabókar. Nýja bókin er hin þrettánda í ritröðinni, en fjórt- ánda bindið kom út fyrir all- mörgum árum. í þessu nýja bindi eru fjórar ís- lendingasögur: Harðar saga, Bárðar saga Snæfellsáss, Þorsk- firðinga saga og Flóamanna saga og níu íslendingaþættir: Þórar- ins þáttur Nefjólfssonar, Þor- steins þáttur uxafóts, Egils þátt- ur Síðu- Hallssonar, Orms þáttur Stórólfssonar, Þorsteins þáttur forvitna, Þorsteins þáttur tjald- stæðings, Bergbúa þáttur, Kuml- búa þáttur og Stjörnu-Odda draumur. Meginatburðir sagn- anna fjögurra gerast á svæðinu austan frá Flóa vestur að Breiða- firði, en að hluta er sögusvið þeirra erlendis, m. a. á Græn- landi. Sögupersónur þáttanna eru hins vegar úr öllum lands- fjórðungum, en atburðirnir, sem þar er sagt frá, gerast ýmist hér á landi eða erlendis. Sögurnar og þættirnir í bindinu hafa auk bók- menntalegs og bókmenntasögu- legs gildis mjög mikið gildi sem heimildir um íslenzka menning- arsögu, ekki sízt þjóðtrú og þjóð- hætti. Aðalútgefandi bindisins er Þór- hallur Vilmundarson, prófessor. Bjarni Vilhjálmsson, þjóðskjala- vörður, hafði unnið að útgáfu Bárðar sögu, en lézt frá því verki 1987, og tók þá Þórhallur við út- gáfu sögunnar. Hið nýja bindi er mikil bók, 756 bls. Formáli Þórhalls er 228 bls. og sögurnar með ætta- og nafna- skrám 528 bls. Allmargar myndir eru í bindinu og átta kort, sex þeirra litprentuð. Útkoma þessa bindis er í tvenn- Lokabindi íslendingasagna, þar sem beitt er aö nokkru nýjum rannsóknaraðferðum við könnun sagn- anna, sem líklegt er að veki mikla athygli. um skilningi viðburður í ís- lenzkri fræðiritaútgáfu. Með því er fullgerð vandaðasta heildarút- gáfa íslendingasagna, sem hing- að til hefur séð dagsins ijós, og er þá bæði átt við frágang texta, skýringar og umfjöllun um sög- urnar í hinum mikilsverðu for- málum, þar sem gerð er rækileg grein fyrir viðkomandi sögu eða þætti, handritum, aldri og heim- kynnum, tímatali, bókmennta- tengslum, sögupersónum, hugs- anlegum höfundum o. fl., sem verða mætti lesendum til glöggv- unar og skilningsauka. í annan stað er beitt í þessu bindi að nokkru nýjum aðferðum við könnun sagnanna. Hér er m. a. miklu meira rýnt í örnefni og örnefnasagnir í sögunum en hingað til hefur verið gert í út- gáfum íslendingasagna, en mjög margar örnefnasagnir eru í flest- um sögum bindisins. Þórhallur Vilmundarson hefur unnið að ör- nefnarannsóknum í rúman ald- arfjórðung og fjallað um þær í ritsmíðum og fyrirlestrum, sem vakið hafa mikla athygli. Nýtur útgáfan þessara rannsókna hans í ríkum mæli, og mun mörgum leika forvitni á að kynnast þar umfjöllun hans og niðurstöðum, sem í mörgum tilvikum hefur ekki verið greint frá áður. Þór- hallur beinir einnig mjög sjón- um að því, hvernig samtímaat- burðir utan lands og innan kunni að endurspeglast í ýmsum rit- verkanna í bindinu, og kemst þar að nýstárlegum niðurstöðum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.